Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.06.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Útvarpsráð bannfærði erindi um friðarmál Hræddlr við fræðsluna Segir Guðmundur Georgsson um ritskoðun meirihluta útvarpsráðs - Ég get ekki litið öðruvísi á bannfæringuna en sem svo, að þeir séu andsnúnir því að hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus svæði verði kynnt, og að þeir séu hræddir um að kynning á þessari hugmynd muni afla fylgis við hana, sagði Guðmundur Georgsson læknir, en á dögunum neitaði meirihluti út- varpsráðs Guðmundi um að flytja erindi í hljómvarpið um kjarnork- uvopnalaus svæði: Ég sendi útvarpsráði fyrst form- legt bréf með beiðni um að flytja þetta erindi um kjarnorkuvopna- laus svæði. Það gerði ég vegna þess, að ef dagskrárgerðarmenn fá slíka beiðni og leyfa flutning, þá er það víst hvort eð er lagt fyrir út- Varpsráð. Mér skilst að það séalltaf gert þegar um slík mál sé að ræða, annars eigi stafsmenn yfir höfði sér harðar átölur, ef þeir leyfa flutning efnis um friðarbaráttu uppá sitt eindæmi. Frœðsla í lágmarki - Ég benti á í bréfi mínu til út- varpsráðs, að baráttuleið friðar- hreyfinga bæði austan hafs og vest- an hefði verið mjög vel tekið og mikið fjallað um þær í fjölmiðlum. Hins vegar hafi kynning og fræðsla um þessi mál hérlendis verið í lág- marki. - Ennfremur benti ég á að fjórir af sex framboðsaðilum fyrir síðustu kosningar hefðu tekið jákvætt undir hugmyndirnar um kjarnork- uvopnalaus svæði. Og allir flokkar hefðu lýst því yfir að Island ætti að vera kjarnorkuvopnalaust. í bréfinu lét ég þéss og getið að þessi baráttuleið þætti vænleg til að draga úr spennu á milli þjóða og vígbúnaði. Þá hefði ég og í hyggju að kynna niðurstöður af sameigin- legum fundi norrænu friðar- hreyfinganna sem haldinn var í Reykjavík í apríl sl. I þessari beiðni minni tók ég einnig fram hvers vegna ég teldi mig þess umkominn að fjalla um þessi mál; ég hef undanfarin miss- eri tekið þátt í samstarfi norrænna friðarhreyfinga. Og ég hef flutt er- indi um þetta efni víða og skrifað tímaritsgrein og blaðagreinar um skyld efni. Einbeiti mér að jákvœðari hliðinni - Sem læknir hef ég kynnt mér sérstaklega heilsufarslegar afleið- ingar af kjarnorkustyrjöld og safn- að upplýsingum frá læknasam- tökum erlendis um það efni. En einmitt læknar hafa mikið fjallað um þetta mál annars staðar. Niður- stöður þeirra rannsókna eru allar á eina lund: eina vörnin er að koma í veg fyrir kjarnorkustríð og svo- nefndar almannavarnir séu hættu- leg blekking. Afleiðingarnar yrðu svo óhugnanlegar að ég vil ógjarnan tala um það. En í sjálfu sér hefur sú þekking sem ég hef aflað mér orðið til þess að ég ein- beiti mér að hinni jákvæðu hlið: kjarnorkuvopnalausum svæðum í þágu friðar. - Það er ekki hægt að gera grein fyrir svona efni á viðhlítandi hátt, nema í erindi sem tekur um 30 til 40 mínútur í flutningi. Ég hef reynslu af því, bæði vegna greina sem ég hef skrifað um málið sem og vegna þess, að ég hef haldið erindi um þetta mál víða. - Til að byrja með dróst að svara bréfi mínu í nokkrar vikur, svo ég sendi ítrekunarbréf þar sem ég fór fram á að beiðnin yrði afgreidd sem fyrst, en ég er á förum til útlanda til langdvalar. Hræddir við frœðsluna - Ég frétti síðar að það hafi verið fellt með fjórum atkvæðum gegn einu að leyfa mér að flytja