Þjóðviljinn - 14.04.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 14.04.1983, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. apríl 1983 Ragnar Arnalds á beinni línu Þjóðviljans Lokið við sýru- verksmiðju í ar Þar með hverfur guli reykurinn frá Aburðar verksmiöjunni Ég er búinn að vinna í 18 ár í Áburðarverksmiðjunni og alltaf er verið að bíða eftir nýju sýru- verksmiðjunni, sagði Árni Jó- hannsson, Reykjavík, og spurði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra hvers vegna byrjaði hefði verið á viðbót við skrifstofu- bygginguna á undan sýruverk- smiðjunni. Árni spurði hvað framkvæmdirnar við skrifstofu- bygginguna hefðu kostað og hvað nýja sýruverksmiðjan myndi kosta. Þá spurði hann fjármála- ráðherra af hverju allir starfs- menn Áburðarverksmiðjunnar hefðu ekki tækifæri til að borða í mötuneyti staðarins, - í vetnis- salnum væri vinnan mjög bind- andi og enginn leysti menn af til að f'ara í mat. Ragnar Arnalds sagði að sýru- verksmiðjan nýja yrði væntan- lega fullgerð á þessu ári. Sú bygg- ing sem Árni talaði um hýsti tæknideild, mötuneyti og félags- aðstöðu og hefði henni m.a. verið hraðað vegna krafna frá vinnu- eftirliti og heilbrigðiseftirliti. Skrifstofur yrðu hins vegar áfram ígamlahúsinusemerbyggt 1953. Ragnar sagði að framkvæmdir við byggingu yfir tæknideildina hefðu hafist fyriralvöru árið 1980 og á árunum 1980, 1981 og 1982 hefði verið varið um 24 miljónum króna til þeirra á vérðlagi ársins 1982. Framkvæmdir við sýru- verksmiðju hófust 1981 og á því ári og 1982 var veitt til þeirra 57,5 miljónum á verðlagi 1982. Þá hefði á árunum 1980 og 1981 ver- ið varið tæpum 20 miljónum til bryggju við verksmiðjuna. Hvað mötuneytismálin varð- aði sagði Ragnar að sér þætti eðli- legt að allir starfsmenn Áburð- arverksmiðjunnar sætu við sama borð í þeim efnum, en mötuneyt- ið er einmitt til húsa í nýju bygg- ingunni. - ÁI Stjórnarráðið að kaupa hús Lands- smiðjunnar Hvernig gengur með kaup á húsnæði Landssmiðjunnar við Sölvhólsgötu? spurði Óskar Ár- mannsson starfsmaður smiðj- unnar fjármálaráðherra, þegar hann sat fyrir svörum á beinni línu Þjóðviljans í síðustu viku. Bætti Oskar því við að selja þyrfti húsið svo Landssmiðjan geti haldið áfram byggingu sinni í Ell- iðavogi. „Ég hef nýlega gert ráðstafanir til þess að kaupum ríkissjóðs á Landssmiðjuhúsinu verði hraðað", sagði Ragnar Arnalds. „Upp kom ágreiningur um kaupverðið milli annars vegar Landssmiðjunnar og mat^manna fjármálaráðuneytisins og hefur það tafið frágang málsins. Nú hefur tveimur ákveðnum mönnum verið falið að vera eins konar yfirmatsmenn í þessu máli og það stefnir allt í rétta átt. Lándssmiðjan ætti því að geta notað féð í nýju bygginguna innan tíðar.“ Ragnar bætti við að ríkissjóður hefði á undanförnum árum aflað 26,3% vinna fyrir ríki og sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu 16,8% í öðrum landshlutum Hver er starfsmannafjöldi hins opinbera annars vegar á Reykjavíkur- og Reykjanessvæði og hins vegar í öllum hinum kjör- dæmunum? spurði Sveinbjörn Jónsson á Súgandafirði Ragnar Arnalds, þegar hann svaraði les- endum á beinni línu Þjóðviljans. Sagðist Sveinbjörn gjarnan vilja vita hversu stjórnunarþátturinn væri mikill á höfuðborgarsvæð- inu, en hann hefði heyrt að í Reykjavík og í Reykjanesi ynnu 19.400 manns á vegum hins opin- bera. „Ég hef þessar tölur ekki við hendina í