Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 1
Föstudagur 11. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Leiklist Myndlist Tónlist Kvikmyndir Skemmtanir Féiagsiíf o.fi. Leikbrúðuland sýnir á sunnudaginn Þrjár þjóð- sögur Sýningar Leikbrúðulands á „Þrem þjóðsögum" hefjast að nýju á sunnudaginn. Sýnt er að Fríkirkjuvegi 11 og hefst sýningin kl. 15.00. Þjóðsögurnar sem sýndar verða eru: „Gípa“, saga um stelpu sem étur allt milli himins og jarðar. „Umskiptingurinn“, þjóðsagan þekkta um átján barna föður í álf- heimum, og „Púkablístran“, sö^ir af Sæmundi fróða. Það þarf ekki að taka fram að sýningar Leikbrúðulands eru fyrir alla fjölskylduna. í Leikbrúðulandi eru Helga Steff- ensen, Hallveig Thorlacius, Erna Guðmarsdóttir og Bryndís Gunn- arsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson, en margir þekktir leikarar ljá brúðunum raddir. Sala aðgöngumiða hjá Leikbrúðulandi hefst kl. 13 á sunnudag, en miðapantanir eru í síma 15937. Úr sýningu Leikbrúðulands á þjóðsögunni um 18 barna föður í álfheimum. Vinátta bréfbera og ,brjálaðs” snillings Bréfberinn Joseph Koulin var ósköp venjulegur póstur, sem bjó í Arles í Suður Frakklandi í lok síð- ustu aldar. Þetta var hlýr og gam- ansamur náungi, vinsæll í sínum heimabæ og gerði öllum gott. Það var einmitt einstakri skapgerð hans að þakka að hann átti síðar eftir að verða ódauðlegur í listasögu heimsins. Því hollenski listmálar- inn Vincent van Gogh fluttist í þorpið Arles árið 1888 til að mála í birtunni og litadýrðinni við Miðjarðarhafið. Þar langaði hann til að stofna sambýli myndlistar- manna og fékk vin sinn Gauguin síðar til sín í því skyni. En bæjarbú- ar í Arles litu þennan einkennilega listmálara hornauga og vildu sem allra minnst fyrir hann gera. Nema bréfberinn Roulin. Hann og kona hans gengu Van Gogh nánast í for- eldrastað, hjálpuðu honum um ýmsar nauðþurftir, studdu hann þegar geðheilsan brást honum og síðast en ekki síst - þau sátu fyrir hjá honum ásamt börnum sínum, en fyrirsætur voru það sem list- málarann skorti mest. Leikritið fjallar að miklu leyti um vináttu þessa tveggja ólíku manna og jafn- framt tvö síðust ár Van Goghs, árin sem snilligáfa hans blómstraði eins og ódauðleg málverk hans bera vitni um. Það er Þráinn Karlsson sem leikur bréfberann og Sunna Borg madame Roulin konu hans. Viðar Eggertsson leikur listmálarann Vincent van Gogh og Theodór Júl- íusson vin hans Gauguin. Bæjar- búar í Arles eru litríkar persónur, einkum gleðikonan Gaby, sem Ragnheiður Tryggvadóttir leikur, en það var Gaby sem fékk með Vinirnir ræðast við: Viðar Eggertsson og Þráinn Karlsson í hlutverkum Van Goghs og bréfberans í Arles. frægarí jólagjöfum sögunnar, af- skorið eyra frá Van Gogh. í tengslum við leiksýninguna var opnuð myndlistarsýningin „Fólk“, samsýning 13 myndlistarmanna á Akureyri. Á sýningunni eru olíu- málverk, krítarteikningar, vatnslita- myndir og grafík og verður hún í fordyri og göngum leikhússins. Sýningin er opin frá kl. 19.30 alla daga sem leikið er. Þeir sem sýna eru: Aðalsteinn Vestmann, Anna Torfadóttir, Einar E. Helgason, Guðmundur Armann, Guðmund- ur Oddur, Haraldur Ingi Haralds- son, Helgi Vilberg, Lýður Sigurðs- son, Ólafur H. Torfason, ÓIi G. Jó- hannsson, Ragnar Lár, Sigurður Aðalsteinsson og Örn Ingi. Næstu sýningar eru í kvöld, föstudagskvöld, og sunnudags- kvöld. Leikfélag Akureyrar Um síöustu helgi frumsýndi Leikfélag Akureyrar leikrit Ernst Bruun Olsen Bréfberann frá Arles í þýðingu Úlfs Hjörvars. Leikstjórinn Haukur Gunnarsson og leikmynda- hönnuöurinn Svein Lund- Roland koma báöir frá Noregi til þessa verks, en „Bréfberinn" hefur verið sýndir í tugum leikhúsa á öllum Norðurlöndum síðan hann var frumsýndur í Árósum 1975. Réttarhöld í Gamla bíói á sunnudag Samtökin Líf & land hafa ákveðið að efna til almenns fundaríGamlabíóií Reykjavík á sunnudaginn kemur, þarsem almenningi verður gefinn kostur á að kynnast rökum með og á móti fullum jöfnuði atkvæðisréttar. Fundurinn verður í formi rétt- arhalda, þar sem röksemdir verða kynntar af tveimur hæsta- réttarlögmönnum, og munu þeir sækja og verja málið frá báðum Kviðdómur er valinn með hliðum. Að málflutningi þeirra aðstoð Reiknistofu Háskólans úr ioknum mun 12 manna kviðdóm- dreifbýli og þéttbýli. Spurningin ur kveða upp úrskurð sinn og sem lögð verður fyrir kviðdóm- verða úrslit tilkynnt í lok fund- inn er svofelld: „Telur dómurinn arins. að atkvæði allra kjósenda skuli Réttarhöldin hefjast í Gamla Vega jafnt í alþingiskosningum, bíói kl. 13.15. Dómsforseti verð- án tillits til búsetu?" ur Gunnar G. Schram prófessor, lögmaður sem ver núverandi Lögmenn mega kaila hvorfyrir fyrirkomulag, Jón Edwald Ragn- sig þrjú vitm fynr réttinn, en alls arsson hrl. og lögmaður, sem hafa þeir tvær klukkustundir sækir málið til fulls jöfnuðar at- hvort til málflutnings. Réttar- kvæða, Jón Steinar Gunnlaugs- höldin eru öllum opin. son hrl. -Jg. Rcttað verður um jöfnun atkvæðisréttar í Gamla bíói á sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.