Þjóðviljinn - 05.07.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.07.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfreisis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guömundsdóttir. Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Atómstöðin ísland • Það var helst að skilja á Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra í sjónvarpinu fyrir helgina, að honum kæmi kjarnorkuvígbúnaður NATO ekkert við. Daginn eftir lýsti George Bush varaforseti Bandaríkjanna yfir því í viðtali við sjónvarpið að aðalerindi hans hingað til lands væri að ræða við Steingrím, það sem honum kemur ekki við þ.e.a.s. um kjarnorkuvígbúnað. Hvernig sem reiðir af viðræðunum um það sem íslenska forsætisráðherranum kemur ekki við, þá er það víst að hernaðaraðstaða Bandaríkjanna á íslandi er mikilvægur hlekkur í kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjahers og NATO. • „Við þurfum að endurnýja tækjakostinn - og það sem fyrst,“ sagði Ronald Marryott aðmíráll, yfirmaður banda- rísku herstöðvanna á íslandi, í ræðu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs 21. júní sl. Margoft hefur verið á það bent að erfitt er að greina í sundur varnar- og árásareðli tækjabúnaðar í nútímahernaði. Það sem má til varnar verða hentar enn betur til árása, eins og komið hefur fram í umræðum um AWACS-vélarnar, sem hér eru stað- settar. Þá er sífellt meiri áhersla lögð á fjarskipta- og stjórn- tæki sem lykil að „skilvirku" kjarnorkuvopnakerfi. Aðstaða fyrir fjarskipta- og stjórntækjamiðstöð er Bandaríkja- mönnum ákaflega mikilvæg hér á landi, um leið og hún leggur íslendinga í stórfellda hættu. • Það er enginn vafi á því að Bush varaforseti mun ýta á eftir því við Steingrím forsætisráðherra að sú endurnýjun tækja- kosts fari fram í herstöðvum Bandaríkjamanna á íslandi sem geri kleift að stórauka flotaumsvif þeirra í Norður- Atlantshafi á næstu árum. Þar er herstöðvunum á íslandi ætlað sívaxandi þjónustu- og stjórnunarhlutverk, enda minnist aðmírállinn Marryott ekkert á mengunarvarnir í sambandi við olíubirgðastöðina í Helguvík, heldur eingöngu á meira birgðarými til þess að svara auknum hernaðarum- svifum. Eins og fyrri daginn er allt réttlætt með aukinni ásókn Sovétmanna við landið. Þeir réttlæta sín auknu umsvif með áformum Bandaríkjamanna um aukin hernaðarumsvif á svæðinu. Og svo koll af kolli, áfram endalaust. Enda þótt þessi þróun komi forsætisráðherra ekki við að eigin áliti ætti hún að vera áhyggjuefni sérhvers íslendings og tilefni til þess að neita því að láta flækja landið lengra inní hana en orðið er,- ekh. Gráfíkjur eru yður gefnar • Það kann að vera rétt sem fram kom hjá forsætisráðherra í sjónvarpi sl. föstudagskvöld að sumum þyki gráfíkjur góðar. Þeir sem sólgnir eru í fíkjur munu þarafleiðandi vera reiðu- búnir til þess að meta mildandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem eiga að koma á móti 25-30% almennri kjaraskerðingu. Hinir sem hafa engan sérstakan áhuga á þurrkuðum döðl- um, sykruðum og frystum ávöxtum og súkkulaðihúðuðu korni eru líklegir til þess að líta á „tollalækkun ríkisstjórnar- innar á grænmeti og ávöxtum“ sem misheppnaðan brandara. • í viðtölum við formann Neytendafélags Reykjavíkur hef- ur verið frá því skýrt að alls ekki sé um að ræða tollalækkun á grænmeti og ávöxtum almennt, heldur aðeins á þurrkuðum döðlum og fíkjum, og frystum ávöxtum með sykri. „Það er því eins og hver annar brandari að grænmeti og ávextir lækki í verði svo almenningur njóti góðs af í einhverjum mæli,“ segir Jóhannes Gunnarsson. • Ekki er þó allt á eina bókina lært hjá stjórninni. Niðurfell- ing tolla af hjálpartækjum og gleraugum, og smávægileg tollalækkun á barnavögnum eru ánægjulegar undantekning- ar. En dæmigert fyrir hinar mildandi tollalækkanir er það að Coco Puffs,súkkulaðihúðað korn, lækkar í verði vegna stjórnarmildinnar. • „Þessar tollalækkanir eru að verulegu leyti fjölmiðla- leikur og blekkingar“, segir formaður Neytendafélagsins. Og þó að reynt sé að sykurhúða stjórnartréð, þá sannast fljótt hið fornkveðna: „Sérhvert tré þekkist af ávexti sínum, því að ekki lesa menn fíkjur af þyrnum og ekki skera menn vínberg af þyrnirunni.“ Lk. 6.44. - ekh. klippt Kaupið alltof hátt! Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í sjón- varpsþætti á föstudagskvöldið að kaupið hefði verið of hátt í landinu fram að því að ríkisstjórn hans tók við völdum. Hins vegar átti hann engin ráð til úrlausnar fyrir fjölda heimila sem eiga ann- að hvort í erfiðleikum nú þegar með að láta enda ná saman, ell- egar kollsteypast fjárhagslega í haust. Hann vissi jú að þetta væri erfitt fyrir fólkið en reglan væri sú að tvær fyrirvinnur væru á heimil- um nú til dags. Svona á nú ráðherrann erfitt með að setja sig í spor almenn- ingsílandinu. Og efogþegarfólk hefur fengið nóg af valdboði og sundurtættum krónum ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar, má vænta að það komist að þeirri niðurstöðu að það verði að fá hærra kaup; öðruvísi geti það ekki lifað. En forsætisráð- herra sem veit að erfitt er að lifa af lágum launum, leyfir það ekki; hann hefur nefnilega sett lög sem banna samninga um kaup og kjör auk þess sem hann hefur bannað að launafólk fái verðhækkanir bættar með verðbótum. Með fyllstu hörku Verkalýðsfélögin hafa sagt upp samningum í samræmi við um- saminn gildingartíma þeirra í fyrra. í haust er ekki útilokað að mörg fyrirtæki vilji gjarnan semja um skárri kjör við verkalýðsfé- lög. Aðrir grosserar og stór- eignamenn munu sjálfsagt bíða eftir hljóðpípuleikurum Vinnu- veitendasambandsins, Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Líklegt verður að telja að mörg verkalýðsfélög verði knúin til verkfalla; einfaldlega vegna þess að félagar þeirra geta ekki meira og hafa engu að tapa; kaupið nægir ekki til framfærslu. En þá er ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að mæta; bráða- birgðalögunum um afnám samn- ingsréttar verður fylgt eftir með fyllstu hörku. Það á einu sinni að stjórna í landinu! Á þessa leið mæltist forsætisráðherranum, sem engin ráð átti fyrir fólk til að láta enda ná saman. Þetta er fé- legur boðskapur fyrir þá verka- lýðshreyfingu, sem forsætisráð- herrann hefur boðað samráð við! Og „sáttfúsir vinnuveitendur“ eiga ekki heldur von á betra. Hvort menn velja að semja eða fara í verkfall til að bæta úr óbæri- lega rýrum kjörum, þá er hins sama von: víkingasveitir Stein- gríms Hermannssonar og Geirs Hallgrímssonar, bíða í starthol- unum til að berja á þeim sem vilja bæta kjörin. Afnám þingræðisins Ekki var hann blíðlegri boð- skapur ráðherrans til stjórnar- andstöðunnar og þeirra sem vilja veg þingræðisins sem mestan. Hann boðar ekki til sumarþings, þrátt fyrir að meirihluti alþingis hafi verið því fylgjandi vegna þess að ríkisstjórnin vill starfs- frið. Heyr á eindæmi! Er svo að skilja að ráðherrar og ríkisstjórn- ir séu verklausar á meðan á þing- haldi stendur? Margt er nú með vofveiflegum hætti hjá ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar: Afnám samn- ingsréttar sem ekki á sér neina hliðstæðu á seinni tímum frá ná- lægu lýðræðisríki, samkrull á löggjafar- og framkvæmdavaldi þar sem handhafar forsetavalds- ins eru allir í eða tengdir fram- kvæmdavaldinu, óvissa um for- mennsku mikilvægustu nefnda þingsins, gerræði og valdboð í öll- um efnum. Það sló óhug á margan mann- inn þegar ríkisstjórn þessi tók til við „að stjórna" landinu. Mikil- vægar nefndir voru settar á lagg- irnar þarsem stjórnarandstaða hefur haft hefðbundna setu eins- og í stóriðjunefnd, þarsem eng- inn úr stjórnarandstöðunni er fulltrúi. í sjónvarpsþættinum á föstudagskvöldið skýrði forsætis- ráðherra frá því að við fjárlaga- gerð væru til ráðuneytis fulltrúar alþingis, en einungis þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Kjörnir fulltrúar stjórnarand- stöðunnar njóta ekki þeirra rétt- inda að fá að fylgjast með stjórn- arathöfnum meirihlutans. Og greinilegt er af orðum og athöfn- um forsætisráðherrans, að al- þingi er ekki annað en af- greiðslustofnun í huga hans. Það er því ekki nema von að fólki úr öllum flokkum hrjósi hugur við stjórnarathöfnum þetta misserið þarsem bæði meirihlutavilji al- þingis hefur verið hundsaður í einstaka máli - og lýðræðisrétt- indi stjórnarandstöðunnar verið forsómuð í flestum efnum. Það þarf ekki Alþýðubandalagsmenn til að hneykslast á þessu háttar- lagi, það gera flestir. - Það á að stjórna einu sinni -, sagði forsætisráðherrann og nefndi dæmi um skeleggar stjórn- arathafnir ríkisstjórnarinnar, sem skipta sköpum fyrir þjóðar- búið; þannig er búið að leggja snjóflóðanefnd niður væntanlega til að fyrirbyggja ótímabærar náttúruhamfarir - og fyrir heimil- in sem eru á hausnum hefur tollur veirð lækkaður á þurrkuðum fíkj- um. Sumum þykja fíkjur góðar, sagði forsætisráðherra íslands. - óg. Ekkert lygilegra Ólafur Friðriksson skrifar ný- verið í DV um ógnina af vígbún- aðaræðinu: „Sennilega er ekki logið meira að almenningi um önnur mál en hermál, enda er ekki nema á fárra færi að meta allar tæknileg- ar forsendur þeirra. En sennilega er þó ekkert lygilegra en að At- lantshafsbandalagið sé að verða undir í kjarnorkuvígbúnaðar- kapphlaupinu. Á meðan þessi fölsun viðgengst og meðan keppt er að einhverju ímynduðu jafn- vægi sem metið er á fölskum og mismunandi fölskum forsendum, kemur sprengjuógnunin til með að hanga yfir höfði alls mánn- kyns.“ - óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.