Þjóðviljinn - 28.07.1983, Blaðsíða 11
1. deild
Enn
frestað
Enn þurfti að fresta leik
ÍBV og Vals í 1. deild karla á
íslandsmótinu í knattspyrnu.
Vegna óhagstæðra flugskil-
yrða komust Eyjamenn ekki
til lands. Ef veður lofar verður
leikurinn háður í kvöld á Kóp-
avogsvelli og hefst kl. 20. Fylk-
ir og Reynir eiga leik á
Laugardalsvellinum annað
kvöld þannig að fara verður
með þennan leik út á Kópa-
vogsvöll, en þar hefur báðum
þessum liðum gengið bölvan-
lega undanfarin ár!
Verðlaun fyrír
fallegasta
markið
Þýsk-íslenska verslunarfé-
lagið sem hefur umboð fyrir
Seiko-úr hefur ákveðið að
veita verðlaun fyrir fallegasta
markið, að mati dómara í
KDSI, sem skorað hefur verið
á keppnistímabilinu í 1. deild
og bikarkeppni KSÍ. Sá sem
skorar þetta mark fær að
launum armbandsúr með sér-
stakri áletrun frá Seiko. Þetta
úr er af sömu gerð og dómarar
notuðu í síðustu heimsmeist-
arakeppni í knattspyrnu á
Spáni ’82.
4. deildin:
Afturelding
✓
a
möguleika
Ekki er svo ástatt með bar-
áttuna í A-riðli 4. deildar sem
gefíð var til kynna í blaðinu í
fyrradag. Hafnarfjarð-
ar-Haukar hafa að sönnu haft
mikla yfírburði í leikjum sín-
um í riðlinum eins og sjá má
þegar markatala liðsins og
stigatala er skoðuð. Þetta á
einnig hefur náð frábærum
árangri i leikjum sínum.
Erfiðlega hefur gengið að
ná í úrslit í leikjum deildarinn-
ar einkum upp til sveita þar
sem tíðindamenn blaðsins
hafa sumir hverjir verið önn-
um kafnir við heyskap eða
önnur þau verk sem til falla.
Þannig var ekki getið um úr-
slit eins leiks í A-riðli í síðustu
viku, en það var leikur Aftur-
eldingar og Óðins sem lauk
með stórsigri Aftureldingar,
5:0. Hafþór Kristjánsson
skoraði tvívegis fyrir Aftur-
eldingu, Ríkharð Jónsson 2
mörk og Bjarki eitt mark.
Brýna nauðsyn bar til að birta
aftur stöðuna í A-riðli, þar
sem hún gaf mjög ranga mynd
eins og hún birtist í blaðinu.
Þau mistök áttu sér stað að
jafnteflisleikir Aftureldingar
voru reiknaðir tapleikir.
Haukar...8 7 1 2 38- 4 15
Afturelding 8 6 2 0 35- 6 14
Reynir...9 4 2 3 15-10 10
Bolungarv. 832411-16 8
Stefnir..8 1 5 2 9-23 7
Hrafnaflóki 8 1 1 6 9-37 3
Óðinn....8 0 1 7 1-31 1
Eins og sjá má veitir Aftur-
elding Haukum verðuga
keppni og verður leikur lið-
anna, sem samkvæmt leikja-
bók á að fara fram 12. ágúst,
hreinn úrslitaleikur um hvort
liðið kemst í úrlitakeppnina.
________________________________________ Fimmtudagur 28. júlf 1983 j ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11'
_____________________íþróttir Víðir Sigurðsson
Frjálsíþróttakeppni Norðurlandanna og Bandaríkjanna lauk í gæijkvöldi:
Bandaríkin sigruðu
með 80 stiga mun
Einar Vilhjálmsson fékk verðlaun fyrir bestan
árangur í sveit Norðurlanda. Þórdís og Vé-
steinn nokkuð frá sínu besta í gær, en Oddur
stóð fyrir sínu.
