Þjóðviljinn - 01.07.1983, Qupperneq 16
UQWIUINN
Föstudagur 1. júlí 1983
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra startsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er haegt að ná i afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Heilbrigðisnefnd Akraness leggst gegn kolabrennslu í Sementsverksmiðju ríkisins
Ekki nægar mengunarvarnir
Þessi mannvirki hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi eru fyrir væntalega kolabrennslu. Til hægri er húsið
sem kolunum verður sturtað í, en fjær má sjá færibandahús og turn sem kolin fara í til mölunar og síðan
brennslu. Mynd - Eng.
segir Gunnlaugur
Haraldsson
formaður
nefndarinnar
„Við fyrir okkar leyti viljum
ekki að það verði leyfð kola-
brennsla hjá Sementsverk-
smiðjunni fyrr en verksmiðjan
er búin að uppfylla mengunará-
kvæði starfsleyfis sem var
endurnýjað þegar samið var
um kolabrennsluna á sínum
tíma. Ýmis ákvæði sem þar eru
nefnd hafa ekki komist í höfn og
við viljum ekki að byrjað verði
á kolabrennslunni fyrr en það
liggur fyrir með dagsetningum
hvenær búið verður að koma
mengunarvörnum upp“, sagði
Gunnlaugur Haraldsson for-
maður Heilbrigðisnefndar Akr-
aneskaupstaðar.
Nefndin samþykkti ályktun um
framangreind atriði á dögunum, en
nú standa yfir lokaframkvæmdir
vegna undirbúnings kolabrennslu
hjá Sementsverksmiðjunni á Akra-
nesi og hefur stjórn verksmiðjunn-
ar miðað við að taka kolabrennsl-
una í notkun um miðjan næsta
mánuð.
„Það er komin heljarmikil
reyksía til landsins og fulltrúar
verksmiðjunnar telja að það taki
Verkakvenna- félagið Framsókn
Hefur sagt upp kjara- samningum Verkakvcnnafélagið Fram- sókn hefur sagt upp kjara- samningum sínum og segir í ályktun frá fundi félagsins að þær hækkanir sem hafa orðið og vcrða á matvöru og öðruin nauðsynjum í kjölfar bráða- birgðalaganna hljóti að leiða neyð yfir þá sem verst eru staddir. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að hlutast til um að Þjóðhagsstofnun geri könnun á því hve margir launþegar taki laun samkvæmt lámark- stekjutryggingu, eða því sent næst, og í hvaða starfsgreinum það fólk vinni. Þá er einnig skorað á ríkisstjórnina og sveitarfélög í landinu að byggðar verði viðráðanlegar íbúðir fyrir ungt fólk og þá láglaunuðu. Þá verði unnið að jöfnun á greiðslum úr lífeyris- sjóðum fyrir alla landsmenn. Þá var að lokum samþykkt að skora á ráðherra, þing- menn og aðra hálaunahópa að gefa gott fordæmi með því að taka ekki við 8% vísitölu- hækkuninni. - V.
allt að einu ári að koma þessum
mengunarvörnum fyrir. Sam-
kvæmt skilningi bæjarstjórnar-
manna hér og annarra sem komu
nálægt þessari samningsgerð á sín-
um tíma, þá átti mengunarvörnin
að vera komin í gagnið um leið og
kolabrennslan byrjaði. Eins og mál
standa nú, þá er hald manna að um
500-600 mgr. í rúmmetra af ryki
fariút í loftið frá verksmiðjunni en
starfsleyfið kveður á um 150 mgr.
Það er verið að mæla þessa mengun
núna. Menn óttast að þessi meng-
un geti aukist við kolabrennsluna
og vilja því vera tryggir í bak og
fyrir að þessi ryksía komist upp
sem fyrst“, sagði Gunnlaugur.
Sendlð
segja þeir í
Neskaupstað
- Jú, jú, þetta er nóg að gera
hér hjá okkur í fiskinum. Við
erum hér með fjögur togskip,
sem ganga til veiða og svo eitt,
sem gegnir því hlutverki að taka
þann afla af þessum fjórum,
sem erfiðara er að vinna hér og
flytja hann út.
Það voru þeir Ólafur Gunnars-
son og Þórður Þórðarson hjá Síld-
arvinnslunni í Neskaupstað, sem
fræddu blaðamenn um þetta, sem
og það, sem hér fer á eftir og
reynist vonandi rétt eftir haft, þótt
símasambandið væri hábölvað í
gær.
- Og hvernig afla skipin?
- Aflinn er fjandakornið ekkert
minni en fyrir þremur til fjórun
árum en tilkostnaðurinn hefur bara
vaxið það mikið að sá afli, sem
nægði þá til að ná endunum saman,
dugir ekki lengur.
- Er þorskurinn ekki tregur hjá
ykkur eins og annarsstaðar?
