Þjóðviljinn - 19.03.1983, Page 7

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Page 7
Helgin 19.-20. mars 19831ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Sovéskir vísindamenn segja frá Hugleiöingar um uröarmána, ,,fljúgandi diska” og önnur dular- full fyrirbæri Tilefnið til þessara viðræðna var fundur, sem haldinn var í Kíev skömmu fyrir síðustu áramót og var kallaður: „Skipti á reynslu á rannsóknum afbrigðilegra fyrir- bæra í umhverfinu“ og söfnuðust þangað yfir 150 sérfræðingar, sem starfa á hinum ýmsu sviðum vís- inda og tækni. En áður en ég segi frá fundinum, er best að spyrja: Hvað eru dularfull fyrirbæri? Dularfull fyrirbæri Varaformaður skipulagsnefnd- arinnar fyrir fundinn, V.Troitski, sem er formaður nefndar við Geislastjörnufræðiráð Vísindaaka- demíu Sovétríkjanna, er fjallar um rannsóknir á merkjum utan úr geimnum, segir okkur, að í um- hverfi okkar séu nokkur fyrirbæri, sem venja sé að nefna dularfull fyrirbæri. „Fjölmargar staðreyndir um t.d. óvenjuleg fyrirbæri á him- inhvolfinu, sem margir telja þegar í stað til „óþekktra fljúgandi furðu- hluta“ gefa okkur ástæðu til að halda því fram með réttu, að við eigum hér við fyrirbæri að etja, sem vísindin eiga enn erfitt með að varpa ljósi á. Það er satt, að enn hafa ekki átt sér stað markvissar rannsóknir í þessa átt og einstaka kenningar eru lítt haldbærar. Það verða til ýmis konar tilgátur og orðrómur og jafnvel kemur upp gróðahyggja í sambandi við dular- full fyrirbæri í umhverfinu.“ í hinum ýmsu heimshlutum koma stöðugt upp dularfull fyrir- bæri. Stundum verða einhverjir varir við einhvern ljósglampa að nóttu til, eða þeir sjá fljúgandi furðuhluti eða „regn“ frá leyndar- dómsfullum glömpum, eða að enn aðrir hafa áhyggjur af einhverju „fyrirbæri“ sem er ekki nokkru líkt. Urðarmánar Eitt þeirra furðufyrirbæra, sem fundarmennirnir í Kíev tóku fyrir, var urðarmáni. Þessi furðufyrir- bæri í gervi smáhnattar hafa verið þekkt um einnar og hálfrar aldar skeið, er enn hefur leyndardómi þess ekki verið lokið upp. Leiftrandi hvítir, gulir og gulrauðir hnettir, sem ekki er vitað hvar eiga upptök sín, geta farið í gegnum gluggarúður og rhálm, stokkið út úr símtólum og innstungum, sprungið eða horfið skyndilega án þess að gera nokkurn skaða. Á rúmum 150 árum hafa verið skráð yfir 400 tilfelli urðarmána, bæði þegar þeir hafa snert mannslíkama án þess að skaða hann nokkuð og svo þvert á móti, að menn hafa dá- ið, er urðarmánarnir hafa sprungið. Það var 17. janúar 1978 í Vestur- Kákasus, að fimm fjallgöngumenn dvöldu um nætursakir við rætur Trapets-fjalls. V.Kavunenko, sem var í hópnum, vaknaði um nóttina og sá, að fyrir utan þétt lokað tjald- ið synti í meters hæð gulrauður eld- bolti á stærð við tennisbolta. Hann sagði, að allt f einu hefði hnöttur þessi skotist ofan í einn svefnpok- ann og þaðan hefði heyrst hræði- legt óp. Síðan hefði hnöttur þessi skotist ofan í hvern svefnpokann á fætur öðrúm og skilið eftir sig mörg sár í líkömum fjallgöngumann- anna. Ekki hefði verið hér um brunasár að ræða, heldur hefði hann „rifið“ af þeim húðina og skilið eftir djúp sár. Einn þessara manna lét lífið. Þessi atburður, sem sagt er frá í tímaritinu „Tekhnika molodjoshi" nr. 1,1982 og skrifaður er upp eftir