Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 16
UODVHHNN
Föstudagur 11. febrúar 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmvndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsíml afgreiðslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Ágreiningur í vísitölumálinu:
Ekki fallist á tillögur okkar
sem miða að því að hægja á verð-
bólgunni án þess að það bitni á
launafólki, segir Þröstur Ólafsson
„Ásakanir stjórnmálamanna í fjölmiðlum um að Al-
þýðubandalagið sé á móti lausn þessa máls eru auðvitað
fráleitar. Við höfum lagt fram tillögur í vísitölunefnd og
ríkisstjórn sem miða að því að hægt verði á verðbólgu-
hraðanum án þess að það bitni á iaunafólki. Á þetta
hafa samstarfsaðilar okkar í ríkisstjórn ekki getað fall-
ist“, sagði Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra og einn þriggja fulltrúa í vísitölunefnd.
Hœkkunarbeiðn i
Ríkisútvarpsins
Áfnota-
gjaldið
Í 1.176
Sama hjá Videosón
Ríkisútvarpið hefur sótt um
hækkun á afnotagjaldi sjónvarps
og útvarps, og ef gjaldskrárnefnd
samþykkir hækkunarbeiðnirnar
munu notendur sjónvarps og út-
varps greiða kr. 1.176 fyrir tækin
fyrstu 6 mánuði ársins. Nefndin j
hefur hins vegar ekki komið saman
enn.
Afnotagjaldið var kr. 846 fyrir
seinni helming ársins 1982 fyrir lit-
tæki og hljóðvarp, en mun skv. til-
lögunni hækka í 1.176 kr., en í kr.
932 hafi menn tæki'í sauðalitunum.
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins, sagði í sam-
tali við blaðið, að sótt yrði um mun
meiri hækkun fyrir auglýsingar,
eða u.þ.b. 85 prósent.
Þess má geta, að notendur Víde-
ósóns greiða nú kr. 185 á mánuði
og sé miðað við óbreytt verð næstu
fimm mánuði verður afnotagjaldið
því 1.110 kr. fyrir 6 mánuði, eða
i hérumbil það sama og afnotagjald
Ríkisútvarpsins. Þjónustan er hins
vegar öllu minni.
-ast
Ágreiningurinn er einkum
tvenns konar. Annarsvegar er
hann um það hvenær nýtt vísitölu-
kerfi eigi að taka gildi. Alþýðu-
bandalagið hefur krafist þess að
það verði ekki fyrr en 1. júlí í sum-
ar, þ.e. að vísitölubætur verði
greiddar með venjulegum hætti nú
1. mars. Hins vegar greinir menn
svo á um frádráttarlið við út-
reikning vísitölunnar. Meirihluti
vísitölunefndar vildi bæta orku-
verðinu við frádráttarliðina tvo
sem fyrir eru þegar framfærsluvísi-
talan er reiknuð út.
„í minnihlutaáliti mínu í vísitölu-
nefndinni lagði ég hins vegar til að
samið yrði við verkalýðshreyfingu
og atvinnurekendur um fastan frá-
drátt. Tillögur meirihluta vísitöl-
unefndar sem nú liggja fyrir ríkis-
stjórn ganga sumsé út á að lengja
verðbótatímabilin strax þannig að
verðbætur á laun komi ekki fyrr en
I. apríl nk. og auk þess verði aukið
við frádráttarliðina sem fyrir eru
þannig að þeir vegi 13.5-14% í stað
II. 5% eins og nú er“, sagði Þröstur
Ólafsson ennfremur.
„Við teljum að almenningur í
landinu hafi tekið á sig nægar
byrðar með efnahagsúrræðunum
1. desember sl. og að ekki sé á
bætandi nú. Þá er einnig augljóst
mál að Alþingi er óstarfhæft nú og
litlar sem engar líkur til að frum-
varp um nýtt vísitölukerfi fengist
rætt hvað þá afgreitt á þessu þingi.
Því held ég að áhugi samstarfs-
manna okkar í ríkisstjórn stafi
meira af því að þeir telji þetta mál
styrkja stöðu þeirra áróðurslega en
að þeir hafi með því áhuga á að
leysa þann gífurlega efnahags-
vanda sem nú er við að etja“,
sagði Þröstur Ólafsson að lokum.
Lyftumálið í borgarstjórn:
Dýra lyftan
var keypt
Borgarstjórn samþykkti í
gærkvöldi að kaupa stólalyftu
af Doppelmayer gerð í Bláfjöllin
með 13 atkvæðum gegn 4. Með
voru allir borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins nema Albert
Guðmundsson, svo og Sigurjón
Pétursson. Á móti voru fulltrú-
ar Kvennaframboðsins, Albert
og Álfheiður Ingadóttir.
