Þjóðviljinn - 19.03.1983, Qupperneq 5
Helgin 19.-20. mars 1983 Í.JÓÐVILJINN - SÍÐA 5
veröri óvissu um raunveruiega
stærð íslenska hrygningarstofnsins.
Mælingar á stofnstaerð sumar-
gotssíldar (mynd 3) ná yfir lengra
tímabil, eða allt frá árinu 1947 að
telja. Hinar gífurlegu sveiflur, sem
þar koma fram og samhengi þeirra
við afrakstur í veiði er ekki síður
lærdómsrík lexía. Alveg sérstak-
lega er uppbygging stofnsins með
hámarksveiðikvóta frá árinu 1972
að telja lýsandi dæmi um nauðsyn
og gildi stjórnunar, þótt hún hafi
ekki að sama skapi náð til veiðiflot-
ans, þar sem alltof mörg skip hafa
sótt í takmarkaðan afla og tilkostn-
aður við veiðarnar þannig orðið
langt úr hófi fram.
Stofnstærðarmælingar á loðnu
ná aðeins yfir 5 ára tímabil (mynd
4), en segja dapurlega sögu um
hrun stofnsins að undanförnu, sem
öllum er í fersku minni. Sérstak-
lega er athyglisvert, hversu nærri
stofninum er hægt að ganga með
veiði og hversu seint bresturinn í
stofnstærð segir til sín í minnkandi
afla.
Beina verður
fjármagni
til vinnsiunnar
Enginn heldur því fram, að fiski-
fræði sé enn nákvæm vísindi, eða
að þeir sem við mælingar og úr-
vinnslu gagna vinna séu óbrigðulir.
Til þess skortir enn þekkingu, svo
og mannafla og fjármagn til gagna-
öflunar. Úr því þarf að bæta og um
leið að gera kleift að auka fiskileit
og aðra þjónustu við fiskveiðiflot-
ann og eftirlit með honum. Við
okkur blasa hins vegar takmörk á
stærð og þoli fískistofnanna nægi-
lega skýrt til að mark sé á takandi
og þá vitneskju eigum við að hag-
nýta okkur til að tryggja skynsam-
lega stjórnun og ná fram viðunandi
arðsemi í veiðum. Hvert stefnt hef-
ur í veiðunum sést m.a. á mynd 5,
þar sem dregin er fram sú fjárfest-
ing, sem bundin er í sístækkandi
fískveiðiflota, en stærð hans er í
engu samræmi við afrakstur fiski-
stofnanna, tilkostnað við veiðarnar
og aflaverðmæti. Einnig í þessu
efni verða menn þó að slá varnagla.
Endurnýjun togaraflota okkar var
brýn nauðsyn og sjómenn okkar
áttu kröfu á bættum aðbúnaði og
öryggi, og er hvorugt komið í neina
óskastöðu. Bátaflotinn er nú í heild
orðinn gamall og úreltur. Viðhald
og endurnýjun fiskiskipastólsins er
sjálfsagt verkefni, sem leysa á jafnt
og þétt í innlendum skipasmíðast-
öðvum, sem nú hafa fengið þær
rekstraraðstæður, að þær eiga að
vera fyllilega samkeppnisfærar við
erlenda keppinauta.
Á sama tíma og beita verður
miklu aðhaldi í fjárfestingu í nýjum
fiskveiðiskipum, er afar brýnt að
tryggja fjármagn til endurbóta og
hagræðingar í fískiðnaði. Öfugþró-
un í sjávarútvegi liðinna ára lýsir
sér i fjárhagsstöðu Fiskveiðasjóðs,
sem þarf í ár að taka 483 miljón
króna erlendt lán vegna greiðslu-
halla til þess eins að geta staðið við
skuldbindingar sínar á sama tíma
og aðeins 180 miljónir króna eru til
ráðstöfunar vegna útlána.
Greiðsluhallinn er að mestu til-
kominn vegna stórfelldra vanskila
útgerðaraðila við sjóðinn. Á sama
tíma er neitað um lán til fram-
kvæmda í fiskvinnslu. Löngu
virðist tímabært að endurskoða út-
lánastarfsemi Fiskveiðasjóðs, m.a.
að greina skýrt á milli fjármagns,
sem heimilt er að ráðstafa til fiski-
skipa annars vegar og fiskiðnaðar
hins vegar.
Breytt stjórnun
botnfiskveiða
Stjórnun fiskveiða hefur mikið
verið rædd af hagsmunaaðilum og
stjórnvöldum undanfarin ár. Kvót-
askipting hefur verið tekin upp við
síldveiðár í hringnót (verðmætis-
kvóti ásamt hámarksafla) og á
loðnuveiðum (magnkvóti). Þessar
stjórnunaraðgerðir voru óhjá-
kvæmilegar og mættu í reynd ekki
mikilli andstöðu. Eflaust er unnt að
bæta þær í ljósi fenginnar reynslu.
Á botnfiskveiðum búum við hins
vegar enn við meingallað skrap-
dagakerfí, þótt reynt hafi verið að
sníða af því verstu annmarkana.
