Þjóðviljinn - 05.06.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 05.06.1983, Page 11
____________________________________Helgin 4. - 5. júní 1983.1 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 • Enginskýrstefnaennveriðmörkuðaf | stjórnvöldum • Miklir möguleikar hérlendis sem við eigum að nýta sjálf. að komast skriður á. Eins hafa menn fylgst vel með þróun mála í Noregi, og þar hafa menn ekkert legið á upplýsingum, heldur einmitt miðlað öllum nýjustu upplýsingum. Vantar algerlega rannsóknaraðstöðu Hvað með nytjastofnana? Eyjólfur: Málin standa þannig í dag að þetta er á verkefnisskrá Hafrannsóknastofnunar- innar en hún hefur ekki sinnt þessu, en meginástæðan fyrir því er að það vantar algerlega rannsóknaraðstöðu héma heima. I>að vantar stöð þar sem hægt er að standa að rannsóknum og tilraunum á sviði sjávar- fiskeldis. Þú hefur fylgst vel með því sem Norð- menn eru að gera Jóhann og þó líka gangi mála með nytjaeldi og þorskseiði. Jóhann: Já ég hef reynt að fylgast með þessu. Nýjustu áætlanir Norðmanna eru þær að í minnsta verði framleitt í ár um 15.000 tonn af laxi og 4000 tonn af regnbog- asilungi 'í sjó. En þeir hafa alltaf farið fram úr þessum áætlunum og nú leggur norski sjávarútvegs- ráðherrann á það áherslu að farið verði fram úr þessum áætlunum í ár. Sannleikur- inn er sá að norski laxmarkaðurinn hefur alltaf verið að vaxa og hann hefur vaxið örar en framleiðslan. Ég sá það nýlega í viðtali að Norðmenn telja mögulegt að á næstu árum ættu þeir að geta flutt út um 60 þúsund tonn á ári. En hvað heldur þú að þessi glæsilegi ár- angur Norðmanna í þorskeldi hafi að segja fyrir okkur hérlendis? Jóhann: Þetta eru afskaplega athyglisverð- ar fréttir, að þeir geti látið 50-70% seiðanna lifa í staðinn fyrir að áður fengu þeir 2-5%. Þetta er afskaplega mikill sigur, enda segir forstöðumaðurinn í Austevoliað það ætti að vera skilyrði til stórframleiðslu á þorski ef þetta verður tekið föstum tökum. Það sé bara pólitíkusanna og þeirra sem ráða yfir fjármagninu að taka við þessu frá vísinda- mönnunum. Hvað þeir vilji gera við ár- angurinn. Eyjólfur: Þessar fréttir frá Noregi eru ekki alveg nýjar því að það var byrjað á þessu starfi í Oslóarfirði í stöð sem hélt upp á 100 ára' afmæli sitt í fyrra. Þar verður einmitt mikil ráðstefna í sumar í Flpdeviken til að minnast þessa afmælis. Þeir byrjuðu fyrst á því að klekja út þorski. Létu hann hrygna í sérstökum kerj- um, hirtu síðan hrognin, klöktu þeim út og ' slepptu síðan kviðpokaseiðunum. Nú á seinni árum þá hafa þeir komið upp stóru keri á landi sem þeir dæla sjó í og setja út í það nýklakin þcftskseiði, veiða átu úti í sjó og setja í þessi ker. Þeir hafa náð góðum árangri á eldi þorskseiða með þessari að- ferð. Ég skoðaði þessa stöð vorið 1980 og sá þá meðal annars tveggja ára gamlan þorsk sem háfði aldrei komið út úr stöðinni. Þetta hafa verið fremur beinar tilraunir hjá beim. en íAustevoll-stöðinni sem er rannsóknar- stöð sem Hafrannsóknastofnunin í Bergen á og kom upp fyrir nokkrum árum, þar hafa þeir aftur verið meira með praktískar til- raunir á þessu sviði. Er þetta bara tilraunastarf ennþá eða eitthvað sem má hafa not af t.d. með því að ala upp dýrari fisktegundir sem skila þá af sér arði? Eyjólfur: Jú það getur vel verið, en fyrir Norðmenn er þetta mjög praktískt að fram- leiða þessi þorskseiði því þeir hafa mikinn áhuga á því að fara út í þorskeldi. Núna í ársbyrjun lágu þar t.d. fyrir 115 umsóknir I um leyfi til að fara út í þorskeldi. ! Getum við kannski átt á hættu, að um aldamótin verði þeir búnir að drepa af okk- ur þorskveiðar við ísland? Þeir framleiði þetta á ódýran máta í innfjörðum? i Eyjólfur: Nei það held ég ekki. Jóhann: Þessi árangur sem þeir náðu í vor, : þótti það mikil frétt í Noregi, að Fiskveiði- bankinn stofnaði til fundar í Björgvin þar sem 150 sérfræðingar og peningamenn ræddu þessi mál. Við skulum átta okkur á iþví að Fiskveiðibankinn tekur svona mál ekki til umræðu nema vegna þess að honum finnst að þarna sé kominn árangur sem geti í reyndinni skilað af sér ágóða. Harald, þú hefur verið með ákveðnar til- lögur um hvernig við gætum hagað fiskeldi í sjó. En eru ekki allt aðrar aðstæður hér en i Noregi? Þeir hafa sinn skerjagarð en við erum með brim og mikinn ágang við ströndina? 