Þjóðviljinn - 05.06.1983, Side 7
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. júní 1983.
Helgin 4. - S. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Þorskafli
viö ísland
frá árinu 1925
A þessu fróðiega línuriti er sýndur
heildarþorskafli á íslandsmiðum frá árinu 1925
fram að síðustu áramótum. Efsta línan sýnir
heildaraflann, beina neðri línan þorskafla
íslenskra fiskiskipa og punktaiínan þorskafla
erlends veiðiflota á íslandsmiðum, en þær veiðar
eru nú að nær engu orðnar eftir útfærsiu
landhelginnar.
Línuritið sýnir miklar sveiflur í þorskveiðinni og
eru þar ýmsar skýringar á. Mestur hefur þorskafli
á íslandsmiðum verið rúm 546 þús. tonn árið 1954.
Síðan hefur aflinn minnkað töluvert þrátt fyrir
aukna sókn og er að meðaltali um 400 þús. tonn á
síðustu þremur áratugum. Síðasti toppurvará
vertíðinni 1981 en þá veiddust rúm 468 þús. tonn
en síðan hefur þorskveiðin minnkað snarlega og
það sem af er árinu hefur orðiðfjórðungs minnkun
á þorskafla frá því í fyrra.
Sigfús Schopka fiskifræðingur var fenginn til að
skýra út fyrir lesendum Þjóðviljans orsakir
þessara miklu sveiflna sem verið hafa í
þorskveiðinni við íslandsstrendur á þessu tímabili
auk þess að miðla öðrum fróðleik sem lesa má út
úr þessu línuriti, sem unnið er á Þjóðviljanum úr
gögnum fráFiskifélagi íslands.
-Ig-
600
550
500
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
-
- toildarafli þorsks á íslandsmiðum Uli íslenskra fiskisklpa. \fii erlendra flsklskipa.
í i Æa
7 \
\ •
\ ...,í
Vy •* V l
Æ • r • * -
►... . • • \ \ *'< • : \ »■ \ / ^,4 * • •••1
V I • * N •*' ’l * \ f
- • 4 -- \
t -** .
iniONeooiOT-cMn^uxoNcooiorNn^uxDNaoioi-Nn^uHONaaiorNn^uxoNoooiorNn'tintosoaaior-cM
NCMÞiNCMnnconnnconncost^'í^sí’ij’íTtsf^inioinioiflwiniflinuxoíoiDtDtDtowtDtotONNNNSNNkNNooMS
o)a)o)o)o)a)a)o)o)o)ð)o)o)a>a)o)o>a)a)o)o)o)o)o)o)o>o>o)o)o)o>o)a>0)o)o)a)ö)o>o)o>a)o>o)o)o)o)o)o)o)o)o)0)o)o)ð)a)o)
t—t— t— r-r-r— t-t— t— r-- t-t—^t— ^t— r-^^^r-r-T— r-r- t-^t— ^t— r-r-r-T-r-T— t-t— t— r-T— t— t— t— t— t— t— r- t— r- r-T— t—
Áhyggjuefni hve vaxtarhraði þorsksins hefur minnkad á undanförnum árum.
fíætt við Sigfús Schopka fiskifræðing
Göngur frá Grænlandi hafa
haldið uppi þorskveiðinni
„Þessi mikli toppur sem verður i
þorskveiðinni á árunum 1930-
1933 erað þakkagífurlegum
göngum frá Grænlandi. Einn
sterkasti þorskárgangur sem
við vitum um, árgangurinn f rá
1922, kom hingað til hrygningar
árið 1930 og hélt uppi
þorskveiðinni næstu árin á eftir.
Allt að 60% af þeim þorskfisk
sem merktur hafði verið við
Grænland úr þessum árgangi
endurheimtistá íslandsmiðum,
sagði Sigfús A. Schopka
fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun þegar við
báðum hann að lesa út úr
línuritinu sem birt er hér til
hliðar.
