Þjóðviljinn - 11.02.1983, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Síða 3
Föstudagur 11. febrúar 1983 ÞJÓÐVlLJINN - SÍÐA 3 Myndbirtingar af handtökum í DV_______________ „Verið að veitast að æru minnr segir Einar Þór Agnarsson sem birt var af handtökumynd „Mér brá ónotalega við þegar ég sá þessa mynd af mér í Dagblaðinu á baksíðu. Það voru kunningjar mínir sem sögðu mér af þessu. Ég er auðþekktur á þessari mynd af kunningjum, vinum og öðrum sem til mín þekkja, þó að búið sé að teikna eitthvert strik yfir augun á mér“, sagði Einar Þór Agnarsson ungur Reykvíkingur þegar hann kom að máli við Þjóðviljann í gær. Dagblaðið-Vísir birtir á baksíðu í gærdag mynd af ungum pilti sem er verið að færa til yfirheyrslu hjá lögreglunni. „Fjöldahandtökur" segir í fyrirsögn og segir síðar í fréttinni að flestum þeirra hand- teknu hafi verið sleppt úr haldi. „Ég sætti mig alls ekki við mynd- birtingu sem þessa. Það er verið að veitast að æru minni á mjög svo opinskáan hátt, og þetta er ekki í fyrsta sinn sem umrætt blað leggst jafn lúalega og í þetta sinn. Reynar voru þeir enn lúalegri í fyrradag, þegar þeir birtu forsíðumynd af handtöku smábarns. Einar sagðist hafa haft samband við fréttastjóra DV, en honum hefði ekkert fundist athugavert við þessa myndbirtingu blaðsins. „Það er ekki beint skemmtilegt að lenda í svona löguðu, og reyndar get ég ekki brugðist við þessari árás á mannorð mitt á annan hátt en að kæra þessa myndbirtingu fyrir siðareglunefnd blaðamanna, sem ég mun gera“, sagði Einar. Sleppt strax „Einari Þór var sleppt úr haldi eftir frumyfirheyrslu og ekki talin ástæða til frekari yfirheyrslna yfir honum, vegna þessarar rannsókn- ar“, sagði Arnar Guðmundsson deildarstjóri Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Umrætt mál varðar innbrot í Borgarapótek og var fjöldi ung- linga handtekinn vegna þessarar rannsóknar ífyrrakvöld, en öllum sleppt aftur nema fjórum unglings- piltum sem enn eru í haldi. -«g- í gær voru afhent menningarverðlaun Dagblaðsins og Vísis, og eru þau að þessu sinni glermunir eftir Sigrúnu Ó. Einarsdóttur og Sören Larscn. Verðlaunin eru fyrir afrek unnin í sex listgreinum á liðnu ári. Myndin sýnir verðlaunahafana frá vinstri: Guðmundur Jónsson (tónlistarverðlaun fyrir hlutverk í Silkitrommunni eftir Atla Heimi Sveinsson), Helgi Þorgils Friðjónsson (myndlist), Bríet Héðinsdóttir (fyrir leikgerð að Jómfrú Ragnheiði eftir Guðm. Kamban), Þuríður Baxter útgáfustjóri (tók við bókmenntaverðlaunum Guðbergs Bergssonar), Erlendur Sveinsson (fyrir uPPbyggingu Kvikmyndasafns Islands) og Pétur Ingólfsson (byggingarlist - fyrir hönnun brúar yfir Svarfaðardalsá). Keldnasamningurinn er allur með endemum Davíð eyðilagði sammngsstöðiiiia „Upphaf þessara samninga, kosningaloforð Sjálfstæð- ismanna, pukrið við samningagerðina og niðurstaða þessara samninga er allt með endemum,“ segir í bókun sem borgarfuiltrúar Alþýðubandalagsins við afgreiðslu Keldnasamningsins í borgarstjórn í gærkvöldi. Bókunin er svohljóðandi: Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins greiða atkvæði á móti þess- um samningi af eftirtöldum ástæðum: 1. Með þessum samningi er við- urkennt af borgaryfirvöldum að ríkið skuli um aldur og ævi hafa eignarhald á 155 hekturum lands á austursvæðum borgarinnar eða jafn miklu landi og þeir eiga fyrir samningsgerðina. 