Þjóðviljinn - 05.07.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.07.1983, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. júlí 1983 ÍÞJÓÐVILJINÍV - SÍÐA 5 ■.... .............. tl llll I .................1111II IIIIMÍI - ' Aðmírállinn sannar rök okkar í nokkur ár hefur verið deilt um framkvæmdir í Helguvík. Kjarni ágreiningsins hefur ávallt verið skýr og einfaldur. íhaldsöfl- in hafa hins vegar þyrlað upp miklu moldviðri til að hylja hann. Blekkingatali um mengunarvarn- ir var beitt til að fela áform um stórfelldar hernaðarfram- kvæmdir. Hagsmunum íbúa Suðurnesja var veifað í áróðurs- skyni. En gríman féll í síðustu viku. Yfirmaður Bandaríkjahers á ís- landi flutti hátíðarræðu á fundi Varðbergs. Á skýran hátt svipti hann blekkingunum burt og sannaði allar röksemdir Alþýðu- bandalagsins á afdráttarlausan hátt. Rök Alþýðu- bandalagsins Á undanförnum árum hafa for- ystumenn Alþýðubandalagsins á Alþingi og innan síðustu ríkis- stjórnar hafnað framkvæmdum í Helguvík á þeirri meginforsendu að þær fælu í sér aukin hernaðar- umsvif Bandaríkjanna á íslandi. Gífurleg aukning á geymarými skapaði skilyrði fyrir auknum stríðsrekstri. Ný höfn auðveldaði stórveldinu að styrkja hernaðar- getu sína með skömmum fyrir- vara. Framkvæmdirnar í Helgu- vík fælu í sér veigamikla viðbót Ólafur Ragnar Grimsson skrifar við þá stríðsmaskínu sem Banda- ríkin hefðu smátt og smátt byggt upp á Suðurnesjum. I ótal ræðum á Alþingi reyndi NATO-liðið að afneita þessum rökum Alþýðubandalagsins. Framkvæmdirnar í Helguvík væru aðeins minniháttar meng- unarvarnir til að bjarga íbúum Suðurnesja frá olíumenguðum vatnsbólum. Helguvíkuráætlunin væri gersneydd allri aukningu hernaðarumsvifa. Ræða aðmírálsins í síðustu viku var birtur úr- skurður aðmírálsins í þessum deilum. Yfirmaður Bandaríkja- hers á íslandi sannaði með óvé- fengjanlegum hætti að Alþýðu- bandalagið hafði á réttu að standa. Helguvíkurframkvæmd- irnar væru gerðar í því skyni að styrkja eldsneytisbirgðir hersins. Núverandi geymarými miðaðist við hernaðarumsvifin eins og þau voru fyrir þremur áratugum síð- an. Á okkar tímum væri þörfin önnur og meiri. Þess vegna væri brýnt að hefjast handa um fram- kvæmdir við olíubirgðastöð í Helguvík. „Óhjákvæmilegt er að elds- neytisbirgðir séu nægilegar, ekki aðeins til að starfræksla tækja sé snurðulaus á friðartímum heldur einnig í því skyni að nýtingu flug- véla megi auka á hættu- og átaka- tímum. Sé ekki hugað að því að hafa birgðir nægar með þetta fyrir augum er ekki nógu vel að rhálum staðið.“ Aðmírállinn talaði enga tæpi- tungu. Nú var komin ný ríkis- stjórn á íslandi og þess vegna var óhætt að segja sannleikann. -Framkvæmdirnar í Helguvík eru í þágu aukins hernaðar. Svo ein- falt er málið. Sannleikurinn skýr og afdráttarlaus. í ræðu aðmírálsins var ekki eitt einasta orð um mengunarvarnir. Vatnsbólin á Suðurnesjum voru gleymd og grafin. Eldsneytis- birgðir fyrir öflugri flota herflug- véla var það sem máli skiptir. Undirtektir Morgunblaðsins Og Morgunblaðið fetaði dyggi- lega í fótspor aðmírálsins. I leiðaranum á sunnudaginn var lofsungin nauðsynin á því að stemma stigu við auknum umsvif- um sovéskra herflugvéla með því að hefja framkvæmdir í Helgu- vík! Vatnsbólin og mengunin eru líka gufuð upp á leiðárasíðu Morgunblaðsins. Nú eru það hin- ar ægilegu sovésku herflugvélar, sem eru forsendan fyrir fram- kvæmdum í Helguvík: „Hins vegar væri með fram- kvæmdum í Helguvík hafist handa við að bæta úr þeim vanda sem stafar af því að aukin umsvif sovéskra herflugvéla krefjast tíðari ferða hjá flugvélum varn- arliðsins. Er einsýnt að fram- kvæmdirnar í Helguvík á að miða við það að bætt sé úr þeim van- köntum, sem stafa af skorti á birgðarými og miða stærð geym- anna við þær kröfur sem gerðar eru nú á tímum til varnarliðsins en ekki aðstæður eins og þær voru fyrir 10 árum.