Þjóðviljinn - 05.07.1983, Blaðsíða 10
1<4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINn " Þriðjudagur 5. júlí 1982
Einar Hjörleifsson skrifar frá Suður-Ameríku
6. grein
Kirkj ugar ðsveisla
í Mánadalnum
Dagur hinna dauðu
Ég sit á veitingastað í La Paz,
höfuðborg Bólivíu. Allt í kring
sitja karlmenn og kneyfa bjór í
stríðum straumum, ræða saman,
varpa teningum. Það er laugardag-
ur og sólin skín úti fyrir. Veitinga-
salurinn er stór, hátt til lofts og vítt
til veggja og bleikrósótt veggfóðrið
minnir á gamla setustofu. Hugur-
inn hvarflar aftur til síðastliðins
þriðjudags. Þennan dag, 2. nó-
vember, minnast Bólivíumenn lát-
inna ættingja og vina. „Dagur
hinna dánu“, kallast hann, en þá
fyllast kirkjugarðarnir af prúðbúnu
fólki, sem kemur til þess að votta
hinum látnu virðingu sína og eyða
með þeim einni dagstund.
íslandsvinur
Þennan fyrsta morgun í Bólivíu
vaknaði ég snemma og hélt niður á
aðalgötuna, E1 Prado, í leit að
æfintýrum. En þar sem þetta var
almennur frídagur, sást ekki nema
bíll á stangli og meðfram trjá-
prýddri beiðgötunni sást til fárra
fótgangenda. Hressilegur leigubíl-
stjóri tók mig tali og bauð mér í
skoðunarferð um bæinn. „Nei,
takk“ sagði ég „mér finnst betra að
labba“. - „Þjóðverji?" spurði
hann, viss í sinni sök. - „Nei, ís-
lendingur". - „Hvað ertu að segja?
Heyrðu, hefurðu ekki tíma til þess
að spjalla við mig smástund?“
Við settumst inn í bílinn og næsta
hálffímann hafði ég ekki við að
svara spurningum um íslenska
þjóðfélagshætti. Auðvitað notaði
ég tækifærið og spurði hann um
Bólivíu í staðinn. - „Já, nú eru fas-
istarnir fyrir bí og aftur hægt að
opna kjaftinn" sagði Marcelo, en
virtist samt ekki mjög vongóður
um að ástandið myndi skána við
valdatöku nýrrar stjórnar. Marcelo
reyndist vera einn þeirra, sem ferð-
ast í huganum um fjarlæg lönd.
Dags daglega vinnur hann við
ferðamannamóttöku og notar
tækifærið til þess að fræðast um hin
ólíku lönd, tungumál og þjóðfé-
lagsástand. Hann sagðist kunna
hrafl í þýsku, ensku og frönsku, og
áður en við skildumst, bað hann
mig blessaðan að senda sér íslensk-
spænska orðabók, sig langaði til að
læra nokkra algenga íslenska frasa.
- En með 5 manna fjölskyldu er
vonlaust að Marcelo fái nokkurn
tíma tækifæri til að komast til út-
landa, tekjur hans hrökkva varla til
að sjá fyrir fjölskyldunni, fæði,
húsnæði og menntun.
Hátíðahöld
í kirjugarðinum
Klukkutíma seinna var ég kom-
inn upp í Mánadalinn, sem hefur
að geyma eitthvert sérkennilegasta
landslag höfuðborgarsvæðisins.
Hér má líta steinmyndanir á við
hraunið í Dimmuborgum. Þótt
hæðin sé um 3800 m yfir sjávar-
máli, vaxa hér kaktusar í meters-
hæð og yfir dalnum svífur kæfandi
hitamóða. Af nálægri hæð er horft
yfir í dalinn hinum megin, þar sem
er lítið þorp, Mannasa að nafni.
Þar er enga hreyfingu að sjá, enda
eiga allir frí úr vinnu nema götusal-
ar og bílstjórar.
Meðan ég sit og teyga náttúru-
fegurðina, berst að eyrum lágvær
hlátur og samtalskliður. Og viti
menn, - hinum megin við lágan
kirkjugarðsvegginn situr hópur
fólks í líflegum samræðum. - Hér í
álfu er lítið um leiði í klassískum
skilningi. Öllu heldur mætti nefna
það grafskápa, því í veggina eru
mótuð lítil innskot með nöfnum
hinna látnu. Dýrlingamyndir, al-
settar blómum, eru hafðar til
Kaktusarnir í Mánadal
Skálað við hina dauðu (þessi mynd lenti áður í grein frá Perú vegna misskilnings)
Á markaði
skreytingar og í dag logar á kerti í
hverju hólfi.
Eftir smáhik rís ég á fætur og
geng inn á meðal fólksins. „Buenas
tardes", - hvað er hér um að vera?