2. Reykjavíkurborg hefur ætíð reist kröfur sínar á hendur ríkinu á þeim grundvelli að óverjandi væri að ríkisstofnanir héldu, á fram- tíðarbyggingasvæðum borgarinn- ar, landi sem er viðlíka stórt og allt borgarlandið vestan Suðurgötu, norðan Hringbrautar. Allar kröfur borgarinnar hafa verið um að þetta land minnki verulega. 3. Með fljótfærnislegum kosn- ingaloforðum sínum eyðilagði Sjálfstæðisflokkurinn alla samn- ingsstöðu borgarinnar þar sem mótaðilinn vissi að öllu yrði til fórnað til að ná einhverjum samn- ingum eins og raun hefur orðið á. 4. Þótt land undir íbúðabyggð sé nú um 14,5 hekturum stærra úr landi Keldna en Aðalskipulag frá 1982 gerir ráð fyrir, eða sem svarar aukningu í kringum 100 íbúðir, þá sannar þessi samningur svo ótví- rætt er, að Aðalskipulag frá 1977 var óframkvæmanlegt að því er varðaði framtíðarbyggð í landi Keldna. Að þessum samningi hefur verið illa staðið af hálfu samningamanna borgarstjóra. Minnihlutanum í borgarstjórn var markvisst haldið frá upplýsingum. Honum var neit- að um aðild að samninganefndinni og þau gögn sem þar voru lögð fram, voru af borgarstjóra lýst trún aðarmál, jafnt þótt auðvelt væri að afla þeirra sömu gagna frá menntamálaráðuneyti. Upphaf þessara samninga, kosn- ingaloforð Sjálfstæðismanna, pukrið við samningagerðina og niðurstaða þessara samninga er allt með endemum. Samvinnuferðir — Landsýn: Sumarhús í Hollandi — er meðal nýjunga sem ferðaskrifstofan býður uppá „Við höldum uppi merkinu frá því í fyrra og bjóðum viðskiptavinum Samvinnuferða & Landsýnar sama verð um allt land. Enn fremur höf- um við bætt við ýmsum valkostum og skal þar fyrst nefna að nú getur fólk tekið á leigu sumarhús í Hol- landi. Þetta kemur í kjölfar gífur- legrar eftirspurnar eftir sumar- húsum sem við vorum með í Dan- mörku á síðasta ári. Þá var uppselt í sumarhúsin þegar stutt var liðið á mars,“ sagði Éysteinn Helgason hjá Samvinnuferðum á fundi með blaðamönnum. Ferðabæklingur fyrirtækisins sem unninn er af Auglýsingaþjón- ustunni er stór að vöxtum, 36 síður, og geymir margvíslegar upplýsing- ar um ferðir Samvinnuferða & Landsýnar. Það kom fram í máli Eysteins að á síðustu 2-3 árum hefur markaðs- hlutdeild Samvinnuferða & Land- sýnar aukist hröðum skrefum. Astæðurnar taldi Eysteinn að mætti rekja til „tilboðsins" til landsbyggðarfólks, þar sem því eru boðin sömu kjör og fólki á höfuð- borgarsvæðinu, þ.e. að fljúga innanlands án aukagjalds. Eysteinn sagði, að Samvinnu- ferðir & Landsýn myndu reyna að koma til móts við versnandi kaupgetu fólks með því að bjóða hagstæð greiðslukjör sem meðal annars væru í formi svokallaðrar SL-ferðaveltu. Áfangastaðir verða hinir sömu og í fyrra, að sumarhúsum í Hol- Helgi Jóhannsson og Eysteinn Helgason hjá Samvinnuferðum- Landsýn og Gunnar Steinn Pálsson Auglýsingaþjónustunni með ferða- bæklinginn á milli sín. Ljósm.: -Atli. landi viðbættum. Þannig verða ferðir til sólarstranda á Rimini, Portoroz, Sochi við Svartahaf, Grikkland og víðar. Þá verður bætt við ferðum til meginlands Evrópu, til Sviss, V-Þýskalands og svo til Norðurlanda. Einnig er boðið uppá ferðir til Kína, Bandaríkj- anna, Kanada, Frakklands með viðkomu á fjölmörgum stöðum í hverju landi. Það kom fram í máli Eysteins að þau stéttarfélög sem ekki njóta af- sláttarferða hjá Samvinnuferðum & Landsýn eru nú teljandi á fingr- um annarrar handar. Eysteinn sagði að það væri ekk- ert launungarmál að heildarvelta fyrirtækisins væri nú orðin meiri en helsta keppinautarins, Útsýnar. -hól

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.