Þjóðviljinn - 06.04.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. apríl 1983 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Lýðskrum í húsnœðismálum • Tími hinna ódýru kosningaloforða er nú genginn í garð. Nú skal kjósendum lofað öllu fögru en því sleppt að segja frá kostnaðinum. Gleggsta dæmið um þetta eru þær tillögur sem flokkarnir þrír Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa lagt fram um húsnæðismál. Þar er það einfaldlega lagt til, að lán skuli nema 80% af byggingarkostnaði og vera til 42 ára. Ekkert er minnst á það hvernig fjár skuli aflað til þessa verkefnis, sem er satt að segja tröllaukið. Talið er að til þess þurfi liðlega 2 miljarða á ári, en til samanburðar má nefna að öll fjárlög íslenska ríkisins á árinu 1983 eru upp á liðlega 12 miljarða. • Bandalag jafnaðarmanna hefur sjálfsagt ekki annað um húsnæðismálin að segja en að kjósa skuli forsætis- ráðherra beinni kosningu. • Framsóknarflokkurinn birti kosningastefnuskrá sína í gær. í henni segir akkúrat þetta um húsnæðismálin, að lán skuli nema 80% af byggingarkostnaði og vera til 42 ára. í fylgiplaggi, sem ekki mun ætlað til útsendingar til kjósenda er þess að vísu getið, að fyrst skuli lánin hækkuð hjá frumbyggjendum. Ekki er orð um það að finna í stefnuskrá þessari, að til verkefnisins þurfi að afla fjár. Þarna eru því marklaus loforð á ferðinni. • Það er svosem viðbúið, að Framsóknarflokkurinn ætli sér að fjarmagna úrbætur á almenna bygginga- markaðinum með því að ráðast á verkamannabústaða- kerfið, eins og íhaldið virðist ætla sér. Ef sú er ætlun Framsóknar eiga kjósendur kröfu á að fá það upplýst. • Alþýðubandalagið tekur ekki þátt í þessum loddara- leik, þar sem öllum er lofað auknum húsbyggingalán- um án þess að tekið sé frá einhverjum öðrum. Alþýðu- bandalagið hefur lagt fram sínar eigin tillögur um úr- bætur í húsnæðismálum. í þeim er gert ráð fyrir að sérstakt átak verði gert fyrir þá sem eru að koma yfir sig þaki í fyrsta sinn. Sérstakur sjóður - íbúðir fyrir ungt fólk - fjármagni slíkar íbúðabyggingar, og stefnt verði að því að lána um 400 þús. krónur til hverrar íbúðar. Jafnframt verði þarna opnaður möguleiki fyrir Ián til fleiri eignaforma en hins hefðbundna íslenska eiginíbúðar-forms, þótt það verði vafalítið meginuppi- staðan að fólk eigi íbúðina sem það býr í. • En allt kostar þetta peninga. Og meðan aðrir flokkar víkja sér undan þeirri skyldu að tilgreina hvar fjár- magnið skuli tekið, leggur Alþýðubandalagið fram á- kveðnar tillögur um fjármögnun á sjóðnum „íbúðir fyrir ungt fólk“. Það fé á að fást með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðanna, með lögbundinni þátttöku viðskipta- bankanna og með sérlegri tekjuöflun ríkissjóðs, t.d. gegnum söluskatt. • Það er sjálfsagt að auka hlutdeild lífeyrissjóðanna í húsnæðislánakerfinu, og jafn sjálfsagt að stöðva það, að lífeyrissjóðir séu að fjárfesta í höll verslunarinnar og öðrum álíka óþarfa, meðan mikil vandræði bíða fjöl- margra húsnæðislausra fjölskyldna. Það er einnig sjálf- sagt að skylda bankana til að lána meira til húsbygginga og minna í fjármögnun innflutningsverslunarinnar. Og það er sjálfsagt að við sem höfum tryggt okkur húsnæði leggjum eitthvað af mörkum til að leysa vanda þess fólks, sem er að gefast upp í baráttunni við að komast í sómasamlegt húsnæði. klippt Mesta trausts- yfirlýsingin Eins og minnst hefur verið á í þessum pistlum hafði Jón Baldvin Hannibalsson það helst til mál- anna að leggja í Sigtúni í svo- nefndu einvígi við vin sinn Albert Guðmundsson, að aðalnauðsyn- in í kosningunum væri sú að refsa Alþýðubandalaginu og Fram- sóknarflokknum og búa þar með í haginn fyrir samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Krata, nýja við- reisn. En það er eins og fyrri daginn: þegar brúður var boðin fram til giftingar þurfti að fylgja henni heimanmundur. Albert lét sér fátt um það fylgi finnast sem Jón Baldvin og hans menn gætu lagt með sér í stjórnarbúið og að því er Alþýðublaðið á skírdag ; hermdi, þá lítillækkaði hann við- mælendur sína með svofelldum hætti: „Mér finnst það lýsandi um af- stöðu Alþýðuflokksins að hann skuli hafa boðið mér, efsta manni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á þennan A-lista fund. Vitanlega kemur Alþýðuflokkurinn fyrst til Sjálfstæðisflokksins eftir ráðgjöf. Þetta er mesta traustsyfirlýsingin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í allri kosningabarátt- unni.