Þjóðviljinn - 06.04.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Blaðsíða 10
14 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 6. apríl 1983 Sælir eru miskunnsamir: flóttafólk, rauðakrossmaður, móðir Teresa. Sælireru... Baltasar: það vel skal vanda sem skal lengi standa. (Ljósm. eik). Spjallað við Baltasar um 200 fermetra fresku sem hann gerir fyrir Víðistaða- kirkju. Baltasar hefur unniö aö myndverki sem meira er aö vöxtum en dæmi eru til hér á landi: um 200 fermetra veggmálverki fyrir Víðistaðakirkju sem er að rísa í Hafnarfirði. Vinnuteikningar að þessu verki eru til sýnis á kirkjulistarsýningunni á Kjarvalsstöðum. Líkan af Víðistaðakirkju, arkitekt er Óli Þórðarson. Drög að einum hluta myndarinnar: til vinstri eru syrgjendur og tunglið yfir þeim, til hægri eru hjartahreinir - nokkrir iriestu listamenn aldanna. Þetta ber allt að með þeim hætti að listamaðurinn má vel við una, sagði Baltasar. Arkitektinn Óli Þórðarson og kona hans, innan- hússarkitektinn Lovísa Christian- sen, hafa frá upphafi haft samband við mig „á jafnréttisgrundvelli" eins og sagt er. Og ég valdi sjálfur viðfangsefnið - ég bý til myndaröð sem verður í fimm hlutum og fjallar um þann hluta Fjallræðunnar sem hefst á þeim frægu orðum - Sælir eru..... Nútími oq biblfutími Héma er til dæmis í fullri stærð sá hluti myndarinnar sem verður yst til hægri. Þemað er „sælir eru miskunnsamir". Þarna verður flóttafólk af ýmsum kynþáttum og rauðakrossmaður og móðir Teresa sem fulltrúar hinna miskunnsömu. Á móti þessari mynd, yst til vinstri, mun kofna mynd um „sælir eru þeir sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir". Þar er hermaður allra tíma að húðstrýkja Krist, sem er klædd- ur svipað og unglingar okkar tíma, þar er hermaður að ráða sak- lausum manni bana, þarna verður svertingi og gyðingur og gúlagturn. Og á bak við alla myndröðina verð- ur íslenskur fjallahringur. Með öðrum orðum: það er vísað til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.