Frábær frammistaða Einars Vil-
hjálmssonar í spjótkastinu í fyrra-
dag í keppni Norðurlanda og
Bandaríkjanna í Stokkhólmi
reyndist vera einn ijósasti punktur
þessarar keppni þar sem Banda-
ríkjamenn höfðu mikla yfírburði í
fjölmörgum greinum. Breiddin í
liði Bandaríkjamanna varð til þess,
að þeim stóð aldrei ógn af liði Norð-
urlanda, jafnvel þó svo allgóður ár-
angur næðist í fjölmörgum grein-
um. Einkum voru Finnar duglegir
við að slá bandarísku þáttakendun-
um við. Lokaniðurstaðan í þessari
tveggja daga keppni varð sú, að í
kvennakeppninni hlutu bandarísku
stúlkurnar 95 stig gegn 61 stigi
Norðurlanda. í karlakeppninni
hlutu bandarísku frjálsíþrótta-
mennirnir 262 stig, en Norðurland-
abúar 186 stig. Samanlagt hlaut
sveit Bandaríkjanna 327 stig, en
sveit Norðurlanda 247 stig sem
þýðir 80 stiga mun.
Þórdís Gísladóttir, Oddur Sig-
urðsson og Vésteinn Hafsteinsson
kepptu öll í gær, en þeir Óskar Jak-
obsson og Einar Vilhjálmsson luku
keppni á þriðjudagskvöldið.
Oddur Sigurðsson stóð vel fyrir
sínu í sveit Norðurlanda f 4x400
metra boðhlaupi, jafnvel þó svo
sveitin yrði að lúta í lægra haldi
fyrir hinum spretthörðu hlaupa-
gikkjum Bandaríkjanna, sem um
áratuga skeið hafa átt á að skipa
flestum af bestu 400 metra hlaupu-
rum heims. Vésteinn Hafsteinsson
var langt frá sínu besta í kringluka-
stinu, kastaði aðeins 54,26 metra
og varð í fimmta og neðsta sæti.
Bandaríkjamenn mættu með
aðeins tvo þátttakendur og það
dugði, því þeir Art Burns og Mac
Wilkins hrepptu 1. og 2. sætið. At-
hygli vakti gamla kempan Ricky
Bruch sem þeytti kringlunni 61,50
metra og varð í 4. sæti.
Þá keppti Þórdís Gísladóttir í
hástökki og náði allgóðum árangri,
stökk 183 metra og hafnaði í 3. sæti
á eftir bandarísku þátttakend-
unum.
í hófi eftir að keppnin var afstað-
in voru veitt verðlaun þeim ein-
staklingum í sveit Norðurlandanna
sem bestum árangri náðu. Einar
Vilhjálmsson fékk karlaverðlaunin
fyrir spjótkastssigur sinn, og
sænska stúlkan Anne Louise Skog-
lund fékk kvennaverðlaunin fyrir
sigur sinn í 400 metra grindahlaupi
þar sem hún bar sigurorð af banda-
rísku stúlkunum Barksdale og
Browne, hljóp á 55,36 sek.
Úrslit gærdagsins urðu sem hér
segir:
Kringlukast karla: metrar
1. Art Burns Bandaríkin 67,18
2. Mac Wilkins Bandaríkin 66,18
3. Knut Hjeltnes Noregi 64,42
4. Ricky Bruch Svíþjóð 61,50
5. Vésteinn Hafsteinsson ísland 54,26
Kúluvarp kvenna metrar
1. Lorna Griffin Bandaríkin 16,63
2. Satu Sulkio Finnland 16,28
3. Denesie Wood Bandaríkin 15,37
4. Asta Hovi Finnland 15,34
3000 metra hlaup kvenna mín.
1. Dorthe Rasmussen Danmark 8:59,20
2. Julie Browne Bandaríkin 9:00,20
3. Eva Ernström Svíþjóð 9:00,75
4. Joan Hansen Bandaríkin 9:10,81
800 metra hlaup kvcnna: mfn.
1. Robin Campell Bandaríkin 1:59,85
2. Jull McCabe Svíþjóð N.l. met 2:01,10
3. Tina Krebs Danmörk 2:03,45
4. Joetta Clark Bandaríkin 2:04,43
800 metra hlaup karla: mín.
1. Johnny Gray Bandaríkin 1:45,50
2. Steve Scott Bandaríkin 1:45,97
3. Brian Theriot Bandaríkin 1:46,17
4. Jorma Haerkonen Finnland 1:46,65
5. Dan Karlsson Svíþjóð 1:47,87
6. Ronny Olsen Svíþjóð 1:49,35
Hástökk karla: metrar
1.-2. Tyke Peacock Bandaríkin 2,26
1.-2. Dwight Stones Bandaríkin 2,26
3. Patrick Sjöberg Svíþjóð 2,26
4. Jouka Kilpi Finnland 2,23
5. Mikko Levola Finnland 2,14
4x400 metra hlaup kvenna mín.
