Þjóðviljinn - 12.01.1983, Side 7
Miðvikudagur 12. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Flótti 3ja
kanadískra
verkamanna
frá Djúpavogi:
.Aðalatriðið
þessu
máli nú tel ég vera það að
samkvæmt lögum sem
tóku gildi í apríl á síðasta
ári, ber atvinnurekanda
skilyrðislaust að útvega
atvinnuleyfí fyrir þá út-
lendinga sem hingað eru
ráðnir til starfa. Fram-
kvæmdastjóri Búlands-
tinds á Djúpavogi hefur
ekki farið eftir þessu ótví-
ræða lagaákvæði og þess
vegna er þessari deilu á
Djúpavogi engan veginn
lokið“, sagði Arnmundur
Backman lögfræðingur
kanadísku stúlknanna sem
hafa yfirgef 5 Djúpavog.
Hann var einnig formaður
nefndar sem Svavar Gests-
son félagsmálaráðherra
skipaði til að semja lög um
atvinnuréttindi útlendinga
og tóku gildi sl. vor eins og
áður sagði.
í upplýsingabæklingi sem
vinnumáladeild félagsmálaráðu-
neytisins gaf út í nóvember sl. eru
allar helstu upplýsingar fyrir þá
ríkisborgra erlenda sem hafa hug á
að ráða sig til starfa hér á landi. I
lögum nr. 26/1982 um atvinnurétt-
indi útlendinga, er ákvæði þess efn-
is að vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins beri að út-
búa og dreifa skriflegum upp-
lýsingum þar sem greini frá réglum
um dvalarleyfi og atvinnuleyfi, al-
mennum launakjörum, vinnutíma,,
sköttum og opinberum gjöldum og
öðru sem snertir útlendinga er hyg-
gjast leita eftir atvinnu hér á landi.
Endurskoða þarf lögin
í þessum kynningarbæklingi,
sem bæði er prentaður á íslensku
og ensku, eru ákvæði um að félags-
málaráðuneytið beri að fylgjast
með starfskjörum útlendinga og
framkvæmd ráðningarsamnings
þeirra og eigi að undirbúa almenna
stefnumörkum varðandi ráðningu
á erlendu starfsfólki til íslands. Við
spurðum Arnmund Backman lög-
fræðing og formann nefndarinnar
sem átti að tryggja réttindi útlends
verkafólks, hvers vegna mál eins
og það á Djúpavogi hefði komið
upp?
„Það sem í raun hefur gerst er
það að atvinnurekandinn lætur
Tvær kanadísku stúlknanna fjögurra sem hættu vinnu hjá Búlandstindi á Djúpavogi þar sem þær
töldu á sér brotið. Kim Orvis og Norma Thomas. Ljósm. eik.
„Andi laganna
þverbrotinn”
segir Arnmundur
Backman
lögfræðingur og
telur einsýnt að
endurskoða
verði lögin um
atvinnuréttindi
útlendinga
kanadíska verkafólkið starfa svo
mánuðum skiptir á bráðabirgðaat-
vinnuleyfi þrátt fyrir að lögin
kveða á um að fullnaðaratvinnu-
leyfi verði að liggja fyrir að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum. I
OONDIHONS ANO iERMS OF ACREUŒNii
öulands iindur H,F. shall hereafter he known ts the (conyany of first part) this
agreement and the Job applicant to that company for naraely employment in ‘Iceland
as set out in advertiaed Job application in the Interlake Spectator of Stonewall
and dated July 30th, 1982, Shall be hereafter known as second part of applicant
to this agreement.
This agreemeni is as folldwsi
l). The company shall provide funds for passage of the applicant from Winnipei’,
Manitoba, Canada to oite of the corapany at Dáupivogur, Iceland, on cöndition
that the value of auch passage be retumed to the company in eight equal payments
which will be deducted from the pay cheque of the applicant, the first such
deduction to be made from the first pay cheque received from the conpany cnd
consiqutively untill the eighth payment has been made.