Þegar þessa árgangs nýtur ekki
lengur við þá dregur mjög úr
þorskveiðinni á fjórða áratugnum
þrátt fyrir aukna sókn fram að
stríðsbyrjun. Þá hverfa erlend
veiðiskip af íslandsmiðum og um
leið fær þorskstofninn góða vernd
því íslendingar áttu þá lítinn veiði-
flota. En þessi vernd skilar sér
strax í stórauknum afla íslensku
skipanna á stríðsárunum.
Éftir stríðið koma erlendu veiði-
skipin hingað upp aftur í stór-
auknum mæli og að sama skapi vex
aflinn stórlega allt fram til ársins
1954 en þá veiddust um 547 þús.
lestir af þorski á íslandsmiðum sem
mesti þorskafli sem hér hefur verið
veiddur til þessa.
Þessi mikli afli á einnigsína aðal-
skýringu í göngu frá Grænlandi
eins og var á árunum eftir 1930. Nú
var það árgangurinn frá 1945, einn
af þeim alstærstu sem kom til
hrygningar við íslandsstrendur.
- Hverjar eru skýringarnar á
þessum Grænlandsgðngum?
- Það hafa verið tvær kenningar
uppi um þau efni. í fyrsta lagi að
ekki sé skilyrði við A-Grænland til
hrygningar og því leiti þorskurinn á
íslandsmið og í öðru lagi að þorsk-
seiði reki í stórum mæli fyrir vest-
anstraumum yfir til A-Grænlands
og alist þar upp. Síðan skili hann
sér á heimaslóðir aftur til hrygning-
ar. Fiskurinn sé því íslenskur að
uppruna, en það hefur verið sýnt
fram á það að sá fiskur sem kemur
hingað frá Grænlandi er eingöngu
kynþroska þorskur. Hann kemur
ekki hingað fyrr.
- Síðan dregur úr afla eftir
1954?
- Já, þrátt fyrir aukna sókn þá
eykst aflinn ekki. Hann stefnir nið-
ur á við allt til ársins 1967 og er þá
kominn í um 345 þús. lestir.
- En nú var búið að færa út land-
helgina á þessum tíma?
- Já, fyrst í 4 mílur og firðir og
flóar lokaðir. Sú útfærsla kom mest
grunnfiskum til góða en sóknin
jókst þá að sama skapi í þorsk-
stofninn. Útfærslan 1958 vareinnig
til þess að togbátar af grunnslóð
fóru yfir á dýpri mið jafnframt því
sem fískiskipaflotinn stækkaði.
- Við fáum aftur topp í veiðina
1970?
- Enn einu sinni eru það göngur
frá Grænlandi sem koma okkur til
hjálpar. í þetta sinn sterkir ár-
gangar frá 1961 og 1963 sem komu
hingað til hrygningar. Eftir 1970
fer aftur að halla undan fæti. Við
sjáum á línuritinu að afli íslendinga
er nokkuð stöðugur á þessum
árum, 250 þús. tonna meðalafli á
ári frá 1955-75. Eftir það verða
mikla breytingar á. Við losnum við
Bretana héðan af miðunum 1976
og Þjóðverja 1977. Þorskafli ís-
lendinga fer ört vaxandi á næstu
árum og nær sfðan hámarki 1981.
Þá eru enn einu sinni göngur frá
Grænlandi á ferðinni. 1973 árgang-
urinn sem er ennþá burðarmáttur-
inn í þorskaflanum.
Á þessum árum var einnig farið
að huga að smáfiskavernd og
möskvar stækkaðir í tveimur
áföngum úr 120 mm í 155 mm.
Veiðieftirliti komið á fót og byrjað
á skyndilokunum þar sem mikið
var um smáfísk í afla.
- En samt virðist allt vera á
niðurleið?
- Þessi minnkun á þorskafla nú
allra síðustu ár er samhliða lélegu
klaki. 1975 var að vísu meðalár-
gangur og 1976 á að vera góður, en
sá árgangur hefur ekki skilað sér í
þeim mæli sem menn áttu von á.
Allir aðrir árgangar hafa verið
undir meðallagi og það hefur dreg-
ið úr stofnstærð. Sama sagan
virðist eiga sér stað við Grænland.
