Þjóðviljinn - 11.02.1983, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. febrúar 1983 „Gullströndin andar” í húsinu viö Hringbraut við hlið JL- verslunarinnar hafa margir af yngstu myndlistarmönnum á höfuðborgarsvæðinu hengt upp verk sín, fengið til liðs við sig Ijóðskáld, tónlistarmenn og fleiri og efnt til listahátíðar sem gengur undir nafninu „Gullströndin andar“. Húsið mikla sem geymir listahátíðina var áður nýtt sem vörugeymslafyrirSambandið. Þarvar gríðarlega miklu dóti komið fyrir og geymt, að því er sumir segja, í nærfellt þrjátíu ár. Þegartími vannsttil að sortéra lagerinn var lítið annað að gera en að aka honum beinustu leið á haugana eða sú er að minnsta kosti sagan sem tengist „Gullströndinni", sönn eða login. í um einn og hálfan mánuð var Gullströndin í undirbúningi. Fjölmargir aðilar hafa unnið við uppsetningu hennar, og meðfram samfelldri dagskrá sem staðið hefur frá 29. janúar hafa verið gefin út tvö rit sem innihalda sum ágætustu Ijóð yngstu skáldaokkar. Við, Atli ljósmyndari Þjóðviljans og undirritaður, lögðum einn daginn leið okkaráGullströndina. Þá voru hlutirnir farnir að ganga fyrir sig á taktfastan hátt, sýningin búin að standa í 10 daga og aðstandendur hennar gátu tekið lífinu með ró, ólíkt því sem verið hafði fyrstu dagana þegar menn lögðu á sig ómælda vinnu. Dagskráin hefur saman staðið af ýmsum uppákomum á sviði tónlistar, gjörningar hafa verið framdir, ljóðskáld hafa lesiö úr verkum sínum, en sýning listmálaranna hefur verið hinn fasti punktur og viðamesta efnið á dagskránni. Inn á milli fastra dagskrárliða hafa tónlistarmenn fengið tækifæri til að troða upp, og slíkt hafa ófáir notfært sér. Þannig hefur góð stemmning náðst kvöld eftir kvöld,.enda oft á ferðinni hinirágætustu listamenn. „Nýja málverkið“ Listgagnrýnendur hafa mætt og segja að „nýja málverkið“, sem svo er kallað, sé greinilega á uppleið, eigi huga unga fólksins. Vissulega eru þessi málverk ný, olíulitirnir vart þornaðir af léreftinu, „nýja málverkið“ mun samkvæmt kokkabókum listfræðinnar vera hömlulaus tjáningarstefna sem sumpart gerir grín að samtíðinni, varpar jafnvel fyrir róða ýmsu því sem áður þótti gott og gilt; hún horfi fram á veginn, láti hið liðna sigla sinn sjó. Einn þeirra sem h vað ötulast hefur gengið fram í að koma þessari sýningu á legg, Daði Guðbjörnsson, var tekinn tali. Hann á nokkur verk á sýningunni jafnhliða því sem hann sýnir að Kjarvalsstöðum. Einhver talaði um að svartsýni gætti í verkunum? „Ekki get ég nú fallist á það. Hitt verða menn að horfa á, að verk myndlistarmanna endurspegla oft samtímann. Er svo mikil ástæða til að vera bj artsýnn? Mér finnst þvert á móti vera furðu mikil lífsgieði í verkunum. Þeir sem sýna hér gera sumpart grín að samtíðinni; það vottar jafnvel fyrir ábyrgðarlausum gáska í þessum verkum." „Hér sýna menn á eigin ábyrgð“ Daði er spurður út í það sem fullyrt hefur verið, að nokkur verk séu vart sýningarhæf. „Reglan sem við förum eftir hér á þessari sýningu er einfaldlega sú, að við meinum engum aðgang. Hér sýna menn á eigin ábyrgð. Margir þeirra sem eru með verk sín hérna eru orðnir langþreyttir á viðhorfum til listsköpunar hér á landi, ekki síst af hálfu þeirra sem ráða ferðinni varðandi sýningar í opinberum sýnigarsölum. Styrkir til handa einstökum sýningum virðast oft vera veitt á hæpnum forsendum, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Á meðan kirkja fær fleiri hundruð þúsund til að standa undir sýningu á verkum með trúarlegri myndlist, fáum við ekki krónu í okkar vasa sem stöndum hér að Guttströndinni. Daði Guðbjðrnsson við nokkur verka sinna á Gullströndinni. Þrír listamenn eiga hlutdeild í þessum þrem myndum, Sigurður Örlygsson, Ómar Skúlason og Margrét Zóphaníasdóttir. Samvinna af þessu tagi var algeng meðal súrrealista á árum áður. Hátíð unga lista- fólksins Hve margir myndlistarmenn sýna hér? „Tölur í því sambandi er ekki svo einfalt að reiðafram.Segjumábilinu 60-70. í þeim hópi er fólk sem er með verk sem eru á ystu mörkum skilgreiningarinnar um myndlist, framleiðendur gjörninga. Allt í allt munu það vera í kringum 120 manns sem standa að Gullströndinni, en sú tala er þó einnig mjög á reiki, því mikið er um óvæntar uppákomur, þó einkum á sviði tónlistar. Á einni af neðri hæðunum hér í þessu ágæta húsi erum við með 200 fermetra sal þar sem tónlistarmenn geta sprottið fram án margþvældra útskýringa og látið gamminn geisa. Svo eru einnig tónlistarmenn sem spilað hafa hér sem þáttur af fyrirfram ráðgerðri dagskrá, eins ogt.d. Mikki Pollock og Bubbi Morthens sem stofnuðu grúppu í því skyni. “ Hvernig hafa svo undirtektir verið? „Undirtektir hafa verið góðar. Hingað hafa komið þetta 1500 tíl 2 þúsund manns, margt af þ ví fólk komið af léttasta skeiði. Svo eru allmargir sem koma aftur og aftur, myndast hefur kjarni í kringum þessa listahátíð eins og aðrar listahátíðar", sagði Daði. Þvínæst röltum við í gegnum sýninguna. Þetta er stórt hús og er sýningin því í mörgum sölum og á mörgum hæðum. Efst uppi safnast fyrir eldri listamennirnir, en á hæðinni þar fyrir neðan eru svo yngri listamenn, þeir sem nú stunda nám í myndlistarskólum. Daði bendir á ýmis verk sem að mati dómnefndar áttu ekki leið inn á Kjarvalsstaði; kynhvötin virðist hafa stjórnað penslinum á sumum þeirra, en það er önnur saga. Þetta er mikil sýning og vinnan við hana hlýtur að hafa verið mikil. En um það geta einungis dæmt þeir sem hafa lagt leið sína á sýninguna. „Gullströndin andar“ lýkur um helgina, nánar tiltekið á laugaradagskvöldið. - hól.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.