At *he end of nine months an ! one week of employment by the applicant with the
co. ^Æny of this pgreement the applicant sholl be entitled to his or her pacsage
from the site of the company to Winnipeg, Manitoba, Canada.
The applicant shall receive his or her salary as followsi
xhe first payment of wages shall be at the end of the ll»th day of employment and
at the end of each week thereafter.
The company reaerves the right to withold the first weeks wages untill the
termination of employment at which time all monies legally due the applicant
ehall be paid to the applicant.
Any deviation of this agreement can only be made by negotiation between the company
and the applicant.
I /V&cSthe undersigned do hereby understund the terms
and conditions of this agreement and will abide by all said terms- and conditons
of this agreement.
þessu tiltekna máli er fyrst reynt á
þessi nýju lög og mér sýnist ein-
boðið að kalla verði nefndina, sem
samdi lögin, saman aftur í ijósi þess
að lögin hafa ekki reynst nógu
haldmikil. Það verður greinilega
að búa betur um hnútana og ég
mun fara þess á leit við félagsmál-
aráðherra að lögin verði endur-
skoðuð í ljósi Djúpavogsmálsins."
„Hitt vil ég svo taka fram sem
lögmaður kanadísku stúlknanna að
ég er ekki að bera atvinnurek-
andanum það á brýn að hann hafi
brotið ráðningarsamninginn. Það
mál er enn í athugun", sagði Arn-
mundur Backman ennfremur.
5 meginskilyrði
En hvaða skilyrði þarf að upp-
fylla til að atvinnuleyfi fáist fyrir
útlent verkafólk? Arnmundur
Backman svarar þessu:
„Það skal tekið fram að
félagsmálaráðherra veitir atvinn-
urekandanunt atvinnuleyfið fyrir
þá útlendinga sem hann ræður til
starfa. Skilyrðin eru því eins og
segir í lögum:
1. Að fyrir liggi umsögn stéttarfé-
lags á viðkomandi stað urn
hvort nauðsyn sé á þessu vinnu-
afli.
2. Að fyrir liggi undirritaður
ráðningarsamningur til á-
kveðins tíma ellegar verkefnis,
sem ótvírætt tryggi erlendum
starfsmanni laun og önnur
starfskjör til jafns við heima-
menn, ásamt tilvísun tii þess
kjarasamnings sem um starfið
gildir. Þá skulu í ráðningar-
samningi vera ákvæði um flutn-
ing viðkomandi frá íslandi að
starfstíma loknum og einnig um
greiðslur ferðakostnaðar og
heimflutnings í veikindum eða
við óvænt ráðningarslit. Þá skal
einnig tilgreint í ráðningars-
amningi hvernig fæði og hús-
næði er háttað.
3. í ráðningarsamningi skal vera
ákvæði um að viðkomandi
starfsmaður hafi kynnt sér þær
upplýsingar sent í sérstökum
bæklingi félagsmálaráðuneytis-
ins eru, en þar er átt við reglur
um dvalarleyfi, almenn launa-
kjör, vinnutíma, aðbúnað við
vinnuna, sköttum og opinber-
um gjöldum, rétti til yfirfærslu
fjármuna, og um önnur réttindi
og skyldur sem erlent starfsfólk
tekst á hendur. í lögunum er
skýrt kveðið á um að atvinnur-
ekanda eða umboðsmanni hans
beri skylda til að rækja þessa
upplýsingaskyldu með framan-
greindum hætti.
4. Vottorð viðkomandi yfirvalda
þarf að liggja fyrir um að
atvinnurekandinn hafi hæfilegt
húsnæði fyrir erlendan starfs-
mann meðan ráðningarsamn-
ingur er í gildi.
5. Heilbrigðisvottorð þarf að
liggja fyrir vegna viðkomandi
starfsmanns ásamt yfirlýsingu
um síðasta dvalarstað hans áður
en komið var til landsins.
