Þjóðviljinn - 06.04.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. apríl 1983 WÓÐVILJINN ■-> SÍÐA 5 „Ef álið fer. Hr. ritstjóri. Mitt í kosningabaráttunni er nú komið upp mikið álitamál sem orðið gæti sannkallað álhitamál. Stofnun enn einna samtaka, sem að þessu sinni nefna sig Ný sjónarmið. En þótt þetta mál sé algjörlega ópólitískt, vonum við að rúm finnist í biaði yðar fyrir eftirfarandi lítil vers, sem snerta kjarna málsins og gætu ef til vill veitt glænýjum sjónarmiðum brautargengi. Hér stöndum við með stjarfa hönd á kvið, það stefnir allt til fjandans hreint með álið. Svo gefist lausn þarf glæný sjónarmið, vort gírónúmer leysir vandamálið. Ef álið fer þá fer vort eina traust, firrum ísal gjöldum, tollum, sköttum, uns geislum stafar höfuð háralaust af hundrað þúsund milljón kílówöttum. Kristinn Einarsson Þórarinn Eldjárn V erkalýðssinnar vilja ekki viðreisnarstjórn „Ég tel ekki að Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið séu höf- uðandstæðingar kosningabarátt- unnar, þó að þú hafir nú hug á að mynda viðreisnarstjórn með íhald- inu“, segir Svavar Gestsson í svar- bréfi tii efsta manns á A-listanum í Reykjavík. Efsti maður á A- listanum lýsti því nú nýlega yfir að hann hefði sérstakan áhuga á að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn mynduðu nýja viðreisnarstjórn. Bréf Svavars er svar við beiðni efsta manns á lista Alþýðuflokksins um „einvígi“, og bendir Svavar á að hann hafl full- setna dagskrá fram að kosningum, auk þess sem fjölmargir fundir verði með frambjóðendum flokk- anna fram að kosningunum. Svavar lýkur bréfi sínu með þess- um orðum: „Dagskráin er einfald- lega fullsetin. Bréf þittkomof seint - því miður. Bestu kveðjur til Jó- hönnu". Svavar Gestsson Segir Svavar Gestsson og afþakkar boð frá manni sem vill nýja viðreisnarstjórn V erkalýðssinnar á móti viðreisn f bréfinu bendir Svavar á, að verkalýðssinnar muni aldrei geta stutt nýja viðreisnarstjórn. Þeir minnist afleiðinga viðreisnarinnar sálugu: 1) Alverksmiðja sem fær hundruð miljóna í meðlag frá íslenskum raforkunotendum. 2) Landflótti, þegar þúsundir ís- lenskra launamanna flýðu land. Þetta fólk er nú að koma aftur heim á flótta frá kreppu grann- landa okkar. 3) Atvinnuleysi, þegar sjötti til sjö- undi hver félagsmaður verka- lýðssamtakanna var atvinnu- laus um hríð. 4) Neyðarástand hjá öldruðum og öryrkjum þegar lágmarkslíf- eyrir var helmingur þess sem hann er í dag. 5) Nauðungarsamningar við Breta og Vestur-Þjóðverja um að ís- lendingar mættu ekki færa landhelgina út úr 12 sjómilum nema þessar þjóðir samþykktu. Alþýðuflokkurinn sendi frá sér fréttatilkynningar um þessa „áskorun“ efsta manns A-listans til Svavars í gær. Þar segir „fundurinn var ákveðinn fimmtudaginn 7. apr- íl kl. 20.30“, en Svavari barst beiðnin á kveldi skírdags. Og virðist svo sem fyrst hafi fundurinn verið ákveðinn - og síðan haft samband við Svavar. -óg Kortsnoj í banastuð! Viktor Kortsnoj hefur, þegar aðeins er lokið fjórum skákum af tíu í einvíginu við Ungverjann La- jos Portisch, nær tryggt sér sigur. Hann hefur hlotið 3'h vinning gegn 'h vinningi Ungverjans og þarf aðcins tvo vinninga til viðbótar í