Þjóðviljinn - 10.06.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 10. júní 1983.
Eins og flestum mun kunnugt þá
var laxeldisstöð Skúla Pálssonar,
Laxalón, í Grafarvogi mjög til um-
ræðu er sýking kom upp í henni
sem leiddi til þess að farga varð
öllum stofninum nema regnboga-
silungnum sem þyrmt var vegna
þjóðhagslegs mikiívægis. Allt um-
stangið í kringum sýkinguna var
þungbært áfall fyrir Skúla í Laxa-
lóni sem nánst horfði á eftir lífs-
starfi sínu fara fyrir ekkert. Hann
byggði upp fiskeldi sitt með ræktun
regnbogasilungs sem var fluttur út.
Upp komu deilur um heilbrigði
stofnsins sem að lokum varð til
þess að Skúli sneri sér alfarið að
laxeldi og á stóran hlut að því
hversu vel hefur tekist til að rækta
upp laxveiðiár í landinu. Sýkingin í
laxfiskinum kom upp 1976 og varð
að stöðva alla framleiðsluna.
Undanfarin ár hefur verið heldur
hljótt um Laxalón og margir hrein-
lega talið fyrirtækið ekki lengur
starfandi. Því er þó öðru vísi farið.
Fyrir þrem árum eða 1980 hófst
starfsemin að nýju og hefur verið í
miklum vexti síðan. Forráðamenn
Laxalóns boðuðu blaðamenn á
sinn fund í vikunni spm leið og var
starfsemin þar kynnt og þær áætl-
anir sem á prjónunum eru.
Skúli hættur
rekstrinum
Synir Skúla, Ólafur, Sveinn og
Skafti hafa tekið yfir rekstur eldis-
stöðvarinnar í Grafarvogi og hefur
þeim þremenningum tekist að
koma framleiðslunni á tiltölulega
stuttum tíma í hámarksgetu, 150
þúsund gönguseiði á árinu í fyrra.
Sveinn Snorrason lögfræðingur
Skúia um áratuga skeið hefur einn-
ig haft hönd í bagga með útfærslu á
rekstrinum. Það mun hafa verið ár-
ið 1981 um haust að tilraunaeldi
var hafið í Vestmannaeyjum í sam-
vinnu við Fiskiðjuna.
Hraunhitinn
nýttur
„Fiskeldi það sem við hófum í
Vestmannaeyjum var algert til-
raunastarf og þar vorum við fyrst
og fremst að kanna hvort unnt
reyndist að nýta hraunhitann í eld-
Nú er nýlokið framkvæmdum við hafbeitarstöðina sem bændur í Saurbæ í Dölum hafa reist í samvinnu við
Laxalón. Hafbeitarstöðin var reist við ósa Hvolsár og Staðarhólsár. Punktalínan sýnir hvar svæðið er lokað af.
Laxalón og bændur í Saurbæ taka höndum saman:
Hafbeit við ósa Hvols
ár og Staðarhólsár
isvatnið og í öðru lagi vildum við
nýta hráefnið frá frystihúsunum til
eldis. Einnig vildum við kanna
hvort möguleiki væri á stóreldi í
Eyjum. Þessar tilraunir heppnuð-
ust vel, þó menn hafi ekkí haft
mikla trú á þeim í fyrstu. Tilraunin
var gerð með 10 þúsund seiði sem
fengu blautfóður. Sú reynsla sem
fékkst þarna var mjög mikilvæg.
Eitt helsta vandamálið var þegar
hraunhitavatnið hækkaði skyndi-
lega úr 12-14 gráðum upp í 20
gráður, með, sem síðar kom í ljós,
mjög ákveðnu millibili. Þessi hita-
hækkun varð til þess að það dráp-
ust 1000 fiskar fyrst er þetta gerðist
og síðan 300 fiskar. Það var hlegið
hátt þegar þúsund fiskar drápust og
enn meira er aftur drapst hjá okk-
ur. Okkur tókst að komast yfir
þessa erfiðleika ogýmsa aðra og nú
eru menn hættir að hlæja,“ sagði
Sveinn.