“ Annar haukur í horni Jón Baldvin vill helst stjórna með Albertsliðinu, og er það mjög í anda Gylfaskeiðsins í sögu Alþýðuflokksins. Albert snýr upp á sig eins og eftirsóttur pipar- sveinn og kveðst geta allt sjálfur („meirihluti á Alþingi íslendinga í hendur Sjálfstæðisflokksins er besta sumargjöf sem lands- mönnum getur hlotnast" sagði hann í Sigtúni). En svo er að gá að þvf, að fleiri eru áhugamenn- irnir um að gera Albert að næsta forsætisráðherra. Og einn þeirra er flokksbróðir Jóns Baldvins til skamms tíma, Vilmundur Gylf- ason. Hvaða bull, gætu menn hrópað - og víst er að Vilmundur mundi seint kannast við að hann ætti sér slíkt áhugamál. En nú skulum við, okkur til skemmtunar, reyna að gera okkur grein fyrir því, hvað það mundi þýða nú og hér ef að þetta eina stefnumál sem Vil- mundur á út af fyrir sig, sérstaka kosningu forsætisráðherra, sem síðan velur sér ráðherra eftir sínu höfði, væri komið í framkvæmd. Vilmundur í praxís Sjálfstæðisflokkurinn er það sterkur nú um stundir, að fram- bjóðandi hans til forsætisráð- herra væri nokkurnveginnvissum sigur - þeim mun frekar sem Al- þýðuflokkurinn mundi vera svo gjörsamlega vonlaus um árangur í því landskjöri, að annaðhvort færi fylgi hans mikið til beint yfir á íhaldið - eða þá að hann drægi sig í hlé og styddi forsætisráðherr- aefni Stóra bróður með viðreisnarstjórn í huga. Og fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins hlyti að verða vinsælasti maður hans í Reykjavík, Albert Guð- mundsson - ekki þýddi að bjóða upp á manninn í sjöunda sæti í kosningum þar sem mikið liggur við. Stjórnarbót Vilmundar mundi í raun þýða, aö íslendingar væru dæmdir til að fá yfir sig Alberts- stjórn á næstunni. En þær sér- stæðu umbætur (sem boðaðar eru í nafni valddreifingar eins og menn vita) eru sem betur fer ekki orðnar að veruleika enn. Og verða aldrei: því hvort sem Vil- mundur fer með fleiri eða færri menn á þing þá er það eitt víst um framtíð þeirrar hreyfingar: á sig- urdegi sínum byrjar hún að sundrast aftur í frumparta sína. Og svo er eins og ekkert hafi gerst. > Svarthöfði SvomælirSvarthöfði SvomæjirS SOVÉSKAR PÁSKAGÖNGUR ..hrMurhvcrtámoti.Oe vestr*nir (lölmiilar. Kvrlr hrlm i r h..u»r i.lhi-Misvrrli « ru unnin al rf þar vuru Reagan er fredsbevægelsens bedste PR-agent £ Fréttir af friðar- göngum Svarthöfði er á sínum stað í Dagblaðsvísinum í dag og eins og oft áður finnst honum að ríkis- fjölmiðlarnir séu að svíkja frelsið í hendur Rússum. Ástæðan er sú, að í fréttum um páskana var sagt frá friðar- göngum sem farnar voru um pá- skana. Svarthöfði segir, hneykslaður ofan í tær, karl- tuskan: „Þær fréttir sem tóku mestan tíma fréttastofu útvarps og sjón- varps um páskana, voru frásagnir af samkomum „friðarhreyfinga“ gegn raunhæfum vörnum í Vest- urevrópu. Það er að vísu lítið um fréttaefni um páskana, en þó hefði mátt ætla að eitthvað annað og raunhæfara væri í fréttum frá Evrópu eða utan úr heimi en frá- sagnir af nokkrum hópi manna, sem finnur upp á ýmsu til að þjóna hagsmunum Sovétríkj- anna“. Svarthöfði er, eins og menn vita, vaskur liðsmaður í þeirri sveit sem tekur undir við Reagan og bandaríska ystahægrið í því, að friðarhreyfingar þar í Iandi og í Evrópu séu fyrst og síðast að reka erindi Sovétmanna og skipti það því mestu, eins og í Dagblaðsvísi stóð í gær að „áhrif þessara friðarhreyfinga séu sem minnst“. Drýgsti liðmaðurinn Það er rétt að minna á það t þessu sambandi að margir eru þeir sem telja fráleitt að sovésk velvild í garð friðarhreyfinga ráði nokkru um vinsældir þeirra og áhrif. (Reyndar hafa opinberir sovéskir friðarstjórar sent reiðiskeyti ýmsum ágætum höfðingjum evrópskra friðar- hreyfinga eins og t.d. sagn- fræðingunum E. P. Thompson - vegna þess að Thompson hefur sýnt virka samúð með þeim hóp- um í Austur-Evrópu sem vilja hafa frumkvæði í friðarmálum án þess að spyrja sín stjórnvöld leyfis). Fleiri eru þeir sem telja, eins og sjá hefur mátt í leiðurum vestrænna blaða hér og þar að undanförnu, að það sé ekki síst hið herskáa tal Reagans banda- ríkjaforseta og manna hans sem efli friðarhréyfingar og áhrif þeirra. Um þetta segir talsmaður einnar af mörgum bandarískum friðarhreyfingum, Pamela Osgo- od, í nýlegu viðtali í Information: „Reagan er mesti og besti á- róðursmaður bandarísku friðar- hreyfingarinnar. í hvert skipti sem hann opnar munninn um varnarmálapólitík verða friðar- hreyfingarnar fyrir geysilegu að- streymi af nýju fólki sem hann hefur Iostið skelfingu". Svarthöfðarnir íslensku hafa að sönnu ekki það vopnavald að þeir geti hrætt fólk eins og læri- faðir þeirra. En þeir eru engu að síður einkar gagnlegir íslenskri friðarhreyfingu - og skrifi þeir sem mest. - áb eng

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.