Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. febrúar 1983
Kosningabaráttan í Þýskalandi:
Jafnaðarmenn sækja á
Samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum í Þýskalandi hefur fylgi
Jafnaðarmanna aukist jafnt og þétt
frá því ríkisstjórn þeirra undir for-
ystu Helmut Schmidts lét af völd-
um. f byrjun febrúar sýndu
^skoðanakannanir 43,2% fylgi Jafn-
aðarmanna, en sömu kannanir
höfðu sýnt 27,5% fylgi fyrir hálfu
ári. Á sama tíma hafði kosninga-
fylgi kristilegra (CDU/CSU)' hrapað
úr 54% niður í 47,5%. Þessi snöggu
umskipti eru fyrst og fremst þökk-
uð þeirri nýju ímynd sem Hans-
Jochen Vogel, kanslaraefni jafn-
aðarmanna hefur skapað flokkn-
um, auk þess sem andstaða al-
mennings gegn því að settar verði
upp 102 Pershing-2 eldflaugar í
Þýskalandi í lok þessa árs er talin
skipta miklu máli.
Þegar Helmut Schmidt lét af
völdum töldu flestir aö það myndi
taka Jafnaðarmannaflokkinn
nokkur ár í stjórnarandstöðu áður
en hann endurheimti fyrri stöðu á
ný. Nú virðist sá möguleiki hins
vegar vera fyllilega fyrir hendi, að
Hans-Jochen Vogel verði næsti
kanslari Vestur-Þýskalands eftir
kosningarnar 6 mars næstkomandi.
Þótt vart sé hægt að tala um afger-
andi stefnubeytingu hjá Jafnaðar-
mönnum á síðastliðnu hálfu ári, þá
hefur áherslumunur verið veru-
legur í málflutningi Vogels og
Schmidts, og þar sem um stefnu-
breytingu hefur verið að ræða hef-
ur hún verið til vinstri.
Breyttar
áherslur
Þetta kemur gleggst fram í mál-
flutningi Vogels og Jafnaðarmann-
aflokksins varðandi afvopnun og
fyrirhugaðar Pershing-eldflaugar.
A valdatíma Schmidts var flokkur-
inn klofinn í afstöðu sinni til þessa
máls. Schmidt studdi fullum hálsi
hina tvíhliða ákvörðun Nato og
hafði ekki tilburði í frammi til að
knýja Bandaríkjastjórn til meiri
samkomulagsvilja í viðræðunum í
Genf. Vogel hefur tekið mun virk-
ari afstöðu til þessara mála, sem
hann undirstrikaði m.a. með hin-
um vel heppnuðu ferðum sínum til
Washington og Moskvu. Vogel
hefur sagt að þótt endanlega kunni
svo að fara, að Þjóðverjar neyðist
til að taka við hinum bandarísku
eldflaugum, þá muni hann gera allt
sem í sínu valdi slendur til þess að
þess verði ekki þörf. í nýlegu við-
tali við bandaríska vikuritið Time
segir Vogel urn samninga-
viðræðurnar í Genf:
„Mönnum hœttir til að sjást yfir
að Sovétríkin áttu upphafið aðþess-
um vanda þegarþau komufyrir SS-
20 eldflaugum sínum. Nú höfum
við þá stöðu að báðir aðilar verða að
gefa eftir til að samkomulag náist.
Tilboð Andropovs (um að tak-
marka SS-20 eldflaugarnar við
fjölda slíkra vopna í Bretlandi og
Frakklandi gegn því að ekki verði
komið fyrir Pershing- og stýri-
flaugum í Evrópu) var jákvætt.
Rússar hafa gefið eftir - en þó ekki
nœgjanlega - en þeir hafa engu að
síður opnað leið sína til samkomu-
lags. Pað er okkar skoðun að
Bandaríkin eigi nú að gera gagntil-
boð, að þau hreyfi sig líka í átt til
samkomulags. “
Engar
eldflaugar
Annars staðar hefur Vogel sagt,
að á meðan Kohl biðji kjósendur
um umboð til þess að fá að setja
upp Pershing-eldflaugarnar, þá
biðji hann um umboð kjósenda til
þess að koma í veg fyrir að svo
verði.