riti Framkvæmdastofn- unar . „Vinnumarkaðurinn 1981““, sagði Ragnar. „Þar er störfum á vegum hins opinbera skipt eftir ársverkum í þrjá þætti, - opinberar framkvæmdir, opin- bera þjónustu og opinbera stjórn- sýslu. Hér er um að ræða bæði starfsmenn ríkis og sveitarfélaga og á árinu 1981 voru 26,3% allra ársverka í Reykjavík og Reykjanesi á vegum hins opin- bera á móti 16,8% í öðrum landshlutum. í opinberri þjónustu, þ.e. við menntastofnanir, rannsóknastof- ur, bókasöfn og heilbrigðisþjón- ustu voru unnin 11389 ársverk í Reykjavík og Reykjanesi á árinu 1981, 1326 við opinberar fram- kvæmdir og 3451 í opinberri stjórnsýslu. Samsvarandi tölur í öllum öðrum landshlutum eru 5.109 í opinberri þjónustu, 947 í opinberum framkvæmdum og 1539 í opinberri stjórnsýslu. í öll- um atvinnugreinum í Reykjavík og Reykjanesi töldust vera 61.438 þannig að í opinberri þjónustu eru samtals 26,3% - 28,1 í Reykjavík og 23,5 í Reykjanesi. Hlutfallið fyrir alla aðra landshluta er 16,8%“, sagði Ragnar. Hann bætti við því við dregið hefði úr störfum í opinberri þjón- ustu á milli áranna 1980 og 1981, mest í framkvæmdum, þar sem ársverkum hefði fækkað um í.9,3%, 0,4% fækkun hefði orðið í opinberri stjórnsýslu og 0,8% í opinberri þjónustu. -ÁI stjórnarráðinu meira húsrýmis með fasteignakaupum á þessu svæði enda væri að því stefnt að hafa aðsetur stjórnarráðsins áfram á þessum stað. Hann sagðist einnig ekki vilja útiloka að Samband ísl. samvinnufélaga sem á mikið af húseignum við Sölvhólsgötu myndi á endanum selja ríkinu þær. -ÁI Vaxtagreiðslur á launaskuldir Finnst þér að ríkja eigi j afnrétti milli launþega og ríkisins? Launþegar eru krafðir um vexti af skuldum sínum gagnvart ríkinu en á þetta ekki að vera jafnt á báða bóga? Á ekki ríkið að greiða vexti af sínum skuldum, t.d. launaskuldum sem myndast vegna mistaka Launadeildar? spurði Guðjón Indriðason, Reykjavík, fjármálaráðherrann Ragnar Arnalds þegar hann sat fyrir svörum á beinni línu Þjóðviljans. „Það hefur lengi verið almenn regla að ríkið greiðir því aðeins vexti af viðskiptaskuldum sínum að það sé dæmt til þess“, sagði Ragnar. „Þó var gerð sú veiga- mikla undantekning á þessu fyrir nokkrum árum varðandi beina skatta að ríkið greiðir nú al- menna sparisjóðsvexti af inneign sem myndast hjá skattgreiðanda. Það gildir raunar sama reglan um þetta hjá ríkinu eins og öllum öðrum launagreiðendum, að vextir eru ekki greiddir af launa- kröfum þótt dráttur verði á greiðslu nema samkvæmt dómi. Þó hefur verið ákveðið í seinni tíð í nokkrum undantekningartilvik- urh að gamlar launaskuldir sem stafað hafa af mistökum launa- deildar hafa verið greiddar á launataxta mánaðarins næst á undan greiðslumánuði. Þetta fyrirkomujag er vissulega umdeilanlegt og í kjarasamninga- viðræðum ríkisins og BSRB sum- arið 1980 voru þessi mál m.a. á dagskrá“, sggði Ragnar. „Af hálfu ríkisins var þá boðið að samið yrði um það sem almenna reglu að yrði verulegur dráttur á launagreiðslúm sem sannanlega yrði rakinn til mistaka launa- greiðanda, yrði skuldin gerð upp á launataxta mánaðarins næst á undan. Niðurstaða fékkst þó ekki í þeim samningaviðræðum. Ég tel nauðsynlegt að endur- skoða þessi mál því að mjög bagalegt er fyrir launþega að fá ekki launaskuld sína verðbætta. En auðvitað þyrfti ein regla að gilda um þessi mál hvarvetna á vinnumarkaðnum og þeir sem annast launaútreikninga sjá ýmsa