Þjóðviljinn - 01.07.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. júlí 1983
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Bitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdottir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Frumkvæði Vigdísar
• Pegar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands var stödd á Hrafn-
seyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, á ferð sinni
um Vestfirði nú í júnímánuði, þá kunngerði hún það áform sitt að
gangast fyrir stofnun sérstakra bókmenntaverðlauna er bæru nafn-
ið Bókmenntaverðlaun forseta íslands - í minningu Jóns Sigurðs-
sonar.
• Vigdís forseti kynnti jafnframt frumdrög að stofnskrá fyrir slík-
an verðlaunasjóð, en þar kemur m.a. fram að lagt er til að verð-
launin verði veitt 17. júní ár hvert, á fæðingardegi Jóns Sigurðs-
sonar, og nemi þau sem svarar árslaunum lektors við Háskóla
íslands. Miðað er við að verðlaun þessi verði skattfrjáls svo sem
algengt er um heiðursverðlaun.
• Fyllsta ástæða er til að fagna þessu framtaki forseta íslands, en
jafnframt að harma þau furðulegu blaðaskrif, sem birst hafa um
málið í ýmsum dagblaðanna síðustu daga.
• Frumkvæði forseta er fagnaðarefni vegna þess að vilji íslend-
ingar halda áfram að líta á sjálfa sig sem bókmenntaþjóð, þá er
stofnun slíkra verðlauna sannarlega tímabær.
• Fyrr og síðar höfum við íslendingar átt þeim mönnum sem helga
sig bókmenntum meira að þakka en flestum öðrum, allt frá þeim
Ara og Snorra til Halldórs Laxness og þeirra sem yngri eru í dag.
Án bókmennta væru íslendingar ekki til sem þjóð. Líf okkar er í
bókunum, ef ekki allt, þá a.m.k. hálft.
• Það ætti því ekki að geta orðið öfundarefni nokkurs manns, þótt
í þann fjölmenna og margbreytilega hóp sem launaður er af opin-
beru fé bætist við einn rithöfundur, sem fram úr skarar í verkum
sínum, og unnið hefur til þeirra heiðursverðlauna, sem hér um
ræðir.
• Það er líka hið besta til fundið að tengja bókmenntaverðlaunin
við minningu Jóns Sigurðssonar, okkar þjóðfrelsishetju á 19. öld,
því fátt mun betur til þess fallið að vekja hér þjóðlega reisn en
góðar bókmenntir og minningin um störf Jóns forseta.
• - En við sögðum líka hér áðan að ástæða væri til að harma mörg
þau blaðaskrif, sem birsta hafa um málið undanfarna daga, og tók
þar steininn úr með forystugrein Morgunblaðsins í gær.
• Með dylgjum og hálfkveðnum vísum hefur verið veist að forseta
íslands fyrir þetta frumkvæði, og látið að því liggja að þarna hafi
Vigdís forseti farið út fyrir sitt starfssvið. Svo er þó ekki.
• Forseti Iýðveldisins, hver sem hann er, hefur til þess fyllsta rétt
að taka frumkvæði og beita sér í máli sem þessu, - rétt til að kynna
sína hugmynd og leita til annarra stjórnvalda um stuðning. Það er
þetta og þetta eitt, sem Vigdís hefur gert. Auðvitað er það svo á
valdi Alþingis, hvort það fellst á hugmyndina og veitir fé til
verðlaunanna eða ekki. Það hefur verið ljóst frá upphafi og trúlega
engum ljósar en forseta íslands. Þess vegna tilkynnti forseti ekki á
Hrafnseyri að bókmenntaverðlaunin hafi verið stofnuð, heldur
hitt að slíkt væri fyrirhugað. Á Hrafnseyri kynnti forseti einnig
frumdrög að stofnskrá, - eins og þar var skýrt tekið fram - en ekki
endanlega stofnskrá. Fjármálaráðherra hafði þá þegar tekið vel í
stuðning við málið og haft samráð við forsætisráðherra, en til
Alþingis, sem endanlegt vald hefur um fjárveitingar, var ekki hægt
að leita, þar sem það situr ekki á rökstólum nú, sem kunnugt er.
• Dagblaðið Tíminn, málgagn forsætisráðherrans, fullyrðir hins
vegar í æsifréttastíl á forsíðu á þriðjudaginn var, að Steingrímur
Hermannsson hafi ekkert vitað um málið fyrr en eftir á, og telur sig
hafa fyrir þessu góðar heimildir!! - Þetta hefur Steingrímur þó
borið til baka í öðrum blöðum, en Tíminn ekki séð ástæðu til að
leiðrétta fleipur sitt.