Vikuritið Time hefur það eftir
Karsten Voigt, sérfræðingi Vogels
Hans-Jochen Vogel, kanslaraefni
Jafnaðarmanna, við vinnu sína í
lestarklefa á kosningaferðalagi.
í varnarmálum, að andstæðingum
eldflauganna í Jafnaðarmanna-
flokknum hafi bæði fjölgað og af-
staða þeirra sé nú afdráttarlausari
en áður. „Þeir eru ekki að velta
fyrir sér muninum á hinni tvíhliða
ákvörðun Nato og ýmsum milli-
lausnum, þeir hafna einfaldlega
eldflaugunum. Möguleikinn á því
að við munum hafna eldflaugunum
er ekki bara hótun. Aðstæður geta
leitt okkur til þess í raun.“
Af þessu sést, að þótt Jafnaðar-
mannaflokkurinn hafi ekki form-
lega hafnað „núll-lausninni“ svo-
kölluðu, þá hefur hann tekið sjálf-
stæða afstöðu til málsins og gefið í
skyn að Þjóðverjar muni ekki
standa við hina tvíhliða ákvörðun
Nato. Með þessu hefur flokkurinn
unnið tvennt - aukið fylgi sitt innan
lands og þrýst mjög á Bandaríkja-
stjórn um aukinn samningsvilja í
viðræðunum í Genf.
Sjónarmið
umhverfisverndar
Önnur áherslubreyting á mál-
flutningi Jafnaðarmanna varðar af-
stöðu þeirra til hinna fjölmörgu
málefna sem fylgismenn umhverf-
isverndarmanna hafa sett á
oddinn.^Það var túlkað sem við-
horfsbreyting þegar Vogel réði dr.
Meyer-Abich, þekktan eðlisfræði-
prófessor og andstæðing byggingar
kjarnorkuvera í sína þjónustu sem
ráðgjafa um orkumál. Vogel fékk
því framgengt þrátt fyrir harða
andstöðu innan flokksins, að í
kosningastefnuskrána var tekin sú
stefna, að leggja verði niður kjarn-
orkuver í Þýskalandi við lok þessa
áratugar verði ekki tilkomin nein
örugg lausn á losun geislavirks úr-
gangs innanlands eða erlendis. Þá
hafa Jafnaðarmenn tekið afstöðu
gegn byggingu fyrirhugaðs skipa-
skurðar á milli Main og Dónár,
sem talinn er eiga eftir að valda
miklum náttúruspjöllum. Mayer-
Abich er þekktur stuðningsmaður
þess að meiri áhersla verði lögð á
nýtingu sólarorkunnar og að orku-
vinnslunni verið dreift á smærri
einingar. f samræmi við þessa
skoðun ráðgjafans hefur Vogel ný-
lega sagt, að þeim fjármunum sem
nú væri varið til rannsókna vegna
byggingar kjarnorkuvera væri betur
varið til þess að kanna hvernig væri
með áhrifaríkustum hætti hægt að
koma í veg fyrir „súra regnið" sem
hefur valdið ómældum skaða á
jarðvegi, gróðri og dýralífi á
meginlandinu á undanförnum
árum.
Vogel vill
meirihluta
Þessi nýja áhersla sem Jafn-
aðarmannaflokkurinn hefur lagt á
Wirbrauchen
EureBomben
nieht. \
I
Afstaðan til vígbúnaðarkapp-
hlaupsins skiptir mestu máli í kosn-
ingunum til sambandsþingsins.
Þetta er límmiði þýsku friðarhreyf-
ingarinnar.
ýmis hugðarefni náttúruverndar-
manna hefur augsýnilega haft áhrif
á afstöðu kjósenda. Samkvæmt síð-
ustu skoðanakönnun hefur fylgi
þeirra hrapað úr um það bil 9% í
september niður í urn það bil 5% í
byrjun febrúar.
