Þjóðviljinn - 20.05.1983, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 20. maí 1983
Bridge
Mikil spenna ríkti í síðustu umferð Islands-
móts í tvimenning. Fyrir setuna leiddu
Þórarinn og Guðmundur Páll mótið og áttu
16 stig á Jón og Savar.
Þeir fyrrnefndu spiluðu við Hermann og
Ólaf, en sveitarfélagar Þórarins, Þorgeir og
Guðmundur, fengu það örðuga hlutverk að
varna Jóni og Sævari vegar að titlinum.
Spilið I dag átti drýgstan þátt I að það tókst
ekki. V gefur, A-V á hættu.
Norður
S G9742
H KD7
T 102
L 1096
Vestur
S KD108
HG108543
T 4
LK4
Suöur
S A
H 92
T AG853
L AG872
Pörin sem kepptu um titilinn sátu bæði
N-S. Á móti Þórarni og Guðmundi vakti
Ólafur á 2 hjörtum, 10-12 HP. og 4-5 I
hálitunum. Tvö pöss fylgdu og Þórarinn
kaus aö fylgja ekki „salnum", og passaði,
þrátt fyrir hagstæöar hættur. 110 i A-V og
21/22 mögulegum til A-V.
Vafalaust hefðu 3-lauf norðurs, eftir 2-
grönd frá suöri (lálitir) verið dobluö, en 100
í A-V hefðu nægt þeim félögum, og titillinn
verið þeirra.
Vik|um nú að hinni viðureigninni. Þar
böröust Jón og Sævar upp á 3. sagnstig og
Guðmundi Sveins. leist illa á vörn, á vestur-
spilin og sagöi 3 hjörtu, sen Norður, Sæv-1
ar doblaði, taktískt, til að vernda „bútinn"
og 200 var uppskeran. Þvi miður veit ég
ekki hvernig úrspilið gekk fyrir sig, en það
er Ijóst, aö unnt er að koma samningnum
heim, nema útspilið sé tigull.
Sagnhafi leggur af stað með tromp og
gosa og pikkar upp niu suðurs, gefur einn
slag á hvorn lit.
200 gaf Jóni og Sævari vitanlega topp-
skor.
Eina útspilið sem hnekkir á spilinu, á
opnu boröi er tigull á ás og tigull til baka.
Sagnhafi trompar heima og spilar hjarta-
gosa, lagt á ás. Hjarta 6,9,10 og drottning
og nú er tromp-sjö norðurs stórveldi. Lauf
á ás og tígull i þriöja sinn tryggir þaö.
En vörn sem þessi er illfinnanleg viö
borðið, enda fannst hún ekki.
Austur
S 653
H A6
T KD976
L D53
Skák
Karpov að tafli - 141
Karpov varð að sætta sig við jafntefli úr
hagstæöari stöðu gegn Jan Timman i 14.
umferð skákmótsins í Skopje. Það gerði
Uhlmann kleift að saxa á forskotið þannig
aö þegar siðasta umferð rann upp var
munurinn aðeins 'h vinningur. Karpov var
með 11 'h vinninga, en Uhlmann með 11
vinning. Þaö jók á spennuna að þeir mætt-
ust I síðustu umferð og stýrði Uhlmann
hvítu mönnunum. En Karpov hélt ró sinni
og tefldi af miklu öryggi. Eftir 20 leiki bauð
Uhlmann jafntefli - en Karpov hafnaði,
jafnvel þó svo jafnteflið dygði til sigurs i
mótinu. Eftir 40. leik svarls kom þessi
staða upp:
40. .. Rg4!
(Með einfaldri hótun: 41. - Hb1 mát.)
41. g3 Re3
42. Kh1 Kg6
43. Hb7
(En ekki 43. Re8 Kf5! 44. Rxg7+ Kg4
O-S frv.) 45 g4 Rxh4
43. .. Hd2 46 Kg1
44. Rxb5 Rf5
(Svartur hótaði 46. - Rf3.)
46. .. Hg2+ 49- a4 h5
47. Kf1 Hxg4 59- a5 h4
48. Ha7 Rf5 51. Ha8 h3
- og Uhlmann gafst upp. Eftir 52. Hh8 Rh6
er leið h-peðsins upp í borð greið. Loka-
staðan í Skopje varð þessi: 1 Karpov 12'/
2 v. (af 15) 2. Uhlmann 11 v. 3. Timman
10'/2 v. 4.-5. Kurajica og Tarjan 9 v. 6.
Velimirovic 8V2 v. 7 Adorjan 8 v. 8.-9.
Ivkov og Matanovic 7'h v.
1
Wrp P S-
Wm m i í H t v - -mm (li
1 J\x\{l L L. „ . »4:1
\\ ÍH 'fáuÉi
Krakkarnir í unglingavinnunni. F.v.: Hildur Bernder, Jón Þorsteinsson, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Hlín
Sveinbjörnsdóttir, Rósa Bjarnadóttir og Kristín Kristjánsdóttir.
