Þjóðviljinn - 11.02.1983, Qupperneq 9
Föstudagur 11. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
búsýslan
Kart-
öflu-
súpa
Þetta er kraftmikil og saðsöm
súpa - ágæt í vetrarkuldanum.
Hún er fullkomin máltíð með
brauði og osti. I hana þarf þetta:
3-4 kartöflur
1 gulrót
1 laukur
I vatn
1 msk kjötkraftur
'h I mjólk
salt, pipar
1 msk söxuð steinselja
Flysjið kartöflurnar og gulrót-
ina, rífið lauk og kartöflur á
grófu rifjárni og skerið gulrótina í
litla teninga. Sjóðið þetta í vatn-
inu í 15-20 mínútur. Heilið þá
mjólkinni útí og látið suðuna
koma upp. Kryddið og bætið
steinseljunni útí.
Ný flokkun á kartöflum
Eftirfarandi afbrigði af kartöfl-
um eru tekin með í -úrvalsflokk,
1. flokk ög perlukartöflur:
Rauðar íslenskar, Gullauga,
Helga, Mandla og Bintje. í alla
flokka má taka önnur afbrigði ef
þau eru talin til þess hæf, að dómi
jarðræktarnefndar Tilraunaráðs
landbúnaðarins. Undirmálskart-
öflur mega ekki vera meira en 3%
úr hverjum flokki við endurtekna
hörpun á netstigi.
Úrvalsflokkur:
Stærð 35 mm til 50 mm.
Útlit: Heilbrigðar, bragðgóðar,
hýðið að mestu, kartöflumar
því næst lausar við óhreinindi, vel
útlítandi. Stöngulsýki og frost-
skaði er útilokað í þessum flokki.
1. flokkur:
Stærð: 35 mm til 50 mm.
Útlit: Heilbrigðar og gallalitlar.
2. flokkur:
Stærð: 30 mm og þar yfir.
Útlit: Kartöflurnar skulu vera
þurrar og vel útlítandi. Smávegis
skemmdir og gallar leyfilegir.
3. flokkur:
Stærð: 30 mrn og þar yfir.
Útlit: Nokkrar skemmdir og gall-
ar leyfilegir.
Bökunarkartöflur
Stærð: 50 mm og þar yfir af hnött-
óttum afbrigðum en 45 mm af
ílöngum.
Útlit: Gallalausar að mestu,
þurrar og vel útlítandi.
Perlukartöflur:
Kúmen-
kart-
öflur
Þessi réttur er góð tilbreyting
frá kartöflum soðnum og fer vel
með flestu kjöti. Skammturinn er
reiknaður handa fjórum meðal
átvöglum.
12 meðalstórar kartöflur
'h msk salt
1 msk kúmenfræ
2 msk matarolía
2 msk sinjörlíki
Framkvæmdaröð:
1. Setjið ofninn á 225". Flysjið
kartöflurnar og skerið í ræmur.
Setjið þær í eldfast fat, og saltið
og stráið fræjunum yfir.
Stærð: 33 mm til 35 mm.
Útlit: Þurrar og vel útlítandi,
gallalausar að mestu.
Parísarkartöflur:
Stærð: 30 mrn - 33 mm.
Útlit: Þurrar og vel útlítandi,
gallalausar að mestu.
Rauðar íslenskar,
33 mm og stærri:
Rauðar íslenskar kartöflur
standast þær kröfur um útlit og
gæði sem gerðar eru til 1. flokks.
að öðru leyti en því að vera af
stærðinni 33 mm og stærri. Þó má
þungi kartaflna á bilinu 33-35 mm
að stærð ekki fara yfir 15%.
Neytendaumbúðir við sölu þess-
ara kartaflna skulu merktar
þannig: Rauðar íslenskar 33 mm
og stærri. Þannig flokkaðar og
merktar rauðar íslenskar kartöfl-
ur skulu teljast til 1. flokks.
Og það er síðasttaldi llokkur-
inn, „Rauðar íslenskar, 33 i mm
og stærri“, sem fólk skyldi gjalda
varhuga við. Þarna eru miklu
minni kartöflur taldar til fyrsta
flokks,heldur en kartöflur af öðr-
urn tegundum - og verðleggjast
samkvæmt því.
Þessar skemmtilegu myndir feng-
um við lánaðar úr tímaritinu Hús-
freyjunni, 30. árg. 3. tbl. en þar
er að finna grein um meðferð á
kartöflum.
Landbúnaðarráðuneytið hefur
auglýst nýtt mat og flokkun á
kartöflum - og mun víst ekki af
veita, segja sumir. Mat þetta er
ísamræmi við tillögur
samstarfsnefndar, sem
landbúnaðarráðherraskipaði í
ágúst sl. til þess arna, utan
hvað ráðherra bjó til einn nýjan
flokk sem hvergi var að finna í
tillögunum, og eyðlagði þar
með stærðar flokkunina að
sögnfulltrúa
Neytendasamtakanna í
nefndinni. Neytendasamtökin
hafa hvattfólktil þessað vera
vel á verði í kartöflumálum -
bæði að knýja á um það,
að eitthvert úrval verði hér í
verslunumog að
Grænmetisverslun
Landbúnaðarinsflýti sér
að koma hinum nýju flokkum
á markað
Hér á eftir fara hinar nýju regl-
ur um mat og flokkun á karktöfl-
um. Að sögn forstjóra Grænmet-
isverslunar landbúnaðarins mun
nokkur tími líða þar til við getum
keypt hina nýju flokka í búðum.
En það skaðar ekki að hafa
augun hjá sér:
Kartöflur og aðra garðávexti
skal ekki meta né heimila dreif-
ingu á, þegar varan getur talist
miður hæf til neyslu vegna alvar-
legra breytinga, skemmda,
óhreininda eða af öðrum ástæð-
um, s.s. vegna frosta og spíru-
skemmda (sbr. reglugerð nr. 250/
1976 um dreifingu matvæla og
annarra neyslu- og nauðsynja-
vara o.s.fr.v).
Fyrir pokaumbúðir skal sauma
þétt. Merkja skal með þar til
gerðum spjöldum (11x6 cm). Á
spjöldin skal letra öðru megin
nafn afbrigðis, stærð og send-
ingardag, en hinu megin nafn og/
eða númer og heimili eiganda
(innleggjanda).
Kartöflur verða þar til annað
verður ákveðið aðgreindar í 7
flokka: Úrvalsflokk, 1. flokk, 2.
flokk, 3. flokk, bökunarkartöfl-
ur, perlukartöflur, og parísark-
artöflur.
2. Bræðiðsmjörlíkiðogmatar-
olíuna í potti og hellið yfir kartö-
flurnar.
3. Steikið í 25-30 mínútur.
Snúið þeim öðru hverju þannig
að þær brenni ekki við.
Kartöflur mega ekki vera í birtu,
þá verða þær grænar og beiskar.
Séu þær i plastpokum eða hvít-
um, þunnum eða illa luktum bréf-
pokum, geta þær orðið grænar.
Það má ekki kasta kartöflum
fram og aftur. Þá merjast þær og
verða svartar við suðu.
Séu kartöflurnar í plastpokum þá
ætti að opna pokann sem allra
fyrst. Annars kemur ólykt af
þeim.
Þegar við litum inn hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins reyndist þetta vera það eina kartöflukyns, sem
fáanlegt er þessa dagana á þeim bæ: fyrsti og annar flokkur. Við spyrjum: hvenær fáum við að velja sjálf?
(Ljósm. -eik- )