Þjóðviljinn - 10.06.1983, Page 16
wdvhhnn
Föstudagur 10. júní 1983.
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9- 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Stóra Ferðahappdrættið
V mningsnúmer
birt á niorgun
Gerum átak síðasta daginn
Dregið var í Stóra Ferðahapp-
drættinu, kosningahappdrætti Al-
þýðubandalagsins 6. þessa mán-
aðar. Vinningsnúmer verða birt í
blaðinu á morgun.
Stóra ferðahappdrættið er
megintekjulind kosningabaráttu
Alþýðubandalagsins. f dag eru síð-
ustu forvöð að gera skil vegna
heimsendra miða og mikilvægt er
að allir leggist á eitt svo að hægt sé
að skila kosningasjóðnum án halla.
Með því eflist Alþýðubandalagið
til stjórnarandstöðu sem ekki er
vanþörf á. Tökum höndum saman
og gerum átak síðasta daginn.
Alþýðubandalagið
í jómfrúarferð ms. Eddu þraut bjórinn nær því á útleið en á heimleið
voru vatnsbirgðirnar nær þrotnar. Kannski táknrænt. Myndin er
tekin í hinum glæsilega veitingasal á B-dekki en þar er boðið upp á
hlaðborð eða pantanir eftir matseðli. Frásögn af jómfrúarferðinni
verður í blaðinu á morgun. Ljósm.: GFr.
Aðalfundur Sambandsins í Bifröst
Tapið 29
á síðasta
„Fjárhagsmái samvinnuhreyf-
ingarinnar“ er sérmál aðalfundar
Sambandsins sem hófst að Bifröst í
gær. Halli í rekstrarreikningi Sam-
bandsins'varð 29 miljónir króna á
sl. ári, en þess er að gæta að hefði
hækkun fjármagnskostnaðar orðið
hin sama í prósentum og hækkun
tekna, þá hefði reksturinn batnað
um 76.6 milj. króna. Gengistap á
erlendum lánum og verðbætur á
vísitölulán reyndust mun meiri en
ætlað var. Heildartekjur Sam-
bandsins jukust milli ára um
61.6%, en fjármagnsgjöld að frá-
dregnum fjármagnstekjum um
188.4%. Tekjurnar reyndust vera
1.693,2 milj. kr. en fjármagns-
gjöldin 174.4 milj. kr.
Heildarvelta Sambandsins nam
árið 1982 3.627 miljónum króna,
og jókst milli ára um 52.2%. Mest
aukning varð hjá útflutningsdeild
miljónir
/ •
an
og iðnaðardeild, sem jók hlutdeild
sína í útflutningi iðnaðarvara.
Hinsvegar hefur hlutdeild útflutn-
ings í heildarveltu Sambandsins
minnkað úr 42.7% í 41.9%.
Á aðalfundi Sambandsins sem
lýkur á morgun eiga 117 fulltrúar
frá 43 Sambandskaupfélögum rétt
til fundarsetu. Auk kjörinna full-
trúa sækja aðalfundinn að vanda
stjórnarmenn Sambandsins, fram-
kvæmdastjórar og nokkrir starfs-
menn. Starfsmenn Sambandsins
voru í árslok 1982 1.827.
Kaupfélögin innan Sambandsins
eru 43, eins og áður sagði, félags-
mönnum þeirra hafði fjölgað um
2.399 frá árinu áður og voru um sl.
áramót 45.281. Fjölmennasta
kaupfélagið er Kaupfélag Reykja-
víkur og nágrennis með 14.591 fé-
laga.
- ekh.
Samvinnutryggingar og Andvaka
5 miljónir í hagnað
Samvijinutryggingar og Líftrygg-
ingafélagið Andvaka skiluðu hagn-
aði ásl. ári. Hagnaður Samvinnutr-
ygginga var 4.1 miljón króna, en
hagnaður Andvöku 906 þúsund
krónur.
Aðalfundir þessara félaga voru
haldnir á Blönduósi í byrjun mán-
aðar og kom fram „að hagnaður
félaganna er góður og reksturinn
gekk vel á síðasta ári“. Hagnaður
varð af rekstri brunadeildar,
sjódeíldar.ábyrðgar- og slysa-
deildar og erlendum endurtrygg-
ingum, samtals að fjárhæð 8.2 milj-
ónir hjá Samvinnutryggingum.
Bifreiðadeild og ínnlendar endur-
tryggingar skiluðu tapi upp á 4.1
miljón króna. Hjá Andvöku varð
hagnaður af rekstri allra trygg-
ingagreina á árinu, nema af hóplíf-
tryggingum og innlendum endur-
tryggingum.
Stjórn tryggingafélaganna er
óbreytt, en hana skipa Erlendur
Einarsson, formaður, Valur Arn-
þórsson, varaformaður, Ingólfur
Ólafsson, Ragnar Guðleifsson,
Karvel Ögmundsson og Pórir E.
Gunnarsson fulltrúi starfsmanna.
- ekh.
Mikill fjöldi manna var samankomin í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar í Kirkjubæjarklaustri
í fyrradag til aö minnast þess að þann dag voru 200 ár frá því að Skaftáreldar hófust. Forseti íslands Vigdís
Finnbogadóttir, opnaði sýninguna í kapellunni, en einnig var opnuð sýning sem nemendur Kirkjubæjar-
skóla höfðu unnið. Talið er að um 450 manns hafi drukkið kaffi, sem boðið var í af Ferðaskrifstofu ríkisins.
