Þjóðviljinn - 12.01.1983, Síða 9

Þjóðviljinn - 12.01.1983, Síða 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. janúar 1983 Miðvikudagur 12. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Trétæknideild Iðntæknistofn- unar íslands sótt heim: VAREFAKTA Kvalitetspröve fra Teknologisk Institut, Danmark notuð til að byggja stórt og kaupa vélar sem margar hverjar standa rykfallnar í dag, ónotaðar, eða eru nýttar langt undir afkastagetu. Ef markaðskannanir hefðu þá strax legið fyrir og ef framleiðendur hefðu notað þetta fjármagn meira í vöruþróun og markaðsfærslu, er enginn vafi á að íslenskur húsgagn- aiðnaður stæði betur að vígi en hann gerir í dag.“ Markaðsátakið gekk vel Var ekki Markaðsátakinu 1980- 1982 m.a. ætlað að aðlaga iðnaðinn breyttum markaðsaðstæðum? „Verkefninu var skipt upp í fjóra meginþætti, þ.e. stjórnun, fram- leiðslu. vöruþróun og markaðsmál. Við fórum yfir þætti eins og áætl- anagerð, afkastaútreikninga og gæðaeftirlit. Við veittum sérstaka ráðgjöf í sambandi við vöruþróun og reyndum að fá fyrirtækin til að stilla saman þáttum eins og sölu- mennsku, framleiðslustj órn, fjármála- og framkvæmdastjórn og hönnun vörunnar. Þá var farið yfir markaðsstefnu, greiningu mark- aðarins, spár, aðferðir við mark- aðsfærsluna og þess háttar. Síðast en ekki síst fórum við yfir vöruval, skipulag í verslunum, auglýsingar, hegðun kaupandans og sölu- aðferðir. 13 fyrirtæki tóku þátt í Mark- aðsátakinu og það er enginn vafi á því að eigendur fyrirtækjanna, sem lögðu sig í framkróka um að takast á við verkefnið og lögðu sig virki- lega fram, standa betur að vígi í dag en þeir ella hefðu gert“. Ástandið er varanlegt En hvað veldur þeirri krcppu sem íslenskur húsgagnaiðnaður er í í dag? Er þetta varanlegt ástand? Þau Hulda, Hlöðver og Þórður voru sammála um að í dag ætti þessi iðnaður við að etja sífellt harðnandi santkeppni, stóraukiiin innflutning, lægra vöruverð ásamt sterkri og sívaxandi sölustarfsemi og upplýsingamiðlun innflutnings- fyrirtækjanna. Þetta ástand væri varanlegt og þau fyrirtæki, sem ekki gætu aðlagað sig þessum breyttu aðstæðum og tekið upp nýjar aðferðir, mundu óhjákvæmi- lega líða undir lok. „Flest tréiðnaðarfyrirtæki á ís- landi eru lítil og hafa þróast upp úr því að þjónusta lítinn og verndaðan markað. Þess vegna eru þau flest, ef svo má kalla, framleiðslulega sinn- uð, en minna hefur farið fyrir sölu og markaðsmálum. Vöruþróun þekkist varla og hefur algerlega verið vanrækt með örfáum undan- tekningum. Þess í stað apar hver framleiðandinn eftir öðrum. Þá hefur framleiðsluskipulagning og verkstjórn verið afar tilviljana- kennd og skráning og úrvinnsla upp- lýsinga um framleiðsluna verið í lágmarki. Afleiðingin er sú að markaðshlutdeild innlendu fram- leiðslunnar fer sífellt minnkandi.“ l Opinberi þáttur- inn mikilvægur Að ykkar mati er markaðsfærsl- an og vöruþróunin ef til vill veikasti hlckkurinn. En nú kostar peninga að lagfæra þá hluti. Hvaðan á það fjármagn að koma? „Það er alveg rétt að það kostar peninga ef íslenskur húsgagna- iðnaður á að vinna sig út úr þeirri kreppu sem hann er í. Auk sjóða og eigin fjármagns sem iðnaðurinn á í sínum fórum, verður að koma til bein aðstoð hins opinbera. Á því er enginn vafi. Þessi aðstoð þarf bæði að vera í formi ráðgjafarþjónustu og í því sambandi má nefna að eng- in stofnun fer í dag með vöruþró- unarmál. Fjárhagsaðstoð þarf að stórauka, sérstaklega við einstök verkefni. Um leið verður að sjá til þess að eftirlit með því í hvað fjár- magnið fer eflist