þetta erindi, á þeirri forsendu að því er mér skildist, að ég væri enginn sér- fræðingur um kjarnorkuvopn þó ég kynni að vera góður læknir. Þessir fjórir voru Ellert Schram Sjálf- stæðisflokki, Markús Á. Einarsson og Vilhjálmur Hjálmarsson Fram- sóknarfíokki og Eiður Guðnason Alþýðuflokki. Tryggvi Þór Aðal- steinsson Alþýðubandalagi greiddi einn atkvæði með því að ég fengi að flytja þetta erindi. Það er máske sérstakt íhugunar- efni hvers vegna Eiður Guðnason gengur fram fyrir skjöldu með rit- skoðun af þessu tagi en flokkur hans hefur lýst yfir stuðningi við kjarnorkuvopnalaus svæði. Undarleg er afstaðan hjá bóndan- um á Brekku, en ég hélt að bænd- um sem lifa svo nánum samvistum við líf og gróður, væri annt um verndun lífs eins og bann við kjarn- orkuvopnum felur í sér. Hinsvegar vekur afstaða Ellerts Schram mér enga furðu. Flokkur hans og mál- gögn hafa látið þannig í þessu máli auk þess sem það er í samræmi við stefnu þessara aðila að vilja tak- marka umræðu um þessi mál, eins og fréttamenn hafa fengið að kynn- ast. Og það er komin löng reynsla fyrir því, að sá flokkur sem telur sig bera mesta umhyggju fyrir lýðræði er sá sem gengur lengst í and- lýðræðislegum vinnubrögðum. - Ég get heldur ekki skilið at- kvæðagreiðsluna í útvarpsráði örðuvísi en sem svo, að meirihlut- inn sé andsnúinn því að hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus svæði sé kynnt. Og að þeir séu hræddir við að sú kynning muni efla fylgi við hana. Það þýðir og að þeir séu á móti afvopnun og slökun spennu í vígbúnaðarmálum. - Hér er ekki einungis um að ræða stefnumál margra stjórn- málaflokka í landinu, heldur og um yfirlýsta stefnu Sameinuðu þjóð- anna. Og ég veit ekki betur en að Nísland sé aðili að samþykkt sér- Guðmundur Georgsson læknir. Áhyggjuefni fyrir alla þá sem telja frjáls skoðanaskipti meðal dýrm- ætustu mannréttinda. staks allsherjarþings SÞ 1978, þar sem mælt er með myndun kjarn- orkuvopnalausra svæða. Troðið á dýrmœtum mannréttindum - Þó að í sjálfu sér sé hér um af- markað mál að ræða, sem hefur verið bannfært, þá hlýtur það að vera öllum þeim áhyggjuefni, sem telja frjáls skoðanaskipti og upp- lýsingamiðlun meðal dýrmætra mannréttinda, sagði Guðmundur Georgsson læknir að lokum. -óg Einar Hjörleifsson skrifar frá Perú 3. grein. Mannréttindabarátta á breiðum grundvelli Kvöld eitt sit ég á tali við nokkra meðlimi mannréttindahreyfingarinnar CAS (Courité de Apoyo y Solidaridad). Mérhefurskilist, að helsta hlutverk CAS sé að aðstoða pólitíska fanga, en í Ijós kemur að starfsgrundvöllurinn er langtum breiðari. Samtökin líta ekki á sig sem pólitískt hlutlaus eins og t.d. Amnesty International; heldursem þátttakanda í breiðri pólitískri fylkingu, sem berstgegn núverandi þjóðfélagskerfi. Samkvæmt þessari skilgreiningu vinna samtökin á afar breiðum grundvelli. Mikil áhersla er lögð á samvinnu við verkalýðsfé- lög og önnur fjöldasamtök. T.d. veita með- limir CAS lagalega ráðgjöf í sambandi við réttindabaráttu verkamanna, fangelsanir og illa meðferð á verkfallsmönnum, auk þess sem skipulögð er nauðsynleg aðstoð við fjölskyldur þeirra. - Annar þáttur í starfinu er aðstoð við sjálfskipulagningu fólksins, t.d. er nefndin konum í Villa E1 Salvador (sjá aðra grein) kampinum innan handar við að skipuleggja fræðslustarf innan hverfisins. Sem stendur eru í