Þjóðviljinn - 06.04.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Side 3
Miðvikudagur 6. aprfl 1983 ÞJÓÐViLJÍNN - SÍÐA 3 47 konur og 45 böm á 4 mán. í kaffisamsæti sem Samtök um kvennaathvarf buðu stuðningsmönnum sínum og velunnurum til í gær kom fram að á þeim 4 mánuðum sem at- hvarfið hefur starfað hafa dval- ist þar 47 konur og 45 börn. Kvennaathvarfið er nú í leigu- húsnæði sem þarf að rýma 14. maí og um næstu helgi verður efnt tii merkjasöiu til styrktar húsakaupasjóði athvarfsins. Meðal gesta Samtaka um kvenn- aathvarf í gær var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra og Albert Guðmundson, forseti borg- arstjórnar, auk fulltrúa þeirra Hafiðheilar þakkir,-MargrétPála01afsdóttirávarpar gesti Samtaka um sveitarstjórna, félaga og fyrirtækja kvennaathvarf í gaer. Ljósm. — Atli. Kvennaathvarfið á götunni 14. maí? Merkjasala um næstu helgi til styrktar samtökunum sem styrkt hafa athvarfið með fjár- framlögum og öðru undanfama mánuði. Margrét Pála Ólafsdóttir, sem sæti á í framkvæmdanefnd Sam- taka um kvennaathvarf rakti aðdragandann að stofnun athvarfs- ins og flutti þakkir þeirra kvenna og bama sem dvalið hafa í athvarf- inu frá 7. desember s.l. Elísabet Gunnarsdóttir, fulltrúi kynningar- hóps samtakanna skýrði frá rekstr- inum það sem af er og kom m.a. fram í máli hennar að að jafnaði dvelja 3 konur í athvarfinu. Þær em á öllum aldri, þær yngstu um tvítugt og þær elstu yfir sextugt, en algengast er að þær séu um þrítugt. Börnin hafa verið frá 3ja mánaða til fermingaraldurs. Meðaldvalar- tími er ein vika, en lengst dvelja þær konur sem eru með fleiri en eitt barn og hefur dvalartími lengstur orðið 5 vikur. Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra og Albert Guðmundsson for- seti borgarstjórnar ávörpuðu einn- ig gesti í gær, fluttu árnaðaróskir og Steingrímur um Vilmund: Innanhússvandamál krata Bandalag Vilmundar Gylfasonar og framboð þess er nú bara innanhúss- vandamál hjá krötunum, sagði Steingrímur Hermannsson á blaða- mannafundi í gær. Sagði Steingrímur að konur væru hvergi nógu ofarlega á lista Fram- sóknarflokksins. Og væri vonandi að þeim gengi betur næst í prófkjörum innan flokksins. -óg þökkuðu þarft framtak Samtak- anna. Samtökum um kvennaathvarf bárust góðar gjafir í gær. Dr. Matt- hías Jónasson, uppeldisfræðingur, færði athvarfinu t.a.m. gjöf 50 þús- und krónur sem stjóm Bamavemd- arfélags Reykjavíkur hafði heiðrað hann með á afmæli hans sl. haust, en áður hafði dr. Matthí- as varið hluta af þeirri upphæð til kaupa á útileiktækjum á lóð at- hvarfsins. Þá bárust 25 þúsund krónur frá Starfsmannafélagi ríkis- stofnana og 20 þúsund krónur frá Verkamannafélaginu Framsókn. Merkjasala kvennaathvarfsins verður á föstudag og laugardag. Gefst fólki kostur á að kaupa merki á vinnustöðum og við verslunar- miðstövar á föstudag en á laugardag ve'rður gengið í hús á höfuðborgar- svæðinu. Þeim sem vilja styrkja samtökin með öðrum hætti er bent á gíróreikninginn sem er nr. 4440,0- 6. -AI Dr. Matthías Jónasson færði at- hvarfinu að gjöf 50 þúsund krónur í gær, en Barnaverndarfélag Reykjavikur hafði heiðrað hann með fénu á afmæli hans s.l. haust. Ljósm. -Atli. Páll laus tungan „Honum er oft laus tungan“, sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins um Pál Pétursson þingflokksfor- manns sama flokks á blaðamanna- fundi í gær, þarsem verið var að kynna kosningastefnuskrá Fram- sóknar. Steingrímur sagði þetta um flokksbróðir sinn er hann var innt- ur álits á ummælum Páls um BB lista Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi vestra - og við- brögðum formannsins í þeim málum. -óg Charles Lipton, ráðgjafi 42 ríkisstjórna Breyting samninga daglegt brauð í síðustu viku var hér á landi Charles J. Lipton, þekktur banda- rískur lögfræðingur, sem verið hef- ur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar varðandi lagalega hlið deilunnar við Alusuisse. Lipton hefur aðstoð- að alls 42 ríkisstjórnir í heiminum við endurskoðun samnings við Qölþjóðafyrirtæki og er að auki tengdur þeirri stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fæst við málefni ij ölþj óðafy r irtækj a. Ríkisútvarpið átti viðtal við þennan þekkta sérfræðing á sviði, sem skiptir íslendinga miklu. Skv. þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur afiað sér var sjónvarpið upp- lýst um veru Liptons hér á landi, en taldi ekki ástæðu til að ræða við hann. í viðtalinu við útvarpið sagði