og því miður hef- ur það gerst að fyrirtæki sem hafa liaft í undirbúningi skynsamleg verkefni hafa ekki notið fjármagns á sama tíma sem önnur, miður verðug, hafa fengið aðstoð. Það er lágmarkskrafa að þeir sem njóta aðstoðar geri grein fyrir því í hvað peningarnir hafa farið og má í því sambandi nefna að erlendis þykir það sjálfsagt mál. Þegar svo fyrir- tæki hefur fengið fjárhagslega aðstoð verður að fylgja henni eftir með ráðgjöf í sambandi við tækni- mál, rekstur og vöruþróunar- og markaðsmál. Og það er einniitt þarna sem trétæknideild Iðntækn- istofnunar íslands á að koma inn í myndina". Neytandinn í fyrirrúmi Geta ekki stjórnvöld cinnig að- stoðað með því að hefta innflutn- inginn með einhverju móti? Eða koma fríverslunarsamningar í veg fyrir slíkt? „Það hefur stundum veriö sagt að Islendingar einir þjóða væru svo bláeygir að halda að fríverslun tíðkaðist í viðskiptum milli landa. Það er enginn vafi á því að stjórn- völd gætu gripið til margvíslegra ráðstafana gegn þessum hömlu- lausa innflutningi án þess að brjóta þá alþjóðasamninga sem þau eru aðilar að. Nágrannaþjóðir okkar liafa verndað sinn innanlands- markað með fjölþættum aðgerðum þar sem tilgangurinn hefur verið sá að vernda neytandann jafnt sem hina innlendu framleiðendur. Neytendamál hér á landi eru í mesta ólestri og upplýsingar um vörur í lágmarki. Það mætti nefna fjölmörg dæmi um ráðstafanir stjórnvalda erlendis. Dæmið um innflutning á myndsegulböndum til Frakklands er þekkt, en þeir l'lytja öll myndsegulbönd til landsins i gegnum lítinn landamærabæ, sem gerir það að verkum að afgreiðslan tekur svo langan tíma að kaupand- inn velur sér franskt tæki, sem auðvitað er nóg af í verslunum! Þjóðverjar hafa sett mjög stranga staðla á öll stofnanahúsgögn sem gerir það að verkum að flest lönd utan Þýskalands hafa ekki átt möguleika á að uppfylla þau skil- yrði til að fá að flytja inn í landið. Gæðaprófanir í Svíþjóð eru afar strangar og reistar á grunni neytendaverndar. Sama er að segja um Danmörku. Þar er einnig að finna eftirlit með þeim glugga- og dyraumbúnaði, sem má flytja inn í landið, og er það eftirlit svo strangt að fáir framleiðendur komast þar í gegn. í Kanada þarf stimpil ák- veðinnar stofnunar eða samtaka til að fá að flytja húsgögn inn í landið. Þannig er búið um hnútana að svo til enginn erlendur framleiðandi fær inngöngu í þessi samtök, en það er einmitt skilyrðið fyrir því að fá stimpilinn góða!“ Hafið þið revnt að koma á gæða- eftirliti? „Viö höfum verið í sambandi við aðila í Bretlandi og á Norðurlönd- um sent eru fúsir til að aðstoða okkur við svona eftirlit. Til þess að koma því á fót þarf flókin tæki og góða aðstöðu og ef vel á að vera þyrfti sérstaka stofnun til að annast Prövningsobjekt: ^ Designer: Petur B. Luthersson, FHÍ. Prövningsresultat: Styrke Overfladestyrke -stol Alm. brugs Höje H krav krav ki □ ffl[ Þetta sögöu starfsmenn trétækn- ideildar Iðntæknistofnunar Is- lands, þau Hulda Kristinsdóttir sem fer með markaðsmál og Þórður M. Þórðarson og Hlöðver Ólafsson sent fara með tækni- og rekstrarráðgjöf. Þjóðviljamenn litu við hjá þeim þremenningum í fyrri viku til að ræða hinn mikla vanda sem tréiðnaðurinn á Islandi er í um þessar mundir svo og starf- semi þessarar nýstofnuðu deildar Iðntæknistofnunarinnar. Stofnun tré- tæknideildar ITÍ Það var árið 1980 sem Iðntækn- istofnun íslands tók þátt í Mark- aðsátaki í húsgagnaiðnaði og í tengslum við það verkefni voru ráönir þeir Þórður M. Þórðarson tæknifræðingur og húsasmiður og Hlöðver