V.Kavunenko, getur virst fjar- stæðukenndur. Hann sagði sjálfur, að þessi eldhnöttur hefði ekki verið líkur þeim urðarmánum, sem hann hefði nokkrurn sinnum áður séð. Hvað var þetta þá? Gat þetta verið njósnari frá öðrum hnöttum, send- ur til jarðar til að safna upplýsing- um um jarðarbúa, eins og ein til- gátan hljóðaði? Sennilega ekki. Sérleg nefnd, sem skipuð var til að kanna þetta mál, komst að þeirri niðurstöðu, að urðarmáninn hefði ekki farið neitt um svefnpokana, heldur rokið strax upp aftur og hefði skilið eftir sig bæði sár og brunasár á mönnunum. Svo mikil- vægt smáatriði, sem var rangt farið með, dró þegar úr réttmæti frá- sagnarinnar. En samt var ýmislegt, sem var dularfullt við hegðun urðarmánans: Venjulega eyði- leggja þeir ekki lifandi vefi, og það er ekki vitað, hvernig hann fór inn í tjaldið og fl. Með þessu má staðfesta, að fyrirbæri af þessu tagi teljum við til óútskýrðra fyrirbæra. Mörgum spurningum ósvarað Annað fyrirbæri var árið 1981 og var skýrt frá því í Prövdu, er flugvél undir stjórn herflugmannsins B. Korotkovs mætti ókunnu fyrir- bæri. Flugvélinni var flogið á 520 kílómetra hraða og allt í einu varð fyrir henni urðarmáni, sem var fimm metrar í þvermál og á ein- hvern óútskýranlegan hátt fór hann eftir allri vélinni og sprakk á stélinu og eyðilagði klæðninguna og hreyfillinn þagnaði. Nákvæmar rannsóknir sérfræðinga á þessum atburði leiddu í ljós margt óvænt í hegðun urðarmánans, ef það var urðarmáni. Það kom í ljós, að urðarmáninn flaug ekki á móti vél- inni og stóð ekki í stað, heldur flaug um stund á undan henni, sem breytir málinu verulega, ef tekið e.r tillit til hraðans. Getur urðarmáni hreyfst á rúmlega 500 km hraða og jafnframt sigrast á andstöðu loft- , •' c-vw-'Ví jú&’ffij'' ’ *‘ straumsins og síðan horfið skyndi- lega? Enn hefur ekkert svar fengist við þessum spurningum. Á fundinum flutti erindi V. Pis- arenko, doktor í eðlis- og stærð- fræði. Hann kom fram með nokkr- ar kenningar um eðli urðarmána og sagði, að vísindamenn væru að taka fyrstu skrefin í rannsóknum á þessu sviði. Og þar sem ekki væri hægt að líkja eftir urðarmána í rannsóknarstofum, þá er ómögu- legt að útskýra hvernig hann getur komið upp í lokaðri flugvél eða hvers vegna finnst sterk ozon-lykt eftir að slíkt fyrirbæri hefur verið á ferð, svo og lykt af öðrum efnum. Til þess að t.d. ozon og köfnunar- efni gangi í samband þarf hitastig, sem er 15 - 25 þúsund gráður. En þegar urðarmáni flýgur umhverfis fólk, finnur það ekki hita. Enn er mikið að ósvöruðum spurningum og andstæðum skoðunum í þessu efni. Utanaðkomandi hlutir í gufuhvolfi Til dularfullra fyrirbæra eru í dag talin nokkur „utanaðkomandi“ fyrirbæri í gufuhvolfi jarðar. Það er best að segja það stráx, að hér er ekki um að ræða fljúgandi diska eða fljúgandi furðuhluti. Það fyrir- bæri, sem alvarleg vísindi hafa hafnað, varð til eftir sögu banda- ríska flugmannsins Kenneth Ar- nold, sem á árinu 1947 sá einhverja óþekkta fljúgandi hluti, hefur um 35 ára skeið verið til umræðu í dag- blöðum og tímaritum. Skrifaðár hafa verið þykkar bækur um fljúg- andi furðuhíuti og því fleiri sjón- arvottar, því erfiðara verður að finna sannleikann, sem hefur verið endurbættur og lagfærður. Við munum ekki nema staðar