Þjóðviljinn - 01.07.1983, Qupperneq 9
Föstudagur 1. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
„Hinn sanni norræni andi”
Asbjörg frá Noregi, Kari frá Finnlandi, Ingrid kennari og Ellen frá Svíþjóð. Ljósm. - Leifur.
Hlín Agnarsdóttir skrifar um Stúdentaleikhúsið:
Það besta hingað til
„Norður-
kollufólk”
lærir íslensku
„Nordkalott" eöa Norðurkolla,
nefnast þau svæði í Finnlandi Sví-
þjóð og Noregi, sem liggja alveg
eða að hluta norðan við
heimskautsbauginn. Þetta eru
Lapplands fylki í Finnlandi, Finn-
mörk, Troms og Nordland í Noregi
og Norrbotten í Svíþjóð, saman-
lagt með um 900.000 íbúa.
Þetta stóra svæði á’ýmislegt sam-
eiginlegt, þótt íbúar þess tilheyri
sitt hverju landinu. Margþætt sam-
starf er meðal íbúa þessara svæða
og eitt af því sem þetta „Norður-
kollufólk“ á kost á, er að koma til
íslands á sumarnámskeið í ís-
lensku. Norrænu félögin standa að
þessum námskeiðum, en aðalhvat-
amaður að Norðurkollusamstarf-
inu var Ragnar Lassinantti lands-
höfðingi í Norrbotten. Frá því 19.
júní í ár hefur dvalist hér 15 manna
hópur, fimm frá hverju hinna
þriggja landa, til að læra íslensku.
Við hittum nokkra þeirra í Hús-
mæðraskólanum í Reykjavík, þar
sem námskeiðið fer fram.
„Málfræðin erfiðust“
segir Asbjárg Jensvall frá
Noregi
„Ég vinn við skipulagningu- og
félagsstarf í Tromsö og fjalla um
Veiðarfæri
í úrvali
Veiðistangir
Flugur
Önglar
Veiðihjól
Þeir
sem vel
veiða
versla við
VESTURRÖST
Góð bílastæði
Góð þjónusta
Vesturröst
Laugavegi 178
Sími 16770 og 84455
umsóknir um fjárveitingar", sagði
Asbjprg Jensvall Lauritsen frá
Tromsö. „Ég hef aldrei komið
hingað áður, en er ákveðin að
koma hingað aftur sem fyrst með
fjölskylduna."
„Hvernig gengur að læra íslensk-
una?“
„Hún er að mörgu leyti lík
norskunni, en málfræðin ruglar
mann alveg í ríminu, hún er svo
erfið“.
„Heldurðu að þú hafir gagn af
þessu námskeiði?"
„Já, kannski ekki beint, en á-
reiðanlega óbeint, og það er oft
ekki minna virði. Hér kynnist mað-
ur líka mörgum og fær samband við
fólk úr ýmsum stéttum“, sagði As-
bjórg.
„Stefnum að leiklistarhá-
tíð Norðurkollufólks ’84“
segir Kari Selinheimo
Frá Kemi í Lapplandi kemur
Kari Selinheimo, en hann er
leikhússtjóri á Borgarleikhúsinu
þar.
„Það hefur verið mjög mikilvægt
fyrir mig að komast hér í samband
við leikhúsfólk þar sem við munum
halda næstu leiklistarhátíð
Norðurkollunnar árið 1984 í Kemi.
Ég hef von um að við getum fengið
íslenskan leikhóp á hátíðina og tel
það mjög þýðingarmikið. Við
þekkjum alltof lítið til íslenskrar
nútímaleikritunar, enda lítið til
þýtt á finnsku. „Skjaldhamrar"
eftir Jónas Árnason er næstum það
eina sem ég þekki af nýrri leikrit-
um“, sagði Kari.