Ólafsson trétæknir og húsgagnasmiður. Hlutverk þeirra var að starfa með hinum erlendu ráðgjöfum sem unnu á vegum markaðsátaksins og einkum að sjá til þess að sérþekking þeirra yrði eftir í landinu. Út frá þeirri reynslu sem Þórður og Hlöðver hafa aflað sér við ráðgjöf í tré- iðnaðarfyri' ækjum hefur verið mótuð stefi. j og starfslýsing fyrir trétæknideild Iðntæknistofnunar íslands, enda þótt deildín hafi enn ekki verið formlega stofnuð. Hulda Kristinsdóttir var verkefnis- stjóri Markaðsátaksins og starfaði áður hjá Útflutningsmiðstöð ef íslenskur húsgagnaiðnaður á að vinna sig út úr þeim erfið- leikum sem við er að fást, segja starfsmenn deildarinnar iðnaðarins. Hún er því sá aðili á íslandi sem hefur mestu þekkingu á húsgagnamarkaðinum íslenska og hefur hún nú verið ráðin til Iðntæknistofnunar til að sinna markaðsmálum. Margt í deiglu Við spurðum þá þremenninga hvaða verkefnum hefði helst verið unnið að síðan Markaðsátakinu lauk. „Auk þess að starfa að úrvinnslu gagna og fylgja Markaðsátakínu eftir. en því Iauk sl. sumar, höfum við m.a. unnið að endurskipulagn- ingu fyrirtækja, veitt aðstoð og upplýsingar um vélarog tæki, feng- ið húsgögn pröfuð hjá erlendum aöilum, haldið námskeið fyrir verkstjóra, aðstoðað við stofnun fyritækja, útvegað framleiðslu- stjóra til fyritækja og haldið ráðstefnu um stöðu og framtíðar- horfur tréiðnaðar á Austurlandi, svo fátt eitt sé nefnt.“ í upphafi var þeim Þórði og Hlöðver einkum ætlað að sinna eingöngu hinum tæknilega þætti en menn ráku sig fljótlega á að enginn virtist sinna markaðsmálum innan- lands. Þess vegna var Hulda ráðin til deildarinnar og árangurinn lét ekki á sér standa. Við spurðum Huldu hver væri einkum munurinn á að starfa að markaðsmálum innanlands og utan.’ Ókannaöur markaður „Meginmunurinn er fólginn í því að hér á landi hefur lítið sem ekkert verið unnið að markaðsmálum. Hve stór er markaðurinn? Hvað eiga vélarnar að afkasta miklu? Tlvað eiga þær að framleiða? Öll- um þessum spurningum er því mið- ur meira og minna ósvarað hér á landi og mitt staf hefur einmitt ver- ið fólgið í því að aðstoða fyrirtækin við alla markaðsfærslu. Ég hef reynt að leiðbeina þeim við söluna m.a. með því að þau nýti betur auglýsingar og einnig hef ég gert litlar kannanir á því hvar fyrirtækin skuli helst bera niður á mark- aðnum. Fyrirtækin hafa mörg hver nýtt sér þessa þjónustu og ég held að forsvarsmenn þeirra séu æ betur að gera sér grein fyrir mikilvægi markaðskannana af hvers konar tagi.“ Offjárfesting En hvernig eru íslensku fyrir- tækin húin undir átak til aö vinna markaði? Hvað nieð vélakost og aðrar forsendur aukinnar fram- leiðslu og réttrar framleiðslu? „Út af fyrir sig eru flest íslensk húsgagnafyrirtæki allvel búin vél- um og mög þeirra standa afar vel í þeim efnum. Sama er að segja um húsnæðið. En allt of oft hefur það gerst að fyrirtækin hafa fjárfest niikið í þessum tæknilega þætti án þess að fyrir lægi hvaða vörur væru heppilegastar í markaðsfærslu. Það hefur allt of oft verið byrjað á öfug- um enda; í stað þess að kanna fyrst ítarlega þafir markaðarins er ráðist í dýra fjárfestingu sem auðvitað hefur skilað sér takmarkað til baka í mörgum tilfellum. Þess vegna er iðulega um offjárfestingu að ræða í þessum þætti og það hefur auðvit- að leitt til afar slæmrar stöðu fyrir- tækjanna, ekki síst vegna þeirra dýru lána sem iðnaðurinn þarf að taka“. En hvað mcð aðlögunartímann við inngönguna í EETA? Eengu þá ekki mörg fyrirtæki aðstoð frá því opinber og öðrunt sjóðum til að búa sig undir holsketlu aukins innilutn- ings? „Jú, það er rétt en því miður reyndist það svo í mörgum tilfell- um að styrkir og hagstæð lán voru „Meginmunurinn er sá að hér á landi hefur lítið sem ekkert verið unnið að markaðsmálum. Hve stór er markaðurinn? Hvað eiga vélarnar að afkasta miklu? Hvað eiga þær að framleiða?