við slíkt, þar sem það er nægilega þekkt úr blöðum. Við segjum aðeins að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra tilfella, er fólk hefur séð fljúgandi furðu- hluti, hefur reynst vera tengdur starfsemi mannsins á jörðunni, hrein náttúruleg fyrirbæri og alls ekki neinar aðgerðir siðmenntaðra vera á öðrum hnöttum. Flugher Bandaríkjanna hefur lýst því yfir, að nákvæmar rannsóknir á svona „hlutum“, sem þeir hafa gert um rúmlega 20 ára skeið hafa leitt í ljós, sanni ekki, að þeir eigi upptök sín utan jarðarinnar. Fljúgandi diskar G. Barenblatt, doktor í eðlis- fræði og stærðfræði, sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun Vísinda- akademíu Sovétríkjanna og A. Monin, bréffélagi við Vísindaaka- demíu Sovétríkjanna hafa komið fram með athyglisverða hugmynd um „fljúgandi diska“. Þeir hafa sagt, að í hafinu séu til kringlulaga svæði, sem minni á diska eða bletti og innan þeirra sé óreglulegur hringstraumur, en stundum sé eng- in hreyfing þar á. Samsvarandi fyrirbæn séu tyrir hendi í andrúms- loftinu. Við vissar aðstæður verði þessir „diskar“ í andrúmsloftinu „gildra" fyrir smáagnir, sem fara gegnum andrúmsloftið. Þegar næg- ilegt ryk hafi safnast fyrir í þessum „diski“ verði þeir sjáanlegir. Stundum virðast þeir snúast á ógn- , arhraða, en stundum virðast þeir standa kyrrir í loftinu og stundum lítur út fyrir að þeir séu að fara að lenda. Skip frá öðrum hnöttum? Með hjálp þessarar kenningar virðist mega útskýra mörg tilfelli „fljúgandi diska“. En hluti dular- fullra fyrirbæra verður samt enn óskýrður. Á þá að hafna þeirri kenningu, að samsskonar fyrirbæri geti á einhvern hátt verið tengd starfsemi siðmenntaðs fólks á öðr- um hnöttum? Það er mat V. Troit- ski, bréffélaga Vísindaakademíu Sovétríkjanna ogfleiri, að alls ekki megi hafna þeirri kenningu fylli- lega. Ogfyrst ogfremst vegnaþess, að flestir fulltrúar vísindanna neita ekki tilveru fólks á öðrum hnöttum. Til þess að renna stoðum undir þessa hugsun verðum við að fara aftur í tímann, um tólf ár til Bjúr- akan, þar sem árið 1971 var fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um sið- menningu á öðrum hnöttum. Það verður að bæta því við, að þetta var fyrsta alvarlega ráðstefnan í sögu mannkynsins, sem ræddi vanda þann að koma á samskiptum við siðmenntaðar verur á öðrum hnöttum og mögulegar afleiðingar þess. En einmitt hér létu margir vísindamenn í ljós þá skoðun, að siðmenning væri til á öðrum hnött- um. En jafnframt kom fram á ráð- stefnunni, að erfitt yrði með út- skýringar, ef verur þaðan kæmu fram hér, þar sem mikið vantaði upp á raunvísindaþekkingu okkar. K. Sagan, hinn frægi armenski vís- indamaður sagði þá: „Ef við í- myndum okkur siðmenningu, sem hefur farið verulega fram úr okkur, þá getur hún lokið upp nýjum eðlisfræðilögmálum, sem við erum aðeins að geta okkur til um núna. Einhvern tíma verður hægt að Ijúka þessum lögmálum upp við aðstæðurnar á jörðinni." Síðan er liðinn langur tími, en enn geta vísindin ekki skýrt endan- lega eðli þyngdaraflsins, vita ekki hvers vegna ljósið hefur hraðatak- mörk í lofttómu rúmi og margt fleira. S. Vologdin og V. Schwarts. Ur „Sovetskaja Kultura“ - APN GRÁFELDUR ÞINGHOLTSSTRÆTI 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.