Þjóðviljinn - 20.05.1983, Page 5
Nýbreytni hjá Ferðamálaráði:
Menn í ferjunum
Ferðamálaráð hefur ákveðið að
hafa sérstaka starfsmenn sína um
borð í ferjunum Smyrli og Eddu,
sem verða í förum til landsins í
sumar. Sagði Lúðvík Hjálmtýsson,
formaður Ferðamálaráðs á fundi
með áhugamönnum um ferðaiðnað
á miðvikudag að þessir starfsmenn
yrðu fulltrúar ráðsins um borð,
veittu upplýsingar og hefðu eftirlit
með höndum.
Reglugerð samgönguráðu-
neytisins frá 25. mars sl. um eftirlit
með ferðum erlendra ferðamanna
um landið hefur vakið nokkrar
deilur. Með reglugerðinni var
Ferðamálaráði m.a. falið að kynna
útlendum ferðamönnum og ferða-
skrifstofum þessar nýju reglur, sem
m.a. kveða á um að leiðsögumaður
skuli hafa atvinnuleyfi á íslandi og
sérstakt leyfi þurfi til hópferða út-
lendinga um landið.
Lúðvík Hjálmtýsson sagði á
fundinum á miðvikudag að nú væri
verið að undirbúa kynningu á
reglugerðinni, hún hefur þegar
verið þýdd á 4 tungumál, ensku,
þýsku, frönsku og dönsku og verð-
ur öllum þeim sem vitað er til að
stunda erlenda ferðaútgerð á ís-
landi send hún til kynningar. Þá
hefur Félag leiðsögumanna tekið
að sér að kynna reglugerðina og á
fundinum voru ræddar ýmsar aðrar
leiðir til að koma henni á framfæri
við þá sem hún snertir helst.
-ÁI
✓
Ahugamenn um ferðamálin:
Samtök um
ferðamál
Áhugafólk um ferðamál hefur
stofnað mcð scr samtök sem hafa
það að markmiði að stuðla að
eflingu og úrbótum í ferðantálum
innanlands.
Pessi áhugamannahópur boðaði
fulltrúa helstu hagsmunaaðila í
ferðaþjónustu til fundar s.l.
miðvikudag. Þar voru mættir m.a.
fulltrúar Stéttarsambands bænda,
Náttúruverndarráðs, Félags ísl.
ferðaskrifstofa, Siglingamálastofn-
unar, Bílaleiga, Slysavarnafélags,
Landmælinga, BSÍ, Flugleiða,
Landvarðafélagsins, Leiðsögu-
mannafélgsins, Félags starfsmanna
í veitingahúsum, Ferðaskrifstofa,
Hópferðamiðstöðvar og fleiri.
Á fundinum var fjallað um hin
ýmsu mál, tengd ferðaþjónust-
unni, og úrbætur í þeim. Þar kom
m.a. fram að nokkuð hefur áunnist
s.l. mánuði, m.a. með setningu
reglugerðar um hópferðir útlend-
inga um landið og annarrar um tak-
markanir á innfluttum varningi út-
lendinga. Ennfremur að ýmislegt
er í undirbúningi, svo sem kynning
á þessum reglugerðum, talning
gistinátta á landinu sem talin er
gefa gleggri upplýsingar en talning
ferðamanna, o.fl.
Hópurinn hyggst halda starfi
sínu áfram á svipaðan hátt og koma
ábendingu um bætta þjónustu og
gestrisni við móttöku ferðamanna
á framfæri m.a. til nefndar sem
stofnað hefur verið til á vegum
fimm ráðuneyta til samstarfs um
úrbætur í ferðamálum. -ÁI
Reglugerð um farangur ferðamanna:
Eldsneyti og matvæli
takmörkunum háð
Fjármálaráðuncytið hefur í
reglugerð sett takmarkanir við inn-
flutningi erlendra ferðamanna á
bensíni og matvælum, líkt því og
gildir t.d. í Svíþjóð. Mega erlendir
ferðamenn hafa með sér allt að 10
kg af matvælum sem þó fari ekki
yfir 1200 krónur að andvirði og
cldsneyti allt að 200 lítrum í elds-
neytisgeymum bifrciða sinna.
Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu
hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að
slíkar takmarkanir verði settar eftir
að Smyrill hóf siglingar til landsins.