Fyrr á fundinum hafði verið
felld tillaga frá fulltrúum
Kvennaframboðs um að hætt
skyldi við kaupin á nýrri lyftu í
Bláfjöll. Bentu tillögumenn á
að á fjárhagsáætlun 1983 er ætl-
að 7 miljónum króna til lyftu -
kaupanna,en kostnaður verður
a.m.k. 11,4 miljónir. Fjár-
veitingin nægir því aðeins fyrir
lyftuhúsi og 20% kaupverðs.
80% af kaupverði verður að fá
'að láni og þar með binda fé í
fjárhagsáætlun 1984. Þar sem
mörg verkefni bíða borgarsjóðs
á sviði félags- og heilbrigðis-
mála væri ekki verjandi að
kaupa 8. skíðalyftuna í Bláfjöll.
-ÁI
Ávaxtakassar Rauða krossins njóta mikilla vinsælda. Þeir ásamt annarri tegund spilakassa samtakanna eru
háðir eftirliti og afla um 90% af tekjum Rauða kross íslands. Ljósm. Atli.
Spilakassar Rauða krossins undir ströngu eftirliti:
Leikspilin í sam-
keppni við okkur
segir Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða kross íslands
„Okkur er engin launung á því að
þessi leikspil sem fólk borgar fyrir
að fá að spreyta sig á, eru í sam-
keppni við spilakassa Rauða kross
íslands, sem hafa verið starfræktir
frá því 1972 og afla um 90% tekna
okkar“, sagði Jón Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri Rauða kross íslands
í samtali við Þjóðviljann.
„Mér skilst að ekkert eftirlit sé
með þessum spilum sem spretta nú
upp eins og gorkúlur á haug og
verði ekkert að gert er einsýnt að
Rauði kross íslands verður fyrir til-
finnanlegu tjóni af þessum sök-
um“, sagði Jón ennfremur.
Sá meginmunur er á spilakössum
Rauða krossins og vídeó leikspil-
unum sem nú spretta upp að hvað
þau síðarnefndu áhrærir er engin
vinningsvon. Hins vegar eiga þeir
sem spreyta sig á kössum Rauða
krossins von um vinning.
„Fyrstu kassamir á okkar vegum
komu árið 1972 og síðan höfum við
verið að byggja upp þetta fjáröfl-
unarkerfi okkar og farið í einu og
öllu að lögum í þeim efnum. Okkar
kassar eru háðir ströngu eftirliti frá
dómsmálaráðuneytinu og okkar
afstaða er sú að rekstur þessara
spila sem nú eru að spretta upp sé
ekki það sem við-teljum æskilegt að
fást við. Það væri líka fróðlegt að fá
að vita hvort hagnaðurinn af þess-
um spilum er talínn fram til skatts
og hversu mikill hann er“, sagði
Jón Ásgeirsson hjá Rauða krossin-
um að síðustu. -v.
Leiktæki spretta upp í söluturnum og víðar
Ekki háð leyfi
frá yfirvöldum
„Nei, það þarf ekki leyfi sam-
kvæmt ákvæðum Lögreglusam-
þykktarinnar fyrir svona lciktækj-
um nema til standi að reka fyrir-
tæki þar sem þessi tæki falla undir
meginhluta starfseminnar. En ef
um er að ræða t.d. eitt eða tvö
svona leiktæki þarf ekki að sækja
rekstrarleyfið til lögreglustjórans“,
sagði William Möller fulltrúi hjá
lögreglustjóranum í Reykjavík.
Það hefur ekki farið framhjá
neinum sem á erindi inn í
biðstöðvar, bílasölur eða sölu-
tuma, svo eitthvað sé nefnt, að leik-
tæki hvers konar eru þar að verða
æði algeng. Á sumum stöðum, þar
sem örtröð er mikil eru tækin fleiri
en eitt og fleiri en tvö og hópast
fólk á öllum aldri í kassana þar sem
skildar eru eftir stórar fjárhæðir.
Kostar hvert „geim“ á bilinu 10 til
15 krónur.
„Það er verið að athuga þessi mál
hér hjá lögreglustjóra, og þess má
geta að það eru aðeins tvö ár síðan
þessi tæki voru leyfisskyld þegar
um atvinnustarfsemi var að ræða.
Þess má einnig geta að þegar rekst-
urinn hefur verið leyfisskyldur,
t.d. á knattborðsstofum og þess
háttar þar sem spilin eða leiktækin
eru aðalstarfsemin, hafa viðkom-
andi sveitarfélög verið afar treg til
að veita leyfi vegna ónæðis sem
slíkri starfsemi getur fylgt“, sagði
William Möller að lokum.
-v.