Þjóðviljinn - 10.06.1983, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 10. júní 1983.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir.
fiitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjonarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson.
Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur P. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
.Pökkun; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Siöumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Var kaupið þá
alltof hátt?
• Ráðherrar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins létu
það verða sitt fyrsta verk eftir stjórnarskiptin þann 26. maí sl. að
gefa út bráðabirgðalög, þar sem m.a. er riftað öllum kjarasamn-
ingum og bannað með lögum, að semja um nokkrar hækkanir á
krónutölu launa fram til 1. febrúar á næsta ári. - I staðinn var
launafólki skammtað með lögum 8% hækkun 1. júní og 4% hækk-
un 1. október, eða samtals 12,3% krónutöluhækkun launa frá 1.
mars sl., þegar verðbætur voru síðast greiddar samkvæmt samn-
ingum, og til janúarloka á næsta ári.
• Þegar ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna ákváðu að
setja þessi lög, þá vissu þeir mætavel að samkvæmt spám Þjóð-
hagsstofnunar mætti búast við um 60% hækkun framfærslukostn-
aðar frá síðustu verðbótagreiðslu samkvæmt samningum til ára-
móta. Samt ákváðu þeir, að setja lögbann á sérhverja krónutölu-
hækkun launa umfram 8 og 4% á sama tíma og skerða þannig
lífskjör almennings með mun grófari hætti en dæmi finnast um í
áratugi.
• Hér í Þjóðviljanum var á það bent sama dag og bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar voru sett að stjórnin hefði ákveðið að banna
launahækkanir umfram 12,3% á sama tíma og vænta mætti 60%
verðlagshækkana. Við urðum þess vör, þegar frá þessu var fyrst
greint hér í blaðinu, að ýmsir tortryggðu þá þessar tölur. Þær hafa
nú verið staðfestar, ekki aðeins af Alþýðusambandi Islands heldur
einnig af Þjóðhagsstofnun, og enginn kemst undan að horfast í
augu við staðreyndirnar um stefnu ríkisstjórnarinnar, og fyrirsjá-
anleg áhrif þeirrar stefnu á eigin kjör.
• í Morgunblaðinu hefur að undanförnu mikið verið um það talað
að ríkisstjórnin þurfi að gefa upplýsingar og skýringar.
• Við berum hér fram þá eindregnu kröfu að ríkisstjórnin geri
öllum landslýð nú þegar í stað grein fyrir því, hvers vegna í ósköp-
unum hún sker kaupið hjá almennu launafóiki niður um 25%,
þegar þjóðartekjur á mann verða þó ekki nema 9% lægri á þessu
ári, en þegar þær voru í toppi fyrir tveimur árum?
• Við þessari einföldu spurningu duga engin óljós svör, eða harm-
agrátur yfir eigin verkum eins og Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra lætur sér sæma að bera á borð við fjölmiðla. „Vitan-
lega harma ég að svo skuli þurfa að verða“, segir Steingrímur um
þetta atriði í málgagni Framsóknarflokksins í gær, en slíkt eru
einfaldlega engin svör heldur flótti frá kjarna málsins.
• Sá forsætisráðherra, sem ekki getur um miðjan dag gert aðra
grein fyrir sínum eigin morgunverkum en þá að hann harmi verk
sín - hann ætti ekki að sitja lengi á tróni.
• Og við biðjum um svör við annarri spurningu:
• Eru ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins máske þeirrar skoðunar að kjör almennings hafi verið
betri en þjóðartekjur feyfðu á árunum 1981 og 1982, og þess vegna
þurfi nú að skerða kjörin svo langt umfram það sem fall þjóðar-
tekna gefur tilefni til? - Þessari spurningu komast menn ekki
heldur hjá að svara, - sá almenningur, sem nú á að bera 25%
kjaraskerðingu, hann á allan rétt á að vita þetta.
• Og svörin við einmitt þessari spurningu, þau þurfa ekki síst að
koma skýrt fram í Morgunblaðinu, sem nú þykist fátt vita eða
skilja. Þeir Morgunblaðsmenn eru nefnilega ekki enn hættir að
skamma Alþýðubandalagið fyrir að hafa „krukkað í kaupið“ og
haldið kaupmættinum niðri á árunum 1981 og 1982! - Þannig eru
orðin, en með verkum sínum, kaupráninu mikla, sem í bráða-
birgðalögunum felst, þá eru ráðherrar Morgunblaðsins í raun að
tilkynna okkur það, að kaupmáttur almennra launa hafi ekki verið
of lítill miðað við þjóðartekjur á undanförnum árum, heldur alltof
alltof mikill að þeirra dómi. Ef ekki, hvers vegna þá svo gífurlega
kauplækkun nú?
