Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 10

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Side 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. febrúar 1983 íþróttir Umsjón: Viðir Sigurðsspn Argen- tínskir með Zico! Zico, knattspyrnusnillingurinn brasilíski, hefur verið kjörinn knattspyrnumaður ársins 1982 í Suður-Ameríku, og það af argent- ínska íþróttablaðinu El Grafico. Diego Maradona, hinn argcntínski, hefur undanfarin ár sigrað i þessu kjöri en nú mátti hann sætta sig við annað sætið, langt á eftir Zico. Brasilíumaðurinn hlaut 381 at- kvæði gegn 85 hjá Maradona. Fernando Morena, leikmaður með heimsmeisturum félagsliða, Penarol frá Uruguay, varð í þriðja sæti, fyrirliði Brasilíu- manna, Socrates, fjórði og fyrirliði Argentínumanna, Daniel Passar- ella hlaut fimmta sætið. - VS Benson tekur við af Bond John Benson var í gær ráðinn framkvæmdastjóri enska knatt- spyrnuliðsins Manchester City, í stað John Bond sem sagði af sér í síðustu viku. Benson hefur að undanförnu verið atstoðarmaður Bond, og tekur nú stöðu stjóra í fyrsta skipti en hann er þá meðal þeirra allra yngstu í 1. deildinni. Benson var sjálfur varnarmaður og hóf feril sinn einmitt hjá City í lok sjöunda áratugsins, lék þar 44 deildarleiki en fór síðan til Torqu- ay. Þaðan lá leiðin til Bournemo- uth og síðan til Norwich, í samfloti með Bond. Þaðan hélt hann aftur til Bournemouth þar sem hann lauk leikferli sínum og tók við þjálfarastöðu. Aftur fór hann til Norwich, nú sem aðstoðarmaður Bond og kom með honum til Manchester Citý, fyrir rúmlega tveimur árum. -VS Haukar ✓ unnu IR Annarardeildarlið Hauka úr Hafnarfirði vann nokkuð léttan sigur á 1. deildarliði ÍR, 30-24, þegar liðin mættust í bikarkeppni HSÍ í Hafnarfirði í gærkvöldi. Haukarnir eru þar með komnir áfram í keppninni, ásamt Aftureld- ingu, Breiðabliki og Ármanni sem unnu sína leiki í fyrrakvöld. -VS Arsenal áfram Arsenal tryggði sér í gærkvöldi sæti í 5. umferð ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu með því að sigra Leeds 2-1 í þriðja leik liðanna á Highbury í London. Arsenal mætir Middlesborough á útivelli í 5. umferðinni. Undirbúningur fyrir B-keppnina í fullum gangi: Landsliðið, Ómar Albert í Höllinni „Stefnan hjá okkur fyrir þessa B-keppni hefur verið sú að lands- liðið fengi sem flesta landsleiki á útivöllum á undirbúningstíma- bilinu. Aður hefur verið meira um landsleiki hér heima, þeir hafa unn- ist og menn verið bjartsýnir fram úr hófi þegar að stórmótum kom. Vel heppnaðri ferð um Norður- löndin er lokið en þetta kostar pen- inga og ef ekki á að myndast stór skuldahali þarf handknatt- leikssambandið að afla sér tekna sem nema um 6-700 þúsunda króna á næstu vikum“, sagði Júlíus Haf- stein, formaður HSÍ á blaða- mannafundi í gær. Kostnaður við Norðurlanda- ferðina nam um 350.000 krónum og annað eins fer í B-keppnina sem hefst í Hollandi síðar í þessum mánuði. Fjáröflun sambandsins er því að fara í fullan gang og eru tvær leiðir viðamestar, skemmtikvöld og happdrætti. Skemmtikvöldið ' fer 1 fram í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 17. febrúar. Þar mætir landsliðið úrvalsliði sem íþróttafréttamenn velja, Ómar Ragnarsson mætir með sitt stjörnulið og leikur við Al- bert Guðmundsson og „þinglið" hans, og einnig verður leikur milli Reykjavíkur og Reykjaness í 3. flokki karla ásamt fleiru í léttum dúr. Happdrættið er þegar komið í gang og er það nokkuð sérstakt í Þorbergur Aðalsteinsson - allar