Þjóðviljinn - 11.02.1983, Page 11
Paul Sturrock
Vfflja flelri
Skota
West Ham er á höttunum á eftir
tveimur skoskum landsliðs-
mönnum hjá Dundee United til að
styrkja stöðu liðsins í l.deild ensku
knattspyrnunnar. Þeir eru varn-
armaðurinn snjalli, David Narey,
sem skoraði markið glæsilega gegn
Brasilíu á Spáni sl. sumar, og sókn-
armaðurinn Paul Sturrock.
West Ham hefur gengið afleit-
lega að undanförnu eftir góða byrj-
un í 1. deildinni og þarf að halda vei
á spilunum til að ná Evrópusæti.
Félagið hefur góða reynslu af
skoskum leikmönnum síðustu árin,
Rey Stewart er burðarás í varnar-
leik liðsins og Sandy Clark, sem
kom frá Airdrie í sumar, hefur
reynst drjúgur markaskorari í
vetur.
-VS
Loks vann
luventus
Knattspyrnustórveldið ítalska,
Juventus, vann í fyrrakvöld sinn
fyrsta sigur í tvo mánuði. Hann var
þó naumur, 1:0, gegn 2. deildarlið-
inu Bari í bikarkeppninni. Frakk-
inn Michel Platini skoraði sigur-
markið úr vítaspyrnu en stórstirnið
Paolo Rossi og Zbigniew Boniek
léku ekki með Juventus.
Leikir helgarinnar í spænsku
knattspyrnunni voru færðir fram,
vegna landsleiks Spánverja og
Hollendinga í Evrópukeppninni í
næstu viku, og voru leiknir í fyrra-
kvöld. Prjú efstu liðin unnu öll
Barcelona vann Malaga 2:1, Real
Madrid sigraði Gijon 1:0 og Atlet-
ico Bilbao vann Espanol 5:2, og
þau eru því áfram jöfn og efst með
35 stig hvert.
- VS
Unglinga-
mótið i
fimleikum
Unglingameistaramót íslands í
fimleikum verður haldið í Laugar-
dalshöll dagana 12. og 13. febrúar.
Mótið hefst kl. 14.15 á laugardag
og kl. 14 á sunnudag. Keppendur
koma frá fimm félögum, 68 stúlkur
og 29 piltar.
Keppt verður um unglingameist-
aratítil í hverjum aldursflokki fyrri
daginn en sex bestu á hverju áhaldi
síðari daginn. Aldur keppenda er
16 ár og yngri.
I Vegna mistaka féll í- •
Iþróttasíðan í blaðinu í I
gær niður en hér til |
vinstri kemur hún ,
• óbreytt eins og gert var l
I ráð fyrir henni í fyrra- I
5 kvotó. -ve *
Föstudagur íl. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
íþróttir
Umsjón:
Viðir Sigurðsson
„Feginn þegar Kefl-
víkingar hægðu á”
Valsmenn hafa náð fjögurra stiga forystu eftir nauman sigur í Keflavík
„Við spiluðum góða vörn í þess-
um leik og það dugði. Keflvíkingar
eru góðir, og bestir þegar þeir
keyra á fullum hraða. Eg var því
feginn þegar þeir hægðu á sér og
ætluðu að halda forystunni," sagði
Tim Dwyer Valsmaður í samtali við
Þjóðviljann eftir að hann og félagar
hans höfðu sigrað Keflvíkinga
88:87 í Keflavík í gærkvöldi. Þar
með hafa Valsmenn náð fjögurra
stiga forskoti í úrvalsdcildinni í
körfuknattleik og standa vel að
vígi. Þetta var fyrsta tap Keflvík-
inga í deildaleik í hinu veglega í-
þróttahúsi þeirra og fyrsta tapið á
heimaleik í þrjú ár.
Spennan undir lokin var gífur-
leg. Brad Miley minnkaði muninn í
88:87, 48 sekúndum fyrir leikslok,
og Valsmenn misstu knöttinn þeg-
ar 18 sekúndur voru eftir. Axel
Nikulásson reyndi körfuskot, hitti
ekki en Þorsteinn Bjarnason náði
frákastinu og skaut en Dwyer gerði
sér lítið fyrir og varði skot hans,
tveimur sekúndum fyrir leikslok.
Naumt en kærkomið hjá Vals-
mönnum og þeir stigu stríðsdans í
leikslok.
Liðin voru yfir til skiptis framan
af en síðan sigu Keflvíkingar fram-
úr og voru yfir í hálfleik 52:44. Val-
ur skoraði fyrstu sex stigin í síðari
hálfleik, ÍBK næstu níu, en þá fór
að draga saman og Valur komst
yfir 70:69. Liðin höfðu forystuna á
víxl eftir það en Valsmenn
reyndust sterkari í lokin.