Það skal tekið frarn að þegar
félagsmálaráðuneytið veitir
bráðabirgðaatvinnuleyfi gilda ekki
ákvæði liðar 2, 3, 5, og 6, en
fullnaðaratvinnuleyfi má hins veg-
ar ekki veita nema öllum skilyrðum
sé fullnægt að viðbættu því að fyrir
liggi innlent heilbrigðisvottorð."
En hefði ekki mátt kveða sterkar
að orði í lögunum um það hvenær
atvinnurckanda bæri að afla sér
fullnaðaratvinnuleyfis?
„Jú, það virðist vera að menn
geti hagnýtt sér að ekki er skýrt
kveðið á um tímamörk í því sam-
bandi. Hins vegar er enginn vafi á
því að lögn eru hugsuð þannig að
atvinnurekendur geti fengið
bráðabirgðaatvinnuleyfi fyrir ótil-
tekinn fjölda starfsmanna, en um
leið og það liggur fyrir hversu
marga starfsmenn er unt að ræða
og þeir komnir til landsins, ber við-
komandi fyrirtæki auðvitað skil-
yrðislaust að afla sér fullnaðar-
atvinnuleyfis strax. Það hefur
semsé ekki verið gert í þessu til-
viki.“
Ýmsu áfátt
„Andi laganna er ótvírætt sá að
tryggja að hinurn erlenda starfs-
manni sé ljóst út í hvað hann er að
ganga. Atvinnurekandanum ber
undantekningarlaust að sjá til þess
að starfsmaðurinn hafi fengið allar
þessar upplýsingar og þurfi ekki að
ganga að því gruflandi hvaða rétt-
indi hann hefur. Það er greinilegt
að við ráðningu starfsmannanna til
Djúpavogs hefur ekki verið frá öllu
tryggilega gengið og þess vegna tel
ég sem lögmaður að ástæða sé til að
fara ofan í málið til að leytast við að
rétta hlut þeirra starfsmanna sem
lögðu niður vinnu þar fyrir jólin“,
sagði Arnmundur Backman lög-
fræðingur að síðustu.
- V.
Samkomulagsskilmálar
Samkvæmt fullyrðingu einnar
kanadísku stúlknanna sem hvarf
frá starfi á Djúpavogi, Söndru Nel-
son, undirrituðu kanadísku verka-
mennirnir aðeins tvö plögg þegar
þeir voru ráðnir til Djúpavogs.
Annars vegar samkomulags-
skilmála þá sem hér er birt Ijósrit af
og svo venjulega umsókn um
atvinnuleyfi.
í ofangreindum samkomulags-
skilmálum, sem Sandra Nelson
undirritaði, segir þetta:
„Fyrirtækið leggur frant fé til
ferðar verkafólksins frá Winnipeg
í Kanada til Djúpavogs, með þeim
skilyrðum að andviröi ferðarinnar
skuíi endurgreitt með 8 jöfnum af-
borgunum, í fyrsta skipti með
fyrstu launagreiðslu og síðan með
hverri launagreiðslu þar til skuldin
er að fullu greidd.
Að loknum 9 mánuðum og einni
viku betur, mun viðkomandi starf-
smaður eiga rétt á fargjaldi frá
Djúpavogi til Winnipeg í Kanada.
Laun viðkomandi skulu greidd
með þessum hætti:
Fyrsta launagreiðsla skal af
hendi reidd eftir 14 daga starf og
síðan skulu laun greidd á viku
fresti.
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að
halda eftir fyrstu vikulaununum
þar til ráðningarsamningurinn er út
runninn en þá skulu gerð fullnaðar-
skil við viðkomandi starfsmann.
Sérhver frávik frá þessu sam-
komulag eru einungis möguleg
með samkomulagi beggja aðila.
Ég, Sandra Nelson hef gert mér
grein fyrir innihaldi þessa samnings
og lofa að hlýta öllum ákvæðum
hans.“
Þetta er plaggið sem kanadísku
stúlkurnar þrjár hafa undirritað
ásamt félögum sínum og er undir-
ritað auk þeirra af Garðari
Garðarssyni „umboðsmanni fyrir-
tækisins".
- v.