1 Harald: Ég tel mig vera búinn að kynnast því hvemig náttúran leikur héma við strendur landsins, og það sé of mikið hætt- uspil að leggja í mikinn kostnaðl öðmvísi en að hann sé nokkuð tryggður til að gefa ein- hvem árangur. Þá á ég við að það em það óblíðar náttúmhamfarir hér stundum, að ef við ætlum að treysta einvörðungu á náttúr- legt klak- og ef það er satt sem fram hefur komið hjá Norðmönnum, að aðeins 0.5% klekist út, þá vil ég draga mjög í efa að það eigi ekki eftir að verða mikil fráföll frá þessu hálfa prósenti. Þá á ég m.a. við norðanáhlaup sem kæmi yfir Selvogsbanka- svæðið og Faxaflóann þar sem em megin- eldisstöðvarnar. Slíkt hret gæti grandað stóm hluta seiðanna. Jóhann: Hvað sýnist þér Eyjólfur um þetta hálfa prósent sem Norðmenn nefna? Aðeins 15% lifa af klakið Eyjólfur: Það er kannski rétt,en þá verður að miða við hvað fiskurinn er gamall. Það gefur auga leið að hvert foreldri þarf ekki að skila nema sem svarar 2% fiöleun til að viðhalda stofninum. Ef að það lifir einhver stór hluti af hrognamagninu sem hrygnir í náttúmnni þá myndi það leiða til offjölgun- arvandamála. Ég hef gert úttekt á þessu, reynt að gera mér grein fyrir því hver afföllin em á hrogn- um og notað til þess gögn sem ég hef safnað á undanförnum ámm allt frá 1976. Ég komst að því að frá því að hrognunum er hrygnt og þar til þau klekjast út þá verða um 85% afföll af þeim. Það em ekki nema 15% sem lifa fram að klaki. En ég vildi í sambandi við þetta þorskeldi skipta þessum málum í tvennt. Annars vegar þorskeldi og hins vegar ráðstafanir til að hafa áhrif á árgangastyrkinn. Norðmenn virðast hafa mikinn áhuga á því núna að fara út í þorsk- eldi og mér líst að sumu leyti ágætlega á það. I tilraunum þeirra hefur m.a. komið í ljós að nýtingin er mjög góð. Þeir hafa ekki þurft nema 2-2,7 kg. af loðnu til að fram- leiða 1 kg. af þorski, sem er ákaflega gott. Þeir hafa náð þorskinum upp í 2 kg. þyngd á 22 mánuðum. Það er mjög spennandi að fylgjast með þessu. Svo er aftur spumingin um það hvort hægt sé að hjálpa upp á árganga. Ég er þeirrar skoðunar að á því sviði þurfi að byrja á því að svara þeirri spumingu hvar eigi að grípa inní framleiðslu árgangsins. Á undanfömum ámm frá 1976 þá hefur fjög- urra manna hópur niður á Hafrannsókna- stofnun unnið að því að rannsaka hrygn- ingu þorsksins og þær rannsóknir em komnar þegar nokkuð langt. Það liggja þegar fyrir ýtarlegar upplýsingar um hrygn- ingu þorsksins og á síðustu þremur ámm höfum við verið að einbeita okkur að aðal- hrygningarsvæðinu á Selvogsbanka og við Reykjanes. Við höfum verið að reyna að svara þeirri spumingu sem hefur bmnnið á vömm fiskifræðinga í sjálfsagt fleiri hundr- uð ár. Hvað veldur því að árgangar fisk- stofna eru svo misstórir? Ég tel að eftir að búið verður að svara þeirri spumingu, hvað raunvemlega gerist, hvemig stendur á því að það kemur lélegur árgangur út úr góðri hrygningu, þá geti maður kannski svarað því hvar sé hægt að grípa inn í og hvað sé eðlilegt að gera. Ein svartasta hliðin á þessu þorskvandamáli hjá okkur í dag er nú að allar götur frá 1976 _ hefur ekki komið fram einn einasti góður árgangur í þorskinum. Harald: Stöndum við ekki einmitt frammi fyrir því að við emm með marga breytilega umhverfisþætti sem við höfum ekki náð mjög mikilli þekkingu til að segja fyrir með vissu hvað gerist í raun í sjónum. Það