Þjóðviljinn - 06.04.1983, Síða 16
DWÐVIUINN
Miðvikudagur 6. aprfl 1983
Fransmaður átti kalda vöku-
nótt í turni Hallgrímskirkju
aðfaranótt föstudagsins langa.
Hrakfarir um
bænadagana:_______
Lokaðist
uppi í
Haligríms-
kirkjuturni
aðfaranótt
föstudagsins
langa
Á meðan sannkristnir vöktu
næturlangt í sumum kirkjum
landsins aðfaranótt fóstu-
dagsins langa til þess að minn-
ast pínu frelsarans, þá varð
ungur fransmaður sem búsett-
ur er hér í Reykjavík fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu
að vera lokaður uppi í
Hallgrímskirkjuturni natur-
langt í nístingskulda af mis-
skilningi einum sarnan.
Frakkinn, sem heitir Fre-
deríc Tabutieux, kom hingað
til lands í janúarmánuði og
hefur starfao við Landspítal-
ann sem sjúkraþjálfari.
í viðtali við Þjóðviljann
sagðist hann hafa skroppið frá
vinnunni um kvöldmatar-
léytið á skírdag og farið upp í
turninn til þess að taka myndir
því skyggni hefði verið gott. í
turninum voru 5 manns fyrir
þegar hann bar að, og voru
þau einnig að njóta hins fagra
útsýnis. Þegar Frederic ætlaði
að snúatil baka voru gestirnir
á burt og þegar hann ýtti á
lyftuhnappinn kom í Ijós að
lyftan hafði verið tekin úr
sambandi. Ekki er önnur opin
útgönguleið úr turninum en
með lyftunni, og var hún ekki
^settT samband aftur fyrr en
klukkan 10 að morgni föstu-
dagsins langa.
Tvflyft er uppi í turninum,
og er efri hæðin óvarin af 1
gnauðandi vindum, en sú
neðri er með glerjuðum
gluggum óupphituð. Nístings-
kuldi var um nóttina og
sagðist Frederic hafa haldið á
sér hita með látlausum lík-
amsæfingum. Þá hefði hann
eínnig notið þess að hafa inn-
byrt staðgóða máltíð á Land-
spítalanum áður en hann fór
upp í tuminn.
Frederic sagði að lokum að
hann hefði tekið mikið af ljós-
myndum yfir Reykjavík þessa
eftirminnilegu föstunótt f
hæsta kirkjuturni á íslandi.
ólg.
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag tll föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í algreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Tvennt féll í jökulsprungu á Vatnajökli:
Hröpuðu 25 metra
- Þetta er óneitanlega nokkur lífsreynsla en ég býst nú samt sem
áður ekki við því að ég hætti að taka þátt í svona ferðalögum.
Svo mælti Þorsteinn Sigurbergsson, vélstjóri á Höfn í Horna-
firði, en hann varð fyrir því, ásamt Nönnu Gunnarsdóttur, að
hrapa í sprungu á Vatnajökli sl. fimmtudag.
mátt við. Nanna marðist töluvert
og ég fékk skurð á höfuðið. En
óbrotin sluppum við bæði úr þessu
ferðalagi.
- mhg
- Við vorum þarna á ferð á jökl-
inum nokkrir félagar úr slysavarna-
deildinni á Höfn, eða 6 alls á fjór-
um snjósleðum. Þetta átti að vera
svona jöfnum höndum skemmti-
og æfingaferðalag hjá okkur.
- Hvar voruð þið staddir þegar
óhappið vildi til?
- Við vorum norðvestur af Esju-
fjöllum, uppi undir Snæhettu.
- Veðrið?
- Það var bjart og gott veður en
dugði þó ekki til, því ekkert sást
móta fyrir sprungunni, hún var al-
gjörlega hulin snjó. Snjór er hins-
vegar óvenju lítill á jöklinum nú og
þá er hætt við að yfir sprungunum
sé bara örþunn hula. Samferða-
menn okkar sáu þegar hvað orðið
var. Þrír þeirra brugðu við og sóttu
nauðsynlegan björgunarútbúnað
niður í skálann við Esjufjöll en
einn beið á sprungubarminum og
fylgdist með okkur.
- Hvað telurðu að þið hafið
hrapað djúpt?
- Svona 25 metra, gæti ég trúað.
Þar stöðvuðumst við á snjótappa,
sem vitanlega var eins og hver önn-
ur tilviljun. Við losnuðum strax við
sleðann, sem fór um 5 m. lengrá
niður.
- Hvað var dvölin í sprungunni
löng?
- Ég hygg að það hafi liðið svona
2 klst. frá því við hröpuðum og þar
til við vorum komin aftur upp á
yfirborðið.
— Varla hafið þið með öllu slopp-
ið við meiðsli?
- Nei, ekki var það nú alveg en
þó eru þau minni en búast hefði
Ekkert
spyrst
til franska
mannsins
Enn hefur ekkert spurst til
franska fjallgöngumannsins
sem lagði í ferð yfir Vatnajök-
ul þveran fyrir páskahelgina
og hugðist koma til byggða í
síðasta lagi á páskadag.