líkur á að hann fari með til Hol- lands. sinni röð. Aðeins eru útgefnir 1000 miðar sem kosta 1000 krónur hver og mikill meirihluti þeirra er þegar seldur, einkum fyrirtækjum. Vinn- ingar eru 10 sólarlandaferðir að verðmæti 20.000 hver. Miða er hægt að panta í síma 27930 en við hann situr enginn annar en lands- liðsmaðurinn Bjarni Guðmunds- son. Þá er einnig hægt að nálgast þá á skrifstofu HSI. Þorbergur heill Allar líkur eru á að Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi, geti leikið með landsliðinu í Hollandi. Hann æfir nú á fullu, sem og aðrir lands- liðsmenn, og er óðum að ná sér eftir meiðslin er hann hlaut í leik Dukla Prag og Víkings í Evrópu- keppni meistaraliða í desember. Þetta er mikill styrkur fyrir lands- liðið, takist Þorbergi að ná upp sínu fyrra formi, og eykur sérstak- lega breiddina í sóknarleiknum. Landsliðið æfir nú daglega og að sögn stjórnarmanna HSI eru strák- arnir einstaklega samhentir í einu og öllu og staðráðnir í að standa sig þegar til Hollands kemur. For- maðurinn varaði þó við bjartsýni og greinilegt að hrakfrarirnar í Fra- kklandi og þar áður í Danmörku eru í fersku minni hjá handknatt- •leiksforystunni sem og öðrum. í bæði skiptin unnust góðir sigrar á stórþjóðum hér heima áður en haldið var utan og menn áttu von á góðri frammistöðu liðsins. Von- brigðin urðu því mikil þá, en réttur lærdómur virðist hafa verið dreg- inn af fenginni reynslu og vonandi skilar hann sér f betri árangri í Hol- landi nú. -VS Þórsarar deila á KKÍ: „Gripið fram fyrir hendur formanns aganefndar”! Gylfi Kristjánsson hjá 1. deildar- liði Þórs á Akureyri í körfuknatt- leik hafði samband við blaðið í gær og bað um að eftirfarandi athuga- semd við grein um mál vegna leiks Þórs og Hauka yrði komið á fram- færi: „Á laugardagsmorgun höfðum við samband við Jón Otta Ólafsson formann mótanefndar KKÍ og til- kynntum honum að við kæmumst ekki í leikinn við ÍS kl. 15.30 því ekki yrði byrjað að fljúga frá Akur- eyri fyrr en 13.30 og við ættum pantað með þriðju vél. Um kvöldið aflýsti síðan Jón Otti þeim leik endanlega, svo og leiknum við Hauka sem fram átti að fara kl. 14 á sunnudag. Þá afpöntuðum við okk- ar flugfar. Sú hefð hefur verið í sambandi við suðurferðir okkar Þórsara undanfarin ár að við þyrftum ekki, vegna ferðakostnaðar, að fara suður fyrir einn leik, nema í bikar- keppni. Kl. 10.45 á sunnudags- morgun fáum við svo skeyti frá KKI um að leikurinn skuli fara fram kl. 14 í Hafnarfirði. Þar telj- um við að formaður KKÍ hafi farið inná verksvið mótanefndar, gripið fram fyrir hendurnar á formanni hennar sem þegar hafði aflýst leiknum og sett leikinn á með innan við sólarhrings fyrirvara en það samræmist engan veginn regl- um KKÍ“. -VS Fjallaríkið litla í Ölpunum, Liec- htenstein, á skíðafólk í fremstu röð í heiminum, þar á meðal Hanni Wenzel sem nú er efst í heimsbik- arkeppni kvenna. Lúscher fyrstur Hinn 26 ára gamli Svisslending- ur, Peter Lúscher, tók forystuna í stigakeppni heimsbikarsins á skiðum í gær er hann sigraði í stór- svigi í Garmisch Partenkirchen í Vestur-Þýskalandi. Hann fékk samanlagðan tima 1:36,45 mínútur og varð rétt á undan landa sínum, Pirmin Zurbriggen, sem hélt uppá tvítugsafmælið sl. föstudag. Ingem- ar Stenmark frá Svíþjóð hafnaði i ellefta sæti. Phil Mahre tók ekki þátt en heldur öðru sæti í stiga- keppninni en Zurbriggen er þriðji. Erike Hess frá Sviss sigraði í svigi kvenna í Maribor í Júgóslavíu á tímanum 1:42,68 mín. Önnur varð Hanni Wenzel