Þjóðviljinn - 12.01.1983, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 12. janúar 1983
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn Reykjavíkur ákvað
s.l. fimmtudag að hundsa nýju
lögin um málefni aldraðra og þá 13
miljón króna fjárveitingu sem þau
tryggja borgarsjóði og krafa hafði
verið gerð um m.a. til að borgin gæti
tekið upp nýtt hcilsugæslukerfi á
þessu ári. Var tiliögu Öddu Báru
Sigfúsdóttur um að númerakerfi
sjúkrasamlagslækna yrði lagt
niður og kerfi heilsugæslustöðva
tekið upp 1. maí 1983 felld á borg-
arstjórnarfundinum og síðan sam-
þykkt að nýja kerfið tæki við 1.
janúar 1984. Engin grein var þó
gerð fyrir fjármögnun þess.
Arbæingar eru meðal þeirra fáu Reykvíkinga sem njóta fullkominnar heilsugæsluþjónustu i sínu hverfi.
Ljós. - eik.
Dýrmætum árangrí
teflt í tvisynu
Markleysa að ákveða dagsetningu
án þess að veita fé til breytingarinn-
ar, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir.
Kaflar úr ræðu
Öddu Báru
Sigfúsdóttur
við umræður
um heilsugæslu
í borgarstjórn
Reykjavíkur
Adda Bára Sigfúsdóttir sagöi aö
tillaga Sjálfstæöisflokksins, sem
fyrst var lögö fram í heilbrigðisráði
3. janúar s.l. fæli þaö eitt í sér að
nýju heilsugæslukerfi væri frestaö á
þessu ári. Síðan sagði hún: „Ég
ætla ekki aö halda því fram að af-
greiðsla heilbrigöisráðs á tillögu
minni um 1. maí hafi komið mér á
óvart hinn 3. janúar 1983, en hún
hefði komið mér mjög á óvart
aðeins mánuði fyrr. Þá hefði ég
aldrei getað látið mér detta í hug að
það ríkti svo ótrúlegur vesaldómur
í forystuliði Sjálfstæðisflokksins í
heilbrigðismálum að hann léti svo
marklausa tillögu frá sér fara, núna
þegar við áttum fullan kost á því að
koma á langþráðum endurbótum á
heilbrigðisþjónustu utan sjúkra-
húsa viö afgreiðslu þessarar fjár-
hagsáætlunar.
Engin rök
Og hver eru svo rökin? Það er
sagt að samningur við númera-
lækna sjúkrasamlagsins renni ekkí
út fyrr en 31. desember n.k. Þessi
samningur er uppsegjanlegur með
þriggja mánaða fyrirvara og það
var lögð á það rík áhersla þegar
hann var geröur að hann yrði ekki
til að hindra það að nýtt kerfi yrði
tekið upp. Þetta er því engin rök.
Það er talað um að óvíst sé hve-
nær peningar vegna laga um mál-
efni aldraðra komi til borgarsjóðs.
Lögin hafa þegar tekið gildi og þar
stendur ótvírætt aö ríkið skuli bera
35% kostnaðar við heimaþjónustu
frá 1. jan. 1983. i hverju eróvissan
fólgin? Embættismenn borgarinn-
ar virðast hafa fengið það verkefni
að leita með logandi Ijósi að ein-
hverju neikvæðu, einhverjum
vandræðum í kringum þessar
greiðsiur. Þeir hafa sem sagt fundið
það út að það sé ekki alveg víst í
hvaða mánuði þessar greiðslur frá
ríkinu muni falla. Forstjóri sjúkra-
samlagsins hefur þó lýst því yfir að
þetta sé vandkvæðalaust og mjög
eðlilegt að greiða þetta með upp-
gjöri á þriggja mánaða fresti eins
og jafnan hefur verið í samskiptum
af þessu tagi. Þetta eru því heldur
engin rök.
Heilt ár í kynningu...
I heilbrigðisráði voru megin-
skýrslur hins vegar ekki þessar,
heldur hitt að ekki veitti af heilu ári
til að útskýra þessar breytingar all-
ar fyrir Reykvíkingum. Halda
Sjálfstæðismenn að Reykvíkingar
séu aular upp til hópa? Ég held að
það þurfi ekki meira en fjóra mán-
uði til þess að koma jafn einföldum
staðreyndum og hér um ræðir á
framfæri við borgarbúa.
Það sem almenningur óttast er
að menn verði að leita til heilsu-
gæslustöðvar og megi ekki vera
áfram hjá sínum gamla og góða
heimilislækni eftir að nýja kerfinu
hefur verið komið á. Sá ótti er ekki
ástæðulaus, þar sem fólki verður ekki
gert að breyta einu eða neinu sem
það ekki vill. Hins vegar hefur
þetta atriði ekki verið kynnt nægi-
lega vel, það skal játað, en fjórir
mánuðir eru kappnógur tími til
þess.
