Þjóðviljinn - 19.03.1983, Page 14

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Page 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 Níels Hafstein Seinni grein Stofnun Nýlistasafnsins í júnímánuði 1977 var boðað til fundar þar sem rætt skyldi um þann hugsanlega möguleika að stofna nýtt listasafn, sem hefði það að aðalmarkmiði að safna mark- tækum- listaverkum af nútímagerð (Sjá síðar í greininni). Þriggja manna nefnd starfaði síðan með lögfræðingi í sex mánuði að undir- búningi stofnfundar og skipulags- skrár. Þótt þær raddir kæmu fram sem segðu að nýtt listasafn myndi firra opinbera aðilja (Listasafn íslands) allri ábyrgð á framtíðarsöfnun myndlistarverka, þá varð fljótt Ijóst að málið var miklu umfangs- meira en svo, að nokkurn tíma væri hægt að ætla Listasafni Islands það hlutverk að sinna því; breytt við- horf til safna leylðu ekki slíka sam- þjöppun, heldur ætti stefnan að verða sú að mynda sérhæfð söfn sem gætu afmarkað sig við ákveðna málaflokka. Hcr má benda á merkilegt starf Listasafns ASÍ, en það felst að miklu leyti í kynningu á listaverkaeigninni í dreifbýlinu og á vinnustöðum, svo og útgáfu lit- skyggnuraða. Stofnun Nýlistasafnsins Á stofnfundi Nýlistasafnsins 5. janúar 1978 kom í ljós aö félags- menn voru fullir bjartsýni á framtíð safnsins. Vitað var að aldrei fyrr í sögu myndlistarinnar hafði það gerst að skapendur myndlistar- verka tækju sig saman um að móta skýra safnastefnu og stuðla að varðveislu listaverka og heimilda. Þá var það mikil hvatning að frum- kvæðið hafði vakið mikla eftirtekt og áhuga erlendra listamanna, listaverkasafnara og listasafna, - síðar á árinu var stofnað listasafn í New York sem hefur svipuð mark- mið og Nýlistasafnið. Þá kom það fram strax að hér var kjörinn vettvangur fyrir félags- menn að hafa áhrif á skrásetningu nútíma listasögu, og er reyndar eðlilegt í þjóðfélagi hraðfara breyt- inga þar sem sífelld endurskoðun fer fram, enda ófullnægjandi fræði- mennska að hefjast handa þegar löngu er um liðið frá því atburðir gerast, þegar þátttakendur í list- sköpuninni eru orðnir elliærir eða uppljómaðir af fotíðinni. Áð lokum má nefna þann þátt starfsins að koma íslenskri mynd- list á framfæri erlendis, að miðla áhrifum jafnframt því að þiggja þau. Markmið Nýlistasafnsins A) Að bjarga frá glötun, skrá- setja, varðveita og kynna lista- verk eftir innlenda og erlenda listamenn. B) Að afla svo fullkomins safns heimilda um sýningar innan- lands og utan með eins full- komnum upplýsingum í máli og myndum og kostur er. C) Að afla bóka, blaða og tíma- rita, og hvers kyns heimilda um listamenn og listir. D) Að vera miðstöð nýjustu strauma og tilrauna í íslenskri list. E) Að stuðla að opinberri umræðu og kynningu á nýjum liststflum og vanmetnum tímabilum í listum. Stjórnir Nýlistasafnsins hafa all- ar unnið samkvæmt ofangreindum markmiðum, þó svo þær hafi lagt misþungar áherslur á einstök at- riði, sumar hafa haft meiri áhuga á lífrænu starfi sem teygir anga sína út í þjóðfélagið, aðrar hafa viljað fara hægar og vinna stefnufast að uppbyggingu og mótun safnsins. Gagnrýni á stjórnarstörf hefur því ékki leitt til sundrunar heldur víkk- að sjóndeildarhring félagsmanna. Listaverkaeign í skipulagsskrá segir að félags- maður skuli afhenda tvö listaverk, eða frumheimild að listaverki, við aðild að safninu, en síðar eitt verk á ári hverju. Þetta fyrirkomulag stuðlar mjög vel að endurnýjun listaverkaeignarinnar, og ætti að gefa góða hugmynd um það sem skapað er af nútímalegum lista- verkum í landinu. Því miður er