Ymsir fréttaskýrendur telja, að
þótt baráttumálum náttúruvernd-
arsinna hafi verið gert hærra undir
höfði fyrir þessar kosningar en
áður, þá muni andstaðan gegn
þeim vaxa innan flokksins, komist
hann til valda, því kröfur náttúru-
verndarmanna stangist um of á við
kröfur verkalýðshreyfingarinnar
sem telja að atvinnuleysisvandinn
eigi að hafa forgang fram yfir um-
hverfisverndarsjónarmið.
Græningjarnir svokölluðu,
flokkur umhverfisverndarmanna,
hefur lýst því yfir, að hann sé reiðu-
búinn að veita ríkisstjórn brautar-
gengi, komist hann í oddastöðu á
þingi. Slíkt brautargengi yrði þó
bundið skilyrðum, sem Jafnaðar-
menn gætu átt erfitt með að ganga
að: þeir yrðu að leggja bann við
notkun kjarnorku til orkufram-
leiðslu og banna staðsetningu
nýrra kjarnorkueldflauga á vestur-
þýsku landi.
Það er því von Jafnaðarmanna,
að „græningjarnir" nái ekki til-
skildum 5% atkvæða í kosningum
6. mars n.k., og Hans-Jochen Vog-
el hefur sagt að markmið þeirra sé
að ná hreinum meirihluta á sam-
bandsþinginu í Bonn.
- ólg./Time, Spiegel
Sigla fram hjá Moskvu og Peking:
Sérstaða og sjálfstæði
japanskra kommúnista
Kommunistailokkur Japans er
talinn einhver best skipulagði og
um leið sjálfstæðasti kommúnista-
flokkur í kapítalískum heimi. Hann
hefur séð sig neyddan til að reka
bæði sovétvini og kínavini úr sínum
röðum og hefur það orð á sér að
honum verði ekki niútað - en það
er gott lof í Japan. Flokkurinn hef-
ur um 10% atkvæða, sex miljónir
manna greiða honum atkvæði.
Meðlimir eru um hálf miljón.
Kommúnistaflokkur Japans er
þriðji stærsti flokkur landsins og á
fylgi sitt einkum í stórborgunum.
Stærsti flokkurinn og sá sem hefur
farið með völd síðan stríðinu lauk
er Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn,
borgaralegur flokkur, sem fékk í
síðustu kosningum tæp 48% at-
kvæða. Næstur er sósíalistaflokk-
urinn sem hefur nú rösklega 19%
atkvæða.
Erfið saga
Kommúnistaflokkurinn á sér að
baki um margt erfiða sögu. Á dög-
um herforingjaalræðis og útþenslu-
stefnu var hann bannaður og of-
sóttur - núverandi foringi flokks-
ins, Mijamoto, sat þá tólf ár í fang-
elsi. En sú ofsóknarsaga þýðir líka,
að flokkurinn var hinn eini í
landinu sem ekki þurfti að skipta
urn nafn eftir stríð vegna næsta vaf-
asamrar fortíðar á mektardögum
herstjóranna.
Fyrst eftir stríð fékk flokkurinn
byr undir vængi eins og svo margir
vinstri flokkar. En Kóreustríðið,
kalt stríð og ofsóknir bæði iðju-
hölda, sem beittu kommúnista
atvinnuofsóknum, og bandarískra
hernámsyfirvalda, léku flokkinn
grátt. Ekki bætti það úr skák, að
ríkjandi flokkar Sovétríkjanna og
Kína reyndu þá þegar að toga
flokkinn á sitt band sem mest þeir
máttu. 1952 hafði flokkurinn misst
öll sín þingsæti og hafði innan við
tvö prósent atkvæða.
Brottrekstrar
Á sjötta áratugnum hófst svo
uppbyggingarstarf, sem að veru-
legu leyti er fært Mijamoto til
tekna. Bæði Kínverjar og Sovét-
menn höfðu þá komið sér upp sín-
um „deildum" í flokknum og um
1960 var hart deilt um afstöðu til
þessarra risa tveggja. Árið 1964
voru svo sovétsinnar reknir úr
flokknum og tveim árum síðar fóru
kínavinir sömu leið. { byrjun þess
áratugar var fylgi flokksins um 3%,
en 1969 var það komið upp í tæp-
lega sjö prósent og hefur vaxið síð-
an. Sovétvinir hafa með sér samtök
og gefa út blað með sovéskri
aðstoð, en þeir eru of fáir til að
taka þátt í kósningum.