- Þetta er nú blandaður afli. Nei,
þorskur hefur engan veginn alltaf
verið meiri hér fyrir Austfjörðum
en hann virðist vera nú.
Ýmislegt
annað áfátt
Hann sagði ennfremur að það
væri ýmislegt annað sem væri áfátt í
mengunarvörnum verksmiðjunn-
ar, ekki síst innandyra bæði há-
vaðamengun og rykmengun. „Það
er til lítils að vera að byggja varnar-
garð um verksmiðjuna og kæfa há-
vaða ef starfsmenn þurfa að búa
við ófullnægjandi aðstæður. Við
viljum að menn setjist niður og
gangi frá alveg nákvæmri áætlun
með dagsetningum, og þær dag-
setningar verði haldnar um öll
mengunarákvæði leyfisins."
- Eru svo ekki trillur þarna hjá
ykkur í tugatali?
- Það eru einar 30 trillur hér, en
afli hjá þeim hefur verið heldur
slakur.
- Hafið þið nógan vinnukraft?
- Okkur vantar alltaf kvenfólk í
snyrtingu og pökkun. Þið megið
gjarna senda okkur slatta af kven-
fólki ef þið eruð aflögufærir þarna
syðra, (naumast gætum við víst tal-
ist það hér hjá Þjóðviljanum) - við
myndum reyna að taka vel á móti
því.
Hvað getið þið sætt ykkur við að
líði langur tími frá því kolabrcnnsla
hefst þar til mengunarvarnir verða
komnar upp?
„Það má sjálfsagt stytta þann
tíma eitthvað sem nefndur hefur
verið. Aðalatriðið er að rúmur
mánuður er liðinn frá því reyksían
kom hingað en það er ekkert farið
að undirbúa uppsetningu hennar.
Það er allt kapp lagt á kolabrennsl-
una. Þegar að samið verður, þá
verður það á þá lund að komi í ljós
einhver mengun frá kolabrennsl-
unni þá verði henni hætt tafarlaust
þar til hreinsitæki eru komin upp.“
- Er aðkomufólk í vinnu hjá
ykkur?
- Já, það er töluvert af því en þó
engir útlendingar að þessu sinni.
Hinsvegar má ekki þrengra vera
um húsnæði fyrir aðkomufólk og
unglingar, sem hingað leita í vinnu,
búa gjarnan hjá skyldmennum sín-
um sé um þá að ræða.
Og lengra varð samtalið ekki því
alltaf lék símasambandið okkur
verr og verr.
- mhg
BSRB og ríkið:
Deila
umdag-
penmga
Deila er risin milli
Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja
og fjármálaráðuneytisins
vegna útreiknings dagpen-
inga opinberra starfs-
manna. Svanhildur Hall-
dórsdóttir, félagsmálafull-
trúi BSRB, sagði í samtali
við blaðið í gær, að innan
BSRB hefði verið ræddur
sá möguleiki að setja málið
fyrir gerðardóm, en engin
endanleg ákvörðun hefði
verið um það tekin.
I samningum BSRB við
ríkisvaldið er tekið fram,
að ferðakostnað opinberra
starfsmanna skuli greiða
eftir reikningi og fylgi þá
með frumgögn, en dagpen-
inga skuli greiða ef um slíkt
sé samkomulag eða ekki
unnt að leggja fram reikn-
inga. I samningum er einn-
ig ákvæði um sérstaka
nefnd til að fjalla um dag-
peningagreiðslur.
Ferðakostnaðarnefndin
samþykkti hinn 31. maí sl.
31 prósent hækkun á
greiðslum til kaupa á gist-
ingu og fæði í einn sólar-
hring og voru allir nefndar-
menn sammála um hækk-
unina. Þann 14. júní sendi
launadeild fjármála-
ráðuneytis frá sér tilkynn-
ingu um 8% prósent hækk-
un dagpeninga - í samræmi
við bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar.
BSRB leitaði til Gests
Jónssonar, hrl. og óskaði
eftir lögfræðilegri álitsgerð
og var niðurstaða lög-
fræðingsins sú, að ákvörð-
un launadeildar hefði ekki
lagastoð.
Svanhildur Halldórs-
dóttir sagði, að meðan
málið væri enn óleyst
skyldu menn athuga vel að
taka reikninga fyrir öllúm
útlögðum kostnaði, og
skrifa undir með fyrirvara
ef þeir tækju við dagpen-
ingagreiðslum. BSRB lítur
svo á, að í kjarasamningum
væru dagpeningar greiðsla
fyrir útlagðan kostnað en
ekki laun. Launadeild fjár-
málaráðuneytis vill hins
vegar líta svo á, að fara
skuli með dagpeninga eins
og greiðslu dagpeninga hjá
öðrum stéttarfélögum, en
hjá ASÍ er upphæð dag-
peninga tengd launaupp-
hæðinni og skertist því með
bráðabirgðalögunum eins
og launin. ast
->g-
okkur konur!