Myndin er tekin í kapellunni. Nánar verður sagt frá athöfninni og sýningum í helgarblaðinu. þs.
Deilt um réttarstöðu starfsfólks Ms Eddu
GUda íslensk
lög eða pólsk?
„Það er rökstuddur grunur um
að um borð í Ms Eddu sé farið
framhjá lágmarksákvæðum kjara-
samninga hvað varðar laun og
ýmis aðbúnaðarmál. Sjómannas-
ambandið hefur því óskað eftir
greinargerð frá Farskipum hf um
starfssvið og ráðningarsamninga
þeirra tæplega 40 íslendinga sem
um borð vinna“, sagði Arnmundur
Backman, lögmaður Sjómanna-
sambands tslands í gær.
Deila er risin um réttarstöðu ís-
lendingana um borð í Eddunni sem
skráð er í Póllandi en ekki á ís-
landi. „Við teljum það alveg sama
hvaðan atvinnutækið er leigt“,
sagði Arnmundur, „svo lengi sem
um er að ræða íslenskan atvinnu-
rekanda, skráðan hér á landi, sem
ræður til sín íslenskt starfsfólk. Við
styðjumst við lög um starfskjör
launafólks og vinnumálalöggjöfina
sem banna að lágmarksákvæði
kjarasamninga séu brotin."
Ammundur sagði að ráðningar-
samningar yrðu bomir saman við
kjarasamninga þegar umbeðnar
upplýsingar bærust. Til greina
koma samningar stéttarfélaga að
hans sögn, Sjómannafélags
Reykjavíkur, Þernufélagsins og
Félags starfsfólks í veitingahúsum.
Hann sagði að Sjómannasamband-
inu hefðu borist margar kvartanir
einkum frá aðstandendum skip-
verja, en einnig hefði einn starfs-
maður komið með ráðningar-
samning sinn og óskað eftir því að
hann yrði athugaður nánar. Málið
væri á könnunarstigi og framhald
þess réðist af þeim upplýsingum
sem óskað hefði verið eftir. _ÁI
Heimild til að fresta 25%
af greiðslu íbúðalánanna
Samt eykst vandi lántakenda vegna
almennu kjaraskerðingarinnar
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær-
morgun var ákveðið að heimila frá
1. maí sd. og til 30. apríl á næsta ári
frestun á 25% af afborgunum
íbúðalána frá Byggingarsjóði ríkis-
ins og Byggingarsjóði verkamanna
ásamt vöxtum og verðtryggingar-
þætti. Þessum hluta greiðslunnar
verður bætt við höfuðstól lánsins
og lánin lengd sem því svarar. Hér
er því ekki um að ræða neina eftir-
gjöf á lánunum eða nokkriim hluta
vaxtabyrðarinnar, heldur aðeins
frestun á hluta greiðslunnar.
Ríkisstjórnin hefur lýst þeim
vilja sínum, að sami háttur verði
tekinn upp varðandi verðtryggð
íbúðalán frá bönkum og spari-
sjóðum, enþegar Þjóðviljinn ræddi
við Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra um þessi efni í gær
vildi hann ekki gera grein fyrir mál-
inu að svo stöddu, en kvaðst
reikna með fundi með frétta-
mönnum í dag.
Svavar Gestsson, fyrrverandi
félagsmálaráðherra lagði fyrir Al-
þingi á síðasta vetri frumvarp, þar
sem m.a. var kveðið á um, að
greiðslubyrði af íbúðalánum skyldi
aldrei hækka meir en næmi hækk-
un kaupgreiðsluvísitölu, en um
þetta atriði hafði þá tekist sam-
komulag í nefnd sem Svavar
skipaði með fulltrúum allra flokka.
í þinginu náði frumvarpið hins veg-
ar ekki fram að ganga.
Nú þegar hin nýja ríkisstjórn
tekur málið upp, þá er hins vegar
svo komið, að almenn kjara-
skerðing upp á 25% liggur fyrir. Það
þýðir að maður, sem hefur varið
40% tekna sinna í greiðslur af
íbúðalánum, hann fær frestun á
sem svarar 10% af sfnum heildarút-
gjöldum en kaupið er hins vegar
lækkað um 25%!
Þannig er slíkur maður augljós-
lega mun verr settur en áður, þrátt
fyrirfrestuná25% greiðslubyrðar •
af íbúðalánum.
Sumarfrí og samvera á Laugarvatni
Enn er laust í þriðju vikuna
Eins og áður hefur komið
fram er upppantað í sumarfrí og
samveru Álþýðubandalagsins á
Laugarvatni síðustu tvær vikurnar í
júlí. .Þriðju vikunni var af þeim
sökum bætt við 4.-10. júlí og sam-
kvæmt upplýsingum flokksskrif-
stofunnar eru enn laus pláss þá vik-
una, en rúm er fyrir 80 manns.
Mikilvægt er að fólk dragi ekki
að panta sér pláss á Laugarvatni
4.-10. júlí og geri það í allra
seinasta lagi fyrir 15. júní, þannig
að skipulagning geti orðið eins og
best verður á kosið.