Þjóðviljinn - 17.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1983
Hillir undir næsta áfanga Torfunnar:
Vorið 1834 kom hingað til lands
ungur Þjóðverji, Daniel
Bernhöft bakari, og kom hann á
vegum Knudtzons kaupmanns
þess er byggði Amtmannsstíg 1,
til að annast fyrir hann
brauðgerð í bakaríi hins
síðarnefnda, hinu fyrsta á
íslandi. Torfan sem nú er við
Bernhöft þennan kennd, er nú
sem óðast að fá á sig
upprunalegt horf og fyrir vorið
standa vonir til þess að Bakaríið
sjálft, sem Bernhöft keypti af
Knudtzon árið 1845 og rak til
dauðadags, verði fullgert að
utan. Síðast var bakað í húsinu
1944.
Það eru Torfusamtökin sem fyrir
endurgerðinni standa og þegar
Þjóðviljamenn litu þar við í vik-
unni var verið að ljúka við að múra
í bindinginn en Bakaríið er bind-
ingshús, og var klætt viði utan og
innan. Við hittum þar að máli tvo
stjómarmenn Torfusamtakanna,
Þorstein Bergsson, framkvæmda-
stjóra þeirra og Hjörleif Stefáns-
son, arkitekt, og spurðum hvernig
framkvæmdum miðaði og hvernig
endurgerðin hefði gengið.
„Grindin sjálf er fullgerð, en það
kom verulega á óvart hvað innviðir
vom heillegir miðað við allt útlit
hússins, en það brann 1977. Þetta
góða ástand varð tii þess að við
byggðum yfir húsið í stað þess að
taka það niður og nú er viðgerð á
grindinni lokið og verið að ljúka
við að múra í hana eins og hún var.
Bakaríið t.h. verður ljósmálað, - liturinn verður grágrænn eins og sá sem upphaflega var á því. Ekki er að efa að það verður hin mesta bæjarprýði
eins og önnur hús sem Torfusamtökin hafa gert upp. Ljósmyndin er tekin um aldamótin.
Bakarlið fullgert að utan I vor
Síðan verður húsið klætt með sams
konar klæðningu, utan og innan,
eins og upphaflega var og á þaki
verður rennisúð. Það verður sú
eina í Reykjavík fyrir utan þau hús
sem standa í Árbæjarsafni. Við
notum sama steininn, - tókum
hann niður til að hreinsa hann, en
múrverk í binding var algengur
byggingamáti allt framundir alda-
mótin síðustu. Við höfum múrinn
þó aðeins þynnri en áður var til að
koma fyrir einangrun að utanverðu
undir klæðninguna”.
- Hvenær var húsið byggt?
„Það var byggt 1834 og fékkst til
þess styrkur úr Konungssjóði, sem
ætlað var að örva atvinnulíf í þessu
„guðs volaða landi”. Bakaríið var
hið fyrsta á landinu og mjög stórt,
Gamalt vín á nýjum belgjum, - hér má sjá bindinginn, fullgerðan á
norðurvegg bakarísins en innan á vegginn kemur síðan timburklæðning.
Frá vinstri: Hjörleifur Stefánsson, Þorsteinn Bergsson og Jón Gíslason.
Ljósm. -eik.
FLUGLEIÐIR jmt
Aðalfundur Flugleiða hf.
verður haldinn fimmtudaginn 24. mars 1983 í
Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10 gr. sam-
þykkta félagsins.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu
félagsins Reykjavíkurflugvelli, frá og með 17. mars n. k. Athugið að
aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir laugardaginn 19.
marskl. 10.00 til 13.00.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera
komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Stjórn Flugleiða hf.
og það er ekki ósmár þáttur í
atvinnusögu landsins því umsvif
Bernhöfts sem voru mikil voru öll
tengd því.”
- Hvernig var húsið og hvernig
var það notað?
„fsuðurendanum stóð ofninn en
hann var að utanmáli rúmir 20
fermetrar. í „Aldarminningu
brauðgerðará íslandi” (Útg. 1934)
segir að upphaflega hafi engin eld-
hólf verið í ofninum heldur hafi
ofninn verið hitaður þannig að
hann var fylltur með mó og hann
látinn brenna uns ofninn var sjóð-
heitur. Þá var ösku og glóðum
mokað út úr honum og brauðin síð-
an bökuð við þann hita sem hann
hafði sogið í sig. Bernhöft flutti til
landsins fyrsta handvagn bæjarins
og á honum flutti hann móinn utan
úr Vatnsmýri. Talið er að 7 hesta af
mó hafi þurft í hverja kyndingu,
þannig að magnið hefur verið mjög
mikið enda var Bernhöft sífellt að
láta mæla sér út nýja og nýja mó-
tekjuskikaíVatnsmýrinni. Mórinn
var svo geymdur í móhúsunum sem
stóðu meðfram Skólastræti en
Kornhlaðan tengdi aftur Bakaríið
við þau. Á neðri hæðinni var deigið
hnoðað og það síðan flutt upp á loft
og formað þar. í suðurendanum
uppi yfir ofninum var deigið síðan
látið lyftast og að því búnu flutt
niður aftur og bakað. Kornið var
tekið beint úr kornhlöðunni en
myllan sem það var malað í stóð
rétt austan og norðan við lóð Bern-
höfts”.
- Hvernig er svo áætlun samtak-
anna um frekari framkvæmdir og
nýtingu á Bakaríinu?
„Við vonumst til þess að Ijúka
endurgerðinni að utan fyrir 1. maí
og trúlega verður Bakaríið rekið í
tengslum við sal, sem ætlað er að
hafa í Kornhlöðunni. Næsti áfangi
verður að grafa fyrir sökklum allra
bakhúsanna og Kornhlöðunnar og
byrja síðan að reisa húsin frá Bank-
astræti og inneftir húsagarðinum.
Við stefnum að því að ná húsunum
inn að Kornhlöðunni fokheldum á
þessu ári. Nýtingin hefur ekki verið
endanlega ákveðin, en húsin gefa
möguleika á samkomusal, litlum
verslunum og skrifstofum, m.a.
hefur komið til tals að Félag ísl.
myndlistarmanna og Bandalag ísl.
listamanna fái aðstöðu í þeim”,
sögðu þeir félagar að lokum. -ÁI
Þarna er timbrið í rennisúðina komið á staðinn en Bernhöftsbakarí verður
eina húsið í miðbæ Reykjavíkur sem skartar slíkri. Fyrir cndanum má sjá
ofnstæðið. Ljósm. Atli.
Aðalfundur
Flugfeyjufélags íslands verður haldinn í
Ártúni, Vagnhöfða 11, fimmtudaginn 24.
mars kl. 20.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í
eftirfarandi: RARIK-83005. Aflrofabúnaður
fyrir aðveitustöð Flúðir. Opnunardagur:
Þriðjudagur 12. apríl 1983, kl. 14.00. Til-
boðum skal skila á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja-
vík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á
sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum
er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrif-
stofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi
118,105 Reykjavík, frá og með fimmtudegin-
um 17. mars 1983 og kosta kr. 100,- hvert
eintak.
Reykjavík 15.03.1983
Rafmagnsveitur ríkisins