• Furðulegastur er þó hlutur Morgunblaðsins í þessu máli. I for-
ystugrein þess í gær er talað um almenna reiði vegna þess að alþingi
skuli ekki hafa verið kallað saman í sumar, og síðan sagt í næstu
setningu „að svipaðrar reiði hafí orðið vart vegna tilkynningar
forseta íslands um bókmenntaverðlaunin“!
• Minna mátti það ekki heita á máli Morgunblaðsins: - Það er
eins og þetta stóra blað Morgunblaðið verði stundum miður sín af
ólíklegasta tilefni. Hvar eru þessir voðalegu reiðu menn Morgun-
blaðsins? - Vildi blaðið máske verja einni síðu til að sýna okkur
hinum nokkur eintök?
• Morgunblaðið segir ennfremur að yfirlýsing forseta eigi eftir
„að skipta rithöfundum og bókaþjóðinni í fylkingar".
• Þetta er stór yfirlýsing hjá Morgunblaðinu og ómaklega vegið
að forseta íslands, sem að flestra dómi er sameiningarafl í okkar
landi en ekki sundrungavaldur.
• Morgunblaðsmenn ættu að hugsa sig vandlega um áður en þeir
beina vopnum hinna pólitísku hjaðningavíga í átt til Bessastaða á
nýjan leik.
• Stórt blað ber einnig stóra ábyrgð.
klippt
Ódýr hnífapör
Morgunblaðið leyfir sér þann
munað í gær að skamma Þjóðvilj-
ann fyrir að hafa ekki sagt frá
tollalækkun á nokkrum vöruteg-
undum og á sérstöku gjaldi á bif-
reiðum. Þjóðviljinn sagði að
sjálfsögðu skilmerkilega frá þess-
um lækkunum í frétt í gær - og
útlistaði þær að maklegheitum í
leiðara, svo Morgunblaðs-
mönnum hefur sjálfsagt orðið
hugarhægar í gærmorgun, nær
þeir opnuðu skilningarvitin í sól-
skininu.
Tollalækkunin er ekki merki-
legri. en svo að útsöluverð á
nokkrum vörutegundum lækkar
um 6-22%. Þessar lækkanir svara
til 0.25% í kaupi, en hvað er það
uppí 27% lækkun kaupmáttar á
þessu ári? Og hverjir ætli njóti
góðs af lækkun bifreiðagjaldsins,
sem þýðir að útsöluverð bifreiða
lækkar um 3-4%. Hverjir hafa
efni á því að kaupa nýja bíla á
meðan þessi ríkisstjórn brýnir
kutana - og beitir þeim?
Fyrst minnkar kaupið og mat-
væli hækka uppúr öllu valdi, svo
það sem fólk hefur á milli hnífs og
skeiðar minnkar jafnt og þétt. Þá
kemur ríkisstjórn gustukaverk-
anna og lækkar verð á hnífa-
pörum!
Heimsmet í þögn
Morgunblaðið kvartar undan
því fréttamati Þjóðviljans að
segja degi síðar frá gustukaverki
ríkisstjórnarinnar heldur en það
sjálft gerir. Nú vita allir að það er
innangengt úr eldhúsi í búrið, úr
Morgunblaðshöll í stjórnarráðið
og ekki nema von þegar tíðinda
er von, einsog Stefán Friðbjarn-
arson höfundur Staksteina í gær
myndi orða það.
Þess utan getur Þjóðviljinn
ekki boðið þjóðinni uppá nema
16 síður daglega af sjálfum sér
meðan Mogginn hefur frá hálfu
til heils hundraðs blaðsíðna úr að
spila. Og finnst flestum yfrið nóg
um magnið. Það er líka sagt að í
dagsútgáfu af Morgunblaðinu
fari þrjú 300 ára gömul eikartré.
{ljósi þessa blaðsíðnafjölda er
ævintýralegt hversu lengi Morg-
unblaðið getur þagað um mál -
og það mörg. I DV í fyrradag
skrifar Einar Ólafsson grein um
þögn íslenskra fjölmiðla um
hernaðaraðgerðir Bandaríkja-
manna í Mið-Ameríku og þá sér-
staklega Nicaragua. Morgun-
blaðið á bæði íslandsmetið og
Norðurlandametið í þögn um
viðburði sem koma Bandaríkja-
stjórn hverju sinni illa. Sumir
segja meir að segja að Mogginn
eigi heimsmetið í sumum mála-
flokkum af þessu tagi. Þannig
hafi Morgunblaðið haldið vernd-
arhendi yfir Nixon Bandaríkja-
forseta löngu eftir að hægri press-
an í Evrópu var búin að fá nóg af
þeim skúrki (Sagt er að dagblaðið
Jyllands Posten í Danmörku sem
gengur undir nafninu „Jótlands-
pressan“ hafi lengi fylgt Moggan-
um á þessum árum). Bandarískir
fjölmiðlar í dag fjalla á gagnrýn-
inn hátt um afskipti Reagan-
stjórnarinnar af málefnum Mið-
og Suður-Ameríku. En Morgun-
blaðið heldur áfram að fægja
blekkinguna og hressa uppá
glansmyndina sem blaðið vill
sýna iesendum sínum af banda-
rískum stjórnvöldum hverju
sinni.