tæknilega vankanta á verðbóta- og vaxtaútreikningi af þessu tagi“, sagði hann. _ ÁI Söngsveitin Fílharmónía Á Sinfóníu- tónleikum Guðmundur Emilsson stjórnar næstu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Háskólabíói í kvöld. Guðmundur er einn aðal hvata- maður að stofnun íslensku hljóm- sveitarinnar, sem hefur, á sínu fyrsta starfsári, haldið marga at- hyglisverða tónleika undir hans stjórn. í vetur hefur hann verið aðal- stjórnandi Söngsveitarinnar Ffl- harmóníu og mun sá kór koma fram í aðalverkinu á þessum tón- leikum: Requiem (Sálumessu) eftir franska 19. aldar tónskáldið Gabríel Fauré. Requiem Faurés er talið eitt sérkennilegasta verk í þessari grein kirkjutónlistar, ein- falt og látlaust í sniðum en um leið sterkt og áhrifámikið. Auk kórsins koma fram 2 einsöngvarar: Elísa- bet F. Eiríksdóttir, sópran, sem undanfarið hefur starfað við ís- lensku óperuna og Robert Becker, sem vakti um daginn mikla hrifn- ingu í hlutverki Scarpia í Toscu. Á tónleikunum í kvöld verður einnig flutt þriðja sinfónía Mend- elsohns, sem nefnd hefur verið „Skoska sinfónían" en hún er, ásamt „ftölsku sinfóníunni“ og fiðlukonsertinum, talin til bestu hljómsveitarverka þessa ljúfa „rómantíska" snillings. - mhg. Þrígilt ráð til lækkunar á raforku- reikningi bænda Mestur hluti þeirrar raforku, sem Rafmagnsveitur ríkisins selja bændum, er seld á svonefndum marktaxta, (um 97%). Hann er þannig byggður upp, að greitt er fast gjald fyrir tiltekinn afltopp, (markaflið) og fyrir orkuna er greitt tiltölulega lágt verð, fari álagið ekki yfir markaflið. Fari álagið hinsvegar yfir þetta mark er sú orka mæld sérstaklega, og fyrir hana er greitt aukagjald, sem svar- ar til orkugjaldsins á heimilistaxta. Eitthvað á þessa leið mælti Guð- mundur Guðmundsson hjá RA- RIK í erindi sínu á ráðstefnunni um orkunotkun og orkusparnað. Guðmundur benti og á, að til þess að meðalverð til notandans verði sem lægst, er þýðingarmikið að hæfilegt markafl sé valið fyrir viðkomandi býli, og ekki síður að orkunotkuninni sé stýrt þannig, að nýting markaflsins verði sem best. Yfimotkunin undanfarin ár hefur verið frá 1-2% og er nú 1,8% af heildarársnotkun á taxtanum, sem svarar til 873 kWh á hvern notanda að meðaltali og verður að teljast innan skynsamlegra marka. Tölur yfir meðalnotanda á mark- taxtanum eru þessar: Markafl: 9.634 kWh. Ársnotk- un: 47.763 kWh. Yfirnotkun: 873 kWh. Samkvæmt núgildandi gjald- skrá greiðir notandinn fyrir þetta 46.417 kr. á ári eða 97,2 aura á kWh að meðaltali. Án niður- greiðslu væri þessi kostnaður 52.166 kr. á ári eða 109,2 aurar á kWh. Talið er að 70% af raforku- sölu á marktaxta sé til íbúðarhúsa- hitunar og er taxtinn greiddur nið- ur í samræmi við það. Þessir 109,2 aurar á kWh skipt- ast þannig, að Landsvirkjun fær 70,3%, söluskattur og verðjöfnun- argjald em 14,6% en 15,1% renna til Rafmagnsveitna ríkisins til að standa undir kostnaði þeirra við þessa orkusölu. Guðmundur lauk máli sínu með þessum eftirtektarverðu orðum: „Ég held, að miðað við núver- andi ástand, séu eftirfarandi þrjú ráð langsamíega áhrifamest til þess að ná fram lækkun á raforku- reikningi bænda svo, að nemi um- talsverðum fjárhæðum: I fyrsta lagi að einangra íbúðarhúsið betur, í öðm lagi að einangra íbúðarhúsið betur og í þriðja lagi að einangra íbúðarhúsið betur“. - mhg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.