Kristján Ágústsson var yfir-
burðamaður hjá Val í fyrri hálfleik,
áræðinn og kraftmikill. Þá gerði
hann 18 stig en Dwyer tók við aðal-
hlutverkinu í síðari hálfleik og lék
mjög vel, einkum í vörninni.
Heildin var göð en Valsmenn not-
uðu aðeins sex menn, sem og Kefl-
víkingar, og innáskiptingar í
leiknum í lágmarki. Dwyer skoraði
24 stig, Kristján 20, Ríkharður 17,
Jón 14 og Torfi 13 stig.
Veikleiki Keflvíkinga felst í því
að þeir hægja alltaf á þegar þeir ná
forystu og það reyndist þeim dýr-
keypt í gærkvöldi. Þegar þeir eru
undir, setja þeir allt á fullt og eru
óviðráðanlegir. Vantar meira jafn-
vægi í leikinn í heild. Þorsteinn átti
mjög góðan leik og skoraði 24 stig,
Jón Kr. gerði 18, Axel og Miley 16
hvor en þeir þrír léku allir vel,
Björn Víkingur skoraði 11 stig og
Óskar tvö.
Jón Otti Ólafsson og Sigurður
Valur Halldórsson dæmdu vel.
- gms
Baráttan færði KR
langþráðan sigur
Þar kom að því að KR ynni leik.
Eftir sjö töp í röð sýndi Vesturbæj-
arliðið gífurlcga baráttu gegn frá-
farandi meisturum Njarðvíkur í
gærkvöldi í Hagaskólanum og sigr-
aði verðskuldað 88:86. KR-ingar
héldu knettinum síðustu 73 sekúnd-
urnar og áhugalausir Njarðvíking-
ar urðu að sætta sig við tap.
Leikurinn var mjög jafn allan
tímann, mestu munaði í upphafi,
20:12 fyrir KR. Þrátt fyrir þann
mun hafði Stewart Johnson brennt
af fyrstu sjö skotunum sínum en
Þorsteinn Gunnarsson og Jón Sig-
urðsson voru nú í aðalhlutverkum.
Hittnin lagaðist með áttunda
skotinu hjá Johnson en leikurinn
jafnaðist aftur og KR leiddi naum-
lega í hálfleik, 45:43. f síðari hálf-
leik héldu KR-ingar síðan foryst-
unni þótt oft munaði mjöu og með
sigrinum eru þeir komnir upp að
hlið Fram á botni deildarinnar.
Meistarar Njarðvíkur eru meira að
segja skammt undan.
, Jón, Þorsteinn og Johnson voru
bestir hjá KR og þar er nú Garðar
Jóhannsson aftur mættur til leiks.
Æfingarlítill nú en gæti reynst
liðinu dýrmætur í lokaleikjunum.
Johnson skoraði 34 stig, Jón 16,
Þorsteinn 12, Garðar 8, Birgir 8,
Kristján 4, Stefán 4 og Páll tvö.
Njarðvíkingar sýndu lítinn lit,
nema helst Bill Kottermann og
Árni Lárusson. Gunnar Þorvarð-
arson tók góða rispu í síðari hálf-
leik, en Valur Ingimundarson
skoraði einungis af „gömlum"
vana. Kottermann gerði 29 stig,
Valur 16, Gunnar 14, Árni 9,
Sturla 6, Júlíus 6, Ástþór 2, Eyjólf-
ur 2 og Ingimar 2.
Ingvar Kristinsson og Jóhann G.
Björnsson þurfa báðir að fá að
dæma með reyndari dómurum en
þeir sluppu þokkalega frá sínu.
- VS
Staðan:
Valur 15 12 3 1366-1207 24
Keflavík. 15 10 5 1249-1236 20
Njarðvík 15 7 8 1225-1246 14
ÍR 15 6 9 1155-1198 12
Fram 15 5 10 1317-1332 10
KR 15 5 10 1266-1359 10
Hell umferð hjá yngra körfu-
knattleiksfólki um helgina
Jón Sigurðsson skorar gegn
Njarðvík í gærkvöldi en kraftur
hans og lcikreynsla áttu stóran þátt
i óvæntum sigri KR-inga. - Mynd:
- eik.
Nú um helgina verður umferð
hjá yngri flokkunum í körfuknatt-
leik. 5. flokkur karla keppir í Borg-
arnesi og Keflavík, 4. flokkur karla
í Njarðvík, Sandgerði og Árbæjar-
skóla, 3. flokkur kvenna í Árbæjar-
skóla, 2. flokkur karla í Hagaskóla
og 2. flokkur kvenna í Haukahús-
inu Hafnarfirði.
Þetta er síðasta umferðin hjá
yngri flokkunum en efstu liðin í
riðlunum keppa innbyrðis 12.-13.
mars í Keflavík.
Staðan í flokkunum er talsvert
óljós því að ekki hafa allar
leikskýrslur borist til K. K. í.