Við spurðum hann hvernig hon-
um gengi að læra íslenskuna og
sagði hann að það væri ekki eins
erfitt fyrir sig og marga Finna þar
sem hann er sænskumælandi. „Ég
hef haft ótvírætt gagn af þessari
veru hér og skoðað margt sem mér
finnst spennandi, t.d. nýja Borg-
arleikhúsið ykkar hér í Reykjavík.
Ég vonast til að koma hingað sem
fyrst aftur“ sagði hann að lokum.
„Norðurkollan hefur ver-
ið afskipt og arðrænd“,
segir EUen Groth frá Sví-
þjóð
„Þessi norðlægu svæði hafa séð
þéttbýlinu fyrir orku, málmi og -
ekki síst - fólki. Þess vegna er
þýðingarmikið að við höldum
saman og látum ekki landamærin
aðskilja okkur meira en nauðsyn-
legt er“, sagði Ellen Groth frá Sví-
þjóð. Hún býr í Tornedalen og
kennir sænsku þar og í Pajala, rétt
við finnsku landamærin.
Við spurðum hana hvað hefði
komið henni mest á óvart á íslandi.
„Fólkið, það er miklu opnara en
ég átti von á. Einhvern veginn hélt
ég að íslendingar væru „frum-
stæðari“ og ekki svona opnir og
glaðlegir. Hér hefur maður vissu-
lega fundið fyrir hinum sanna nor-
ræna anda. Finnar og íslendingar
eiga margt sameiginlegt, en við
þurfum að hafa betri aðgang að
bókmenntum íslendinga. Nýlega
kom út bók með þjóðsögum og
munnmælasögum frá Norðurlönd-
um, „Nordsánger“, og eru sögurn-
ar bæði á upprunalegu máli og
þýddar. Það var mjög gagnlegt og
skemmtilegt að lesa hana“, sagði
Ellen.
Ingrid Westin hefur kennt ís-
lensku á námskeiðinu ásamt Aðal-
steini Davíðssyni og sagði hún að
þetta væru mjög góðir og áhuga-
samir nemendur. Farið er í ferðir
um landið, fluttir fyrirlestrar um
hina ýmsu þætti þjóðlífsins og
skoðuð fyrirtæki. Hópurinn heldur
heim til sín sunnudaginn 3. júlí.
þs
Stúdentaleikhúsið kemur enn á
óvart með sumardagskrá sinni, nú
síðast með flutningi á 4 einþáttung-
um og ljóðum eftir Samuel Beck-
ett, sem er kunnt leikritaskáld m.a.
af verki sínu Beðið eftir Godot.
Dagskráin ber yfirskriftina „Ó-
stöðvandi flaumur“ og er tekin
saman af Árna Ibsen, sem einnig er
þýðandi verkanna og leikstjóri. Af
öílum þeim dagskrám, sem ég hef
séð á þessu vori og sumri hjá Stúd-
entaleikhúsinu, finnst mér þessi
bera af, sökum þess heildarsvips,
yfirvegaðs leikmáta og frumlegrar
uppsetningar í ófrumlegu mötu-
neyti Félagsstofnunar stúdenta.
Þættirnir eru skrifaðir á árunum
1967-1981 og eru ólíkir að forminu
til, þ.e. skrifaðir með mismunandi
leikmiðlun í huga, eins og t.d.
