Þjóðviljinn - 05.07.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.07.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILjlNN Skák Karpov að tafli — 163 Karpov vann öruggan og glæsilegan sigur á stórmótinu i Bad Laterberg. Loka- niðurstaðan varð þessi: 1. Karpov 12 v. (af 15) 2. Timman 10 v. 3. Furman 9 v. Sos- onko 8'/2 v. 5. - 8. Friðrik Ólafsson, Liberz- on, Csom og Hubner 8 v. hver. 9. - 10. Miles og Gligoric 7'h v. o.s.frv. Að mótinu loknu skrifaöi Karpov grein um mótið í „64“ sovéska blaðið sem Tigran Petrosjan setti á fót í sinni heimsmeistara- tíð. Karpov ræddi um hina „kraftmiklu og öruggu taflmennsku Friðriks Ólafssonar" sem hefði fengið færri vinninga en efni stóðu til Karpov vann Filippseyinginn Torre í síö- ustu umferð mótsins og hefndi þar með fyrir tapið á skákmótinu í Manila. Torre sprengdi sig á sóknartilraunum: Torre — Karpov 26. e5? dxe5 27. g5 exf4! (Torre hafði vonast eftir 27. - hxg5 28. Bxh7-! Kxh7 29. Kxh7 Be7 30. Dxf7 o.s.frv.) 28. Bxf4-Be5! („Sóknin" er orðin að engu.) 29. g6 fxg6 30. hxg6 Bxf4 31. gxh7+ Kh8 32. Hf1 Hf8 33. Be4 Re5 34. Dg2 Rxc4 - og hér lagði Torre niður vopnin. Bridge Hér er eitt gamalt og gott: 53 Á107 852 ÁK643 G9 D1087 86542 KDG DG109 76 108 ÁK642 93 ÁK43 52 DG97 Og þá er það spurning dagsins, vinnst eitthvert „game" á spil N/S? Leggöu nú puttana yfir framhaldið. Erlu búinn að þvi? Gott. Hvernig með 4 hjörtu? Og jú jú. Athugaðu spilið aðeins betur. (Allt getur gerst í bridge...) Gætum tungunnar Sagt var: Ég var að lesa æviminn- ingar Guðnýju Rétt væri: ...æviminningar Guðnýjar. Sagt var: Rætt er um aðstoð við Flugleiði. Rétt væri:... aðstoð við Flugleiðir. Ingi H. Jónsson, Hrannar G. Haraldsson og Guðmundur Þorvarðarson á vinnustað. - (Ljósm. Leifur). Áform sf. í Kópavogi: Vinnustaður fatlaðra ÁFORM sf heitir fyrirtæki eitt við Skemmuveginn í Kópavogi sem er athyglisvert fyrir a.m.k. eitt: þar eru tveir fatlaðir menn í vinnu og áform um að taka fleiri fatlaða. HrannarG. Haraldsson stjórnar fyrirtækinu og tjáði hann okkur, að það væri um tveggja og hálfs árs gamalt og hinir fötluöu hófu störf í september á síðastliðnu ári. Þarna er fyllt á umbúðir, svo sem kakó, poppkornsbaunir og fleira. Þeir Guðmundur Þorvarðar- son og Ingi H. Jónsson eru á vinn- usamning, en slíka samninga geta allir atvinnurekendur gert, sem vilja veita fötluðum atvinnu og tekur þá Tryggingastofnunin nokkurn þátt í launakostnaði. Hrannar kvað fáa atvinnurek- endur hafa gert slíka samninga og kváðu þeir Hrannar, Guðmund- ur og Ingi ástæðurnar vera marg- ar. Þar mætti nefna þekkingar- skort, vinnuumhverfi sem oftast hentaði ekki fötluðum, hræðslu við sjúkdóma fatlaðra og fleira í þessum dúr. Guðmundur Þorvarðarson var sjómaður áður en hann slasaðist árið 1978 og hefur síðan verið bundinn við hjólastól. Eftir spítala- vistina vann hann hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar um tveggja ára bil, en vegna þrengsla á vinnustaðn- um varð hann að hætta. Ingi H. Jónsson slasaðist árið 1977 en var áður bóndi í Laxárdal. Þetta