“ Á fáeinum dögum er Morgun- blaðið komið í húrrakór aðmír- álsins og veitir á þann hátt aðstoð sína við að sanna öll rök Alþýðu- bandalagsins í Helguvíkur- málinu. í góðu tómi ætti að rifja upp allar gömlu langlokurnar í leiðurum og Reykjavíkurbréfum um olíumengað drykkjarvatn Suðurnesjamanna. Slík upprifj- un væri ágæt lexía um þjónustu Morgunblaðsins í þágu þeirra blekkinga sem ætlað er að fela hernaðarhagsmuni stórveldis. Framsókn afhjúpuð Ræða aðmírálsins á Keflavík- urflugvelli kemur þó verst við Ólaf Jóhannesson og aðra ráð- herra Framsóknarflokksins, Þór- arin leiðarahöfund og þinglið Framsóknar allt. Á undanförn- um árum hafa Framsóknar- broddarnir hvað eftir annað svar- ið þess dýra eiða að eingöngu væri í Helguvík verið að ráða bót á mengunarvanda. Aðmírállinn hefur nú sýnt og sannað að á Alþingi fóru tals- menn Alþýðubandalagsins með rétt mál, en Ólafur Jóhannesson flutti blekkingar. Sagnfræðingar framtíðarinnar munu sjálfsagt velta því fyrir sér.hvort utanríkis- ráðherra Framsóknarflokksins hafi vísvitandi verið að plata ís- lensku þjóðina eða hvort útsend- arar hernaðarveldisins hafi spilað með ráðherrann. Afhjúpunin er afdráttarlaus. En spurningin um hver blekkti hvern ntun brenna á Fram- sóknarflokknum um ókomna tíð. Lugu forystumenn flokksins að Alþingi og íslendingum öllum eða reyndist Framsóknarforystan vera lítilfjörlegur leiksoppur í höndum hernaðarherranna í Pentagon? Fjórðungsmótið á Melgerðismelum Blíðskaparveður og fj ölmenni Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna á Melgerðismelum í Eyjafirði rann sitt skeið á enda í blíðskaparveðri sl. sunnudag. A fímmta þúsund gesta var saman komið á bökkum Eyjafjarðarár í hinu fegursta umhverfí, sem er eins og skapað frá náttúrunnar hendi fyrir samkomur af þessu tagi. Hápunktur mótsins fyrir marga var hópreið aðildarfélaga að morgni sunnudags 3. júlí meðan aðrir lögðu mest uppúr kapp- reiðunum síðar um daginn. Hvert sem litið var mátti sjá fólk með bros á vör og ef grannt var skoðað var jafnvel hægt að sjá blika eitt andartak á vasafleyg sem lyft var í góðum félagsskap. Úrslitakeppnin í flokki alhliða gæðinga fór fram á sunnudeginum og mættu átta efstu hestarnir úr undanúrslitum til leiks. Þorri Sig- urðar Höskuldssonar sigraði með nokkrum yfirburðum en knapi var Ragnar Ingólfsson. í öðru sæti varð Logi Höskuldar Jónssonar og þriðja sæti hlaut Sámur Reynis Hjartarsonar. í keppni klárhesta bar af Kristail Gylfa Gunnarssonar frá Akureyri. Ánnar varð Jörfi Halldórs Rafnssonar og þriðja sæt- ið skipaði Aron Aldísar Björns- dóttur, báðir einnig frá Akureyri. í flokki unglinga 13-15 ára sigraði Einar Hjörleifsson frá Dalvík en sigurvegari í yngri flokknum varð Kristinn Svanbergsson frá Akur- eyri. Tveir stóðhestar voru sýndir með afkvæmum á mótinu, Háfeti 804 frá Krossnesi og Sleipnir 785 frá Ásgeirsbrekku. Hlutu hvorir tveggja 1. verðlaun og mikið lof kynbótadómara. Kappreiðarnar á sunnudag voru með líflegra móti og urðu úrslit þau að Bliki Lúðvíks Ásmundssonar sigraði í 150 m skeiði á 16.33 sek. en knapi var Erling Ó. Sigurðsson. í 250 m skeiði sigraði Hómer Sævars Páls- sonar á 23.46 sek. og var eigandinn sjálfur knapi. Hylling Jóhanns Þ. Jónssonar sigraði í 250 m stökki á 18.75 sek. og í 350 m stökki sigraði Loftur á25.55 sek. en hanner einn- ig í eigu Jóhanns. Knapi á báðum hestunum var Jón Ó. Jóhannesson. í 300 m brokki sigraði Bastían, eigandi og knapi Benedikt Arn- björsson, á 39.54 sek. og í 800 m stökki vann yfirburðasigur Örvar Róberts Jónssonar. Á laugardagskvöldinu var haldin sölusýning og fóru þar fram sann- kölluð hrossakaup. Meðal annars voru seld 3 folöld óséð og urðu kaupendur að taka trúanleg orð Ragnars Tómassonar upp- boðshaldara um ágæti gripanna. Kvöldvaka var haldin eftir upp- boðið og fór ágætlega fram og síð- an stigu hestamenn og aðrir móts- gestir dátt dansinn í félagsheimil- inu Sólgarði við undirleik hljóm- sveitar Geirmundar Valtýssonar. Veruleg ölvun var á svæðinu mót- sdagana en þó urðu engin óeðlileg vandræði af þeim sökum. -áþj. „Hvað ungur nemur gamall temur“. Einn af fulltrúum yngri kynslóðar- innar að æfa sig í reiðlistinni á Melgerðismelum. Mynd: -áþj. UNGVERJALAND Orlofsferðir Alla föstudaga. Gist 1 dag í Budapest Skoöunarferö laugar- daga. Dvalist við Balatonvatn í sumarhúsum í Alsóörs viö n-a hluta vatnsins. Matarmiðar - skoöunar- feröir - barnagæsla. Börn innan 12 ára frí gisting og hálft far- gjald 4-5-6 manna sumarhús í einkaleigu. Leiösögumaöur Emil Kristjánsson kennari. Verö 3 vikur meö matarmiðum miðaðv. 4 í bústaö um 21.700.- Fá sæti eftir FERDASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoöarvogur 44 sími 91-86255

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.