Síðast er vitað um ferðir
hans á föstudaginn langa en
þá nótt gisti hann í Sigurðar-
skála.
Flogið var yfir jökulinn í
fyrradag en engin merki sáust
um ferðir Frakkans. Ekki var
hægt að fljúga yfir jökulinn í
gær vegna dimmviðris.
Að sögn Hannesar Hafstein
hjá Slysavarnafélagi íslands
hefur sendiráð Frakka hér-
lendis ekki óskað þess ennþá
að hafin verði skipulögð leit
að göngumanninum. - lg.
Framsóknarmenn kynna stefnuna
„Skynsamlegast að mynda
verið algjört óráð og atvinnuveg-
irnir hefðu ekki staðið undir þess-
um kauphækkunum.
í kosningaplaggi þeirra Fram-
sóknarmanna er m.a. lagt til að op-
inberar fjárfestingar minnki „til að
skapa aukið svigrúm fyrir atvinnu-
embættismannastjóm”
sagði Steingrímur, Tómas Ámason mótmælti!
- Ef ríkisstjórnin segir af sér og ekki tekst að mynda
nýja ríkisstjórn að kosningum afstöðnum, tel ég
skynsamlegt að mynda embættismannastjórn, sagði
Steingrímur Hermannsson á blaðamannafundi er kosn-
ingastefnuskrá Framsóknarflokksins var kynnt í gær.
Tómas Árnason sagði hins vegar að hann teldi að það
ætti alls ekki að mynda embættismannastjórn.
Tómas Árnason sagði m.a. á
blaðamannafundinum að hann
teldi að samningar verkalýðs-
hreyfingarinnar og atvinnurek-
enda hefðu verið mjög óskynsam-
legir; að samningamir hefðu
hljóðað upp á 12-14% hækkanir á
sama tíma og þjóðarframleiðslan
dróst saman um 9%. Þetta hefði
vegi“.
I kósningabæklingnum sem ber
heitið „festa, sókn - framtíð", er
lagt til að orka landsins verði virkj-
uð en ekki er orð að finna þar um
raforkusölu né heldur minnst á
Alusuisse-hringinn. Þá er heldur
ekki minnst á herinn eða Nató í
þessu plaggi.
-óg
Síðasta umferð í landsliðsflokki í kvöld
Dan Hansson með pálmann
í höndunum
— en Ágúst, Hilmar, Sævar og Elvar
berjast um titilinn sjálfan
Þegar aðeins einni umferð er ó-
lokið í landsiiðsflokki á Skákþingi
íslands stendur Dan Hanson með
pálmann í höndunum, hefur 1
vinning framyfir hclstu keppinauta
sína eftir sigur yfir Ágúst Karissyni
í biðskák sem tefld var í gærkvöldi.
Sú skák var tefld í 10. umferð, en
fyrir hana voru þeir Ágúst jafnir og
efstir með 7 vinninga. Önnur úrslit
í 10. umferð urðu þau að Sævar
Bjarnason vann Halldór G. Ein-
arsson, Elvar Guðmundsson vann
Áskel Örn Kárason, Hilmar Karls-
son vann Björn Sigurjónsson,
Hrafn Loftsson vann Sigurð Daní-
elsson og Magnús Sólmundarson
vann Gylfa Þórhallsson. Fyrir 11.
og síðustu umferð sem tefld verður
í kvöld er röð efstu manna þessi:
Dan 8 v., Ágúst, Hilmar, Sævar 7
v., Elvar ó'ö v. í kvöld eigast m.a.
við Dan og Magnús, Ágúst og
Áskell, Hilmar og Gylfi, Sævar og
Elvar.
Það hefur vakið nokkra athygli
að samkvæmt skilgreiningu Skák-
sambandsins getur Dan Hanson að
vísu unnið mótið, en ekki orðið ís-
landsmeistari. Hann er sænskur
ríkisborgari.
í Áskorendaflokki sigraði Pálmi
Pétursson frá Akureyri með l'h v.
af 9 mögulegum, en í opna flokkn-
um sigraði Haraldur Baldurs-
son,Kópavogi,fékk8v. af9mögu-
legum.
-hól.
Úrslitaskákin? Ágúst Karlsson (til vinstri) og Dan Hansson tefia skák sína í
gærkvöldi. Ljósm. -eik.
Könnun hjá Vegagerölnnl
Skoðanakönnun sem gerð var hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar í
Reykjavík í fyrradag leiddi í Ijós að ef kosið væri nú myndu 10 styðja
Alþýðuflokkinn, 5 Framsóknarflokkinn, 5 Bandalag jafnaðarmanna, 31
Sjálfstæðisflokkinn, 13 Alþýðubandalagið og 8 kvennalistann. 27 skiluðu
auðu og ógildir seðlar voru tveir. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem gáfu
upp afstöðu cr prósentuhlutfall framboða sem hér segir A: 14%, B: 7%, C:
7%, D: 43%, G: 18% og V: 11%.
- ekh