Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.02.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 um helgina Plútó á Mokka Listamaðurinn Plútó, öðru nafni Benedikt Björnsson, sýnir um þessar mundir vatnslitamyndir og olíumálverk á Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Þetta er fyrsta einkasýning Plútós, en síðastliðin tvö ár hefur hann eingöngu helgað sig skipulegu myndlistarnámi, en fengist við að mála frá því árið 1965. Á sýningunni eru 23 myndir, en hún stendur til loka febrúar. Úr Sölku Völku: Salka (Guðrún Gísiadóttir) og Steinþór (Þorsteinn Gunn- arsson) eiga orðaskipti. Valka Halldórs Laxness á sviðinu í Stefáns Baldurssonar og Porsteins Iðnó, en hún birtist þar í leikgerð Gunnarssonar. Ein mynda Tékkans Gudernc í Skruggubúð Ásgrímssafn Árleg skólasýning safnsins stendur nú yfir. Heimsóknartíma þarf að panta með fyrirvara hjá Sólveigu Ge- orgsdóttur í síma 28544 á mánu- dögurn frá kl. 13.30 - 16.00. Úr uppfærslu Leikfélags Vestmannaeyja á gamanleiknum „Er á meðan er“. fólk svart á hörund. Leikfélagið hefur fengið góða dóma í heimabyggð sinni fyrir flutning verksins og er ekki að efa að þeim takist einnig vel upp í Kópá vogi um helgina. r Danssmiöja Islenska dansflokksins Síðasta sýning í kvöld í kvöld er síðasta sýning íslenska dansflokksins að þessu sinni á Danssmiðjunni, sem inniheldur fjóra nýja íslenska balletta, en dansarnir voru sérstaklega samdir fyrir flokkinn af Nönnu Olafs- dóttur, Ingibjörgu Björnsdóttur og meðlimum flokksins. Sýningin hefur hlotið góðar við- tökur og lofsamlega dóma. Dans- smiðjan hefst á klassískum dans- brigðum við tónlist eftir Elgan, Katsjaturjan og Síbelíus. Þá tekur við fjörugur ballett Ingibjargar sem nefnist 20 mínútna seinkun og er við tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Næst er ballett sem nefnist „Hvar?“ og er saminn af dönsurunum sjálfum við tónlist Þóris Baldurssonar. Að lokum er ballett Nönnu við tónlist Leifs Þór- arinssonar og heitir „Largo y Largo“ Guðrún Svava Svavarsdóttir gerði búninga og sviðsmyndir, og lýsingu annast Ingvar Björnsson. Þá má geta þess, að 12 börn úr Listdansskóla Þjóðleikhússins koma fram í sýningunni. Fœreysk grafik í Garöabæ Nú stendur yfir í Bæjarbókasafni Garðabæjar færeysk graflksýning. Hótel Loftleiðir Myndirnar á sýningunni eru eftir Færeyinginn Amariel Norðoy frá Klakksvík. Sýning þessi mun standa næstu vikur. Verðlaunamynd í MÍR-salnum Síldarveisla í samvinnu við íslensk matvæli býður Hótel Loftleiðir til síldar- veislu dagana 11. febrúar til 20. fe- brúar í Blómasal hótelsins. Á hverju kvöldi verður mikið úrval af síldar- og fiskréttum á boðstólum og hafa gestir úr liðlega 30 tegund- um að velja að ógleymdum salötum og ídýfum. Meðal nýjunga sem kynntar verða má nefna innbakað laapaté og hörpudiskapaté. Þarna gefst einnig tækifæri til að smakka reyktan oggrafinn karfa, svo nokk- uð sé nefnt. Félag harmonikkuunnenda senda fulltrúa sína á staðinn annað kvöld og sunnudagskvöld, og sjá þeir urn að skapa réttu síldar- stemmninguna. Þess má geta í lokin að þátttaka í síldarveislunni kostar 195 krónur á mann. Esk- og R eyðfirðingafélagið Árshátíð Árshátíð Eskfirðinga- og Reyðfirðingafélagsins verður hald- in í kvöld, og hefst með borðhaldi í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, kl. 20.00. Taflfélag Seltjarnarness Meistaramót Taflfélags Seltjarnarness hefst á morgun, laugardag 12. febrúar kl. 14.00. Teflt verður í 2 riðlum. Sigurvegar- arnir fá veglega vinninga, og enn fremur verða veitt fegurðar- verðlaun. Teflt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.30 