er hver með sitt þrönga svið hver í sínu horni, og það telja allir að það sé allt í iagi hjá sér. Sameiginleg umfjöllun þar sem flestir þætt- ir eru teknir inní er það sem vantar. í grein í Ægi 1973, segir Sigfús Schopka að það hafi komið þeim verulega á óvart að einhver 10 ára árgangur sem hafði aldrei komið fram áður var sterkur i undanfarinni veiði. Þá má spyrja sem svo: Megum við eiga von á þvf kannski að við fáum gusu upp sem gæti verið 10 ára árgangur? Áttu von á því, eins og gerðist 1973? Eyjólfur: Argangurinn frá 1973 var sterkur og hefur reynst í veiðinni mjög góður, og það sem gerði hann kannski enn þá betri er að 1973 virðist hafa borist talsvert mikið af seiðum yfir til A-Grænlands og hann hefur sennilegast orðið fyrir minna veiðiálagi þar en þorskurinn hér heima. Þetta skilaði sér í mjög góðri vertíðarveiði 1981 og 82. Það hefur t.d. komið í Ijós að það virtist vera mjög lélegur þorskárgangur í fyrra og fyrravor þegar við vorum við rannsóknir á Selvogsbankasvæðinu í maí, þá fundum við frekar lítið af þorsklifrum eftir í klak. En í rannsókn sem við fórum í nú í vor, þá urðum við aftur vör við miklu meira magn, sennilega um 5 sinnum meira magn en í fyrra. Seiðin voru í miklu betra ástandi en í fyrra, stærri, og það gefur okkur vissar von- ir um að það séu á ferðinni núna frá hrygn- ingunni í vor að minnsta kosti góður efni- iviður í góðan árgang. Það er hins vegar ljóst að árgangastyrkur- inn ræðst ekki eingöngu á vorin. Sven Malmberg hefur m.a. sýnt fram á það að það er talsvert samhengi á milli þess hvað mikið af hlýsjó, golfstraumnum, berst norður fyrir land og árgangastyrks þorsks- ins. Harald: Gætum við ekki jafnað út hugsan- legum sveiflum með því að bæta inn í ein- hverju af seiðum sem þegar eru farin að bjarga sér, 3-4 mánaða gömlum seiðum, ef við gerðum út skip sem væri í því meira eða minna allt árið að sinna þessum hlutum? |Værum úti í hlýsjónum þar sem er nægjan- jlegt æti? Gætum við ekki með slíkum ráðstöfunum tryggt meira öryggj í okkar stofnstærð? Megum við öllu lengur bíða til að hindra hugsanlegt hrun? Ekki bara fleiri - líka stærri Eyjólfur: Við höfum verið á undanfömum árum að reyna að svara spurningunni hvað raunverulega gerist á vorin. í framhaldi af því verður hægt að einbeita sér að því hvort ekki er hægt að grípa þama inní. En ef við fæmm að framleiða mjög mikið af þorskár- ganginum til góða í lélegum ámm, en þegar seiðaframleiðslan er mikil í sjónum einstök ár,þá gæti það jafnvel verið til bölvunar. Það er einna merkilegast sem komið hefur fram í þessum seiðarannsóknum undanfar- in ár, að t.d. árgangurinn 1973 sem hefur reynst góður árgangur, skar sig bara úr með stór seiði. Ekki fleiri heldur Uka stærri en t.d. á ámnum 1974 og 75 þegar árgangamir vom lélegri. Þá er aftur komið að því atriði að 1973 virðist ekki aðeins hafa framleiðst mikið af seiðum heldur hafa öll lífsskilyrði ( sjónum verið mjög góð. Það getur verið að í lélegum ámm sé það ekki aðeins það sem1 gerist á vorin sem ræður útkomunni, heldur líka lítið af átu eða léleg skilyrði yfir sumar- j ið sem kemur í veg fyrir uppvöxt seiðanna. Ég held að það sé ekki orðið seinna vænna að snúa sér að rannsóknum á þessu sviði hérna heima og sitja ekki bara og lesa um það hvað Norðmenn em að gera á þessu j sviði. En þar vantar fyrst og fremst rann- sóknaraðstöðu. Ég veit að Rannsóknarráð hefur verið að velta fyrir sér á hvem hátt j væri hægt að skapa slíka sjávarrannsóknar- j aðstöðu sem hefur algerlega skort. Mér finnst minni spuming hvort verður gert út skip sem fljótandi rannsóknarstöð eða hún yrði staðsett á landi. Mér hefur dottið sjálf- um í hug að það lægi beinast við að tengja þessa stöð t.d. Saltverksmiðjunni áj Reykjanesi þar sem hægt er að ná í góðan sjó og einnig varma. Harald: Það sem ég á við er að nýta ætið úr j