Þjóðviljinn - 14.04.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 14.04.1983, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. apríl 1983 Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem hefur gert eitthvað til þess að bæta fólki skakkaföll raunvaxtastefnunnar. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn með skýrar og ábyrgar tillögur í kosningabaráttunni. Hvað hafa flokkarnir gert í húsnæðismálum? Ekkert hefur fariö jafnilla meö fjárhag launafólks og raunvextirnir á undanförnum árum. Raunvextirnir voru ákveðnir með lögum 1979, en ekki framkvæmdir fyrr en Alþýöuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tóku viö viðskiptaráöuneytinu, þeir Kjartan Jóhannsson og Tómas Árnason. Svavar Gestsson stöðvaði f ramgang óheftrar raunvaxtastefnu 1979 eins og Vilmundur Gylfason hefur meðal annars gagnrýnt Svavar fyrir. Hvað hefur Alþýduflokkurinn gert? Það eina sem Alþýðuflokkurinn hefur gert í húsnæðismálum felst í raunvaxta- stefnunni. Alþýðuflokkurinn á þannig meiri þátt í því en nokkur annar flokkur að bera ábyrgð á erfiðleikum launafólks í hús- næðismálum eins og þeir eru um þessar mundir. Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir lagasmíð um húsnæðismál í vinstristjórn- inni 1978-1979. Alþýðuflokkurinn gerði ekki ráð fyrir neinum tekjustofni handa Byggingarsjóði verkamanna í því frum- varpi. Alþýðuflokkurinn ætlaði því áfram að svíkja fyrirheitin sem verkalýðshreyf- ingunni voru gefin 1974. Þannig eru afrek Alþýðuflokksins í hús- næðismálum. Hvað hefur Alþýðubandalagið gert? Alþýðubandalagið hefur beitt sér fyrir margvíslegum endurbótum á húsnæðislánakerfinu þó þær endurbætur dugi ekki til þess að vega upp óhagræðið af raunvaxtastefnunni. Meðal þess sem Alþýðubandalagið hefur beitt sér fyrir er þetta: 1. Sexföldun á framlögum til Byggingar- sjóðs verkamanna sem nú byggir á sl. tveimur árum 500 íbúðir í stað 800 áður á 12 árum. Þannig er nú staðið við fyrir- heitin frá 1974 sem fyrri ríkisstjórn sveik árum saman. Nú geta þeir sem áður áttu ekkert hús víst annað en kjallaraholur og hermannabragga gert sér vonir um mannsæmandi húsnæði, 2. Framlög til Byggingarsjóðs ríkisins hafa verið tvöfölduð að raungildi í ár frá sl. ári. 3. Opinber lán til húsnæðismála eru nú hærri að raungildi en 1977 (síðasta heila ár Geirs Hallgrímssonar) og 1980 (síð- asta árið sem Alþýðuflokkurinn ákvað húsnæðislánin í fjárlögum). Lffeyris- sjóðirnir veita einnig meira fé til hús- næðislána en áður og hlutdeild bank- anna hefur aukist. 4. Framlög til íbúðabygginga fyrir aldraða hafa stóraukist í valdatíð núverandi ríkisstjórnar. Hið sama er að segja um húsnæði vegna þroskaheftra og fatlaðra, þar á meðal verndaða vinnustaði og sambýli svo fátt citt sé nefnt. 5. Húsnæðislög eru nú opnari en áður og skapa möguleika fyrir sérstökum lánum vegna orkusparnaðar og einstaklinga með sérþarfir. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt og mætti margt fleira tína til. Yfir þessu þegja andstæðingar Alþýðubandalagsins vegna þess að þeim er í mun að ata formann Al- þýðubandalagsins Svavar Gestsson auri og spara ekki lygarnar. Andstæðingarnir þegja yfir því sem vel er gert, en halda hinu til haga. Það er von. Þeim er vorkunn því málefnafátæktin er mikil. Hvað hefur Framsóknar- flokkurinn gert? Framsóknarflokkurinn hefur staðið gegn ölíum lagfæringum á húsnæðislánakerfinu í núverandi ríkisstjórn. Dæmi: 1. Hann hafnaði tillögu um veltuskatt sem átti að renna til húsnæðislánakerfísins sl. sumar. 