...en ekkert fé til
kynningarinnar
Það má t.d. gera með einföldum
upplýsingabæklingi, en þegar full-
trúi Kvennaframboðs í heilbrigðis-
ráði spurði vegna þessara umræðna
um upplýsingastarfsemi, hvort ekki
væri þá áætlað fé til upplýsinga-
herferðar, var því svarað neitandi!
Þess þyrfti nú væntanlega ekki
með; við gætum skrifað greinar og
kynnt þetta á þann hátt. Það er því
sýndarmennskan einber og hreinn
undansláttur að heilt ár þurfi til
þess að upplýsa Reykvíkinga um
þessi mál.
Aðriróttast um sérhæfðabarna-
og mæðravernd, sagði Adda enn-
fremur, og það skal játað að ungir
og metnaðarfullir heilsugæslu-
læknar hafa gefið tilefni til þess
ótta. Heilbrigðisráð 1978-1982 var
sammála um að viðhalda hinu
ágæta kerfi heilsuverndar undir
yfirstjórn barnalækna og kvensjúk-
dómalækna í stað þess að flytja það
allt inn á heilsugæslustöðvar, en ég
verð að játa að ég er ekki viss um
að núverandi meirihluta í
heilbrigðisráði sé treystandi í þessu
máli. Þetta hefur hins vegar ekkert
með tímasetningu breytingarinnar
að gera, þetta er spurning um það
hvort heilbrigðisráð vill tryggja að
barna- og mæðraverndin verði ekki
lakari en hún hefur verið. Það er
enginn vandi að tryggja það, en
þarna er um að ræða deilumál á
milli mismunandi stétta lækna.
Mörgum hindrunum
rutt úr vegi
Þetta mál hefur átt langan
aðdraganda, sagði Adda, og það
hafa verið mjög margar hindranir í
veginum fyrir því að við gætum
tekiö upp hið nýja kerfi heilsu-
gæslu. Læknar voru áhugamenn og
frumkvöðlar að hinu nýja skipulagi
en ótti um lakari fjárhagsaflcomu
tók að gera þar vart við sig þegar
beytingarnar komust alvarlega á
dagskrá. Við gerðum okkur ljóst í
heilbrigðisráði að lengra yrði ekki
komist í uppbyggingu heilsugæsl-
ustöðva nema heildarsamningar
næðust við lækna um kaup þeirra
og kjör svo og rekstur heilsugæsl-
ustöðvanna. Því var á árinu 1981
sett niður nefnd sem fulltrúar
heilbrigðisráðuneytis, læknafélag-
anna, sjúkrasamlags, fjármála-
ráðuneytis og heilbrigðisráðs áttu
aðild að. Nefnin skilaði ýtarlegu
áliti og um það náðist fullt sam-
komulag sem allir aðilar að fram-
kvæmdinni hafa lagt blessun sína
yfir. Þetta er sá árangur sem nú er
teflt í tvísýnu með tillögu Sjálfstæð-
isflokksins. Eini vandinn sem eftir
stóð var kostnaðurinn við
breytinguna.
Nefndin benti á að þar þyrfti til
að koma jöfnuður milli ríkis og
borgar þar sem kostnaður borgar-
innar vex við nýja kerfið en kostn-
aður ríkisins minnkar. Fljótlega
kom til álita að þátttaka ríkisins f
kostnaði við heimilishjálp væri það
sem best gæti þjónað í þessum til-
gangi. Ríkið hafði áður tekið þátt í
kostnaði við heimilishjálp en það
var hins vegar afnumið á einhverju
afturhaldstímabilinu í landsstjórn-
inni.
Keyrt út af
Borgarstjórn samþykkti í fjár-
hagsáætlun sinni fyrir árið 1982 að
.fara í þessa breytingu á heilsugæslu
utan sjúkrahúsa og verja til þess
nokkru fé að því tilskildu að ríkið
kæmi á móti. Og það gerðist með
samþykkt laga um málefni aldr-
aðra nú fyrir jólin og málið hefði
verið í höfn, ef núverandi borgar-
stjóri hefði ekki fengið einhverja
óskiljanlega glýju í augun og keyrt
út af með alla borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins innanborðs.