• Það hálmstrá, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar reyna nú að
hanga í varðandi kjaramálin er það, að hefði alls ekkert verið
aðhafst, þá hefði verðbólgan farið yfir 130% og kaupmáttur launa
fallið. Þessi samanburður er hins vegar gjörsamlega út í bláinn, því
auðvitað hlaut hvaða ríkisstjórn, sem mynduð hefði verið, að grípa
til veigamikilla efnahagsaðgerða. Spurningin var bara sú, hvort
þær aðgerðir ættu að miðast við það að verja eftir föngum kaup-
mátt almennra launa, eða við hitt að færa kaupmátt launa 30 ár
aftur tímann svo sem nú hefur verið gert, svo fyrirtæki geti grætt
sem mest.
• Hér var það auðvitað pólitískur vilji sem réði úrslitum, þótt
ráðherrarnir þykist sumir ekki hafa vald á eigin verkum.
• Þær tillögur, sem Alþýðubandalagið lagði fram í stjórnarmynd-
unarviðræðunum voru við það miðaðar, að kaupmáttur
miðlungslauna og lægri félli ekki nema sem svaraði falli þjóðar-
tekna, og að verðbólga yrði innan við 60% í lok þessa árs. Þessum
tillögum hafnaði Framsóknarflokkurinn og valdi kaupránsleiðina
ásamt Sjálfstæðisflokknum.
klippt
Ópólitísk vitrun?
Þegar Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra var inntur álits
á viðbrögðum BSRB við kjara-
skerðingum og samningsbanni
ríkisstjórnarinnar, sagði ráðher-
rann að sér virtist sem pólitík væri
með í spilinu.
Kjaraskerðingarnar og samn-
ingsbannið alræmda er þá sam-
kvæmt fjármálaráðherranum
eitthvert ópólitískt kukl óvil-
hallra manna? Nema að ráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar séu guð-
legar sendingar af himnum ofan
ellegar þá vitranir sem ráðherrar í
ríkisstjórninni hafa fengið nær
þeir mynduðu bandalögin um
stólana í maflok?
Nei, þá veit fjandvinur vor,
Morgunblaðið þessu nefi lengra
um málið: „Leiðin út úr
efnahagsvandanum er pólitísk“,
segir í leiðara Moggans sl.
miðvikudag. Og undir það skal
tekið, þó leiðir séu vænlegri til
allt annarra átta en Mogginn vill
vera láta.
Almenningur
hefur fengið nóg
Og við skulum halda áfram að
taka undir með fjandvini vorum í
Aðalstræti. í miðvikudagsleiðara
segir: „Hækkanir sem nú æða
eins og logi yfir akur samhliða því
sem verðbótakerfi launa er kippt
úr sambandi, valda því að
greiðsluþol almennings er að
bresta“.
í leiðaranum segir einnig:
„Staðreynd er hvort sem ráða-
mönnum líkar betur eða verr, að
svo lengi hefur reynt á þetta þol
undanfarið að það getur tæplega
þanist meira“. Og þykist nú
Morgunblaðið hvergi hafa komið
nálægt þegar ríkisstjórnin kom
undir. „Síðast er skýringarlaust
dembt yfir launþega hverri hækk-
uninni á eftir aðra og þeir sem
fyrir ákvörðununum standa
yppta öxlum“, segir Morgunblað-
ið og er það hverju orði sannara.
Harmagrátur
fundarstjórans
Það var engu líkara en
Steingrímur fundarstjóri í ríkis-
stjórninni teldi sér skylt að fara
eftir áhrínsorðum Morgunblaðs-
leiðarans. Á blaðamannafundi í
fyrradag hefur Þjóðviljinn eftir
honum: „Kaupmáttarrýrnunin
er töluverð og meiri en ég hefði
gjarnan viljað. Þetta eru rót-
tækar aðgerðir sem lenda mjög á
launum. Eg harma að svo skuli
þurfa að verða“. Þetta segir for-
sætisráðherra þeirrar ríkisstjórn-
ar sem stendur fyrir þessum
aðgerðum.
Um þetta væri margt hægt að
segja. Kaupmáttarrýrnunin er
meiri en Steingrímur vill að hún
sé. Hún er meira að segja meiri
en hann hefði „gjarnan“ viljað.
Þetta „harmar“ maðurinn.
Sú spurning hlýtur að vakna
hver vildi þessar aðgerðir? Enn
fremur, af hverju er ríkisstjórnin
fyrst nú eftir að launamannasam-
tökin hafa kannað afleiðingar
„aðgerðanna“, að láta athuga
þær? Vissu mennirnir ekkert
hvað þeir voru að gera? Það hafa
þeir ekki vitað, fyrst þeir eru
núna fyrst að fá upplýsingar um
„áhrif“ efnahagsaðgerðanna. Og
meir en það: Afleiðingarnar eru
ægilegri en þeir hefðu viljað (og
þá væntanlega aðrar). Oddvitinn
harmar meira að segja afleiðing-
ar ráðstafana sinna.
Þannig hefur Þjóðviljanum,
launamannasamtökunum, þjóð-
inni og miðvikudags-Mogganum
bæst liðsmaður í stjórnarand-
stöðuna. Sá heitir Steingrímur
Hermannsson. Velkominn í hóp-
inn.