2. Hann hafnaði kröfum um skuldbreyt- ingu til húsbyggjenda sl. sumar og hefur ekki enn svarað bréfí félagsmálaráð- herra frá 14. janúar. 3. Hann hafnaði tillögu Alþýðubandalags- ins um sérstakan skyldusparnað í hús- næðislánakerfíð. 4. Hann hefur ekki sinnt samþykkt ríkis- stjórnarinnar frá sl. sumri þar sem gert var ráð fyrir því að samtengja banka- kerfið, húsnæðislánakerfíð og lífeyris- sjóðina. íbúðabygg- ingar aukast í Rvík Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur sent frásérskýrslusínafyrirárið 1982. Þar kemurfram, aðeftirsamdrátt ársins 1981 hefur byggingarstarfsemin aukist á árinu 1982. Er þásama hverniglitið er á helstu kennitölur byggingariðnaðarins: • Fullgerðum íbúðum fjölgaði úr 484 í 497, eða um 2.7% á árinu 1982 frá fyrra ári. • F okheldum íbúðum í árslok fjölgaði frá fyrra ári um 36.7% - úr 346 31. desember 1981 í 473 31. des. sl. • íbúðir í smíðum, ekki fokheldar, voru 716umsl. áramót, en 596 ári fyrr. Fjölgunin nam 28.4%. • íbúðir í smíðum alls, fokheldar og skemmra komnar, voru 1.189 um sl. áramót, en voru 942 ári fyrr. Fjölgun íbúða í smíðum alls var 26.2%. • Ásl. árivarhafinbyggingá744íbúðum í Reykjavík, en það er hæsta tala síðustu sex ára. Fjölgunin frá fyrra ári nemur um 18%, en frá því í hitteðfyrra er fjölgunin 55.3%. 5. Hann hefur hafnað tillögum um að lög- binda hlut bankakerfísins í húsnæðis- lánum. - Svo gengur hann fram í kosningabar- áttunni og heimtar skuldbreytingar, heimtar 80% lán og samtengt húsnæðis- lánakerfi! Heyr á endemi. Hvað hefur Sjálfstæðis- flokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft félags- málaráðuneytið lengi á sinni ábyrgð. í hans tíð hafa húsnæðismálin legið í láginni. Á síðustu þremur árum liggur hins vegar fyrir eftirfarandi um afrek íhaldsins: 4 1. Sjálfstæðisflokkurinn stöðvaði frum- varp um skyldusparnað í þinginu og í ríkisstjórninni á liðnu kjörtímabili. Skyldusparnaðurinn átti að vera af hæstu tekjum og af fyrirtækjum. 2. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér innan ríkisstjórnar og í stjórnarandstöðu gegn frumvarpi um hækkun á lánsfé lífeyris- sjóðanna til húsnæðismálakerfísins. 3. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í borgar- stjórn Reykjavíkur beitt sér fyrir lóða- málastefnu sem kemur sérstaklega niður á ungu fólki þar sem fjölbýlishúsalóðum fer nú stöðugt fækkandi í Reykjavík. 4. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn frumvarpi félagsmálaráðherra um lag- færingar á húsnæðislánakerfínu á sl. vetri. í því frumvarpi var gert ráð fyrir 25% hækkun á raungildi lána til þeirra sem eru að byggja sér húsnæði í fyrsta sinn. 5. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja niður verkamannabústaðakerfíð, en formað- ur hans telur að í því kerfi felist „óviðun- andi misrétti“. Sjálfstæðisflokkurinn flytur - þrátt fyrir þetta - tillögu í kosningabaráttunni sem kostar 2,5 miljarða um 80% lán til hús- byggjenda! Bandalag jafnaðarmanna Eina framlag Bandalags jafnaðarmanna til húsnæðismála er raunvaxtastefna Vil- mundar Gylfasonar. íbúðir fyrir ungt fólk Alþýðubandalagið hefur eitt flokka sett fram skýra og ábyrga kröfu í húsnæðismál- um í þessari kosningabaráttu sem gerir ráð fyrir áfanga í húsnæðismálum sem unnt er að ná strax á þessu ári. Alþýðubandalagið vill að hér verði um að ræða sérstakt átak fyrir þá sem byggja og kaupa í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að þeir fái lán sem nemur 400 þúsund krónum á íbúð í einu lagi en það er veruleg hækkun frá því sem nú er kostur á. Alþýðubandalagið hefur jafnframt sýnt fram á það hvernig á að afla fjár í þessu skyni. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem hefur gert eitthvað til þess að bæta fólki skakkaföll raunvaxtastefnunnar. Alþýðu- bandalagið er eini flokkurinn með skýrar og ábyrgar tillögur í kosningabaráttunni. Lífeyrissjóðirnir lána byggingarsjóðun- um fé og hefur samstarf við lífeyrissjóðina farið batnandi á liðnum árum. Þó eru tveir lífeyrissjóðir sem svíkjast undan merkjum, það eru Lífeyrissjóður verslunarmanna undir forystu frambjóðanda Sjálfstæðis- flokksins Guðmundar H. Garðarssonar og Lífeyrissjóður SÍS undir forystu Framsókn- armanna. Þrátt fyrir þetta hefur hlutur annarra líf- eyrissjóða aukist á liðnum árum. Þetta kemur fram í yfirliti sem Svavar Gestsson birti á fundi Æskulýðsfylkingar Alþýðu- bandalagsins um húsnæðismál fyrir nokkru. Þar eru skuldabréfakaup lífeyris- sjóðanna sett sem 100 1971. Miðað við það varð þróunin svo sem hér segir: 1971.............. 1972 ............. 1973 ............. 1974 ............. 1975 ............. 1976 ............. 1977 ............. 1978 ............. 1979 ............. 1980 ............. 1981 ............. 1982 ............. 1983 ............. ....................100 ....................268 ....................106 .....................418 .....................669 .....................644 .....................505 .....................538 .....................967 ................... 1217 ...............v.. 1330 .................. 1271 ........................ 1437 Hœkkandi Á þessu ári eru framlög ríkisins í bygging- arsjóðina mun hærri en á sl. ári og um 12,4% hærri en á árinu 1980 en það ár byggðu byggingarsjóðirnir á fjárlagafor- sendum Alþýðuflokksins. Miðað við að fra- mlög ríkisins 1971 hafi verið 100 hafa þau verið sem hér segir síðustu árin: 1980....................................107 1981.......... 113 1982 ................................. 105 1983 ................................. 120 Batnandi Byggingar- sjóða Á síðustu árum hefur staða byggingar- sjóðanna batnað mjög frá því sem áður var þar sem öll ián sjóðanna eru nú verðtryggð. Kemur þctta fram meðal annars með hækk- andi cigin tekjum byggingarsjóðanna. Á að- eins 7 árum hefur raunvirði eigin tekna sjóðanna tvöfaldast. Þegar þetta er metið er gjarnan litið á afborganir, vexti og vísitölu sem eru meg- inþáttur í útlánum byggingarsjóðanna. Þessar stærðirjiafa breyst síðustu árin sem hér segir (miljónir króna á verðlagi ársins 1982, 1971 = 100): 1971 94,7 milj.kr. 100 1972 95,3 mi(j.kr. 101 1973 96,9 miy.kr. 102 1974 87,0 miy.kr. 92 1975 82,5 milj.kr. 87 1976 96,7 milj.kr. 102 1977 105,8 milj.kr. 112 1978 112,7 milj.kr. 119 1979 140,4 milj.kr. 148 1980 142,5 milj.kr. 151 1981 -179,2 -milj.kr. 189 1982 191,3 milj.kr. 202 1983 200,2 milj.kr. 211

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.