Stofninn hefur dregist saman og
1973 árgangurinn er uppistaðan í
aflanum líkt og hér.
- Það er ekki von til þess að
eitthvað hafí rekið af seiðum til
Grænlands sem fyrrum?
- Við urðum vör við talsvert
seiðarek til A-Grænlands 1973 sem
var verulega stór árgangur og það
hefur eitthvað borist síðan. Ár-
gangurinn frá ’73 skilaði sér síðan
aftur hingað og það ýtir undir þá
kenningu um seiðarekið sem ég
nefndi hér á undan. En það er erfitt
að sanna þessa hluti meðan ekki er
hægt að merkja seiðin.
Sigfús A. Schopka
- Nú er áberandi hversu miklir
toppar myndast í veiðinni.
- 1927 árgangurinn var mjög
lakur t.d. nær ekkert sem hrygndi
af þeim fiski. Eins voru árgangarn-
ir strax eftir stríð mjög lakir. 1942
og 1945 voru hins vegar sterkir ár-
gangar og þeir héldu uppi þorsk-
veiðinni á sjötta áratugnum.
- Það eru því greinilega allt of
miklar sveiflur í árgangastærðum?
- Það verða alltaf einhverjar
sveiflur, við komumst ekki hjá
þeim. Það eru ekki síður sveiflur
hjá t.d. nágrönnum okkar Norð-
mönnum. Þarna hafa loftslags- og
veðurfarsbreytingar og sóknar-
þungi mikið að segja. En við þyrft-
um að geta stjórnað þessu þannig
að þetta komi miklu jafnara út á
milli einstakra ára.
- Hver er afrakstrargeta þorsk-
stofnsins nú að þínu mati?
- Það hefur undanfarið ár verið
miðað við 450 þús. tonn á ári. Þetta
er kannski fullbjartsýn viðmiðun.
Síðustu þrjá áratugi hefur meðal-
aflinn á íslandsmiðum verið um
400 þús. tonn á ári og mér er nær að
halda að það sé meðalafkastageta
stofnsins. Það sem er þó kannski
öllu alvarlegast í þessum efnum, er
að á undanförnum árum hefur
vaxtarhraði þorsksins minnkað
verulega. Meðalþyngd á 7 ára þor-
ski árið 1980 var t.d. 5,2 kg en
aðeins 4,3 kg tveimur árum síðar.
Hér getur munað um allt að 40-50
þúsund tonn á ári, eingöngu í minni
vaxtarhraða. Ef svo heldur áfram
þá mun þetta draga verulega úr af-
rakstursgetunni, því þessi minnkun
á vaxtarhraða virðist vera í öllum
aldursflokkum.
Annars sýnir þetta línurit okkur
vel að það er hægt að ná þessu afla-
magni sem við erum að veiða í dag
með mun minna átaki og sóknar-
þunga. Með minni veiðisókn gæ-
tum við haldið stofninum stærri en
náð samt sama aflamagni sem yrði
hagkvæmara að öllu leyti fyrir sam-
félagi, sagði Sigfús A. Schopka
fiskifræðingur.
-•g-
Sigurjón Arason hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
130 þús.
tonnum hent í
sjóinn árlega
Togari sem kemur með 150 tonna af la að
landi hef ur fengið um 180-190 tonn af f iski
upp úr sjó, en 30-40 tonnum hefur verið hent
útbyrðis aftur sem siógi eða úrgangsf iski. Á
síðari árum hefur botnfiskafli vfð
íslandsstrendur verið um 600 þús. tonn á ári.
Þar af eru slóg og lif ur um 90 þús. tonn en
lifrin er tæpur helmingur þessarar tölu eða
um 36 þús. tonn.
Þessar staðreyndir hefur Sigur-
jón Arason efnaverkfræðingur hjá
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
bent á í ræðu og riti og sýnt jafn-
framt fram á, að sé borinn saman
bolfiskaflinn síðustu ár og upp-
reiknuð fískþyngd sem hefur skilað
sér í sjávarafurðum, þá sé Ijóst að
120-130 þús. tonn af aflanum skili
sér ekki í framleiðslunni árlega.