rödd, látbragð, sérstaka lýsingu
o.s.frv. Innihald þeirra er þó allt í
anda fyrri verka Becketts, sem eru
stöðugar vangaveltur um hið til-
vistarlega, um líf manneskjunnar í
heimi stöðugra endurtekninga, þar
sem allt hefur verið sagt áður og
ekkert er víst nema dauðinn. Þrátt
fyrir þessa vitneskju skilar Beckett
skáldskap sínum með aðferðum,
sem gera hversdagslegt brölt okkar
og vandræði fjarstæðukennt, en
um leið skoplegt í öllum sínum fár-
ánleik. Dæmi um þetta er fyrsti
þátturinn Komið og farið. 3 konur
með hatta sitja saman á bekk og
reyna að komast hjá því að tala við
hver aðra („Við skulum ekki
tala“). Áður en þær vita af hafa þær
allar talað hver um aðra. Þátturinn
er blanda af látbragði og orðurn,
leikrætni eins og hann er nefndur í
leikskrá. Hulda Gestsdóttir, Soffía
Karlsdóttir og Rósa Marta Guðna-
dóttir túlkuðu þessa stuttu mynd úr
hversdagslífinu vandvirknislega,
en tókst samt ekki alveg að ná
tökum á þeim hárfína, áre.ynslu-
lausa leikstíl, sem reynt var að
beita. Næst var fluttur þátturinn
Ekki ég, sem er skrifaður fyrir var-
ir. Áhorfendur sjá aðeins upplýst-
an munn þess sem talar og malar án
afláts um lífið og leiðindi þess. Við
skynjum röddina að baki þessa
munns, áður en verkið hefst og
eftir að því lýkur, þennan óstöðv-
andi flaum vonbrigða og þjáninga.
Viðar Eggertsson fór með mikinn
og stríðan textastrauminn af miklu
afli og naut þess greinilega að vera
vel þjálfaður leikari. Á móti hon-
um túlkaöi Hulda Gestsdóttir þögl-
an áheyranda, nokkurs konar ann-
að sjálf varanna. f Svefnþulu var
textinn fluttur af segulbandi af
Soffíu Karlsdóttur á ómþýðan,
seiðandi hátt, en Rósa Marta
Guðnadóttir túlkaði manneskjuna
á bak við textann, sem ruggar sér út
ævikvöldið einsemdin og örvænt-
ingin uppmáluð. Lokaþáttur dag-
skrárinnar var svo Ohio Improm-
ptu, sem var mesta augnakonfektið
þetta kvöld, en jafnframt líkt fyrri
verkum Becketts um fjötra vanans
og gagnsleysi orðanna. Þáttur þessi
var leikinn utanhúss, án þess að
áhorfendur þyrftu að flytja sig úr
sætum sínum. Þeir horfðu einfald-
lega á leikinn gegnum gluggar-
öðina á einum vegg mötuneytisins.
Leiksviðið var háskólasvæðið, með
flugvöllinn, Skerjafjörðinn og
Reykjanesið sem hluta af
leikmyndinni og einstaka máv á
sveimi. Öll uppsetningþessa þáttar
var með eindæmum eftirminnileg
bæði sjónrænt og í þeim eilífðar-
takti sem hann fékk á sig í flutningn-
um. Leikendurnir Viðar Eggerts-
son og Hans Gústavsson beittu
sjaldséðri leiktækni, sem einna
helst minnti á japanskt leikhús,
þ.e. hæg hreyfing og yfirvegað lát-
bragð, sem gera að verkum að tími
og rúm leysast upp og fá nýtt og
öðruvísi inntak amk. fyrir okkur
vesturheimskingjanna sem alltaf
erum á ferð og flugi. Með þessu
komust einnig áhrif fjarstæðu -
leikhússins einna best til skila.
Öll vinna og útfærsla á þessari
dagskrá var aðstandendum hennar
til mikils sóma. Markviss og einlæg
framsetning án tilgerðar stuðlaði
að því að styðja texta skáldsins og
frumleg notkun á aðstæðum hjálp-
aði til við að skapa sterka stemmn-
ingu og upplifun. Það er því ekki
annað hægt en að hvetja alla til
þess að fara í stúdentaleikhúsið í
sumar og segja að lokum: Áfram
krakkar.
, Jv PER
|lj- JÚiN
Nú er rétti tíminn til að kaupa hina frábæru kanóa
og 9—10 feta vatnabáta frá okkur sem njóta allir
síaukinna vinsælda hjá ungum sem öldnum.
Einnig framleiðum við 5 tonna fiskibáta sem reynst
hafa mjög vel við íslenskar aðstæður. Hringið í síma
okkar, 77588, og þið fáið nánari upplýsingar.
J)lasigerðin s.f.
Smiijuregl é 2.