Ólíðandi vinnubrögð
Hvort sem ríkisstjórnir eru til
hægri eða vinstri, þá verður að
gera lágmarkskröfii til vinnu-
bragða þeirra. í stjórnarmynd-
unarviðræðum var mikið talað
um gagnasöfnun sem Geir Hall-
grímsson átti að hafa staðið fyrir
um efnahagsmál og skyld efni.
Slíkt er auðvitað lofsvert og því
ýtarlegri gögn þeim mun meiri
líkur á því að skynsamlegar á-
kvarðanir séu teknar.
Með birtingu upplýsinganna í
fyrradag um afleiðingar efna-
hagsráðstafana ríkisstjórnarinn-
ar er það gert opinbert, að ríkis-
stjórnin hefur gripið til harðsvír-
aðra aðgerða, án þess að láta
kanna fyrst hverjar afleiðingarn-
ar kynnu að verða. Og eru þá
ekki teknar með í reikninginn
þær ráðstafanir sem afdrifaríkari
geta orðið, þar sem er aðförin að
lýðréttindum launamannasam-
takanna, bannið við samninga-
gerð. Engin stofnun getur heidur
sagt fyrir um afleiðingar slíkra
andlýðræðislegra ráðstafana.
Víst er að þessi ólukkans ríkis-
stjórn mun uppskera eins og til er
sáð; hún verður fyrr eða síðar
hrópuð niður. Það þarf ekki einu
sinni aðstoð kraftaskáldanna á
Morgunblaðinu til þess, þó aukin
fjölbreytni í stjórnarandstöðunni
sé að sjálfsögðu vel þegin. -óg
og skorið
Harmurinn
Framsóknar
Mikill harmur er nú kveðinn að
Framsóknarflokknum. Það er
ekki nóg með að formaður
flokksins og forsætisráðherra sé
harmi sleginn yfir þeim ráðstöf-
unum sem hann og flokkur hans
standa nú fyrir ásamt Sjálfstæðis-
flokknum. Heldur gerast þær nú
svo breiðar rifurnar og þverrif-
urnar að gamla leiðarakempan
sem áður gat prjónað uppí götin
jafnharðan, fær ekkert við ráðið.
Og þvf situr nú Þórarinn, rær
fram í gráðið og tuldrar fyrir
munni sér framsóknarhistoríur
frá blómatíma þriðja áratugarins.
Þá var nú mark takandi á flokkn-
um. Og ekki nema von að Þór-
arinn teldi páfann í Róm eiga er-
indi við svo góðan flokk.
Flokkur páfans í Róm og Þór-
arins Þórarinssonar er nú geng-
inn í björgin hjá íhaldinu - og
ekki finnst nein réttlæting á sam-
starfinu, nema Halldór á Kirkju-
bóli skýtur Þórarni ref fyrir rass
og segir að ekki h^fi verið ann-
arra kosta völ. Lengra verður nú
ekki komist í réttlætingum á þeim
bænum.
„SÍSí
fríkar út“
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
skrifað nokkrar greinar um pólit-
íska uppdráttarsýki Framsóknar-
flokksins og siðferðislega hnign-
un hans. Þórarinn brá við skjótt
og skrifaði: „Framsóknarmenn
munu nú eins og áður, láta sér slfk
skrif í léttu rúmi liggja“. Og
væntanlegur arftaki Þórarins og
framtíðarprjónari Tímans, kol-
lega Oddur Ólafsson, skrifar að
varla detti „nokkrum heilvita
manni það I hug“, að svara skrif-
um Ólafs Ragnars.
Og þetta skrifa þeir um leið og
þeir reyna að svara Ólafi Ragnari
í leiðurum, hálfsíðum og
breiðsíðum. Meir að segja Hall-
dór Kristjánsson fyrrverandi
Tímaritstjóri er fenginn til lið-
sinnis við þá skriffinna SÍS. Eða
hvað var ekki sungið þegar SÍS-
ríkisstjórnin tók við völdum og
tilkynnti ráðstafanir sínar: „SÍSí
fríkar út“.
Og Tímanum fer eins og SÍSí,
það koma engar rökstuddar mót-
bárur við efnislegri umfjöllun
Ólafs Ragnars Grímssonar. í
leiðara Þórarins um síðustu helgi
undir yfirskriftinni „Afturgöngur
í Þjóðviljanum". Sama sagan:
Framsóknarflokkurinn var stór
og sterkur þegar þeir voru og
hétu Hermann og Eysteinn, mik-
ið var nú gott og gaman fyrir
hálfri öld.
Það segir og jafn mikið um
varnir Framsóknar við skrifum
Ólafs Ragnars, að þeir skuli hafa
þurft að fá Harald almannaróm
Blöndal og Svarthöfða til að bera
hönd fyrir höfuð skepnunnar,
Framsóknarflokksins. „Jamm,
SÍSí fríkar út“.
-6g
k.