Hér eru háar tölur nefndar, allt-
of háar, sem eru ávísun á ennþá
hærri fjárhæðir sem hreinlega er
hent í hafið. Verðmæti sem nema
tugum miljóna á hverju ári.
Sigurjón Arason hefur m.a. bent
á að þetta hráefni má nota til melt-
uvinnslu sem hægt er að nýta í
fóðurbæti mjög innihaldsríkan af
próteini og spara þannig háar upp-
hæðir í innfluttu dýrafóðri.
„í fyrra voru flutt inn um 65 þús-
und tonn af skepnufóðri og við ætt-
um hæglega að geta sparað um 35-
40% af þeim innflutningi með því
að nýta eingöngu það slóg og þann
úrgangsfisk sem nú er hent fyrir
borð eingöngu af skuttogaraflot-
anum, en mér reiknast til að það
séu um 70 þúsund tonn árlega. Úr
þessum sama svokallaða úrgangi
væri hægt að vinna 15-20 þúsund
tonn af lýsi. En þessu verðmæti er
öllu hent, það kemur aldrei að
landi“, sagði Sigurjón Arason í
samtali við Þjóðviljann.
Hér er um geysiháar fjárhæðir að
ræða. Heldur þú að menn fari að
taka sinnaskiptum í þessum efnum
á næstunni og nýta þetta hráefni?
„Ég vona að menn fari að taka
sinnaskiptum. Þetta er ákveðið
hráefni sem við eigum og er alger-
lega vannýtt. Það væri hægt að nota
það í staðinn fyrir kjarnfóður og
það er ákjósanlegt fóður fyrir loð-
dýr, svín og kjúklinga. Hér er um
geysiháar upphæðir að ræða“.
-*g-
Miljóna-
verðmæti
sem
mastti
IlICir m mm
nýta
til mann■
eidis
og i
Sigurjón Arason
Fjölbreytt starfsemi hjá
Lifrarsamlagi Vestmannaeyja:
Eina verksmiðjan sem
sýður niður þorsklifur
„ Jú þetta er eina starfandi
niðursuðuverksmiðjan sem er í
lifur. Það voru verksmiðjur í
Sandgerði, Grindavík og á
Akranesi, síðast árið 1981, en þá
komu upp erf iðleikar með sölu
og þær hættu starfsemi. Það
háði þeim líka, sérstaklega á
Akranesi og í Sandgerði að þar
var ekki nægilegt framboð á
nýrri lifur. Vlð héldum aftur
áfram og teljum okkur hafa náð
góðum tökum á þessari
framleiðslu. Við höfum nægilegt
ftamboð á nýrri lifur alla
vetrarvertíðina, höfum góðu
starfsfólki á að skipa og
markaðsöf lun hefur gengið
vonum framar.“ Það er Arnar
Sigurmundsson,
skrifstofustjóri hjá Samfrosti hf í
Vestmannaeyjum, sem segir
okkurfrá Lifrarsamtagi
Vestmannaeyja og starfsemi
þess.
Lifrarsamlagið hefur starfað í 50
ár, það var stofnað 1932 og hefur
rekið lifrarbræðslu alla tíð. 1980
var sett á laggirnar niðursuðuverk-
smiðja, sem sýður niður þorska-
lifur á vetrarveríðum og sfld seinni
part sumars og á haustin. í fyrra
hóf Lifrarsamlagið einnig kald-
hreinsun á lýsi í félagi við aðila í
Ólafsvík, Reykjavík og á Patreks-
firði. Lýsið er flutt til Eyja frá þess-
um stöðum í vertíðarlok, hreinsað
þar og selt til Bretlands og V-
Þýskalands.
600 þúsund dósir
„Við tókum á móti rúmlega 1000
tonnum af lifur í vetur, og það er
trúlega um fjórðungur af því sem
hirt er á landinu“, sagði Arnar.
„Framleiðslan var rúmlega 600
tonn af lýsi og 600 þúsund dósir af
niðursoðinni þorsklifur. Útflutn-
ingsverðmæti þessara 1000 tonna
er 9-10 miljónir króna.
