Þjóðviljinn - 20.05.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. maí 1983
Ásmundarsafn
gert að borgarsafni
„Sú meginbreyting sem gerð hef-
ur vcrið á Asmundarsafni er sú að
safnið er gert að borgarsafni með
tilhcyrandi stjórn og forstöðu-
manni. Eins og kunnugt er þá á-
nafnaði Ásmundur Reykjavíkur-
borg safnið eftir sinn dag og frá því
hann lést hefur safnið verið opið
endrum og eins, fólk sem hefur vilj-
að skoða það hefur haft samband
við dóttur Asmundar, Ásdísi Ásm-
undsdóttur og hún hefur vísað
mönnum um sali. Þegar Ásmundur
var á lífi sýndi hann flestum þcim
sem vildi þau verk sem í safninu
eru. En framvegis verður safnið
opið á föstum tímum og það verður
opnað opinberlega scm borgarsafn
á laugardaginn og síðan yfir hvíta-
sunnuna, alla þcssa daga frá kl. 14-
22. í sumar verður opið alla virka
daga og um helgar frá kl. 14-17.
Undanskilinn cr mánudagur, cn þá
er safnið lokað.“
Svo mæltust orð nýráðnum for-
stöðumanni Ásmundarsafns,
Gunnari Kvaran listfræðingi.
Hann kynnti á miðvikudaginn
starfsemina fyrir fréttamönnum,
en þess má geta að í ár eru 90 ár
liðin frá fæðingu listamannsins. í
safninu eru skráðar um 350 högg-
myndir, 2000 teikningar, sem eru
teikniæfingar frummyndir verka
eða sjálfstæð listaverk og fjöldi
ljósmynda sem sýna ólík þróunar-
stig í listsköpun Ásmundar.
Elstu verkin eru upp í kúlunni
þar sem Ásmundur hafði vinnu-
stofu sína.
í stjórn Ásmundarsafnsins eiga
nú sæti Einar Hákonarson sem er
formaður, Hulda Valtýsdóttir,
Guðrún Erla Geirsdóttir, Ásdís
Ásmundardóttir, Hafliði Jónsson
og Þóra Kristjánsdóttir.
- hól.
Listasafn alþýðu
Vatnslitamyndir
Hafsteins A ustmanns
Halldór B. Runólfsson
skrifar um
myncMist
Um þessar mundir heldur Haf-
steinn Austmann sýningu á rúm-
lega 40 vatnslitamyndum í Lista-
safni alþýðu við Grensásveg. Þær
eru allar gerðar á þessu ári og því
síðasta. Það hefur áður komið
fram á sýningum Hafsteins, hve vel
þcssir gagnsæu litir henta ljóðræn-
um stíl hans. Mönnum er eflaust í
fersku minni sýning listamannsins
á Kjarvalsstöðum, í hitteðfyrra,
þar sem hann sýndi röð vatnslita-
mynda ásamt olíuverkum.
Verk Hafsteins hafa alltaf fjallað
um hirtu. í þeim er að finna skyld-
leika við þá liðsmenn Parísar-
skóians sem mest hafa fengist við
brigði ljóss og skugga. Líkt og í
verkum Soulage, eru það gildi lit-
anna sem skipta Hafstein mestu,
meira en samspil mismunandi tóna
litrófsins.
Listamaðurinn er því í hópi
þeirra sem eiga sér fyrirrennara í
Rembrandt frá Rín, þeim málara
sem byggði öll sín verk á örfáum
tónum, en þeim mun blæbrigðarík-
ari gildum. Með ■ vatnslitunum
verður þessi áhersla á birtu litanna
enn skýrari, því.þar bætist við eðli
þeirra að hleypa ljósinu gegnum sig
nær óhindrað.
Þetta eðli litanna notfærir Haf-
steinn Austmann sér út í æsar í fín-
lega tvinnuðum verkum sínum.
Myndir hans eru impressiónískar í
eðli sínu, ofnar saman í möskvótt
mynstur rrieð léttum pensildrátt-
um. Þær eru svipaðs eðlis og litlir
lagstúfar eftir Debussy, byggðar á
hrynjandi litbandanna.
Þessar vatnslitamyndir bera
sterkan keim af olíumálverki Haf-
steins,' en nær betur er athugað
liggur grundvallandi munur í
myndbyggingu þeirra. f olíumynd-
unum eru vissar línur afgerandi.
Sveigðar og dökkar línur móta
gjarnan myndflötinn og ráða
greiningu hans. í vatnslitamyndun-
um eru engar áfgerandi áherslur,
utan þær sem fengnar eru með mis-
jafnlega björtum flötum, þ.e. mik-
ið eða lítið máluðum.
Áhrif vatnslitamyndanna verða
því allt önnur en olíuverkanna. Það
er ekki hægt að segja um hið síðar-
nefnda, að þau séu impressiónísk
og reyndar eru olíuverkin mun ó-
hlutlægari, þótt eins og þau séu
vatnslitamyndirnar abstrakt.
Þessi eðlismunur forðar vatns-
litamyndunum frá því að verða
eftiröpun olíuverkanna og gerir
þær að sjálfstæðri sköpun samhliða
öðru pródúkti Hafsteins. Það er
mikil stemmning ríkjandi yfir sýn-
ingunni og ásamt nýafstaðinni sýn-
ingu Hjörleifs Sigurðssonar gefur
hún góða mynd af stöðu íslenskrar
vatnslitalistar og þeirri fjölbreytni
sem hér ríkir í þeirri tækni.