Lipton ma. að ekkert væri óeðlilegt við það að breyta samningum sem ríkisstjórn í einu landi hefði gert við fyrirtæki í öðru landi. Samnings- aðilar hefðu ákveðnar forsendur í huga þegar samið væri, og þegar forsendur breyttust, yrði að breyta samningunum svo þeir yrðu raun- hæfir. - Þá sagði Lipton að í þessu sam- bandi bæri einnig að hafa í huga, að samningum, sem ríkisstjómir gerðu sín í milli, væri iðulega breytt. Það væri ekki rétt að halda því fram, að það væru eingöngu svokölluð bananalýðveldi sem áskildu sér rétt til að breyta samn- ingum. Nýlega hefðu ríkisstjómir Noregs, Frakklands, Bandaríkj- anna og Kanada staðið í því, annað hvort breytt samningum beinlínis með því að semja upp á nýtt eða þá að skattalögum hefði verið breytt, sem hefði orðið til þess að breyta útkomu viðkomandi samninga fjárhagslega. - Ennfremur sagði hann að þegar náttúruauðlindir væru annars veg- ar hefðu ríkisstjórnir sérstökum skyldum að gegna vegna þess að náttúruauðlindir væru eign allra borgara í hverju landi. Útkoma samninga ætti ekki að vera allt önn- ur en samningsaðilar hefðu í upp- hafi gert ráð fyrir. - e„o. Orsakir atburðarins yfir Vestmannaeyjum kynntar: Hervélin fór út fyrir flugheimild Hvar ber að leita orsaka at- burðarins 15. mars sl. er sáralitlu munaði að Boeing 737 vél Arnar- flugs með fimm manna áhöfn og 59 farþega, á leið til Keflavíkur og vél herliðsins Lockheed P-3C Or- ion með 6 manns innanhorðs lenti saman í um þrjú þúsund feta hæð yfir Vestmannaeyjum? \s Flugmálastjóri, Pétur Einars- son, boðaði í gær til blaðamanna- fundar þar sem niðurstöður skýrslu sem flugmálastjórn lét gera voru kynntar. Frumorsökin fyrir því mikla hættuástandi sem þarna skapaðist er vélarnar flugu þvert á flugstefnu hvorrar ann- arrar í nálega sömu hæð, þ.e. aðeins munaði 200-300 fetum á hæð, er sú að hervélin fór út fyrir flugheimild sína, afmarkað svæði sem hún hafði gefið upp til nota fyrir æfingar á því ástandi sem getur komið upp í flugi er „power“-stýri fer úr sambandi. Jafnframt kemur fram í skýrsl- unni að Arnarflugsvélin fór í einu og öllu eftir settum reglum. Annað það sem stuðlaði að þessum atburði var að flugum- ferðarstjóri á vakt tók ekki eftir að hervélin hafði yfirgefið svæði sitt og flaug vélin áfram í um 1 og 1/2 mmútu frá þeim tíma er hervél- in yfirgaf svæði sitt. Vangá flug- umferðarstjórans ásamt stórkost- legu kæruleysi flugstjóra orustú- vélarínnar er i aðalatriðum það sem olli atburðinum. Við yfirheyrslur kvartaði flug- umferðarstjórinn yfir mikilli yfir- vinnu á undanförnum vikum, að auki að nokkrum mínútum áður hafði hópi unglinga verið hleypt inn og hefði það farið í taugarnar á sér. Óhófieg y firvipna fiugumferðarstjóra Það kom fram á fundinum í gær að yfirvinna meðal flugumferðar- stjóra er geypileg. Fyrir stuttu síðan losnuðu fimm stöðugildi í flugturninum á Keflavíkurvelli og hefur ekki verið ráðið í þær stöður aftur. Flugumferðarstjórinn sem var við skerminn þegar atburðurinn átti sér stað hafði á 17 síðustu dögum unnið 14 daga, alls tíu 12 klst. vaktir og þrjár 2 klst vaktir. Úrbætur í niðurlagsorðum skýrslunnar um atburðinn er bent á nokkrar leiðir sem gætu orðið til bóta í stjóm flugumferðar yfir íslandi. Þar er bent á þá leið að vaktakerf- ið verði endurskipulagt, vaktir styttar en þær eru lengstar 12 klst. Þá verði reglur um réttindi flug- umferðarstjóra teknar til gagn- gerrar endurskoðunar og ýmsar flugreglur er varða blindflug skýrðar nánar. Skúli Jón Sigurðsson hjá Loft- ferðaeftirlitinu, Sigurjón Einars- son flugmaður hjá Flugmála- stjórn og Bogi Þorsteinsson yfir- flugmálastjóri á Keflavfkurflug- velli skrifuðu undir skýsluna. 1 framhaldi af þessum atburði var flugumferðarstjórinn sem á hlut að máli sendur í hæfnispróf og stóðst hann það af hinni mestu prýði. Flann á að baki flekk- lausan feril í starfi. Ekki þótti á- stæða til að vísa honum úr starfi á meðan rannsókn stóð yfir þar sem öll gögn varðandi atburðinn lágu þegar fyrir. ■ Vangá flug- umferðarstjóra önnur ástœða. ■ Flugumferðar- stjórn undir- mönnuð og yfir- vinna óhófleg. 1 lok blaðamannafundarins vora sýndar myndbandaupp- tökur af þessum atburði eins og hann kom fyrir á skermi flugum- ferðastjórans. Var vægast sagt óhugnanlegt að sjá hvemig punkt- arnir tveir nálguðust hvor annan uns þeir skruppu nær alveg saman. Myndatökur á meðan á sýningunni stóð voru ekki leyfðar. -hól.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.