1. Sveit Bandaríkjanna 3:29,70
2. Sveit Norðurlanda 3:40,47
4x400 metra boðhlaup karla: mín.
1. Sveit Bandaríkjanna 3:04,57
2. Sveit íslands 3:09,66
Sleggjukast karla metrar
1. Juha Tinainen Finnland 75,68
2. Harri Huhtala Finnland 74,48
3. Dave McKenzie Bandaríkin 70,50
4. Kjell Bystedt 69,10
5. Ed Burke Bandaríkin 68,86
6. John McArdle Bandaríkin 67,84
Hástökk kvenna:
1. Louis Ritter Bandaríkin
2. Coleen Sumrncr Bandaríkin
3. Þórdís Gísladóttir
100 metra grindahlaup kvenna
1. Pam Page Bandaríkin
2. Candy Young Bandaríkin
3. Heidi Benserud Noregi
4. Hiide Fredrikscn Noregi
110 metra grindahiaup karia
1. Willie Gaukt Bandaríkin
2. Arto Bryggare Finnland
3. Larry Cowling Bandaríkin
4. A1 Joyhner Bandaríkin
5. Meijo Pyman Finnland
6. Hannu Paersinen Finnland
300 metra hindrunarhlaup
1. Tommy Ekblom Finnland
2. Brian Diemer Bandaríkin
3. Rickey Pittman Bandaríkin
4. Ismo Tuokonen Finnland
5. Roger Gjoevaag Noregi
200 metra hlaup kvenna:
1. Randy Givnes Bandaríkin
2. Helina Marjamaa Finnland
3. Alice Browne Bandaríkin
4. Dorthe Rasmussen Danmörk
200 metra hlaup karia:
1. Elliot Quow Bandaríkin
2. Jeff Philipps
3. Michael Franks Bandaríkin
4. Dan Orbe Svfþjóð
5. Tommy Johansson Svíþjóð
6. Kimmo Saaristo Finnland
Langstökk karla:
1. Mike Conley Bandaríkin
2. Jarmo Kacrnae Finnland
3. Finar Sgali Noregi
4. A1 Joyhner Bandaríkin
5. Anders Hoffström Svíþjóð
3000 metra hlaup karla
1. Sidney Maree Bandaríkin
2. Jim Hill Bandaríkin
3. Bill McChesney Bandaríkin
4. Jari Hemmilae Finnland
5. Staffan Lundström Svíþjóð
6. Antero Rinne Svíþjóð
Meistaraflokkur karla á landsmótinu í golfi eftir fyrsta keppnisdag:
metrar
1,96
1,91
1,83
sek.
13,16
13,21
13,49
13,70
sek.
13,42
13.64
13.65
13,91
14,04
14,04
mfn.
8:27,60
8:29,00
8:39,28
8:39,28
8:44,40
sek.
22,82
22,94
23,33
23,71
sek.
20.48
20,58
20,77
21,12
21.35
21.36
metrar
8,02
7,73
7,54
7,39
7,37
mín.
7:55,30
7:56,21
7:59,68
8:05,23
8:08,56
8:11,34
Tveggja högga forskot
Sigurðar
Islandsmeistarinn í golfí, Sigurð-
ur Pétursson Golfklúbbi Reykja-
víkur, tók í gærkvöldi forystu á ís-
landsmótinu í golfí sem nú stendur
yfir á golfvelli GR í Grafarholti.
Fyrstu 18 holurnar í meistaraflokki
karla voru leiknar í gær og þegar
inn var komið hafði Sigurður leikið
á fæstum höggum eða 75. í 2.-4.
sæti voru Sigurður Sigurðsson GS,
Gylfi Garðarsson GV og Ragnar
Ólafsson GR, allir á 77 höggum.
Síðan koinuí 5.-6. sæti Úlfar Jóns-
son GK og Óskar Sæmundsson GR
á 78 höggum og þá í 7.-9 sæti Sveinn
Sigurbergsson GK, Hilmar Björg-
vinsson GS og Gylfi Kristinsson
GS, allir á 79 höggum. 25 keppend-
ur eru skráðir i meistaraflokki
karla.
Keppni hófst á mánudaginn og
hefur einn flokkur þegar lokið kep-
pni, öldungaflokkur, þar voru
leiknar 36 holur, en 72 holur í öðr-
um flokkum. Sigurvegari án forg-
jafar varð Hafsteinn Þorgeirsson
GK á 165 höggum, en með forgjöf
urðu í 1.-2. sæti Kári Elíasson GR
og Ingólfur Helgason GR og eiga
þeir eftir að útkljá efsta sætið í
bráðabana.