og á laugardögum kl. 14.00. Öll starf- semin hjá Taflfélagi Seltjarnarness fer fram í Valhúsaskóla. -óg „Seigla” Fræg sovésk verðlauna- kvikmynd „Seigla“ verður sýnd í MÍR-salnum, Lindargötu 48, nk. sunnudag kl. 16. Leikstjóri er Lar- isa Shcpitko, en með aðalhlutverk- in fara Boris Plotnikov, Vladimir Gostukhin og Anatolí Solonitsin. Sagan sem myndin byggir á ger- ist að baki vígstöðvanna í Hvíta- rússlandi veturinn 1942.' Hópur skæruliða og fjölskyldur þeirra leita skjóls í skógi, úrvinda af þreytu, vosbúð og matarskorti. Tveir úr hópnum eru sendir af stað til fæðuöflunar, Rybák sem er marg reyndur og harðskeyttur skærul- iði, og Sotnikov, liðsforingi úr so- véska hernuni sem orðið hefur við- skila við herdeild sína og gengið til liðs við skæruliðasveitirnarað baki víglínunnar. Sotnikoversjúkur, en reynir samt að fylgja Rybak eftir. Þeir félagar leita skjóls í afskekktu húsi, en eru handteknir af Þjóðverjum, yfirheyrðir og pynt- aðir. Því er síðan lýst hvernig sögu- hetjurnar bregðast misjafnlega við. Aðgangur að MÍR-salnum er ■ ókeypis og öllum heimill. Útivist um helgina: Gullfoss í klakaböndum A sunnudaginn ætlar Útivist að fara að Gullfossi til að skoða foss- inn íklæddan ísbrynju vetrarins. Ferðin er fyrir unga sem aldna, engin löng ganga, hcldur staldrað við og notið fegurðar fossins og komið við hjá Gcysi á heimleiðinni. Fararstjóri verður Þorleifur Guð- mundsson, en lagt er af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 árdcg- is. Tvær ferðir verða farnar kl. 13.00. Gönguferð um Álfsnes undir fararstjórn Steingríms Gauts Kristjánssonar. Einnig verður far- in skíðaferð frá afleggjaranum í Skálafell á Mosfellsheiði að Borg- arhólum og aftur til baka. Ásmundarsalur Um helgina lýkur sýningu Ingvars Þorvaldssonar á 35 vatnsiitamyndum. Sýning- in er opin frá kl. 14 - 22. Djúpið Þar stendur yfir sýning á veggspjöldum eftir þekkta er- lenda listamenn og eru þau öll til sölu. Gallcrí Austurstræti 8 Santsýning á grafík og teikningum eftir Pétur Stefánsson, Kristberg Péturs- son, Hauk Friðjónsson og Hörpu Björnsdóttur. Gallerí Lækjartorg Tvíbura- bræðurnir Haukur og Hörður eru þar með grafíksýningu sem spannar vinnu þeirra í þeirri listgrein sl. 6 ár. Opið 14 -22. Síðasta sýningarhelgi. Hringbraut 119 Guliströndin andar. Frjáls og óháð sýning ungra listamanna senr tekur til allra listgreina. Nýja málverkið á þó vinninginn. Kjarvalsstaðir Önnur stór sýning ungra myndlislarmanna. Alls sýna 58 listamenn hátt á annað hundrað verk. Opið um helgina frá 14 - 22. Tónleikar á mánudags- og þriðjudagskvöld. Listasafn Einars Jónssonar Högg- myndir Einars til sýnis sunnu- daga og miðvikudaga frá 13.30 - 16. Listasafn íslands íslensk og dönsk grafíksýning og nokkur oliu- málverk sem safninu hefur skotnast nýverið. Opið um nýjurn málverkum unnuni með Listmunahúsið Magnús Kjartans- son með sýningu á fjölmörgum nýjum málverkum unnum með vatnsþekju akrtllitum og ljós- myndatækni, auk nokkura rauðleirsskúlptúra úr Búðar- dalsleirnum. Opið frá 14 - 18 um helgina og 10- 18 aðra daga en mánudaga. Norræna húsið Ljósmyndasýning áhugaljósmyndara í sýningar- salnum. Síðasta sýningarhelgi. Opið frá 14 - 17. f anddyrinu sýnir Brian Pilkinton trölla- myndir sem myndskreyttu nýju Gilitruttbókina. Skruggubúð Suðurgötu 3 Grafík- myndir eftir tékkneska súreal- istann Ladislav Guderne. Þjóðminjasafnið Frá eldaskála til burstabæjar. Þróunarsaga ís- lenska torfbæjarins. Opið um helgina frá 13.30 - 16.00. Síð- asta sýningarhelgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.