ekki hægt að gefa upp nákvæma tölu um fjölda lista- verka í eigu Nýlistasafnsins vegna þess að skráning er skammt á veg komin, en ekki er fjarri lagi að þau séu hátt á annað þúsund. Mikill meirihluti af listaverkum safnsins er ókominn, t.d. vegna þrengsla í húsakynnum þess, þá eru margir félagsmenn búsettir erlendis og er dýrt og fyrirhafnarsamt að senda verk þeirra til landsins. Listaverkaeign Nýlistasafnsins flokkast í: skúlptúra, málverk, grafík (steinþrykk, silkiprent, kop- arstungu, þurrnál, ætingu o.fl), myndbönd, hljómplötur, bókverk, teikningar, vefnað, umhvefisverk, ljósmyndir, kvikmyndir o.fl. Mikið verk er framundan að gera við eldri listaverk sem hafa farið illa í lélegum geymslum eða þrengslum á vinnustofun, þá vant- ar mikið á að listaverk hafi fengið viðeigandi umgjörð, þ.e. þau sem eru óinnrömmuð. Heimildasöfnun Eins og fram kemur í markmið- um skipulagsskrár, þá er mikil áhersla lögð á söfnun hvers konar heimilda, þ.m.t. upptökur, mynd- bönd, hljóðbönd, ljósmyndir, ljós- rit, greinar og frásagnir, kort, sýn- ingabækur og sýningaskrár, boðskort, yfirlýsingar, veggspjöld, ritgerðir, litskyggnur, leikskrár, leikhandrit, tónleikaskrár, kvik- myndaskrár, handrit, og síðast en ekki síst úrklippur um allar list- greinar. Allt frá stofnun Nýlistasafnsins hefur árlega borist geysilegt magn af heimildum, félagsmenn og vel- unnarar safnsins hafa tínt til gagn- lega pappíra, og erlendis frá berast heimildir sem taka til ofangreindr- ar flokkunar. Flest af þessu er vel útlítandi, en þarfnast nákvæmrar skráningar. í úrklippusafninu eru um 100 bindi af dagblaðsbroti og nær það fram til ársins 1979, en efni í nokkur hundruð bækur bíður þess að verða tekið til úrvinnslu. Nú þegar hafa heimildir safnsins verið mikið notaðar, t.d. hafa nem- endur f listaháskólum erlendis leitað þar fanga til undirbúnings að doktorsritgerðum, og nemendur í innlendum listaskólum (MHÍ) eru tíðir gestir í safninu þegar líður að lokaprófum. Mjög brýnt er að fá til starfa bókasafnsfræðing eða annan sér- fræðing og koma skipulagi á heimildirnar, en fjárveitingar eru það litlar að slíkt er ekki fram- kvæmanlegt nú. Húsnæðismál í upphafi hafði Nýlistasafnið litla og lélega aðstöðu í Mjölnisholti, um 30 m2 geymslu. En árið 1980 gerðist það að bankastjóri Alþýðu- bankans bauðst til að leigja safninu húsnæði á Vatnsstíg 3B, í tveim sambyggðum húsum og er 200 m2. Þetta húsnæði var svo illa farið að mönnum rann kalt vatn milli skinns og hörunds er þeir Stigu þar fyrst fæti. í loftin voru boltaðar aflóga kaffivélar, gólf voru undin og sprungin, það þurfti að brjóta nið- ur palla og veggi, breikka dyr og múra upp í loftgöt, reisa nýja veggi, einangra, leggja hita, breyta vatnslögnum og endurnýja raf- magn, og mála allt í hólf og gólf. Með þrotlausri sjálfboðavinnu í níu mánuði tókst að koma húsnæð- inu í ágætt lag svo hægt væri að efna til opnunarsýningar. Það má taka það fram hér að fyrsta sýningin í Nýlistasafninu kom frá hollenska menntamálaráðuneytinu, safninu að kostnaðarlausu. Það verður að segjast eins og er að húsnæðið er allt of lítið og óhentugt. Núverandi stjórn hefur augastað á sal á efri hæð annars hússins, en hefur enn ekki getað náð samningum við Alþýðubank- ann. Þar uppi væri hægt að innrétta fullkomna listaverkageymslu og koma upp skrifstofu þar sem unnið væri að aðkallandi verkefnum, eldra plássið færi þá allt undir sýn- ingahald og smíðavinnu. Ef fjöldi félagsmanna vex eins hratt og hingað til hefur verið vaknar sú spurning hvort sameigin- legt átak þeirra dugi