er fyrsta vinnan sem hann stund- ar eftir slysið. Þeir kváðu báðir atvinnu- og húsnæðismál vera þau mál, sem helst brynnu á fötl- uðum. „Það eru ákaflega litlir möguleikar á atvinnusviðinu,“ segja þeir. Þeir sóttu báðir nám- skeið, sem haldið var í vetur í Iðn- skólanum fyrir fatlaða. Þar var m.a. kennt bókhald, skýrslugerð, tölvunotkun og fleira af því tagi, en í hinu tölvuvædda þjóðfélagi framtíðarinnar mun slík þekking skipta miklu máli og störf á þeim sviðum henta mörgum fötluðum vel. Framhald verður á þessu námi næsta vetur og kváðust þeir báðir ætla að nýta sér þennan möguleika. Guðmundur og Ingi vinna báðir 4 tíma á dag hjá Áformi og kváðu báðir upp úr með, að vinnan væri prýðileg. En hvaðan er áhugi Hrannars kominn á málefnum fatlaðra? Hann hefur ekki einasta hug á því að gera vinnustaðinn að vinnu- stað fatlaðra, heldur er einnig sýnilegt að hann hefur mikinn áhuga á öllum málefnum fatl- aðra. Þannig setti hann sig t.d. í samband við bresku læknasam- tökin í vor, þegar honum bárust uppiýsingar í gegnum einn fjöl- miðil hér heima um nýtt breskt tæki, sem gerir fötluðum mögu- legt að ganga. „Það er ósköp einfalt að svara þessu,“ segir Hrannar. „Ég kynnt- ist í fyrra strák í hjólastól, sem verið hefur lífið og sálin í félags- skap fatlaðra, og hann tendraði áhuga minn. Hann átti eiginlega hugmyndina að þessum vinnu- stað og við höfum allir unnið að þessu í sameiningu." Og nú viljum við ekki tefja lengur á vinnustaðnum og höld- um því á brott. Hér fylgir með teikning af breska tækinu, en Hrannar fékk ýmisleg gögn send að utan í framhaldi af fyrirspurn sinni. Hönnun tækisins er á byrj- unarstigi og á áreiðanlega eftir að taka miklum framförum. „Ég ætla að prógrammera mitt tæki með rúmbu og samba og láta fyrstu sporin mín verða dans- spor,“ segir Guðmundur og hlær. - ast Dýrasta kjarnorku- ver Vestur- pýskalands Bygging þessa umdeilda kjarn- orkuvers Múlheim-Kárlich við Rín kostaði 8 miljarða marka, meira en nokkurt annað kjarn- orkuver í V-Þýskalandi. Margvís- leg mistök vió áætlanir og bygg- ingu voru gerð. Raforku- kaupendur verða að sjálfsögðu látnir borga brúsann. Mikil and- staða umhverfisverndarsinna og íbúa í nágrannasveitum er við þetta kjarnorkuver einsog öll önnur á meginlandi Evrópu. Meira að segja er óttast að það sé á stað sem gæti farið illa út úr jarðskjálfta... Æskan í síðasta hefti Æskunnar, maí- júní, er m.a. fjallað um ferðalög og útilegur og spjallað við nokkra krakka um hvað þau ætli að gera í sumar. Rætt er við hinn efnilega í- þróttamann, Kristján Harðar- son. Sagt frá þróun svifdrekafl- ugsins. Þá er smásaga eftir Knut Mureo. Róbinson Krúsóe er enn á ferðinni. Fjölskylduþáttur eftir Vigdísi Einarsdóttur. „Krakk- arnir kölluðu mig páfann“, viðtal við Ómar Ragnarsson. Spjallað er við tvíburasysturnar Önnu og Guðjýju Jónsdætur. Þá er rokk- þáttur, unglingaþáttur og þáttur Rauða krossins, Æskupósturinn og er þó enn margt ótalið af les- efni Æskunnar. Á myndirnar þarf ekki að minna. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.