í meistaraflokki kvenna var í
efsta sæti eftir fyrsta keppnisdag
Kristín Pálsdóttir GK og lék hún 18
holurnar á 85 höggum.
í neðri flokkum karla höfðu ver-
ið leiknar 54 holur í gærkvöldi. í 1.
flokki voru þá bestir Sigurjón R.
Gíslason GK og Stefán GR á 239
höggum.
12. flokki var efstur Guðbrandur
Sigurbergsson GK á 255 höggum
og í 3. flokki var efstur Elías Krist-
jánsson GS á 278 höggum.
í 1. flokki kvenna voru þær efst-
ar eftir 18 holur, Ágústa Dúa Jóns-
dóttir GR og Elísabet A. Möller
GR á 96 höggum.
Mörg frábær afrek voru unnin á
miklu frjálsíþróttamóti Via Reggio
á Italíu í gærkvöldi. Mesta athygli
vakti einvígi Bretans Allan Wells og
ítalans Pietro Mennea í 200 metra
hlaupi, en þeir hafa marga hildi
háð á hlaupabrautinni og jafnan
verið tvísýnt um úrslit. Að þessu
sinni hafði ítalinn betur, hljóp veg-
alengdina á 20,37 sek., en Wells
kom næstur á 20,58 sek.
í 400 metra grindahlaupi sigraði
Bandaríkjamaðurinn David Lee á
p;
Vel heppnað héraðs-
ót HSS að Sævangi
Mennea vann
49,4 sek. og í 100 metra hlaupi sigr-
aði Bandaríkjamaðurinn Ron
Browne á 10,36 sek., varð sek-
úndubroti á undan ítalanum Pa-
voni.
í hástökkskeppni sigraði Annys
frá Belgíu, stökk 2,28 metra. Fra-
kkinn Frank Very stökk sömu hæð
en notaði fleiri tilraunir.
í langstökki sigraði ítalinn Secc-
hi, stökk 7,89 metra og í 800 metra
hlaupi sigraði ítalinn Donato Sabia
á 1:46,7: mín.
Héraðsmót HSS var haldið að
Sævangi á Ströndum 23. og 24.
júlí s.l. Var mótið eitt hið fjöl-
mennasta í mörg ár og hefur ekki
verið jafnmikið um áhorfendur
og keppendur um langt skeið.
Lætur nærri að um 250 manns
hafí verið á mótinu hvorn daginn.
Fyrri keppnisdag mótsins
kepptu karlar og konur og öld-
ungar 35 ára og eldri. Tvö Strand-
amet voru sett. Ragnar Torfason
Leifi heppna stökk 1,73 m í há-
stökki og Ingibjörg Vilhjálms-
dóttir Hörpu hljóp 100 m á 13,5
sek. Ingibjörg er 13 ára og var
þetta því Strandamet í telpna-
flokki 13-14 ára. í stigakeppni fé-
laga varð Leifur heppni í fyrsta
sæti með 8872 stig. Grettir varð í
öðru sæti með 44 stig og Kolli í
þriðja með 31 stig.
Seinni daginn var keppt í
aldursflokkum 14 ára og yngri.
Þá litu fjögur Strandamet dagsins
ljós. Bjami Sigurðsson Kolla
setti met í strákaflokki 11-12 ára í
langstökki, stökk 4,39 m og í há-
stökki, stökk 1,29 m. Kristján;
Guðbjömsson Kolla setti met í"
spjótkasti pilta 13-14 ára, kastaði
39,53 m. Þá setti Sunneva Áma-
dóttir Geislanum met í 60 m
hlaupi stelpna 10 ára og yngri,
hljóp á 9,6 sek. í stigakeppni fé-
laga varð Kolli í fyrsta sæti með |
59 stig. Harpa varð í öðru sæti
með 5772 stig og Neisti í þriðja
sæti með 41 stig.
Eftir tvo keppnisdaga af þrem-1
ur, hefur Leifur heppni fomstu í |
stigakeppninni, hefur hlotið sam-
tals 10372 stig. Kolli er í öðru sæti
með 90 stig, Harpa í þriðja með
7672 stig, Neisti í fjórða með 63
stig og Grettir í fimmta sæti með
60 stig.
Síðasti keppnisdagur Héraðs-
móts HSS verður að Kollsá í
Hrútafirði 6. ágúst n.k. Þá fer
fram keppni í aldursflokkum 15-
18 ára.