HBR
Sólveig Þórðardóttir skrifar:
Lengi býr að fyrstu gerð
Fyrir kosningar voru flestir
frambjóðendur sammála um
nauðsyn á að lengja fæðingaror-
lof til muna. Það er mikið fagn-
aðarefni að stjórnmálamenn geri
sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir
fjölskylduna að foreldfar geti
sinnt barni sínu vel fyrstu ár þess.
Þeir sem hvað mest hampa nauð-
syn þess að búa vel að fjölskyld-
unni ættu einnig að hugsa til þess
að „barnið býr lengi að fyrstu
gerð“.
Þegar þessar línur eru ritaðar
er nýlega búið að birta niðurstöð-
ur könnunar er gerð var á vegum
Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur á geðheilsu fjögurra ára
barna. Könnunin leiddi í ljós að
12% barna er athuguð voru eiga
við alvarleg geðræn vandamál
að stríða, auk þess eiga önnur
20% við einhver vandamál að
etja. Þá kom einnig í ljós að stór
hluti fjögurra ára barna í Reykja-
vík befur lélegan málþroska.
Það hefur löngum verið út-
breidd kenning að dagheimili séu
ekki æskilegur staður fyrir börn.
Það er hins vegar mat kennara og
annarra er vinna nteð börnum, að
þau börn er eiga kost á dagvistun
séu á margan hátt þroskaðri en
önnur börn. Ofangreind könnun
virðist einnig benda til þess.
Um þessar mundir eru fléstir
stjórnmálamenn áhyggjufullir af
ástandi þjóðmála, auk þess sem
stjórnarmyndunarviðræður auka
á áhyggjur þeirra. Ég hef hins
vegar áhyggjur af því að sönru
stjórnmálamenn láti mál sem
fæðingarorlof sitja á hakanum
þar sem þeir telji það eitthvert
smámál. Ég vil benda ábyrgum
Stjórnmálamönnum okkar á að
ætla sér að spara þjóðartekjur á
kostnað ungra barna, er eins og
að kasta útsæðinu. Við höfum nú
nærri eytt mikilvægustu fiski-
stofnum okkar og erum því að
bíta úr nálinni með það. Það er
kannski óviðeigandi að bera að-
búnað ungbarna saman við fisk
og kartöflur, en slík verðmæti
þekkja allir.
í ráðherratíð Svavars Gests-
sonar voru sett lög um fæðingar-
orlof. Þau lög jöfnuðu aðstöðu
foreldra til fæðingarorlofs til
mikilla ntuna. Lög þessi þurfa
samt sem áður endurskoðunar
við, sérstaklega á það við um að
lengja fæðingarorlof í sex mán-
uði, því lenging fæðingarorlofs er
einn þeirra þátta sem nauðsyn-
legir eru til’að uppfylla þarfir nú-
tíma barna.
Fólk hér fyrrum vissi að
móðurmjólkin er holl fyrir ný-
burar og er frá leið töldu menn
hins vegar að þýðing hennar fyrir
börn hefði minnkað. í því sanr-
bandi ætla ég að tína til helstu
kosti brjóstagjafar. Þann fróðleik
ættu stjórnmálamenn að hafa
með sér í stjórnarviðræður.
Brjóstamjólk er:
- rétt samansett fyrir barnið,
- nokkur vörn gegn sýkingum,
- hefur rétt hitastig,
- veitir tilfinningasamband milli móð-
ur og barns,
- ágœtis vörn gegn ofnœmi.
Eins og hér segir veitir brjósta-
gjöf tilfinningasamband milli
nróður og barns. Það er einmitt
þessi hluti uppeldis sem hefur
hvað mesta þýðingu fyrir geð-
heilsu einstaklings síðar á æfinni.
Ýmsar merkar rannsóknir benda
til þess að sá maður er ekki hefur
átt kost á tengslamyndun í frum-
bernsku sé líklegri til að eiga í
útistöðum við þjóðfélagið, auk
þess sem hann kann að verða
óhamingjusamari en ella. Þá
benda aðrar rannsóknir til að
flesta hjónaskilnaði megi rekja til
þess tíma er fyrsta barnið fæðist.
Það virðist skjóta skökku við, þar
sem flestum finnst yndislegt að
eignast sitt fyrsta barn, og vissu-
lega er það oftast þannig. En
fæðingu barns fylgir mikið álag,
breyttar lífsvenjur, fjárhags-
örðugleikar og líkamlegt og and-
legt álag fyrir konuna eftir barns-
burð.
Það er trú mín að gæfist
foreldrum lengri tími við góðan
fjárhag og góð félagsleg skilyrði
til að sinna barni og eigin
tilfinningamáluni myndi slíkt
skila sér í betra mannlífi. Það
myndi jafnframt spara þjóðfé-
laginu ómælt fé, senr ella færi í
löggæslu og heilsugæslu ásamt
fleiru.
Við skulum vera þess minnug
nú á vordögum er sauðburður
stendur sem hæst að „það er of
seint að byrgja brunninn er barn-
ið er dottið ofan í hann“.
Sólveig Þórðardóttir,
Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur,
Keflavík.