Þjóðviljinn - 05.06.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.06.1983, Síða 5
* reyndist erfitt að finna aðila sem vaeri nógu stór til að ráða við rekst- urinn. Það tókst ekki að sameina mannskapinn þar um rekstur lyft- unnar og það endaði á því að hún var keypt til Vestmannaeyja árið 1970. Það var þegar búið að flytja hluta hennar hingað þegar gosið byrjaði og þá var hún flutt aftur upp á land og geymd á ýmsum stöð- um í Kópavogi og Reykjavík. Þetta er áreiðanlega víðförlasta skipa- lyfta á landinu og þótt víðar væri leitað“. - En er lyftan þá ekki orðin úr- elt, tæknilega séð? „Nei, sjálf lyftan, þ.e. spilin og pallurinn hafa ekkert breyst á þess- um árum. Hins vegar hefur stýri- búnaðurinn breyst verulega og það má segja að hinn landlægi trassa- skapur hafi komið sér vel í því efni, því stýribúnaðurinn var ekki keyptur fyrr en á síðasta ári þegar séð var framá að lyftan yrði sett upp. Hann er því eins fullkominn og verið getur og sem dæmi um það get ég nefnt að nú munu vera um 150 lyftur af þessari gerð í notkun í heiminum, þar af aðeins fjórðung- ur með vigtarmælum á öll spil. Þessi er ein af þeim.“ Þriðja stœrsta lyftan - Geturðu sagt mér betur frá lyftunni sjálfri? „Þetta er bandarískt patent en stálið í pallinum er pólskt. Þetta er þriðja stærsta lyftan á landinu, aðeins lyftumar á Akureyri og í Reykjavík hafa meiri upptöku- möguleika. Lyftigetan er 1000 þungatonn, lyftupallurinn 12 metr- ar á breidd og 50 m á lengd.“ - Þið standið enn í framkvæmd- um hér á svæðinu? „Já, þetta er mjög gott athafna- svæði og rúmt sem við fengum hér og býður upp á marga möguleika. Nú er t.d. verið að lengja viðlegu- kantinn auk þess sem við emm að ljúka við að leggja nýja braut hér í næsta nágrenni við vinnslusalinn sjálfan. Við munum jafnvel ein- hvem tímann byggja yfir þá braut þannig að hægt verði að hafa skipin undir þaki. Það er álit allra að þegar frágangi lóðarinnar hér verður lokið þá verði þetta ein besta aðstaðan sem völ er á í landinu. Lóðin er öll í sléttu plani og allar lagnir svo sem gas, súr og olía neðanjarðar, þann- ig að ekki þarf að standa í eilífum flutningum á gashylkjum og öðm um lóðina milli skipa.“ - Hvaðan koma svo skipin 60? „Þau hafa komið bæði af Norðurlandi og Austurlandi og nánast alls staðar að af landinu nema reyndar af Vestfjörðum, en við eigum áreiðanlega eftir að sjá framan í þá fyrr en varir", sagði Kristján Ólafsson að lokum. „Við eigum áreiðanlega eftir að sjá framan í Vestfirðingana líka“, sagði Kristján Ólafsson framkvæmdastjóri, en allir landshlutar aðrir hafa notið þjónustu Skipalyftunnar á því tæpa ári sem hún hefur starfað. Ljósm. - eik. Helgin 4. - 5. júni 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 Sendum öllum íslenskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Guðmundur Runólfsson h.f. b/v Runólfur S.H. 135 Grundarfirði Seglagerðin Ægir Fiskverkunarstöð Karls Njálssonar Garði Dráttarbraut Keflavíkur h.f. Netasalan h.f. Klapparstíg 29 Eyjaflug Bjarna Jónassonar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.