Þjóðviljinn - 19.03.1983, Page 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983
myndlist
„Lengsta nótt á íslandi”. Jafnhliða mínútulínur á þerripappír.
Hugmyndir
sem ritverk
Verk Kristjáns Guðmundssonar fjalla
um þróun. Það er þróun framsetningar, frá
hinni óefniskenndu hugmynd til hinnar
hlutgerðu. Þetta má sjá glögglega þegar
verk hans eru rakin frá hinum eldri til þeirra
yngri. Það er sláandi hve nátengd myndlist
Kristjáns er bókmenntalegum
hugleiðingum, réttara sagt handritum.
Vitanlega á hún ekkert skylt við
bókmehntir í venjulegum skilningi heldur
skrift, ritun og skrásetningu.
Eldri verk hans snúast um eðli slíkra
hugmynda, tákn, merkingarfræði ogfyrst
og fremst hvernig augað nemur grafískar
upplýsingar, sem hugurinn fær vart
höndlað án hjálpar þess. Sértækar
upplýsingar á borð við óravegu jarðar um
sólu eru skrásettar í bók sem 31556 926
punktar. Hver punktur táknar eina
sekúndu. Það tekur jörðina áðurnefndan
sekúndufjölda að hverfast eitt almanaksár
um sólu. Bókin er þykk, gefin út í Aachen
hjáOttenhausen Verlag. Annaðbindið
sem kom út hjá sama forlagi árið 1982, er
þakið láréttum línum sem samanlagðar eru
29 771 metra langar. Það er að jafnaði sú
vegalengd sem jörðin spannar á einni
sekúndu. „Lengsta nótt á íslandi“ er
skrásett með bleki á þerripappír með
jöfnum línustrikum. Þykkt línanna er
ák vörðuð af þeim tíma sem tekur pappírinn
þeirra sértæku upplýsinga sem við höfum.
Til eru undantekningar eins og Albert
Einstein sem bjó yfir óvenju sterkri
ímyndun og gat skynjað sjónrænt
ofurmannlegar stærðir. Flest erum við þó
blind, þegar okkar þröngu sjónarrönd
sleppir.
Augljós framsetning hugmynda virkar
oft sem fíflaskapur. Okkur er misboðið
þegar við eigum að lúta svo lágt fyrir
einfaldleikanum. í því eru önnur takmörk
okkar fólgin. Þrátt fyrir allt hljótum við þó
að skilja réttmæti þessara verka og staldra
við.
Hlutgerving
hugmyndanna
Sem tengsl eldri og yngri verka býr
Kristján „Drögum“ sínum búning
svartlistar á striga. Þau eru líkust bunka af
minnisblöðum sem leiða í ljós riss og skissur
að hugmyndum, gagnsæjum svo sést í
neðsta blað bunkans. Enn er hér um
skrásetningu að ræða líkt og dagbók
verkfræðings og minnir á handrit. 1 einni
myndinni má finna hið veðurfræðilega tákn
y^vfyrir 5 vindstig. Af því er höggmyndin
„Kaldi“ dregin. Löng járnrör mynda táknið
og eru þau ryðbrunnin af vatni og vindum
kaldans. Þetta er tákn veðurs unnið með
hjálp veðrunar.
„Eyjólfur hét rnaður" er einnig unnið í
járn. Upphafsstafurinn E er skrúfaður
saman úr þungum j árnpípum, faglega
löguðum og lokuðum á endum. Þungt og
fornlegt rittáknið hvílir á gólfinu, líkt og
Ólafur Lárusson og „Ljóti andarunginn” til minningar um H.C. Andersen.
Ferskur andblær leikur nú um
Listasafn alþýðu við Grensásveg, þar
sem þeir sýna Kristján Guðmundsson
og Ólafur Lárusson. Sem fyrreinkennir
athyglisverð tilraunastarfsemi báða
þessalistamenn. Þeirfara
persónulegar og sérstæðar leiðir
tengdar þeim hugmyndum sem þeir
hafa unnið að áður. Þeir hjakka ekki í
sama f ari en forðast tískukenndan
æðibunugang, ístöðuleysi hins
lítilsiglda. Þeir eru samkvæmir sjálfum
sér, þótt þeir víkki stöðugt svið sitt og
Ijúki upp dyrum að nýjum möguleikum.
Einkenni þeirra eru einkenni hins
þroskaða listamanns sem hefur fundið
sig, án þess að nemastaðarog láta
slag standa, staðna.
Kristján og „Kaldi”, 5 vindstig úr brotajárni.
að drekka í sig blekið á einni mínútu. Þessar
mínútulínur eru 21 tíma og 45 mínútna
langar lagðar saman. Það svarar til lengstu
nætur á íslandi við vetrarsólhvörf norður á
Melrakkasléttu. Enda er verkið 24
centimetra hátt og 398 centimetra langt.
Fáránlegt, kann einhver að segja. Hvað
er verið að sýna okkur með slíku? Vissulega
er margt hægt að lesa úr slíkum
upplýsingum, en fyrst og fremst benda
svona skrásetningar okkur á hve hugurinn
er máttvana frammi fyrir ómælisvíddum
hlutveruleikans. Kæmi sjónin ekki til
hjálpar, ættum við harla erfitt með að
ákvarða stærðir þessara talna. Verk
Kristjáns sýna okkur því hve lítið við
skynjum af því sem við vitum, hve erfitt við
eigum með að greina raunverulegt innhald
Appollon og Dionýsos
mætast á Listasafni alþýðu
Halldór B.
Runólfsson
skrifar