Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 1
DJÚÐVIUINN
Jafnaðarmenn
sækja á í
kosningabaráttunni
í V-Þýskalandi.
Sjá 8
febrúar 1983
föstudagur
34. tölublað
48. árgangur
Fæddist i
sjúkrabíl
Barn fæddist í sjúkrabíl í gær-
morgun á miili Hvolsvallar og
Hellu.
Barnið var drengur, 11 merkur
röskar. Á Hellu tók læknir á móti
mæðginunum og skildi á milli en
síðan héldu þau áfram á sjúkrahús-
ið á Selfossi og heilsast vel.
Móðirinn er 17 ára, Halla Bjarn-
adóttir frá Bakkakoti í Rangárvall-
ahreppi.
-ráa.
Miðstjórn
fjallar um
kjördæma-
málið
Kjördæmamáiið verður tekið til
umfjöllunar á fundi miðstjórnar
Aiþýðubandaiagsins sem hefst í
kvöid kl. 20.00 í Sóknarsalnum,
Freyjugötu 22.
Kjördæmamálið sem nú er á lok-
astigi viðræðna á milli stjórnmál-
aflokkanna fjögurra verður til
kynningar og umfjöllunar á fundi
miðstjórnar Alþýðubandalagsins
sem hefst í kvöld. Þess skal og getið
að miðstjórn Framsóknarflokksins
mun móta afstöðu flokks síns til
málsins nú um helgina.
-óg
Spámenn í föðurlandi. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hans, Jón Ormur Halldórsson, ræða stöðuna.
Ljósm. atli.
Ganga þvert á
eigin fyrirmæli
„Sumir samstarfsaðiljar okkar hafa alltaf ætlað sér um of”, segir Ragnar Arnalds
„Sumir samsarfsaðiljar okkar
að ríkisstjórninni hafa alla tíð
ætlað sér að gera svo stórtækar
breytingar á verðbótakerfínu,
og hafa haldið svo fast við það,
að nú eru horfur á því að
niðurstaðan verði sú, að engin
breyting verði gerð á því,“
sagði Ragnar Arnalds
fjármálaráðherra í gær eftir
fund ríkisstjórnarinnar, þar
sem ákvörðun um nýjan
vísitölugrundvöll og umfjöllun
um breyttan útreikning
verðbóta var frestað. „Við
höfum ótal sinnum sagt að á
sumar hugmyndir þeirra
myndum við aldrei fallast.“
Miðstjórn ASÍ minnir á, að í
samningum á sl. sumri hafi ASÍ lýst
sig reiðubúið að semja um að nýr
vísitölugrundvöllur yrði tekinn
upp, en á því hafi strandað að
atvinnurekendur hafi hafnað nýja
grunninum og krafist nýrra frá-
dráttarliða við verðbót-
aútreikning.
ASÍ hefur ávallt verið reiðubúið
til þess að ræða nýtt viðmiðunar-
kerfi launa, segir miðstjórnin, að
því tilskildu að það miðist við að
tryggja kaupmátt ekki síður en nú-
verandi kerfi. Svonefnd vísitölu-
nefnd átti að hafa þetta að megin-
markmiði samkvæmt erindisbréfi
og sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar.
„Yfirlýsingar einstakra valds-
manna að undanförnu ganga þvert
á ofangreind sjónarmið“, segir
miðstjórn ASÍ. „Krafist er aukinn-
ar verðbótaskerðingar með nýjum
frádráttarliðum og lengingu verð-
bótatímabila. Miðstjórn ASÍ for-
dæmir þessi viðhorf.“ Einnig er
minnt á að verkafólk hafi orðið að
þola verulega kjaraskerðingu frá
því í desember til viðbótar al-
mennri tekjurýrnun 1982, en ekk-
ert hafi bólað á efnahagsaðgerðum
stjórnvalda á öðrum sviðum.
-ekh
Keldnamálið afgreitt í gær:
Mikill áereinineur
o o
„Með þessum samningi hcfur borg-
in fallið frá því markmiði sínu að
sækja land í grcipar ríkisins á Austur-
svæðum. hað hefur hingað til verið
talið óeðlilegt að ríkið héldi yfir 150
hekturum lands innan borgarmark-
anna a góðti byggingariandi en með
þessum samningi er því afhent allt það
svæði um aldur og cilífð og mcira til,“
sagði Sigurjón Pétursson m.a. í borg-
arstjórn í gær þcgar Keldnasamning-
urinn var afgrciddur.
Eftir meira en sex klukkustunda
langar umræður var samningurinn
samþykktur eð 12 atkvæðum Sjálf-
stæðisflokksins. Enginn fulltrúi
minnihlutans treysti sér tii að sam-
þykkja hann; þvert á móti lýstu þeir
allir þeirri skoðun að hann væri mjög
óhagkvæmur fyrir Reykjavtkurborg.
Fulltrúar Framsóknarílokksins sátu
þó hjá og bókuðu þakklæti til
menntamálaráðherra fyrir að hafa
brugðist skjótt viö, cn aðrir fulltrúar
minnihlutans greiddu atkvæði gegn
samningnum.
Í umræðum var borgarstjóri harð-
iegá gagnrýndut fyrir að hafa gengið
að öllum íandakröfum ríkisins. 170
hckturum á Austursvæðum og 39
hekturum í Vesturbæ vegna þarfa
Háskóla íslands. Innan Háskólalóðar
lcndir m.a. 4ra hektara svæði sem er á
náttúruminjaskrá enda mikilvægt
varpland tjarnarfuglanna.
Bent var á að borgarstjóri hcfði í
upphafi skapað sér ákaflega þrönga
samningsstöðu og með fljótfærnis-
legum kosningaloforöum þröngvað
sjálfum sér í þá stöðu að vcrða að
semja, hvað sem það kostaði og það
fijótt. t>að var álit minnihlutans að
öllu hefði verið fórnað vegna stundar-
ávinnings í landi sem rúma mun um
100 lóöir og pólitísks mannorðs borg-
arstjóra.
Þá var Sjálfstæðisflokkurinn harð-
lega gagnrýndur fyrir öll vinnubrögð í
málinu, en hann útilokaði frá upphafi
minnihlutann frá því að fylgjast mcð
samningaviöræðunum.
Sjá bókun Alþýðubandalagsins
með mótatkvæðunum á bls. 3.
-ÁI
Mikill fjöldi
ofbeldismynda er í
umferð á
myndbandaleigum í
Reykjavík.
Þjóðviijafólk
skoðaði nokkrar
þeirra og segir
frá þeim
leiðangri.
Um tvö þúsund
manns hafa
heimsótt
listahátíðina
„Gullströndin
andar“, sem fram
fer þessa dagana að
Hringbraut 119.