Hann sá ekki
Forsíða Morgunblaðsins með
erlendum fréttum er einsog
stöðluð heimsmynd Pentagon-
generála hverju sinni. Og það er
auðvelt að halda sama formi og
breyta einungis um nöfn - allt er
einsog það var fyrir 15 árum. Á
forsíðu Morgunblaðsins í gær er
sagt frá blaðamannafundi Reag-
ans í fyrradag, þarsem nýtt
Watergate-hneyksli virðist í upp-
siglingu. Reagan og hans fólk
hafði fengið gögn um ræður Cart-
ers fyrir afdrifaríkan kappræðu-
fund fyrir forsetakosningarnar
1980. { sjónvarpsfréttum í fyrra-
kvöld sáum við hvernig Reagan
forseti viðurkenndi þetta á vand-
ræðalegan hátt. Honum mæltist á
þá leið, hvort það væri þjófnaður
þegar einhver úr herbúðum and-
stæðingsins rétti þér trúnaðar-
gögn? Svarið við spurningu fors-
etans kom ekki fram en er trúlega
á þann veg að hér sé um að ræða
yfirhylmingu og svo er það nú
spurningin um siðgæði (Reagan
naut stuðnings „siðvædda meiri-
hlutans" í kosningabaráttunni).
En hvernig bregst Morgunblaðið
við þessu nýja hneykslismáli? Jú
einsog á dögum Nixons. í fyrir-
sögn stendur: „Reagan sá ekki
skjöl Carters“ Hver veit það bet-
ur en Morgunblaðið?
„Samstarf
í hermálum“
Einna átakanlegust er þögn
Morgunblaðsins í friðarmálum,
sem allir heiðarlegir fjölmiðlar á
Vesturlöndum eyða miklu rúmi
fyrir. Morgunblaðið hefur að
sjálfsögðu ekki fjallað nema frá
einni ofstækishlið um hugmyndir
um kjarnorkuvopnalaus svæði og
takmörkun gjöreyðingavopna.
Og það sem verra er, blaðið hefur
með alltof góðum árangri drepið
umræðu og fréttaflutning um
friðarmál í dróma með hama-
gangi sínum.
Það er máske táknrænt fyrir af-
stöðu Morgunblaðsins í friðar-
málum, að í sjónvarpsauglýsing-
um blaðsins er valið Morgunblað
þarsem sést ein fyrirsögn á for-
síðu: „Samstarf í hermálum“. Og
þeir eru ekki farnir að velta því
fyrir sér ennþá hvort hægt verði
að segja eftir hugsanlega kjarn-
orkustyrjöld: Morgunbiaðið
góðan daginn!
úg
■■■'■ .... v. _ ^jyöl frá
kosninganefnd Carters
Reagan sá e
skiöl Carters
oq skorið
Vonbrigði
Gísla Jónssonar
í grein Gísla Jónssonar í Morg-
unblaðinu fyrir skömmu segir í
niðurlagi:
„Ég tel mér vera vorkunn, þó
ég spyrji. Ég tel mér vera vor-
kunn þótt mér þóknist ekki þessi
aðferð flokksforystu minnar.
Mér finnst hún í hrópandi mót-
sögn við sögu flokksins og þær
þingræðislegu hefðir sem ég vil
að haldnar séu. Ég tel mér vera
vorkunn, þótt ég telji hér mjög
óskynsamlega á málum haldið
gagnvart launþegasamtökunum í
landinu og auðvitað þjóðinni allri
sem lagði það á sig að kjósa sér
umboðsmenn, ekki til þess að
fara rakleiðis í sumarfrí, heldur
til þess að setja lög um það sem
ríkisstjórnin ætti að framkvæma.
Ég tel mér vera vorkunn, þótt ég
hafi enn áhyggjur af sókn fram-
kvæmdavaldsins á hendur lög-
gjafarvaldsins, og ég tel að mérsé
mikil vorkunn, þótt ég sé sár-
óánægður með hlut Sjálfstæðis-
flokksins í þessu efni.“
Og hverjir eru þá ánægðir með
ríkisstjórnina?
-óg
-k.