Þokkalega borgað í
unglingavinnunni
Á síöustu dögum þegar menn
hafa hreinlega séð og heyrt grasiö
spretta fyrir augum sér, mann-
fólkið hefur unnvörpum hrist af
sér slen og flensur vetrarins og
skólarlokadyrumnæstum ósjálf-
rátt, þá er eins og lífið öðlist nýja
merkingu. Jafnvel krían, sem er
komin í hólmann og er tekin við
að gera hreiður sín, má vera að
því að líta upp og bjóða góðan
daginn, því hún veit að það er
ekki fyrr en síðar í sumar að hún
brýnir gogginn og tekur koll-
steypur sínar í átt að þeim sem
rekja slóðina að hreiðurstæðinu.
Það er þá sem að golfleikararnir
úti á Nesi fá sér hjálma og biðja
bænirnar sínar áður en þeir leggja
inná braut níu. Hvað sem því
líður þá slapp undirritaður út í
góða veðrið einn daginn og með í
förinni var ljósmyndari vor Einar
Karlsson. Haldið var upp í
Breiðholt og unglingar í bæjar-
vinnunni.nýsloppnir úr skólan-
um, teknir tali. Ofar í brekku
þar sem er Kópavogur hittum við
þrjá hesta og börn að leik og þeg-
ar lengra var haldið, inn í Hafn-
arfjörð og upp til fjárhúsa sem
þar eru í næsta námunda hvar
telpur tvær léku sér við lömbin
smá. Og meðfram Keflavíkur -
veginum eiga menn og konur
sér kartöflugarða.
Það horfir verr í ár með suniar-
vinnu skólafólks heldur en í fyrra.
Unglingar þyrpast þúsundum
saman út á vinnumarkaðinn og í
Rcykjavík a.m.k. reynist erfitt að
útvega öllum vinnu. Hjá atvinnu-
miðlun stúdenta voru í lok síðustu
viku komnir á lista um 300
manns, en þar eru ótaldir þeir
námsmenn aðrir sem ekki hafa
fengið vinnu.
Við Breiðholtsbrautina í
Reykjavík hittum við að máli
nokkra unglinga, þrír þeirra voru
við nám í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti, tveir í Menntaskólan-
um við Sund og einn í Fjöl-
brautaskólanum í Árbæ.
Hlín Sveinbjörnsdóttir flokks-
stjóri
Ekki kváðust þau hafa átt í
miklum erfiðleikum með að fá
vinnu enda sum þeirra búin að
vinna hjá Reykjavíkurborg áður.
Kaupið? Unnið eftir Dagsbrún-
artaxta frá kl. 9 á morgnana til kl.
17 á daginn - og í öllum veðrum.
Ef rignir, þá er gamli regngallinn
tekinn fram, sagði æskufólkið.
Þau undu glöð við sitt ehda veður
með allra besta móti.
Samkeppni um gerð
plakats fyrir Listahátíð 1984:
„Heilög
Sesselja“ hlaut
1. verölaun
Hannes Sigurðsson nemandi í
Myndlista- og handíðaskólanum
hlaut 1. verðlaun í samkeppni um
veggspjald fyrir Listahátíð 1984
sem framkvæmdastjórn Listahát-
íðar 1984 efndi til þann 14. febrú-
ar síðastliðinn. Framkvæmda-
stjórnin ákvað að nemendur í
Myndlista- og handfðaskólanum
skyldu spreyta sig á þessu verk-
efni og skiluðu 23 nemendur inn
40 tillögum um veggspjöld.
Þrenn verðlaun voru veitt, 1.
verðlaun voru 30 þúsund krónur,
2. verðlaun sem komu í hlut Búa
Kristjánssonar voru 20 þúsund
krónur og 3. verðlaun 10 þúsund
krónur. Höfundar Birgir Björns-
son og Þorvaldur Ó. Guð-
laugsson.
Hannes Sigurðsson hlaut 1.
verðlaun fyrir plakat sem hann
nefnir „Heilög Sesselja" og lýsir
það þeim áhrifum sem gróandinn
í listalífinu í Reykjavík hefur á
kviknakinn himnaríkiskroppinn
Sesselju. Búi skilaði inn plakat-
inu „Flaututónninn" og 3.
verðlaunahafar sem voru tveir,
Birgir Björnsson og Þorvaldur Ó.
Hannes Sigurðsson höfundur verðlaunaplakatsins „Heilög Sesselja“.
Sesselja stekkur hæð sína í loft upp af einskærri ánægju yfir blómstr-
andi listalífi höfuðborgarinnar.
Guðlaugsson skiluðu inn hug-
myndinni „Myndir úr listinni“.
Þeir tveir eru úr auglýsingadeild
skólans, en Hannes og Búi eru í
málunardeild þriðja árs.
5 manna dómnefnd valdi úr til-
lögum til úrvinnslu, en lokadóm-
nefnd var skipuð þeim Þorkeli
Sigurbjörnssyni, Þóru Kristjáns-
dóttur, Hrafni Gunnlaugssyni,
Torfa Jónssyni, Árna Páli Jó-
hannssyni og Eddu Óskarsdótt-
ur. Þrjú þau fyrstu voru fulltrúar
Listahátíðar ’84 í nefndinni en
hin fulltrúar Myndlista- og hand-
íðaskólans. Framkvæmdastjóri
Listahátíðar ’84 er Bjarni
Ólafsson. _ hól