Þjóðviljinn - 19.03.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983
- Þið hefðuð átt að koma í gær, strákar. Þá hefðuð þið getað
náð myndum af löndun hér á bryggjunni. Það er ekki svo oft
yfir hávetrarvertíð sem bátarnir okkar komast hingað inn í
höfnina. Þetta er nú sú aðstaða sem við höfum mátt búa við,
og verður ekki úr bætt, segir Margrét Frímannsdóttir oddviti á
Stokkseyri, þegar hún kemur inn í stofuna á heimili sínu og
heilsar aðkomumönnum. Við vorum mættir í fyrra lagi og hún
að koma frá kennslu í grunnskólanum þar sem hún hljóp í
skarðið fyrir einn kennarann í vetur.
- Voru þeir að fá’ann?
- Já þetta var góð útilega hjá þeim. Komu með 20 tonn eftir
tvo sólarhringa. Þeir eru á trolli, segir sjómannsf rúin og er
ánægð fyrir þeirra hönd. Jósep Geir heitir báturinn og Baldur
Birgisson skipstjórinn, eiginmaður oddvitans.
Það verður þá hægt að hafa starfsemina gangandi í
frystihúsinu á morgun þegar forseti vor ætlar að Ifta í
heimsókn. Auðvitað sýnum við henni frystihúsið, við erum
stolt af starfseminni hér.
Oddvitinn fylgir forseta íslands Vigdísi Finnbogadóttur um sali hins glæsi-
lega frystihúss Stokkseyringa þegar Vigdís heimsótti þorpið um síðustu
helgi. - Mynd Atli.
Auðvitað vilja allir vinna að því sem þeir telja sínu byggðariagi fyrir bestu, en það hefur komið mér á óvart
þegar hagsmunir þorpsins víkja en pólitíkin ræður öllu. Myndir - eik.
„Framkvæmdaglaði meirihlutinn”
Sjávarútvegurinn og fisk-
vinnslan liggja Margréti greini-
lega þungt á hjarta, enda byggist
viðgangur þorpsins á þessum
tveimur þáttum. Þrátt fyrir erfiða
höfn og hættulegji innsiglingu
sem hefur tekið sinn stóra toll,
hafa Stokkseyringar löngum þótt
dugmiklir sjómenn, og haldið
tryggð við sína heimabyggð þótt
útilegan sé löng og aflann þurfi að
flytja Iangar ieiðir til vinnslu. Nú
er nýlega endurreist úr öskustó
glæsilegt frystihús, þar sem ekki
aðeins stór hópur þorspbúa sækir
atvinnu sína heldur líka fjöldi
manns ofan af Selfossi og nær-
sveitum.
Ætlaði að koma
því til leiðar
- Ég er uppalin hér frá því ég
var mánaðargömul, hjá fóstur-
foreldrum mínum, Önnu og Frí-
manni Sigurðssyni. Ég er vissu-
lega alin upp á pólitísku heimili,
en það var alla tíð lögð mikil
áhersla á það að ég myndaði mér
mína skoðun sjálf. Það var síðan
þegar ég kaus í fyrsta skipti, þá
tvítug og gerði endanlega upp
minn hug eftir að hafa kynnt mér
stefnuskrá allra flokka sem buðu
fram. v
- Nú ekki mörgum árum síðar
ertu orðin oddviti í þinni sveit.
- Við vorum löngu ákveðin í
því að Alþýðubandlagið ætti að
bjóða fram sinn eigin lista hér á
Stokkseyri og ætlaði ásamt öðr-
um að koma því til leiðar. Áður
höfðu vinstri menn verið hér með
sinn lista Svo varð úr að ég tæki
fyrsta sætið á þessum lista flokks-
ins hér, en það sem skipti mestu
var að hver einn og einasti sem
þátt tók í framboðinu starfaði á
áhuga.
- Og þið unnuð sigur, var það
óvæntur sigur?
- Við áttum von á góðri út-
komu, það sýndi sig í kosninga-
baráttunni að við höfðum góðan
hljómgrunn, það var gaman að
taka þátt í þessu, sérstaklega þeg-
ar talningin fór fram fyrir opnum
tjöldum i samkomuhúsinu.
Stemmningin var mikil.
- Alvaran tók við, hvar þurfti
að taka til hendinni?
- Atvinnumálin og vatnsmálið
hafa verið stærstu vandamálin
hér í hreppnum. Það þarf að auka
fjölbreytnina í atvinnulífinu,
koma upp smáiðnaði og við höf-
um fyllstan hug á að fylgja þeim
málum eftir. Neysluvatnið er
gruggugt án þess að vera talið
óhollt, en það er vandamál sem
þarf að leysa. Við sjáum hugsan-
lega ákveðna lausn í þessum efn-
um, með væntanlegri tilkomu
brúar yfir Ölfusárósa, sem er
okkur mikið kappsmál sem og
sveitunum hér í kring. Vatn ætt-
um við að geta fengið gott úr Olf-
usi og eins myndu greiðari sam-
göngur við Þorlákshöfn tryggja
frystihúsinu hér öruggari aðföng.
Rœtt við
Margréti
Frímannsdóttur
oddvita á
Stokkseyri
Við sækjum orðið nær allan okk-
ar afla til Þorlákshafnar og það
tekur langan tíma og kostar stórfé
að flytja aflann þessa löngu vega-
lengd. hingað, þar fyrir utan fara
svo langir flutningar ekki sérlega
vel með hráefnið.
- Ég tel víst að sú brú sem við
höfum nú beðið eftir í 30 ár.muni
koma á næstu árum og dreg ekki í
efa að slíkt mannvirki mun
styrkja og efla þá byggð sem fyrir
er hér við ströndina.
Það sem var þó ekki minnsta
málið hér, var að öll félagsleg
uppbygging hafði verið látin sitja
á hakanum. Við lögðum mikla
áherslu á það í kosningabarátt-
unni að hér yrði að koma upp
dagheimili, leikskóla og ein-
hverri þjónustu fyrir aldraða
íbúa. Þessu höfum við þegar
komið í kring. Leikskóli opnar í
leiguhúsnæði á næstunni, á með-
an verið er að byggja nýtt hús -
næði fyrir þessa starfsemi og
heimilsþjónustu fyrir aldraða og
öryrkja hefur verið komið á fót,
auk þess sem komið hefur verið á
föstum föndurstundum þar sem
þetta fólk getur sinnt sínum á-
hugamálum.
Við lögðum líka áherslu á upp-
byggingu íþróttamannvirkja á
staðnum og bætta aðstöðu í
skólamálum. í þetta verkefni
hafa verið lagðar stórar upp-
hæðir. Það er kannski þess vegna
sem við höfum hlotið það upp-
nefni andstæðinga okkar að vera
„framkvæmda- og fjárveitinga-
glaði meirihlutinn". Við höfum
svo sannarlega tekið þessu sem
hrósyrði. Það er líka ekki lítils
virði að finna þann góða hljóm-
grunn sem við höfumjiaft til þess-
ara verka.
Starfið ekki með
öllu ókunnugt
- Voru þetta mikil viðbrigði
fyrir þig að taka að þér starf
oddvita?
Strandlengjan við Stokkseyri er síður en svo heppileg sem hafnarstæði, en útgerð og fiskvinnsla hefur samt ætíð verið mikil frá þorpinu.