Þjóðviljinn - 01.07.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. júlí 1983_
Gamall
draugur
vakinn
upp
Tillaga um sölu
Landssmiðjunnar ávallt eitt
fyrsta verkefni hœgri
stjórna í gegnum tíðina
„Alltaf þegar kemur hægri
stjórn, þá er fyrsta verkið að setja
Landssmiðjuna á sölulista, en það
verður aldrei neitt úr neinu“ sagði
einn starfsmanna smiðjunnar þeg-
ar Þjóðviljinn heimsótti vinnust-
aðinn á dögunum.
Enn einu sinni hafa verið vaktar
upp umræður um sölu á Lands-
smiðjunni, í þetta sinn af fjármál-
aráðherra Albert Guðmundssyni.
Flokksbróðir hans og forveri Matt-
hías A. Mathiesen ætli að koma
sama verki í kring en varð ekki úr
verki, vegna mikillar andstöðu
starfsmanna og félags járniðnaðar-
manna og á sömu lund fór í
iðnaðarráðherratíð Jóhanns Haf-
steins þegar kom til tals að selja
fyrirtækið.
Þótt Albert vilji ólmur selja
Landssmiðjuna, fyrirtæki sem hef-
ur skilað góðum hagnaði síðustu
árin og er rekið af miklum myndar-
skap, þá virðast vera Ijón á vegin-
um meðal eigin flokksbræðra því
eins og kemur fram í viðtali hér á
síðunni við framkvæmdarstjóra
Landssmiðjunnar þá berast þau
boð nú úr iðnaðarráðuneytinu, þar
sem Sverrir Hermannsson fer með
æstu völd, að engin hugmynd sé þar
uppi um eignarbreytingu á fyrir-
tækinu.
Við skulum engu að síður heyra
álit starfsmanna Landssmiðjunn-
ar, framkvæmdastjóra og for-
manns félags járniðnaðarmanna á
endurvakinni tillögu fjármálaráð-
herra um sölu fyrirtækisins til
einkaaðila.
-Ig-
Sigurður Daníelsson
framkvæmdastjóri Landssmiðjunnar
Engar ráðagerðir
um eignabreytingar
Hef þær upplýsingar frá lðnaðarráðuneytinu
sem Landssmiðjan heyrir undir
„Ég er með þær upplýsingar frá
iðnaðarráðuneytinu, að í því ráðu-
neyti séu ekki uppi neinar ráðag-
erðir um eignarbreytingar á fyrir-
tækinu. Það eru upplýsingar sem
ég fékk í fyrradag. Ég hef vissulega
lesið það sem skrifað hefur verið
um þessi mál í blöðum og veit að
það er sjálfsagt uppi skoðanamun-
ur milli ráðuneyta um þessi mál en
við heyrum undir iðnaðarráðu-
neytið og meðan ekkert liggur fyrir
um það í því húsi að það eigi að
selja Landssmiðjuna, eða gera hér
einhverjar breytingar, þá höfum
við ekkert frekar um þau mál að
segja“, sagði Sigurður Daníelsson
tæknilegur framkvæmdastjóri
Landssmiðjunnar sem nú gegnir
stöðu forstjóra í samtali við Þjóð-
viljann.
Ríkissjóður hefur fyrr á þessu ári
keypt húseign Landssmiðjunnar
við Sólvhólsgötu en framkvæmdir
eru fyrir nokkru hafnar við nýbygg-
ingu fyrir smiðjuna f Holtagörðum
við Sundahöfn.
„Það er búið að steypa sökkla og
verulegan hluta af plötunni en hús-
ið verður byggt í áföngum og bygg-
ingarhraðinn ræðst af því fjár-
magni sem fyrir hendi er hverju
sinni en við vonumst til þess að geta
flutt inn hluta af starfseminni ef að
ekki verður kippt í spottann á
næsta ári“, sagði Sigurður. „Þegar
húsið er uppkomið þá breytir það
verulega aðstöðu okkar, en við bú-
um þröngt".