frá Liechten- stein, sem nú er efst í stigakeppni kvenna, og í þriðja sæti varð hin 19 ára gamla Anni Kronsbichler frá Austuríki. -VS Þar lágu Það kom að því að l.deildarlið Þróttar í blaki tapaði leik fyrir ís- lensku liði, í fyrsta skipti í rúm tvö ár. í fyrrakvöld mættu þeir ÍS í Hagaskólanum og Stúdentum tókst að knýja fram sigur, 3-2, í jöfnum og spennandi leik sem tók nær tvær klukkustundir. ÍS vann fyrstu hrinuna 15-7 en Þróttarar tvær næstu, 7-15 og 9-15. Þá ÍS-sigur á ný, 15-5, og aftur í langri lokahrinu, 15-10. Staðan í l.deild: Þróttur............12 11 1 35-10 22 ÍS.................11 9 2 29-9 18 Bjarmi..............9 4 5 12-18 8 UMSE................9 2 7 8-24 4 Vikingur...........11 0 11 10-33 0 Deildakeppnin í borðtennis: Stúlkurnar í Erninum efstar í síðustu viku tók A-lið Arnar- ins forystuna f 1. deild kvenna í borðtennis með tveimur góðum sigrum. Fyrst lágu Víkingsstúlk- urnar 3:0 og síðan UMSB-B, einn- ig 3:0. Staðan í deildinni er nú þannig: Örninn-A...............8 7 1 23:5 14 UMSB-A.................6 5 1 16:5 10 KR.....................3 2 1 6:4 4 Víkingur...............5 1 4 3:12 2 Örninn-B...............7 0 7 2:21 0 Örninn-A sigraði b-lið KR-inga 6:2 í síðustu viku í 1. deild karla. Staðan þar: KR-A.................6 6 0 0 36:13 12 Örninn-A.............5 4 0 1 25:16 8 Víkingur-A...........6 4 0 2 32:18 8 KR-B.................7 1 0 6 26:36 2 UMFK-A...............6 0 0 6 0:36 0 í 2. deild karla er leikið í tveimur riðlum og staðan þar þessi: A-riðill HSÞ..................8 6 1 1 43:20 13 Víkingur-B...........7 6 0 1 40:13 12 KR-C.................6 2 0 4 19:28 4 Örninn-D.............4 1 1 2 14:17 3 Víkingur-D...........7 0 0 7 4:42 0 B-riðill Örninn-C.............4 2 2 0 22:10 6 Örninn-B.............3 1 2 0 16:12 4 Víkingur-C...........3 1 0 2 8:14 2 UMFK-B...............2 0 0 2 2:12 0 í unglingaflokki er leikið í þrem- ur riðlum og staðan er þannig: A—riðill Örninn-A...............5 4 1 14:4 8 KR-C....................3 2 1 6:5 4 Víkingur-C..............2 11 3:3 2 UMSB....................1 0 1 1:3 0 UMFA-A..................3 0 3 0:9 0 B-riðill Víkingur-A..............4 4 0 12:0 8 KR-B....................4 2 2 6:6 4 Örninn-C................4 2 2 6:6 4 UMFK-B..................4 0 4 0:12 0 C-riðill KR-A....................4 4 0 12:4 8 HSÞ.....................5 3 2 12:9 6 Örninn-B................5 1 4 6:10 2 Víkingur-B..............2 0 2 2:6 0 Þá skulum við líta á stöðuna í punktakeppni einstaklinga eins og hún var um mánaðamótin. Meistaraflokkur karla: Tómas Guðjónsson, KR.............30 Hilmar Konráðsson, Vfkingi.......25 Tómas Sölvason, KR...................23 Bjarni Kristjánsson, UMFK............13 Guðmundur Marfusson, KR.............. 8 Kristján Jónasson, Víkingl........... 8 Meistaraflokkur kvenna: Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB......18 Asta M., Urbancic, Erninum............8 Hafdís Ásgeirsdóttir, KR..............4 Kristin Njálsdóttir, UMSB.............4 1. flokkur karla: Einar Einarsson, Víkingi.............12 Emil Páisson, KR......................9 Bergur Konráðsson, Víkingi.........5 Friðrik Berndsen. Víkingi.............5 Gunnar Birkisson, Erninum.............5 2. flokkur karla: Sigurbjörn Bragason, KR..............24 Kjartan Briem, KR....................21 Trausti Kristjánsson, Vfkingi.......11 Bjarni Bjarnason, Víkingi.............9 Jóhann Ó. Sigurjónss. Erninum........6

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.