Fólkið tekur vingjarnlega
kveðjunni og karlmennirnir
spyrja, hvort ég vilji ekki í glas. Nú
hefjast fjörugar samræður. Mér er
sagt allt af létta um hátíðahöld
dagsins og í ljós kemur, að hér hef-
ur safnast saman hópur skyld-
menna til þess að biðja fyrir hinum
látnu. Sumt fólkið býr í þorpinu í
dalnum, aðrir koma lengra að. Nú
er komið að þeim að spyrja mig
útúr. Fyrst er ég náttúrulega
spurður, hvort ég sé kani. Enginn
viðstaddra hefur minnstu hugmynd
um legu íslands á jarðarhnettinum,
en áhugann vantar ekki og spurn-
ingarnar dynja á mér um atvinnu-
vegi, kaup og kjör íslensks almenn-
ings, veðurfar og þar fram eftir göt-
unum. Menn setur hljóða, er ég
upplýsi þá um, að íslenskur bíl-
stjóri sé með u.þ.b. tífalt hærra
kaup en bólivískur starfsbróðir
hans. Öðru hverju kemur einhver
karlmannanna með fyndna athuga-
semd á tungu indíána, aymara, og
allir veltist um af hlátri. Francisco,
sem er þeirra mestur spaugarinn,
ávarpar mig hvað eftir annað á
þessu undarlega máli og skellihlær,
þegar svar berst á kjarnyrtri ís-
lensku.
Skálað við hina látnu
Glösin eru fyllt af bjór og sterku
víni og stemmingin verður æ
lausbeislaðri. M.a.s konurnar, sem
sitja í hóp útaf fyrir sig, koma og
kíkja á hann, ljóshærðan útlend-
inginn. Áður en hálftími er liðinn,
kunna allir viðstaddir að skála á
íslensku - „salud“ og „skál“ glymur
hátt og hvellt veggjanna á milli.
Hér þykir hinum látnu engin
óvirðing sýnd, þótt slegið sé upp
veislu í miðjum kirkjugarðinum,
þvert á móti ber það vott um
samhug og virðingu.
Dollara á mann
Það fer að hvessa og moldin þyrl-
ast upp allt í kringum okkur, sest í
skilningarvitin og litar bjórfroðuna
í glösunum. Fólkið fer að tygja sig
til brottfarar og mér tekst að smella
af einni mynd áður. Brandarakarl-
inn Francisco segir, að ég eigi að
borga hverjum viðstaddra einn
dollara fyrir vikið og ég heyri ekki
betur, en að á bak við gaman-
semina felist þó nokkur alvara. Ég
segist hafa mun betri hugmynd,
nefnilega að senda þeim nokkur
eintök af myndinni. Við körpum
um þetta dálitla stund og mér er
sleppt við að borga.
Á leið niður í dalinn spjalla ég
við Clemente, veðurbitinn mann
um sextugt, með kvik og glettin
augu. Hann segir að nú sé loks von
um, að ástandið skáni, því stjórnin,
sem sé að taka við völdum, sé á
bandi verkafólks og bænda. Annað
sem ber á góma eru forsetarnir
Carter og Reagan og byltingar-
seggurinn Che Guevara. Clemente
ber djúpa virðingu fyrir Che og
finnst bæði synd og skömm, að
skæruliðasveit hans skuli ekki hafa
hlotið stuðning bænda og búaliðs í
baráttunni gegn bólivíska hernum.
(Che var tekinn höndum í október
1967 af sérþjálfuðum bólivískum
sveitum og skotinn degi seinna).
Brauð og bœnaþulur
Við erum komin að litlu húsi,
sem stendur við þjóðveginn. Inni í
dagstofunni, sem er annað tveggja
herbergja, hefur verið reist lítil
bygging á matarborðinu. Fjórar
sverar sykurreyrsstangir og stráþak
yfir. Inni liggja hrúgur af brauði,
mótuðu í alls konar furðulegar fíg-
úrur, ávextir ýmiss konar og sæl-
gæti. Fólkið stillir sér upp við þenn-
an strúktúr og signir sig, jafnframt
því sem farið er með bænaþulur í
lágum hljóðum. Þvínæst er sest á
stóla meðfram veggjum og bjór-
drykkjunni haldið áfram, þar sem
frá var horfið.
Tveir karlmannanna byrja nú að
rífa niður skýlið, Sykurreyrinn er
höggvinn sundur með machete-
hníf og ásamt ávöxtum og brauði
dreift á meðal viðstaddra. í minn
hlut kemur hálf tylft að brauðfígúr-
um, tvær hálfþurrar appelsínur, 4
rauðir bananar, kökusneið og
sleikibrjóstsykur. „Ég get ómögu-
lega borðað svona mikið“, and-
mæli ég. „Allt í þessu fína, þú tekur
þá bara afganginn með heim“. Og
nokkrum klukkustundum síðar
stend ég úti á rykugum malarvegin-
um með fulla tösku af mat og svip-
ast um eftir fari í bæinn. Það geng-
ur fljótt og vel, því norðurálfubra-
gurinn er á við fullgilt vegabréf í
þessu gestrisna landi.