Að sögn Sigurðar eru um 90
manns á launaskrá hjá Lands-
smiðjunni og mikil vinna verið hjá
fyrirtækinu. „Afkoman hefur verið
góð síðustu ár. Síðasta ár var frekar
lélegt miðað við hin árin, þó engin
katastrófa. Hins vegar hefur stað-
an batnað verulega á þessu ári“.
Nýtur Landssmiðjan einhverra
fríðinda fram yfir önnur járn-
smíðafyrirtæki í landinu?
„Ekki kannast ég við það.
Landssmiðjan er stofnuð sam-
kvæmt lögum og þar er tilgreint
hennar hlutverk, að annast smíði
Guðjón Jónsson formaður Félags
járniðnaðarmanna sem hefur lýst sig
andsnúinn sölu Landssmiðjunnar
Væri eðlilegra að
efla Landssmiðjuna
Njótum engra forréttinda.
fyrir einstaklinga og félög auk þess
sem hún getur tekið að sér fyrir
rfkið. Þá er heimilt að verja hluta af
ágóða til þróunarverkefna ís-
lenskra hugvitsmanna. Til viðbótar
hefur hér verið rekin umboðsversl-
un.
En að fyrirtækið njóti einhverra
fríðinda, þá veit ég ekki til þess að
Landssmiðjan njóti neinna
fríðinda umfram önnur fyrirtæki,
vegna þess að þó svo kveðið sé á
um að hún eigi að þjónusta ríkisfyr-
irtækin þá er það að því tilskildu að
hún sé samkeppnisfær og fyrirtækj-
um er heimilt að bjóða út þá þjón-
ustu og þurfa ekki að skipta við
Landssmiðjuna ef hún er að ein-
hverju leyti óhagstæðari fyrir fyrir-
tækin. Þannig er hún í beinni sam-
keppni við önnur fyrirtæki sömu
gerðar og nýtur ekki neinna forr-
éttinda“, sagði Sigurður Daní-
elsson.
-Ig-
„Það hafa áður staðið yfir van-
gaveltur um að selja Lands-
miðjuna, en bæði starfsmenn allir
og þeirra samtök lögðust eindregið
gegn þeirri sölu. Landssmiðjan hef-
ur verið rekið með hagnaði undan-
farin ár og er á engan hátt neinn
baggi á rlkinu, síður en svo“. sagð
Guðjón Jónsson formaður félags
járniðnaðarmanna.
Guðjón benti á að Landssmiðjan
hefur þjónað öðrum ríkisaðilum,
eins og varðskipum og hafrann-
sóknaskipum, viðgerðir og viðhald
og einnig upphaflega öðrum ríkis-
fyrirtækjum eins og vegagerð og
vitamálum, en þau fyrirtæki hafa
síðan sett upp eigin verkstæði.
„Það hefur ekkert breyst, vænt-
anlega verðum við áfram með
landhelgisgæslu og hafrannsóknir
og ýmsan rekstur á vegum ríkisins
sem þarf á þjónustu vélsmiðju að
halda. Eins og það var og það hefur
verið að ríkið hefur þurft á þjón-
ustu vélsmiðju og ræki vélsmiðju,
þá hefur ekkert breyst.“
En getur ríkið ekki keypt þessa
þjónustu ódýrara annars staðar?
„Alls, ekki. Það er miklu hag-
kvæmara fyrir þessar ríkisstofnanir
að skipta við sama aðilann, því ef
sífellt er verið að skipta um þjón-
ustuaðila, þá hlýtur það að vera
miklu óhagkvæmara".
Hefur félag járniðnaðarmanna
gert samþykkt um þessi mál?
„Það gerðum við um tíma þegar
þessi mál voru áður á dagskrá og
lögðumst þá eindregið gegn því að
Landssmiðjan yrði seld. Við telj-
um að það hafi verið þörf fyrir
Landssmiðjuna á sínum tíma til að
þjóna ýmsum ríkisstofnunum og
ríkisfyrirtækjum og það hefur eng-
in breyting orðið á þvf. Það væri
miklu eðlilegra að efla Lands-
smiðjuna og láta sameina þær
smiðjur sem vitamál og vegagerð
hafa komið upp Landssmiðjunni.
Koma allri þessari þjónustu á einn
stað.
Hvað óttist þið ef Landssmiðjan
verður seld?