ekki til öflunar fjár svo hægt sé að reisa sérteiknað safnhús. Listræn starfsemi Eins og oft hefur komið fram hefur Nýlistasafnið staðið fyrir margs konar samkomum og sýn- ingarhaldi, eða leigt út sali undir sýningar og tónleika. Þar hafa ver- ið kynntar allar helstu tilraunir og nýjungar sem skotið hafa upp koll- inum í heiminum á undanförnum árum. Margt af þessu hefur verið tímamótamarkandi, annað stað- festing á því sem vitað var fyrir, eða til uppfyllingar í takmarkaða þekk- ingu. En öllu máli skiptir að at- burðir í safninu hafa verið lífrænir, fjörugir, gerðir af drifsku og hug- myndaflugi. Þeir hafa glatt og hneykslað, en verið sífelld hvatn- ing um að ganga út á ystu nöf og leita nýrra miða, stöðnuðum gild- um og hefðum til endurnýjunar. Hér er ekki pláss til að telja upp einstakar sýningar, þess í stað er minnt á að tækni eins og myndbönd og kvikmyndir, og aðferðir eins og gjörningar og umhverfismótun (Performance og Environment), hafa verið fyrirferðarmiklir þættir í þessum rekstri. Samvinna við innlendar stofnanir Nýlistasafnið hefur átt því láni að fagna að menningarstofnanir eins og Kjarvalsstaðir. Norræna húsið og Listasafn ASI hafa sýnt því velvild og skilning, t.d. með því að lána sýningargögn er mikið liggur við. Stjórn Nýlistasafnsins hefur velt því fyrir sér hvernig megi byggja upp nánara samband við þessa aðilja og fleiri, s.s. skólana á Reykjavíkursvæðinu, og þá með formlegum hætti. Nú þegar liggur fyrir að listráðunautur borgarinnar og greinarhöfundur munu vinna saman verkefni sem felst í því að skrá sérstaklega listaverk frá árinu 1960 til þessa dags, og eru í eigu borgarinnar, - er þetta þáttur í því að skilgreina ákveðin tímabil og fella að nútíma listasögu. Þá hefur verið rætt um samvinnu við Listasafn ASÍ um gerð litskyggnu- raða til útgáfu og notkunar í skólum og söfnum, eða þá til sölu ef markaður reynist fyrir hendi. Onnur verkefni eru á hugmynda- stigi og of snemmt að upplýsa um þau. Samvinna við erlendar listastofnanir Því var spáð við stofnun Nýlist- asafnsins að það myndi vekja at- hygli á sér erlendis, - og sú varð raunin. Nú er svo komið að Ný- listasafnið er alltaf nefnt þegar rætt er um athyglisverðustu listasöfn er hafa sprottið upp á síðustu árum og eru lifandi í starfi. Það þykir ákaf- lega merkilegt að einstaklingar, sem jafnframt eru skapandi lista- menn, skuli af miklum krafti og hugmyndaflugi annast þau störf sem hjá flestum öðrum þjóðum er talin vera skylda ríkis og sveitarfé- laga að annast. Félagsmenn í Ný- listasafninu er að vísu ekki sam- mála því að opinberir aðiljar eigi að hafa umráð yfir listum eða hlut- ast til um stefnur og strauma á þeim vettvangi, heldur vilja þeir að sömu aðiljar styrki myndarlega alla listræna viðleitni, og þá sérstaklega ef hún beinist fram á við og leiftrar af fjöri. Til þess að gefa smá hugmynd um samvinnu Nýlistasafnsins við erlenda aðilja má nefna samstarf við hollenska menntamálaráðu- neytið, Fodor Museum í Amster- dam og Albright Knox Gallery í Buffalo í Bandaríkjunum, Other Books & So í Amsterdam, Sonja Henie - Niels Onstad Kunstcent- rum í Osló (rannsókn á bókverka- gerð myndlistarmanna og sýninga- hald). I tengslum við Nýlistasafnið hafa verið færðar upp viðamiklar dagskrár, t.d. Experimental Envir- onment á Korpúlfsstöðum 1980 og þriggja vikna ferðalag í Noregi í október 1981 (kennsla, fyrirlestrar og sýningar). Hér sakar ekki að bæta við að félagar í Nýlistasafninu Opnun sýningar á verkum eftir Dieter Roth

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.