í 2. flokki karla eftir tvær um-
ferðir eru Haukar efstir með 22
stig, síðan koma Valur með 18, í.
R. og K. R. með 14, U. M. F. N.
með8, Fram með6, ogí. A. meðO.
í 3. flokki karla, A riðli, eftir
eina umferð, er K. R. efst með 10
stig, U. M. F. N. með 8, í. A. með
6, Snæfell með 4 og K. F. í. og
Fram með 0. í B-riðli eftir tvær
umferðir eru í. K. og Haukar efst
með 16 stig. síðan í. B. K. með 16
stig, síðan I. B. K. með 14, Valur
með 6, Þór með 4 og Tindastóll
með 0.
í 4. flokki karla, A-riðli, er eftir
einaumferðU. M. F. N. efst með8
stig, síðan koma í. R. með 6, •
Haukar með 4, Þór með 2 og að
lokum Tindastóll með ekkert stig. í
B-riðli eru Fram og Reynir efst
með 10 stig eftir tvær umferðir og
síðan reka U. B. K. og Valur rest-
ina með 2 stig. í C-riðli er Í.B.K.
efst eftir eina umferð með 6 stig, en
síðan koma U. M. F. G. ineð 4, K.
R. með 2 og U. M. F. S. með 0.
í 5. flokki karla, A-riðli, er í. R.
efst eftirtvær umferðir með 33 stig,
síðan koma U. M. F. S. með 9,
Fram með 7 og U. B. K. með 2. í
B-riðli eftir eina umferð eru
Haukar og í. B. K.a efst og jöfn
með 13 stig, síðan koma Valur með
11, Reynir með 7 og í. B. K. b
rekur lestina með 4 stig.
f 2. flokki kvenna, eftir tvær um-
ferðir, er U. M. F. N. efst með 22
stig, síðan koma í. R. með 20
Haukar með 18, K. R. með 12, U.
M. F. S. með ekkert stig.
í 3. flokki kvenna eru Haukar
efstir, eftir eina umferð, með 6 stig
en síðan koma í. B. K. með 4, U.
M. F. S. með 2 og í. R. rekur lest-
ina með ekkert stig.
Allir leikirnir byrja kl. 9 báða
dagana og fólk er hvatt til þess að
mæta og hvetja unga fólkið til
dáða. - RJS
Bikarkeppni SKÍ á ísafirði um helgina:
Utanfarar mættír til leiks
Bikarkeppni Skíðsabambands
íslands heldur áfram með þorram-
ótinu á ísafirði um helgina, en það
er bikarmót í alpagreinum og
göngu. Keppt verður á Seljalands-
dai og er Hafsteinn Sigurðsson lcik-
stjóri í alpagreinum en Sigurður
Gunnarsson í göngu. Þeir keppend-
ur sem verið hafa við keppni er-
lendis eru nú mættir til leiks og má
því búast við harðri kcppni.
Árni Þór Árnason, G«ðmu«dur
Jóhannsson, Daníel Hilmarsson og
Ólafur Harðarson hafa allir dvalið
um mánaðartíma við æfingar og
keppni í Austurríki og á Ítalíu.
Árni Þór og Guðmundur tóku þátt
í keppni í heimsbikarnum í svigi í
Kitsbúhel í Austurríki um mánaða-
mótin, Árni Þór féll en Guðmund-
ur varð nr. 38, góður árangur þar
sem hann var með rásnúmer 90.
Fleira íslenskt skíðafólk hefur
dvalið erlendis lengri eða skemmri
tíma í vetur og t.d. eru göngu-
mennirnir Einar Óiafsson og Ing-
ólfur Jónsson stuttu komnir heim
frá Vestur-Þýskalandi. Þár tóku
þeir m.a. þátt í heimsbikarkeppni
þar sem allir-frægustu göngumenn
heims voru meðal þátttakenda.
Tinna Traustadóttir og Guðrún
Magnúsdóttir voru í Svíþjóð í des-
ember og á sama tíma dvöldu þær
Nanna Leifsdóttir og Ásta Ás-
mundsdóttir í Austurríki. Ferðir
þessar eru nauðsynlegar því kepp-
nisfólki á skíðum sem vill ná veru-
legum árangri í íþrótt sinni því hér
heima er tíðarfar afar rysjótt eins
og við þekkjum öll og undir hælinn
lagt hvort og hvenær hægt er að
stunda þann fjölda æfinga sem
nauðsynlegur er. Skíðafólið þarf
að standa undir mest öllum kostn-
aði sjálft, skíðasambandið er illa í
stakk búið fjárhagslega til að veita
nægilegan stuðning, og meðan
þannig er ástatt, eða þangað til
fjársterkari aðilar grípa inní, ge-
tum við litlar kröfur gert til okkar
fremsta skíðafólks um að það nái
verulegum árangri á alþjóðiegum
vettvangi.
-VS