deiglunni ný lög, sem að sögn Javiers, eins nefndarmanna, myndu gera nær öll verkföll óleyfileg. Ásamt verkalýðsfélögunum vinnur CAS að því að koma í veg fyrir að lögin komist í gegnum þingið, enda mikið í húfi; ekki nema 6% vinnufærs fólks er meðlimir í verkalýðsfélagi og án verkfallsvopnsins nær ókleift að standa á rétti sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldi. Barátta verkalýðs og bænda Núverandi ríkisstjórn fylgir efnahags- stefnu, sem að mati perúanskra verka- manna og bænda rýrir enn kjör hinna verst settu þjóðfélagsþegna. Þær umbætur í land- búnaðarmálum, sem komust í gagnið fyrir tilstilli herforingjastjórnarinnar fyrri (1956-75 u.þ.b.), falla um sjálfar sig, ef ríkið veitir ekki nauðsynlega aðstoð, svo sem nauðsynleg lán til tækjakaupa. Enda hefur fólksflóttinn úr sveit í borg aukist töl- uvert upp á síðkastið. Barátta launþega hefur því verið hörð, - verkföll tíð í verk- smiðjum og opinberum stofnunum. T.a.nt. tóku bankastarfsmenn sig til og háðu harðvítugt verkfall svo vikum skipti gegn kjararýrnun sem leiddi af stefnu stjórnar- innar. Var óneitanlega skrítið að sjá jakkaf- ataklædda herra og smekklega klæddar dömur ganga undir rauðum fánum um helstu borgir Perú, hrópandi í takt: „E1 pu- eblo unido jarn'as será vencido" (sameinuð. verðunr við aldrei sigruð). - Eins tóku smá- bændur og landverkamenn sig til um miðjan nóvember sl. ár og háðu fyrsta sam- ræmda verkfall sitt. Náði það til mestalls landsins og helstu borgir Perú voru að miklu leyti einangraðar, þar eð verkfalls- menn hindruðu alla umferð til og frá þétt- býlissvæðunum í 48 klst. Vöruverð hækkaði á mörkuðum og tilfinnanlegur skortur varð á fersku kjöti og grænmeti. Frá Lima Hermdarverkalögin Gagnvart faglegri baráttu eins og að framan er lýst, eiga stjórnvöld eitt mjög brúklegt vopn. Eftir fyrstu árásir skæru- liðasamtakanna Sendero Luntinoso árið ‘1980 (lýst í annarri grein) voru sett sérstök lög til þess að klekkja á hermdarverka- mönnunt. Að sögn CAS eru lögin óspart notuð til þess að taka úr umferð virkustu leiðtoga verkalýðs og bænda undir því yfir- skini, að þeir séu grunaðir um tengsl við hryðjuverkamenn. Og þegar innfyrir múr- ana er komið, er enginn hægðarleikur að komast út aftur. Manni, sem grunaður er um að vera viðriðinn hermdarverkastarfsemi, má halda í fangelsi frá 2 vikum til 3ja mánaða, án þess að formleg ákæra sé lögð fram á hendur honum. Að 3 mánuðum liðnum semur PIP (rannsóknarlögreglan) skýrslu um málið og leggur fyrir dómara, sem síðan tekur ákvörðun um, hvort málinu skuli haldið til streitu. Skýrslu lögreglunnar fær enginn að sjá nema dómarinn, jafnvel lög- fræðingi hins grunaða er haldið utan við málsmeðferðina. Sakborningurinn hefur því engin tækifæri til þess að andmæla túlk- unum lögreglunnar, sem er ein um að hafa áhrif á dómarann. Sé ákærunni haldið til streitu, líða allt að tvö ár, þar til úrslit fást í málinu. Ekki eru fallnir nema 10-20 dómar á því 2ja ára tíma- bili, sem lögin hafa verið í gildi. Og pólitísk- ir fangar í landinu eru nokkur þúsund, var- lega áætlað, þar af eru enn 450 á fanga- eyjunni E1 Frontón, sérstöku öryggisfang- elsi undan strönd Lima og afgangurinn í fangelsum hingað og þangað urn landið. Verkefnin eru því næg á þessum starfsvett- vangi CAS-nefndarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.