sjónum beint og þetta sé bara eins og hjálp- arhella, og það væri hægt að stunda rann- j sóknir jafnhliða af skipsfjöi. Ef við byggj- j um þetta upp í landi, þá held ég að við verðum ekki með eins stórt umfang þar og hægt væri að gera með einu stóra tankskipi j til þessara hluta. Þar held ég líka að næðist fram miklu marktækari árangur. Ég vil rifja j upp að við höfum verið brautryðjendur á fjölmörgum sviðum í sjávarútvegi. í sam- bandi við flottroll, í því að kasta á síld og ; eins á fleiri sviðum í sambandi við síld- \ veiðamar. Mér finnst einhvern veginn vera komin deyfð í þetta allt saman. Það þarf að endurvekja áhugann hjá mönnum. Eyjólfur: Ég held að það sé mjög mikill áhugi fyrir þessum fiskeldismálum hér, og það em margir sem fylgast spenntir með j þessu, en einhvem veginn hefur sá áhugi j ekki ennþá nýst. Að lokum, hvað haldið þið að sé brýnast í þessum málum, hvar á að byrja? Eyjólfur: Það þarf að byrja niður við Austurvöll á því að marka þessu ramma og leggja niður línurnar um hvemig standa eigi að þessu. Þá held ég að hitt komi á eftir. Eg hef bent á það að ekki þarf svo óskaplega j mikið fjármagn til að gera þetta. Til dæmis held ég að hægt væri að byggja 10 arðvæn-1 legar laxeldisstöðvar fyrir eitt skuttogara-1 verð. Varðandi samskipti okkar við Norðmenn á þessu sviði verðum við að passa okkur á j því að staðan í Noregi er sú að samtök laxeldismanna hafa viljað þróa framleiðsl- una jafnhliða markaðsöfluninni og þeir skammta mönnum eldisrými og haft mjög j stíft eftirlit með því. Þessir aðilar eins og t.d. Mowy og Norsk Hydro sem em tilbúnir j að leggja fé í framkvæmdir hér heima em j að þessu m.a. af því að þeir fá ekki meira j eldisrými í Noregi. Mér finnst alveg sjálf- sagt að hafa gott samstarf við nágranna- þjóðimar en ég held að það sé ekki rétt stefna að láta fjármagn ráða ferðinni í þess-1 um málum hér. Við eigum að taka þessi mál! upp og framkvæma þau sjálf. Harald: Ég vil þakka fyrir þessar skemmti- j legu umræður. -Ég hef reynt að koma mín- um á framfæri. Það tókst ekki 1978, en ég er fullviss um að öli umræða sé til góðs, hvort sem farið verður út í að búa til stórt tank-! skip með fiskabúmm eins og mín hugmynd er, hún er ansi stórtæk ég skal viðurkenna það. Hvemig svo sem þetta verður, þá held ég að þessar nýju fréttir Norðmanna veki okk- ur, hristi upp í málinu. Héðan af hlýtur að; verða mörkuð einhver stefna. Ég trúi ekki i öðra. Jóhann: Ég er alveg sammála Eyjólfi í því að það þarf fyrst að byrja við Austurvöllinn í húsinu þar og fá áhuga alþingismannanna á þessu máli og marka stöðu þess í kerfinu. Ég er ekki í nokkmm vafa um það að það er orðið löngu hagkvæmt fyrir okkur og við ættum að vera byrjaðir á laxeldi fyrir löngu í; stómm stíl. Ég álít að skilyrðin hérna séu víða mjög góð, sérstaklega vegna jarðhit- ans, en ég álít líka að það sé ekki nóg þótt sett yrði skrið á laxeldið sem ég held að hljóti að koma vegna þess árangurs sem hefur náðst hjá Norðmönnum, þá hlýtur að vera einnig komið að því að við tökum rannsóknir á eldi sjávarfiska í okkar hend- ur, þannig að við þurfum ekki eingöngu að vera upp á aðra komnir með árangur sem næst. Við verðum að byggja eitthvað upp sjálfir, byggja á okkar eigin verkum. -lg Eyjólfur Friðgeirsson: Ég held að það sé ekki orðið seinna vænna að snúa sér að rannsóknum á þessu sviði hérna heima og sitja ekki bara og lesa um hvað Norðmenn eru að gera. Harald S. Holsvik: Það er eins og einhver hnútur liggi í öllum þessum málum. Kann að vera að það standi þessu eitthvað fyrir þrifum að fersk vatnsfiskeldi heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. Jóhánn E. Kúld: Þetta eru afskaplega athyglis verðar fréttir að þeir geti látið 50 - 70% þorskseiða lifa í staðinn fyrir að áður lifðu aðeins 2- 5%.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.