Allhörð andstaða virðist enn gegn
kvótafyrirkomulagi, t.d. á þorsk-
veiðum. Ég tel mjög brýnt að menn
reyni hið fyrsta að ná saman um
skiptingu þess afla, sem heimilað er
að veiða í heild, milli fískiskipanna
með það að markmiði ekki síst að
draga úr útgerðarkostnaði og bæta
meðferð aflans. Ýmsar aðferðir
geta komið til álita í sambandi við
aflakvóta, eins og tillögur hafa
komið fram um á Fiskiþingum.
Einnig bendi ég á nýlega grein eftir
Magna Kristjánsson skipstjóra í
Þjóðviljanum um þessi efni
(3.mars 1983). í þessu sambandi
virðist verðmætis- eða einingakvóti
gefa mesta möguleika til skynsam-
legrar stjórnunar, þar sem breyta
mætti gildishlutfalli milli tegunda
eftir aðstæðum, bæði fiskifræði-
legum og varðandi markað.
Ég er ekki að halda því fram, að
kvótafyrirkomulag á botnfisk-
veiðum sé eitthVert allsherjar-
töfraráð, því fer fjarri. Hins vegar
rnæla svo mörg atriði með því að
mínu mati, að skylt er að reyna að
skapa um það samstöðu. Fisk-
veiðarnar þarf að laga í mun ríkari
mæli en nú er gert að vinnslu í landi
og markaðsaðstæðum. Á þessu
sviði þarf þekking og skipulag að
taka við af handahófi, sem alltof
lengi hefur viðgengist.
Gæði og
hagkvæmni
íöndvegi
Samhliða slíkum breytingum til
að auka afrakstur af takmörkuðum
sjávarafla er brýnt að búa vel rekn-
um fyrirtækjum í sjávarútvegi við-
unandi rekstrargrundvöll, og
aðstoða þau sem nú berjast í bökk-
um við að bæta sinn rekstur, en
setja jafnframt eðlileg og ákveðin
skilyrði um úrbætur í rekstri. Þetta
er brýnasta byggðamálið um þessar
mundir og það er jafnframt for-
senda þess, að unnt sé að tryggja
áframhaldandi fulla atvinnu um
land allt.
í sjávarútvegi okkar eru enn
miklir möguleikar ónotaðir. Þar
þarf nú að setja gæði og hag-
kvæmni í öndvegi og ýta undir
heilbrigðan rekstur, sem staðið
geti undir góðum hlut til sjómanna
og til starfsfólks í landi fyrir hóf-
legan vinnudag.
Alþýðubandalagið hefur haft
forystu um sókn og uppbyggingu í
sjávarútvegi öðrum flokkum frem-
ur síðustu áratugi. Þar er enn mikið
verk að vinna, sem verða mun snar
þáttur í þeirri íslensku auðlinda- og
atvinnustefnu, sem Alþýðubanda-
lagið berst fyrir og leitar eftir
stuðningi við í komandi kosn-
ingum.
Árstíðar-
fundur
Samhygðar
Samhygð gengst fyrir árstíðar-
fundum fjórum sinnum á ári og eru
þeir haldnir á sama tíma í öllum
þeim löndum sem félagsskapurinn
starfar í eða 46 þjóðlöndum.
Á mánudaginn kemur verður
einn slíkur fundur hér í borg, og
verður hann haldinn í Sigtúni undir
yfirskriftinni: Gegn öllu ofbeldi.
Að sögn Önnu Helgu Hilmarsdótt-
ur og Heiðrúnar.Olafsdóttur, en
þær eru leiðbeinendur í Samhygð,
beinist baráttan ekki aðeins gegn
meiriháttar ofbeldi svo sem styrj-
öldum heldur öllu ofbeldi m.a. því
sem er innra með okkur og andlegu
ofbeldi í mannlegum samskiptum,
bæði á heimilum og í skólum.
Þær stöllur sögðu að á ofbeldi
vildu þau í Samhygð vinna með því
að bæta mannleg samskipti þannig
að fólk komist í nánari tengsl hvert
Anna Helga og Heiðrún: Gegn öllu ofbeldi. (Ljósm.-eik).
við annað. Árstíðarfundurinn í
Sigtúni er opinn öllum almenningi
og þar verða fyrst og fremst heima-
löguð skemmtiatriði en engin að-
keypt. Við viljum að félagar og
gestir þeirra skemmti hver öðrum,
segja þær Anna og Heiðrún. Þetta
er sjálfboðaliðsvinna í þágu lífsins.
Á fundinum verður margt
skemmtilegt um að vera og
eitthvað handa öllum. Fólk má
troða upp, spila á gítar, syngja eða
hvað sem er. Við komum saman til
að skemmta okkur og ræða málin.
Undanfarnar vikur hefur Sam-
hygð kynnt hreyfinguna í fram-
haldsskólum og í framhaldi af því
verður farið á stóra vinnustaði.
-GFr
fiBUHMB
í MTKLU 'ÓWALI
HANDA .STELPUM
0G STRAKUM.
Reióhjólaversiunin --
mmmmL v
Spitalastig ö viö Oðinstorg
5:14661-26888
Iherber&’ a
fierin
A0
eröi
lá
GRÁFELÐUR
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2