Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. febrúar 1983 Tónleikar til styrktar íslensku óperunni Judith Bauden syngur við undirleik eiginmanns síns Hjónin Judith Bauden og Marc Tardue. um helgina Bandaríska sópransöngkonan Judith Bauden og eiginmaður hennar píanóleikarinn Marc Tar- due halda tónleika í Gamla bíói á sunnudag kl. 17.00 og rennur allur ágóði tónleikanna til styrktar Ópcrunni. A efnisskránni eru eingöngu verk bandarískra tónskálda m.a. „The Knoxville Summer of 1915“ eftir Samuel Barber og aríur og söngvar eftir Menotti, Hageman, Victor Herbert, Foster og Nilos. Judith Bauden stundaði söng- nám í Peabody Conservatory of Music í Baltimore og útskrifaðist þaðan 1977. Hún hefur síðan sung- ið reglulega hlutverk í óperum, ór- atóríum og með sinfóníuhljóm- sveitum í Bandaríkjunum, auk fjölmargra eipsöngstónleika. Eiginmaður hennar, Marc Tar- due, hefur dvalist hérlendis frá því í haust, en hann stjórnar uppfærslu á sýningum íslensku óperunnar á Töfraflautunni. Aðgöngumiðar að tónleikum þessum fást í Gamla bíói. Rúnar Þór Pétursson, einn af 3. hæðinni. 3. hœðin í Festi Hljómsveitin 3. hæðin Ieikur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld (Iaugardag) í Festi í Grindavík. 3. hæðin brá sér inn í stúdíó Nema fyrir skömmu og tók upp 4 lög fyrir hljómplötu. Mun hún væntanleg innan skamms. I 3. hæðinni eru Rúnar Þór, gítar og söngur, Þórar- inn, hljómborð, Jakob á bassa og 1 Birgir á trommur. Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari Lokaprófs- tónleikar á Kjarvals- stöðum Á þriðjudagskvöldið kemur þreytir Gerður Gunnarsdóttir lok- aprófstónleika frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar á Kjarvals- stöðum. Gerður hóf nám í Tónskólanum 5 ára gömul og 7 ára að læra á fiðlu hjá Jakobi Hallgrímssyni. Aðrir kennarar hennar hafa verið þeir Sigursveinn D. Kristinsson, Sólrún Garðarsdóttir, Victor Pechar, Anna Rögnvaldsdóttir og síðast Michael Shelton. Á efnisskrá tónleikanna á Kjar- valsstöðum sem hefjast kl. 20.30 verða verk eftir J.S. Bach, Karol Szymanowski og L.v. Beethoven. Undirleikari er Snorri Sigfús Birg- isson. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gerður og Snorri Sigfús. ÞREK Ný danshljómsveit hefur tekið til starfa í Reykjavík. Nafn hljómsveitarinnar er Þrek. Hljómsveitina skipa: Halldór Erlendsson gítarleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Þórður Bogason söngvari, Gústaf Guðmundsson ásláttarleikari, og Þórður Guðmundsson bassa- leikari. Hljómsveitin Þrek sérhæfir sig í fjörugri dansmúsík, lagavalið sam- anstendur af vinsælum danslögum og frumsömdum stuðlögum. Bók- anir eru teknar í símum 79141 Kristján og 10856 Þórður. Leikfélagið Fjórar sýningar verða um helgina Franski gamanleikurinn Forseta- heimsóknin er á fjölunum í Iðnó í kvöld. Annað kvöld verður Skiln- aður Kjartans Ragnarssonar sýnd- ur í uppfærslu höfundar. Þetta leik- rit hefur hlotið mikla athygli og umtal, auk þess sem leikmyndin er allsérstök, þar sem leikið er í áhorfendasalnum, en áhorfendur sitja á fjóra vegu í kring. í Austurbæjarbíói verður miðnætursýning á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo á laugar- dagskvöld, en þessi gamanleikur hefur verið sýndur fyrir fullu húsi frá því í haust. Á sunnudagskvöld verður Salka Leikfélag Vestmannaeyja sýnir gamanleik í Kópavogsbíói „Er á meðan er” Félagar úr Lcikfélagi Vestmanna- eyja eru komnir upp á fastalandið og ætla að sýna höfuðborgarbúum gamanleikinn „Er á meðan er“ eftir þá félagana Kaufman og Hart í Kópavogsleikhúsinu um helgina. Sýningarnar verða í kvöld og ann- að kvöld. Þessi sívinsæli gamanleikur ger- ist í kreppunni miklu fyrir hálfri öld í New York. Þar eigast m.a. við rússneskar stórhertogaynjur, for- drukknar leikkonur, greifi, konfektframleiðandi og þjónustu- Þjóðleikhúsið Allt uppselt á Línu Langsokk Lína langsokkur nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda jafnt meðal barna, unglinga sem fullorðinna, og verða hvorki fleiri né færri en þrjár sýningar á Línu um helgina. Uppselt er á þær allar. Annað kvöld verður á stóra sviðinu leikgerð Bríetar Héðins- dóttur á Jómfrú Ragnheiði Kamb- ans en þessi sýning hefur hlotið mikla athygli. Verðlaunaleikritið Tvíleikur eftir Tom Kempinski er nú á loka- sprettinum á Litla sviðinu, aðeins tvær sýningar eftir auk sýningar á sunnudagskvöld kl.20.30. Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk gengur alltaf fyrir fullu húsi í kjallaranum og er næsta sýning á þriðjudagskvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.