í nóvember s.l. gerði heilbrigðis-
ráð samþykkt í tengslum við gerð
fjárhagsáætlunar, einmitt um þetta
mál. Þar segir: „Heilbrigðisráð
lítur svo á að áfram sé stefnt að
kerfisbreytingu heimilislækninga
og heilsuverndar í samræmi við lög
um heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðisráð telur nauðsynlegt
að ríkissjóður komi til móts við
þann viðbótarkostnað sem af
breytingunni leiðir fyrir borgar-
sjóð. Samþykkt frumvarps til laga
um málefni aldraðra myndi koma
að nokkru leyti til móts við kostn-
aðarauka borgarsjóðs. Jafnframt
bendir ráðið á að eðlilegt er að rík-
ið greiddi helming kostnaðar við
rekstur skrifstofu borgarlæknis."
í ræðu borgarstjóra við fram-
lagningu fjárhagsáætlunar í desem-
ber kveður við nokkuð annan tón.
Þar eru einfaldlega strikaðar út all-
ar tillögur heilbrigðisráðs um
rekstur á nýjum heilsugæslustöðv-
um í borginni og sagt að allt sé
þetta nú í óvissu þar sem óvíst þyki
að frumvarp um málefni aldraðra
nái fram að ganga, sagði Adda. Af
tóninum má ráða að ekki sé
beinlínis verið að óska eftir því að
frumvarpið verði samþykkt og
bent á að félagsmálaráð sé á móti
því.
En svo kom að því að frumvarp-
ið var samþykkt. Heilbrigðisráð
var á fundi 20. desember og þar
vakti ég máls á því að nú væru kom-
in lög sem tryggðu þátttöku ríkisins
í kostnaði við kerfisbreytinguna. í
framhaldi af því var ákveðið að
dagsetning hennar yrði á dagskrá á
næsta fundi ráðsins og borgarlækni
var falið að gera kostnaðaráætlun
ásamt tillögu um dagsetningu.
Jafnframt var í tengslum við það
ákveðið að segja upp samningum
við lækna í Læknamiðstöðinni í
Domus Medica og eru þeir lausir 1.
apríl. Það var og fastmælum bund-
ið að halda aukafund í ráðinu 3.
janúar ef síðari umræða um fjár-
hagsáætlun færi fram þann 6.
janúar.
Að morgni gamlársdags er mér
st'ðan tjáð af formanni heilbrigðis-
ráðs að eiginlega væri ekki þörf á
aukafundi, hún myndi sjálf leggja
fram tillögu um hvaða dag ætti að
skipta um kerfi. Það er leiðinlegt
að rífast við gott fólk á gamlársdag,
en undrandi varð ég, þegar ég varð
þess áskynja að tillaga hennar var
ekki um neinn dag á árinu 1983
heldur 1, janúar 1984!
Tækifærið er hér og
nú
Það er ákaflega auðvelt þegar
líður að áramótum að segja því
miður, fjárhagurinn er svo slæmur
að borgin getur ekki farið að veita
féíþettanúna. Og mikið rétt, hann
verður vafalaust slæmur ef svo
heldur fram sem horfir með þessa
fjárhagsáætlun 1983. En það dugir
ekki að segja: á þar næsta ári. Þá
eru nefnilega ekki að koma neinir
nýir peningar inn. Tækifærið er
nefnilega hér og nú og það hefði ég
haldið að forystulið Sjálfstæðis-
flokksins í heilbrigðisráði myndi
skilja. Tækifærið er þegar við fáum
þessa peninga frá ríkinu en ekki
einhvern tímann eftir að borgar-
sjóður hefur haft þá í veltu sinni
mánuðum saman! Ég er hrædd um
að það muni reynast erfitt að draga
þá þaðan aftur.
En, - það er auðvitað fjarska-
lega notalegt fyrir borgarstjóra
að fá þessar tekjur á árinu 1983
utan fjárhagsáætlunar og nota þær
þar sem göt myndast og götin verða
vafalaust mörg. En þetta er ekki
það siðgæði sem ég er vön að sýnt
sé í viðskiptum borgar og ríkis.
Borgin gerði ákveðna kröfu á
hendur ríkinu, ríkið uppfyllti kröf-
una og þá er sagt: við ætlum ekki að
taka mark á þessu, við þurfum ekki
að framkvæma það sem til stóð þó
ríkið hafi uppfyllt kröfu okkar! Og
mikið rétt, - þeir sem sömdu lögin
um málefni aldraðra höfðu ekki
það hugmyndaflug að láta sér detta
í hug að borgarstjórn brygðist
svona við.
Til að bregðast svona við lögum
um málefni aldraðra þarf sérstaka
tegund af innræti hjá þorgarstjóra,
sem hér ræður ferðinni, allt aðra
tegund af innræti en ég þekki hjá
fyrrverandi borgarstjórum svo
langt aftur sem ég þekki röð þeirra
mætu manna, sagði Adda Bára að
lokum. _*i