þeim sex skákum sem eftir eru til að innsigla sigurinn. Kortsnoj vann fjórðu skákina sem var til lykta leidd á sunnudaginn eftir að Port- isch hafði leikið niður miklum yfir- burðum í biðstöðu. Kortsnoj vann fyrstu skák einvígisins, en 2. skák lauk með jafntefli. Hann vann síð- an þriðju og fjórðu skák. Fyrrum heimsmeistari Vasily Smyslov, sem nú er á sjötugsaldri, hefur vinnings forskot á hinn 34 ára gamla Robert Hubner. Sex skákum er lokið og hefur Smyslov náð 3‘/2 vinningi gegn 2'h. Smyslov f Viktor Kortsnoj. vann þriöju skákina, en hinum hef- ur lokið með jafntefli. Báðir skákmennirnir eru þekktir fyrir prúðmennsku við skákborðið en upphaf einvígisins virðist hafa orðið til þess að hleypa illu blóði í keppendur. Smyslov bað um veikindafrí í tveim fyrstu skákun- um og því mótmælti Hubner ákaft. Hann svaraði svo fyrir sig með því að mæta með nuddara til leiks, sem Smyslov þótti ekki tilheyra keppn- inni. Fyrir vikið slettist upp á vin- skapinn og í síðustu skákum hafa þeir látið handabönd lönd og leið. Allar líkur eru á því að Kortsnoj og Kasparov mætist í næstu umferð áskorendakeppninnar, en sigur- vegarinn úr einvígi Smyslovs og Húbners mætir sigurvegaranum úr einvígi Torre og Riblis sem átti að hefjast í gær í Alicante á Spáni. - hól. Klukkur sem skrifa! — fermingargjöfin í ár Jáj þú færð margt skemmtilegt i STUÐ-búðinni. Þar færö þú t.d.: ★ Klístraðar köngulær sem skríða. ★ LAST-vökvann sem gerir piötuna betri en nýja. ★ Leigðar videospólur (VHS) með Bob Marley, Black Uhuru, Grace Jones, Joy Division, Ca- baret Voltaire, Kid Creola, Doors, Madness, Kate Bush, Siouxie & The Banshees og mörg- um mörgum fleiri. ★ Flestar — ef ekki bara allar plöturnar með: Stranglers • Doors • Tangerine Dream • D.A.F. • Art Bears • David Bowie • P.I.L. • Pere Ubu • John Lennon • Beatles • Rotling Stones • Brian Eno • Kím • Mike Oldfield f Iron Maiden • Mississippi Delta Blues'Band • Work • Killing Joke • Misty • Defunht • ★ Vinsælustu plöturnar frá Skandinavíu. DAVEVANRONK: Sunday Street Virtasti blússöngvari heims meö sina allra bestu plötu. RAR’s Greatest Hits Safnplatan vinsæla meö Clash, Tom Robinson, Stiff Little Fingers, Elvis Costello, Gang of 4 o.m.fl. TIL HVERS? fyrir hvern? urTh^b<Jrlnn er P'ðtuKlúbb- v«i bæn Wónusta Þt aem aóhyllast framsæKlð rokk. *að .ístr nar roKKtónllstar. Félaaar f STUOKIÚbbnum té reBlulega heimsendar upplýs- Ingar um hvaða plötur eá, 4 M STUOI ' h'iómP'ótuverslun- helstu hr- væntan,eðar plðtur, helstu hræringar f bransanum o.s.frv. Aö auki fá félagar í STUDklúbbn um afsiétt á öllum Váantum vðrumiSTUOHþeimgetstS S,a,dflæ,ar plötur; pelr margvislegar plðtur á me,fm4ttar tHboösverðl, svo »ó®lns fátt eitt sé nefnt. VelKomin/nl Laugavegi 20 Sími27670 fil Áskorun til greiðenda fasteignagjalda í Kópavogi Hér meö er skorað á alla þá sem eigi hafa lokiö greiöslu fyrrihluta fasteignagjalda fyrir áriö 1983, aö gera skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Hinn 6. maí n.k. verður krafist nauöungar- uppboös samkvæmt lögum nr. 49 1951 á fasteignum þeirra er þá hafa eigi gert full skil. Innheimta Kópavogskaupstaðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.