“ Vöruþróun og markaösmál Svona í lokin. Hafið þið ein- hvcrja „patent“ lausn á taktcinum fyrir íslenska húsgagnafram- leiðendur? „Nei, það höfum við ekki en við teljum hins vegar að það finnist lausnir við öllum vanda. íslenskir framleiðendur verða að leggja áherslu á vöruþróun og mark- aðsmálin. Þetta eru veiku hlekk- irnir í dag og við e.rum þess fullviss að ef framleiðendur taka höndum saman við hönnuði, markaðssér- fræðinga og tæknilega ráðgjafa og fá til þess opinberan stuðning við hæfi, er enginn vafi á því að íslensk- ur húsgagnaiðnaður getur yfirunn- ið þá erfiðieika sent nú steðja að. Viö hjá trétæknideild ITÍ erum boðin og búin að veita aðstoð í þessum efnum og við teljum að Markaðsátakið hafi sýnt að það er hægt að ná árangri. Við þurfum að einbeita okkur að heimamarkaðin- um fyrst í stað og ná þar undirtök- unum og síðan þreifa fyrir okkur erlendis. Islensk húsgögn eru yfir- leitt góð vara og þar setn eitthvað skortir á það er auðvelt að bæta úr. Við leggjum á það áherslu að frum- kvæði aö endurreisn íslensks hús- gagnaiðnaðar verður að koma frá íionum sjálfum en það skal ekki á okkur standa við að taka til hönd- um í því endurreisnarstarfi", sögðu þau Hulda Kristinsdóttir, Hiöðver Ólafsson og Þórður M. Þórðarson að lokum. _v- STALHUSGAGNAGERÐ STEINARS HF. Skeifan 6.108 Reykjavík Telex: 2085, Teleph.: 91-33590,91-35110 Vöraþróim og markaðs- kannanir þarf að auka „Öllum er Ijóst aö þaö kreppir aö íslensk- um tréiðnaði og aö mörg fyrirtæki, t.d. í húsgagna- og innréttingasmíði, eru aö verða gjaldþrota. Einmitt þess vegna er nauösynlegra en nokkru sinni fyrr aö fyrir- tækin geri sér glögga grein fyrir því hvaö eigi aö framleiða í Ijósi þeirra möguleika sem fyrir hendi eru. Við hjá trétæknideild löntæknistofnunar íslands erum fús aö aðstoöa fyrirtækin varöandi þessi mál.“ Starfsmenn trétæknideildar Iðntæknistofnunar íslands (talið frá vinstri): Þórður M. Þórðarson, Hulda Kristinsdóttir og Hlöðver Ólafsson. Ljósm. eik. það verkefni, en þannig er staðið að málum erlendis. Meginmark- mið slíkrar stofnunar hlýtur að vera að sjá til þess að ekki sé sett á markaðinn ónýtt rusl, hvort sem það er útlent eða innlent. Þetta eft- irlit mundi hvetja framleiðendur til vöruvöndunar og það væri auðvit- að hægt að beita slíku eftirliti þann- ig að það verkaði letjandi á hinn hömlulausa innflutning. Við höf- um dæmi um íslenskt innréttinga- fyrirtæki sem sendi sína fram- leiðslu í sænska möbel-fatka eftir- litið. Þessi tiltekna vara fékk góða dóma hjá hinum ströngu sænsku eftirlitsmönnum, en það liðu hins vegar margir mánuðir þar til dóm- urinn lá fyrir. Hefði þetta íslenska fyrirtæki gefist upp á biðinni hefðu sænskir innréttingaframleiðendur ekki þurft að óttast samkeppni úr þeirri áttinni!" GæSaeftirlit með húsgögnum er ekkert landi í dag, en það er m.a. eitt af verkel trétæknideildar ITÍ að koma slíku á fót. miði er festur á hvert einasta húsgagn sem hefur verið prófað af Teknologisk Institut í Danmörku. ,Jú, það er rétt að því miður reyndist það svo í mörgum tilfella að styrkir og hagstæð lán voru notuð til að byggja stórt og kaupa vélar, sem í dag standa rykfallnar“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.