Þjóðviljinn - 14.04.1983, Qupperneq 12
DWÐVIIIINN
Fimmtudagur 14. apríl 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Framsóknarmenn staðið á móti skuldbreytingum til lengri tíma
Yfirgengileg ófyrirleitni
Segir Grétar Þorsteinsson um áróður Framsóknar
- Málflutningur Framsóknar-
manna er yfirgengileg ófyrirleitni,
sagði Grétar Þorsteinsson formað-
ur Trésmiðafélagsins og flmmti
maður G-listans í Rvík í viðtali við
Þjv. í gær. Nú tala þeir um nauðsyn
skuldbreytinga til tíu ára í kosning-
aáróðri sínum. Þegar skuld-
breytingin var gerð fyrir húsbyggj-
endur árið 1981 lögðum við tii að
skuldbreytingin yrði til 12 ára en
fulltrúi bankamálaráðherrans
lagði til að hún yrði til 5 ára í nefnd
sem ríkisstjórnin skipaði til að gera
tillögur um lengingu skulda. Til
málamiðlunar var fallist á að gera
tillögu um 8 ára skuldbreytingu
sem fulltrúi bankamálaráðherrans
féllst á um síðir. Það var meirihluti
nefndarinnar sem lagði til þessa
skuldbreytingu árið 1981 sem sam-
þykkt var í ríkisstjórninni það ár.
Fulltrúi Seðlabankans var á móti.
- Meirihluta nefndarinnar
skipaði auk mín Ólafur Jónsson frá
Húsnæðisstofnun og Jón Sólnes
formaður nefndarinnar sem var
fulltrúi forsætisráðherra í nefnd-
inni og um síðir fulltrúi banka-
málaráðherrans Jón Júlíusson.
Snauður
vinur
auðgum
betri
Nú hafa safnast 2.464,15 krónur
í Alusuisse söfnuninni, en hún hef-
ur staðið yfir í tvær vikur. I frétt
frá söfnuninni segir að þessi upp-
hæð jafngildi 18.955 kílóvatt-
stundum handa Alusuisse en rúm-
lega 1000 kílóvattstundum til
heimilisnota á Islandi. Síðan segir:
„Við viljum hér með þakka öllum
þeim, sem þegar hafa brugðist vel
við kalli okkar.
Engu að síður hljótum við að
harma það tómlæti, sem alltof
margir hafa enn sýnt söfnuninni.
Er þetta þeim mun furðulegra sem
íslendingar hafa jafnan brugðist
fljótt og vel við, þegar bágstaddir
hafa átt í hlut og hafa raunar öðlast
viðurkenningu á alþjóðavettvangi
fyrir skarpan skilning á kjörum
nauðstaddra.
Við erum hins vegar bjartsýnis-
menn og treystum því, að íslend-
ingar eigi eftir að sýna bróðurhug
sinn enn betur í verki.' Við minnum
á, að ekki þarf að spara nema 1
kílóvattstund til eigin heimilisnota
til að geta sér að skaðlausu gefið
Alusuisse andvirði allt að 18 kíló-
vattstunda.
Greinargerð okkar erúm það bil
að koma út myndskreytt og verður
reynt að dreifa henni sem víðast án
þess að það bitni mikið á söfnun-
arfénu. Við minnum enn á
póstgírónúmer okkar: 78300-5.
Munum einnig orðskviðina:
Margur á við raun að rjá.
Oft ersnauður vinur auðgum betri.
Kornið fyllir mœlinn.
Hreinir reikningar gera góða vini.
Ekkert er ofgert fyrir vin. “
Tvö létust
Banaslys varð á mótum Ölfus-
vegar og Þrengslavegar í gær er stór
vöruflutningabifreið og fólksbíll
rákust saman. Þrjú ungmenni voru
í fólksbílnum og létust tvö þeirra
samstundis. Stúlka sem var í fólks-
bflnum var flutt á slysadeild Borg-
arspítalans mikið slösuð. Öku-
maður vöruflutningabifreiðarinnar
slapp lítið meiddur.
Fulltrúi Seðlabankans Sigurgeir
Jónsson stóð á móti og skilaði sérá-
liti.
- Þessi skuldbreyting var svo
lögð fyrir ríkisstjórnina og sam-
þykkt. Hún náði aðeins til
verðtryggðra skammtímalána hús-
byggjenda frá 1978 til 1981. Þá
varð skammtímalánum breytt í eitt
langtímaián hjá þeim sem vildu.
Bankamálaráð-
herrann á móti
- Það myndi létta mikið undir
með íbúðabyggjendum ef gerð yrði
hliðstæð skuldbreyting núna. En
hún þyrfti að ná yfir lengri tíma,
12-15 ár teldi ég lágmark. Slík
skuldbreyting myndi gerbreyta
aðstöðu íbúðakaupenda. Það hef-
ur líka verið knúið á um slíka
skuldbreytingu. En bæði banka-
málaráðherra Framsóknar og
bankarnir virðast standa á móti
slíkri skuldbreytingu. Þess vegna
finnst mér líka ótrúleg ósvífni hjá
Framsóknarmönnum í kosninga-
bæklingnum og í áróðri að segjast
endilega vilja skuldbreytingu nú og
gefa í skyn að staðið hafi á Alþýðu-
bandalaginu því efni. .
- Bankarnir virðast vilja láta fólk
hlaupa á milli peningastofnana til
að greiða afborganir og víxla í
mörgum stofnunum. Þessi hlaup
og eltingar fara mjög illa með fólk.
Með því að gera hliðstæða skuld-
breytingu væri hægt að losa fólk út
úr klemmu vegna fallandi víxla og
afborgana af skammtímalánum og
svo úr þeirri klemmu sem þrengir
oft meir að fólki, en það er tauga-
stressið sem fylgir þessum hlaupum
nú, sagði Grétar að lokum. -6g
KASKCXABIO/ 1AUGARCW3 KL2
KOSNINGAFUNDUR
&OPÐHUS
Kosningafundur G-listans í Reykjavík verður í
Háskólabíói á laugardaginn kemur, 16. apríl.
Húsið verður opnað kl. 13.30
en fundurinn hefst stundvíslega kl. 14.
Dagskrá kosningafundarins:
Lúðrasveit verkalýðsins leikur í aðdraganda fundar.
Söngsveitin Raddbandið syngur baráttusöngva í sal
Háskólabíós frá 13.50 til 14.
Stutt ávörp: Arnór Pétursson
Guðmundur J. Guðmundsson
Guðrún Helgadóttir
Ólafur Ragnar Grímsson.
Flutt verður leikflétta í fimm þáttum um mál málanna.
• Upplestur: Guðrún Hallgrímsdóttir.
• Sigrún Valbergsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Margrét
Pála Ólafsdóttir og Grétar Þorsteinsson taka lagið.
• Bubbi Morthens syngur við gítarundirleik.
• Fjöldasöngur
• Lokaorð: Svavar Gestsson.
Fundarstjórar eru Álfheiður Ingadóttir og Margrét
Björnsdóttir.
Að loknum kosningafundi munu frambjóðendur
G-listans spjalla við fundarmenn í anddyri
Háskólabíós og svara spurningum um
atvinnu- og efnahagsmál, stjórnkerfismál,
félagsmál, húsnæðismál, friðar- og utanríkismál,
umhverfismál og álmáíið.
Margrót Pála
Grétar
Bubbi Morthens
Álfheiður
Margrét
Guðrún