Svo er að sjá, að erlend ríki hafi
gefist upp við að reyna að fjarstýra
stefnu japanskra kommúnista.
Flokkurinn er nú í þeirri sérkenni-
legu stöðu, að Kínverjar, sovét-
menn og Norður-Kóreumenn hafa
allir komið sér upp „sínum
mönnum" í Sósíallistaflokknum og
styðja þá með fjármunum. En
þessi ríki og ráðandi flokkar þeirra
eiga svo bara „kórrétt“ samskipti
við Kommúnistaflokkinn, eins og
það heitir á diplómatamáli.
Að því er varðar Sovétríkin, þá
hafa japanskir kommúnistar sett
fram eindregnari kröfur en hinn
stóri ríkisstjórnarflokkur um að
Japanir endurheimti syðstu Kúril-
eyjarnar, sem féllu í hlut Sovét-
manna í lok heimsstyrjaldarinnar'
síðari. Og að því er Kína varðar, þá
var japanski kommúnistaflokkur-
inn lýstur einn af helstu óvinum
Kína meðan á stoð menningarbylt-
ingunni og hefur flokkurinn ekki
séð ástæðu til að taka upp vinskap
við Pekingmenn aftur.
Starf og stefnumál
Flokkurinn er talinn allvel
fjáður, enda greiða 480 þúsund
meðlimir hans um eitt prósent af
tekjum sínum til flokksins. Dag-
blað hans, Akahata, kemur út í 600
þúsund eintökum og skilar hagn-
aði.
Flokkurinn er stundum kallaður
„góði og notalegi kommúnista-
flokkurinn". Foringjarnireru bros-
nrildir og ekki stóryrtir. Þjóðernis-
11 ii 11 iii mtBmmmKasmmrsatt^mKssisíaaemxiusaaessxiBsma
Mijamoto er annar frá hægri.
Brosmildir flokksforingjar -
stefna er mjög rík í flokknum - til
dæmis að taka hafa plakatteiknarar
flokksins jafnan lag á því að nota
fjallið Fuji, heilagt þjóðartákn, í
myndum sínum. Það sem mestan
svip setur á málfutning flokksins er
baráttan gegn bandarískum her-
stöðvum, endurhervæðingu Jap-
ans, yfirgangi japansks stór-
auðvalds í öðrum Asíulöndum og
svo barátta fyrir japönsku velferð-
arríki.
Það er flokknum mikill styrkur,
að hann er talinn mjög „hreinn“ af
þeirri fjármálaspillingu, sem hrjáir
svo til öll pólitísk samtök önnur. Þá
er flokkurinn vinveitari konum en
allir aðrir japanskir flokkar - um
þriðjungur þingmanna hans eru
konur og þar með eru líka upp tald-
ar svotil allar konur sem á þingi
sitja í Japan.
Bandamenn
Flokkurinn hefur hafnað „alræði
öreiganna“, strikaði það út af
stefnuskrá sinni fyrir tólf árum.
Hann berst fyrir samsteypustjórn
vinstriflokka. Snemma á síðast-
liðnum áratug stjórnaði flokkurinn
allmörgum stórborgum í samvinnu
við sósíalista, en það bandalag
rofnaði á því, að sósíalistar ótt-
uðust að „rauða hættan“ mundi
fæia miðjukjósendur ýmsa frá
þeim og til hægri.
Á síðustu árum hefur meðlimum
flokksins fjölgað, en fylgið hefur
nokkuð staðið í stað.
Sjálfstæð afstaða flokksins gagn-
vart Kína og Sovétríkjunum hefur
ekki komið í veg fyrir það að öflug-
um hatursáróðri er haldið uppi
gegn japönskum kommúnistum. Á
hverjum degi aka áróðursbílar
hægrisinna framhjá bækistöðvum
flokksins og frá þeim er æpt í hátal-
ara: Niður með kommúnismann -
Drepum Mijamoto...
(áb byggði á Ny tid)