Hefur verið fullyrt að erlendir
ferðamenn flytji hingað með sér
yfrin matvæli og vistir auk þess sem
þeir flytji með sér bensín á lausum
ílátum. Á fundi sem áhugamenn í
ferðaþjónustu héldu s.l. miðviku-
dag var nýju reglugerðinni fagnað.
I gömlu reglugerðinni, sem þar
með er úr gildi fallin, segir að er-
lendir ferðamenn megi hafa með
sér ferðabúnað, þar meðtalin mat-
væli og aðrar vistir, að því til-
skyldu að varningurinn geti talist
hæfilegur og eðlilegur miðað við
tilgang ferðalagsins, dvalartíma og
hagi ferðamannsins og ef hann
eyðist ekki skal flytja hann úr landi
við brottför. í nýju reglugerðinni
er magni matvæla hins vegar tak-
mörk sett. Þau mega að hámarki
nema 10 kg að þyngd og andvirði
má aldrei nema hærri fjárhæð en
1200 krónum. Einnig er innflutn-
ingur annars eldsneytis en er í inn-
byggðum eldsneytistönkum bann-
aður. Eldsneytið í tanknum má að
hámarki vera 200 lítrar.
Sem kunnugt er hefur varningur
innlendra ferðamanna við komu til
landsins verið háður takmörkun-
um. Hann má nú nema 2.400 krón-
um að andvirði, en matvæli, þ.m.t.
sælgæti má nema 600 kr. Matvæla-
innflutningur til landsins er ekki
heimill, innlendum ferðamonnum.
-ÁI
Lista- og
skemmti-
vika í
Æfinga- og
tilrauna-
skólanum
Prófum lauk í Æfinga- og til-
raunaskóla Kcnnaraháskólans í sl.
viku og í þessari viku, sem er síð-
asta skólavikan, hcfur staðið yfir
lista- og skemmtidagur í skólanum.
í fyrradag var efnt til útihátíðar í
góða veðrinu á Klambratúni
(Miklatúni), og var þar flutt ýmis-
legt efni sem nemendur höfðu
undirbúið. í gær var farið í mikla og
litskrúðuga skrúðgöngu um nág-
renni skólans og tóku þátt í henni
um 300 börn og kennarar. -Ljósm.
Atli.
Föstudagur 20. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
H JÓLREIÐ AD AGU RINN
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
TIL STYRKTAR ' FÖTLUÐUM
Söfnun er hafinB0RNUM
Öllum ágóða varið til
uppbyggingar dvalar-
heimilis fyrir fötluð
börn. Við heitum á alla
um stuðning. Takið vel á
móti söfnunarfólki.
Margt smátt gerir eitt
stórt.
Söfnunargögn má ná í á skrifstofu Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut
Vv11 - 13.
Öh:
--
HJOLREIÐADAGURINN
28. MAI 1983
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
STYRKTARFElAG
m
LAMAÐRA
OG FATLAÐRA
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir apríl mánuð
1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta
lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga
uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viður-
lögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan
mánuð, taliðfrá og með 16. júní.
Fjármálaráðuneytið,
17. maí 1983.
Afmælistilbod:
10%
afsláttur!
Kond’í STUÐ
Þar færð þú nefnilega:
— 10% afslátt á öllum
plötum út mai. STUÐ
er nefnilega eins árs
um þessar mundir.
—• Nýju piötuna með:
Comsat Angels •
Robinson • Work •
Marianne Faithful •
Pink Floyd •
og öllum hinum.
— Gamlar sjaldgæfar
plötur með:
Yardbirds • Woody
Guthrie • Pete Seeger •
og öllum hinum.
— Vinsælustu skandinavísku
— Gott úrval af reggíplötum.
— Vinsælu „new wave“-sólgleraugun.
— Klukkur sem skrifa.
— Reglustikur með innbyggöri reiknitölvu og klukku.
— Klistraðar köngulær sem skríða.
— Ódýrirsilfureyrnalokkar(ekta)með kannabisformi o.m.fl.
— Músikvídeóspólur (VHS) leigðar með: Sex Pistols •
Genesis • Bob Marley • Grace Jones • Roxy Music •
Doors • Madness • Kate Bush
• Blach Uhuru • o.m.fl.
STUÐ
Laugavegi20 Sími27670
Já, kond'í STUÐ. Þar er stuöiö!