Niðursoðnu lifrina seljum við að
mestu leyti til Sovétríkjanna og
Tékkóslóvakíu og keppum helst
við danskar og v-þýskar verk-
smiðjur um markaði þar. Það er
fyrst í vetur að okkur hefur tekist
að ná góðri fótfestu á markaðnum
og henni ætlum við að halda.
- Hvernig hefur framleiðslan
Ifkað?
„Þessar þjóðir borða mikið af
Rætt við Arnar
Sigurmundsson,
skrifstofustjóra
lifur og eru vanar því. Eg veit ekki
annað en framleiðslan hafi líkað
vel. Lifrin er mikið notuð með
grófu brauði eða rúgbrauði og þá
gjarnan með Iauk, salti og pipar.
Þetta er herramannsmatur og mjög
holl fæða.“
- Hefur hún verið reynd á mark-
aði innanlands?
„Nei, ekki ennþá, en á vöru-
kynningum hjá Sölustofnun lag-
metis hefur fólki gefist kostur á að
smakka hana og viðbrögð hafa ver-
ið góð. í verslanir hefur hún hins
vegar ekki farið.“
Aukin verðmæti
og meiri atvinna
- Hvað með verðmætasköp-
unina?
„Það fæst mun meira fyrir lifur
sem búið er að sjóða niður, og í
niðursuðuna er eingöngu notuð
betri lifur af einnar náttar fiski.
Frystihúsin hér flokka lifrina fyrir
okkur annars vegar til bræðslu og
hins vegar til niðursuðu. í niður-
suðunni felst gífurleg verðmæta-
aukning, en frá henni verður að
draga umbúðimar sem eru dýrar
svo og vinnulaunin."
- Hvað starfa margir hjá ykkur?
„Stærsti ávinningurinn við
niðursuðuna er að hún er atvinn-
uskapandi. I henni vinna hjá okkur
14 manns og svo em 6 í bræðslunni.
Lifrarsamlagið veitir því um 20
manns atvinnu eftir að niðursuðan
kom til í stað 6 eða 7 áður.“
Hins vegar fæst ný lifur til
niðursuðu aðeins yfir vetrarver-
tíðina en á síðasta ári fórum við út í
niðurlagningu á sfld í samvinnu við
Sölustofnun lagmetis, þannig að
verksmiðjan var starfrækt í 9 mán-
uði það ár. Við framleiddum um
500 þúsund dósir af síld í ýmiss
konar sósum og seldum til Banda-
ríkjanna, Evrópulanda og til Níg-
eríu. Þessi framleiðsla lofar góðu
og við gerum okkur vonir um
aukna sölu á Bandaríkjamarkaði.
Það er ljóst að ef það tekst getum
við tryggt framleiðslu í verk-
smiðjunni allt árið og að því stefn-
um við.“
Þarf ansi mikla
hvatningu
- Hvernig gengur að fá togarana
til að hirða lifrina?
„Það verður að segjast eins og
er, að það þarf andskoti mikla
hvatningu til þess að togararnir
hirði lifur. Við höfum borgað ívið
hærra verð til að hvetja mann-
skapinn, enda eru þetta mikil verð-
mæti. Togaramir hér hafa komist í
að halda um 70 tonnum á ári.
Hins vegar er þetta ekki alveg
svo einfalt. Það eru bara sumir tog-
aranná með lifrartanka, aðrir ekki,
þannig að geymsluvandamál
standa þessu fyrir þrifum. Svo eru
ekki bræðslur alls staðar á landinu,
þannig að menn eiga kannski ekki
auðvelt með að losna við lifrina, þó
þeir vilji hirða hana. Þessi gífurlega
karfaveiði þýðir auðvitað minni
þorskur, en þeim mun mikilvægara
er að kasta ekki lifrinni," sagði
Arnar Sigurmundsson að lokum.
-ÁI.
í fyrra
voru
framleidd
hérlendis
um
ÍOOtonn
af
niðursoðinni
lifur og lifrapasta
að verðmæti rúmar
3 miljónir á yerðlagi þess árs