Þjóðviljinn - 06.04.1983, Page 15
Miðvikudagur 6. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Magnús E. Guðjónsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Branda
litla og villikettirnir“ eftir Robert Fisker
í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. Lóa
Guðjónsdóttir les (3).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forust-
ugr. dagbl. (úrdr.). Sjávarútvegur og
siglingar. Umsjónarmaður: Ingólfur
Arnarson.
10.50 íslenskt mál. Endurt. þáttur Jóns
Hilmars Jónssonar frá laugardeginum.
11.10 Lag og ljóð. Þáttur um vísnatónlist í
umsjá Hreins Valdimarssonar.
11.45 Ur byggðum Umsjónarmaður: Rafn
Jónsson.
12.00 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Dagstund í dúr og moll - Knútur R.
Magnússon.
14.30 „Húsbóndi og þjónn“ eftir Leo Tol-
stoj. Fýðandi: Sigurður Arngrímsson.
Klemenz Jónsson les (5).
15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Fré-
déric Chopin.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn-
ir.
16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hvítu
skipin“ eftir Johannes Heggland. Ingólf-
ur Jónsson frá Prestbakka þýddi. Anna
Margrét Björnsdóttir les (10).
16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Sigrún
Björg Ingþórsdóttir.
17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna
Harðardóttir.
17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra
og sjónskertra í umsjá Gísla og Arnþórs
Helgasona.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.45 Tilkynningar. Daglegt mál. Árni
Böðvarsson flytur þáttinn. Tónleikar.
20.00 Afangar. Umsjónarmenn: Ásmund-
ur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson.
20.40 Vínartónlist. Fflharmoníusveitin í
Vínarborg leikur tónlist eftir Johann
Strauss, Otto Nicolai og Emil Nikulaus
von Reznicek; Willi Borskovsky stj.
21.40 Útvarpssagan: „Márus á Valshamri
og meistari Jón“ eftir Guðmund G. Hag-
alín Höfundur les (15).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.40 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars-
sonar.
23.05 Kammertónlist Leifur Þórarinsson
kynnir.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV
18.00 Söguhornið. Umsjónarmaður
Guðbjörg Þórisdóttir.
18.10 Daglegt líf í Dúfubæ. Nýr breskur
brúðumyndaflokkur. Pýðandi Óskar
Ingimarsson. Sögumaður Sigrún Edda
Björnsdóttir.
18.25 Palli póstur. Nýr breskur brúðu-
myndaflokkur. Þýðandi Jóhanna Þrá-
insdóttir. Sögumaður Sigurður Skúla-
son.
18.40 Sú kemur tíð. Franskur teikni-
myndaflokkur fyrir börn á öllum aldri
og foreldra þeirra eftir sama höfund og
„Einu sinni var“. Sagan segir frá ævin-
týrum tveggja geimfara, sem heita Pési
og Spá, og ferðafélögum þeirra, upp-
finningamanninum Fróða og vélmenn-
inu Gróða. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son, þulur ásamt honum er Lilja Berg-
steinsdóttir.
19.05 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónar-
maður Sigurður H. Richter.
21.00 Mannkynið. Lokaþáttur. Forvitni og
framtak. Fjallað verður urn framtíðar-
horfur mannkynsins og hvort hug-
kvæmni mannsins megni að afstýra ógn-
unum á borð við offjölgun eða gjöreyð-
ingarstyrjöld. Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
22.05 Dallas Bandarískur framhaldsflokk-
ur. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.55 Dagskrárlok
frá lesendum
Gunnar á sér
engar hugsjónir
S hringdi út af lesendabréfi
frá Hábarði í Þjóðviljanum
miðvikudaginn 23. mars þar
sem Gunnari Thoroddsen var
hælt á hvert reipi og látið í
veðri vaka að hann mæti
meira manngildi en auð. S
sagðist hafa fylgst með Gunn-
ari og íslenskum stjórnmálum
frá því Gunnar kom fyrst fram
á sjónarsviðið og sagðist þess
fullviss að Gunnar ætti engar
aðrar liugsjónir en eigin
frama.
Hann sagði að Gunnar ætl-
aði nú að leika þann leik sem
Gunnar Thoroddsen
hann gerði í borgarstjórnar-
kosningunum í fyrra að lýsa
yfir stuðningi við framboð
Sjálfstæðisflokksins í kom-
andi kosningum og fá það orð
á sig að hann væri maður sátta
og samlyndis og það væri hon-
um að þakka ef flokkurinn
ynni sigur. Síðan ætlar Gunn-
ar, sagði S, að bjóöa sigfram í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
fyrir seinni kosningar í sumar
og koma þá enn á ný fram sem
sterki maðurinn í íslenskum
stjórnmálum. Þetta er maður
sem mælir fagurt en hyggur
flátt.
Hrútur með gleraugu
Sú saga gengur á Suður-
landi, að bóndi einn hafi þurft
að hafa tal af búfjár-
ræktarráðunauti en hann ekki
verið heima. Næsta dag var
hann ekki heim heldur og á
þriðja degi var hann ekki
heima. Bóndi spurði konu
ráðunautsins að því hvar hann
væri og hún svaraði því til að
hann væri að keyra sæði út
um sveitir. Þetta var í janúar
og fengitími á sauðfé.
Verður bónda nú ljóst, að
þetta sé ekki réttur tími til að
leita uppi mann önnum kaf-
inn. En á heimleið fer svo, að
hann mætir búfjárræktarráðu-
nautnum. Er sá í bíl og ekki
einn síns liðs, því með honum
er Þorsteinn Pálsson, þá að
undirbúa sinn prófkjörsslag í
Sj álfstæðisflokknum.
Þá verður bónda að orði:
Gott eiga blessaðar ærnar.
Búnar að fá hrút með gler-
augu.
Sumar
eftir Sigurlaugu
í 7. GE í Snœlandsskóla
Á
,ljt.
B Ji r-7
* i j
í
\\
M.
Nú varð ég að fara að borða. Á eftir fór ég út með dúkkuna
mína. Dúkkan mín á vagn sem ég keyri hana í. Dúkkan mín á
kjól sem ég læt hana í þegar ég fer út.
Ég var í sundi og ég tók dúkkuna mína með. Við
böðuðum okkur vel og þegar ég var búin fór ég
heim að sofa. Ég þurfti að svæfa dúkkuna mína
þegar ég kom heim. Svo fór ég að sofa.
nrrf T "TT
illií lsv.vU' | |
<
:
1 F—E3 1 L" ‘5 t
1 r ;] g
Ég var að ná í dúkkuna mína. Ég varð
að ná í dúkkuvagninn og svo fórum
við báðar út.
Ég var að keyra dúkkuna mína úti í vagni og svo fórum við að borða og ég
varð að rnata dúkkuna mína. Svo fórum við aftur út.