Framtíðarverkefni
Það kom fram á fundinum að í
Evrópu eru nú framleidd árlega
rösk 100 þúsund tonn af regnbog-
asilungi og þarf til þess yfir miljarð
hrogna. Markaðurinn er gífurlega
stór. Forsvarsmenn Laxalóns töldu
að fyrirtækið ætti góða möguleika á
að komast inn á þann markað, ekki
síst vegna þess að silungurinn
hrygnir hér á öðrum tíma en í Evr-
ópu og gefur það fiskeldisbændum
í Evrópu möguleika á að vera með
nýjan fisk allan ársins hring. Þá er
um að ræða fullkomlega heilbrigð
hrogn með þartil gerða pappíra til
staðfestingar á heilbrigði hrogn-
anna. Á næsta ári er meiningin að
hefja útflutning hrogna en mark-
aðurinn er gífurlega stór. í Evrópu
eru nú framleidd um 120 þúsund
tonn af regnbogasilungi og til þess
þarf um 1,2 miljarð hrogna. Laxa-
lón hyggst flytja út og selja um 5
miljónir hrogna. Markmiðið er sett
á útflutning upp á 150-200 miljón
hrogna útflutning. -
Samstarf Laxalóns
við bœndur
í Saurbœ
Á síðasta ári hófst samstarf Lax-
alóns og 25 bænda vestur í Saurbæ í
Dölum um stofnun og rekstur haf-
beitarstöðvar við sameiginlegan ós
Hvolsár og Staðarhólsár. Á þess-
um stað eru aðstæður til að stunda
stórfellda hafbeit að því er virðist
mjög hagstæðar. Hefur verið
gerður samningur milli þessara
aðila sem m.a. gerir ráð fyrir að
Laxalón leggi til 100 þúsund sjó-
gönguseiði allt til ársloka þessa árs.
Verðmæti seiðanna er talið vera
um 1,7 miljón króna. Á móti kem-
ur að bændur leggja fram vinnu og
fjármagn til mannvirkjagerðar í
ósnum vegna sleppingar seiðanna
og móttöku hafbeitarlax. Sam-
vinna þessi hefur getið af sér fyrir-
tækið Dalaiax með jafnri þátttöku
Laxalóns og bænda í Saurbæ, en
framlag þeirra til mannvirkjagerð-
ar jafnast á við framlag Laxalóns í
krónum talið. Nú er verið að vinna
við mannvirkjagerð.
Er vestari ál óssins lokað með
1 garði, en í austurálnum er gerður
garður með laxastiga. Á síðast-
liðnu sumri var sleppt 50 þúsund
seiðum og er talið að um 5%
endurheimtur þýði að fyrirkomu-
lagið standi undir sér, en það gerir í
kringum 4'/2 tonn af laxi. í lóninu
verða seiðin saltaðlöguð með sama
hætti og gert hefur verið í Lárósi
með góðum árangri en þar hafa
endurheimtur verið hreint stór-
kostlegar eða 12% á 1-2 ára laxi.
Náist slíkar heimtur þýðir það í
raun að 5-6 þúsund laxar nást til
baka.
Miklar vonir eru bundnar við
fyrirtæki þetta. Hafbeitarlaxinn
verður verkaður í frystihúsi.
Kaupfélagsins á staðnum og flutn-
ingabílar munu svo koma honum á
markað. Stærsti Iaxinn sem gengur
upp verður valinn til undaneldis.
Talið er að lítil takmörk séu fyrir
þeim fjölda seiða sem sleppa má
árlega. _ hól.
Tilraunaeldið í Vestmannaeyjum þótti gefa góða raun þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika.
Regnbogasilungnum gefið æti. Það er stöðvarstjórinn Daninn Hoybye Christensen sem sér um
þá hlið mála. Hann hefur starfað í 20 ár hjá Laxalóni. - Ljósm.: - eik.