Þjóðviljinn - 28.07.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.07.1983, Blaðsíða 16
DWÐVILIINN Fimmtudagur 28. júlí 1983 Friðargangan 6. ágúst Aldrei aftur Hírosíma! - Aldrei aftur Hírosíma - er aðalkjörorð friðargöng- unnar, sem verður 6. ágúst næstkomandi. Þá verður gengið frá Keflavíkurher- stöðinni til Reykjavíkur. í fréttatilkynningu frá Sam- tökum herstöðvaandstæðinga segir, að gangan sé fyrst og fremst farin til að minnast kjarnorkusprengjunnar á Hír- osíma þenii'm sama dag fyrir 38 árum og til að mótmæla kjarnorkuvígbúnaði stórveld- anna. Aðrar meginkröfur göngu- manna eru m.a.: • Kjarnorkuvopnaiaus Norð- urlönd • Friðlýsing Norður- Atlants- hafsins • Sjálfsákvörðunarréttur þjóða sé yirtur • Hlutleysi íslands - gegn öll- um hernaðarbandalögum. í fréttatilkynningu sem send var út í gær, er bent á að mótmælum göngufólks sé stefnt gegn þátttöku íslend- inga í hernaðarumsvifum af öllu tagi. „Það er ljóst að eina leiðin til að stefnubreyting verði í vígbúnaðarmálum í heiminum er að almenningur reisi á loft kröfuna um líf án vopna, því án þess að afvopn- un verði að veruleika verður friður á jörðu aldrei tryggður“. Segir þar einnig, að Friðar- gangan ’83 sé öllum opin sem geta tekið undir þessi megin- markmið og sé öllum frjálst að hafa sínar sérkröfur í göng- unni svo fremi sem þær falli að meginkröfum. -óg. Ríkisstjórnin skipar tvo „trúnaðarmenní6 Ríkisstjórnin hefur skipað tvo trúnaðarmenn til að fjalla um gjaldskrá opinberra fyrirtækja, að því er hermt var í fréttum hljóðvarps í gærkvöldi. Þessi tilkynning ríkisstjórnarinn- ar og hljóðvarpsins var gefin í gær eftir að Þjóðviljinn greindi frá því að viðskiptaráðherra hefði tilkynnt í bréfi fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að gjaldskrárnefnd hefði verið lögð niður. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra sagði hins vegar í viðtali við Þjóðviljann að nefndin væri enn starfandi. Þannig hefur nkisstjórnin brugðist skjótt og vel við. Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt.að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 ,- " ' Uppskipun við höfnina í gær. Ljósm. -eik. Fjárhagsörðugleikar frystihússins á Patreksfirði: Aðstoð verður að berast í vikunni Ella verðum við að segja upp starfsfólk- inu, segir Jón Kristinsson á Patreksfirði - Ef lausnin kemur ekki í þessari viku, þá verðum við að segja upp öllu starfsfólkinu og það á því miður ekki í önnur hús að venda, sagði Jón Krist- insson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Patreksfjarðar í viðtali við Þjóðviljann í gær: - Við fengum smálán til að bjarga greiðslu launa starfsfólksins þessar vikur, en það er ljóst að ef ekki kemur til bráðabirgðafyrir- greiðslna fram í september, þá fer illa nú í vikunni. - Það var Landsbankinn sem lánaði okkur, þannig að hægt væri að borga fólkinu launin, en beiðni liggur fyrir hjá lánastofnun um bráðabirgðafyrirgreiðslu fram í september. Við höfum verið að gera úttekt á stöðu fyrirtækisins og gera áætlanir til lengri tíma. En það tekur tímann sinn og það er alveg ljóst að þetta fyrirtæki verður að fá bráðabirgðafyrirgreiðslu frá stjórnvöldum sem dugar fram í september. Við höfum sett fram þá hugmynd að þrjár milljónir króna myndu duga til að halda fyrirtæk- inu gangandi. Togarinn bundinn við bryggju - Togarinn, lífsbjörgin okkar liggur bundinn við bryggju og kemst ekki út nema slík fyrir- greiðsla komi til. Hér í þorpinu hafa á milli 120-150 manns atvinnu beint af þessu útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki, og flest allir íbúar óbeint. Þannig að menn geta rétt ímyndað sér hvað gerist, ef ekki fæst eitthvað við gert. Það yrði slík byggðaröskun sem þúsund manna byggðarlag stæði ekki undir. Pólitísk andstaða íhalds og krata Forsaga þessara fjárhagsörðug- leika er löng. Bygging hins mynd- arlega húss, sem ekki er enn að fullu tekið í notkun, hófst fyrir tíu árum. Og það er ekki fyrr en um áramótin 1981/82 að vinnsla hefst í húsinu. Fjármagnskostnaðurerþví gífurlegur af þessum rekstri. Upp- bygging hússins lá að mestu leyti niðri á árunum 1974-78 og um það stóðu pólitískar deilur. Auðvitað segir slík andstaða til sín hjá lána- stofnunum. - Nú í augnablikinu er nægilegt hráefni til vinnslu bæði af handfær- abátum héðan og bátum frá Bíldu- dal. Hins vegar verður ekki hægt að tryggja nægilegt hráefni nema togarinn Sigurey komist út, - og til þess þarf amk. eina milljón núna strax. Byggðasjóður hefur þessi mál til umfjöllunar og ég hef gert Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra grein fyrir vandanum. Hins vegar heldur stjórn Byggða- sjóðs ekki fund fyrr en í september og þangað til getur þetta byggðar- lag ekki beðið, sagði Jón Kristins- son á Patreksfirði að lokum. -óg. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Málið er ekki komið til ríkisstjórnarinnar - Mér er ekki kunnugt um að málefni frystihússins á Patreksfirði hafi komið inn á borð ríkisstjórnarinnar, sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra í viðtali við Þjóðviljann. Sagðist Halldór ekki hafa kynnt sér þetta mál sérstaklega, nema að því leyti sem frá því hefði verið skýrt í fjölmiðlum. -óg. nðargangan 6. ágúst nœstkomandi kráning í símum 17966 og 29212 Ondvegisskip bundið við bryggju Blóðugt að komast ekki út segir Hlöðver Haraldsson skipstjóri á Sigurey - Það er blóðugt að þetta skip sem skilaði 4100 tonnum af þorski eða 20 milljón króna afl- averðmæti, skuli Iiggja bundið við bryggju sagði Hlöðver Har- aldsson skipstjóri á togaranum Sigurey frá Patreksfirði, en tog- arinn liggur bundinn við bryggju vegna fjárhagsörðug- leika fyrirtækisins. Jón Kristinsson sagði við Þjóðviljann, að hann skildi vel að langlundargeð skipverja á Sigurey væri á þrotum. Við spurðum Hlöðver hvernig hljóðið væri í áhöfninni: - Við höfum verið mjög þol- inmóðir og vonumst til að þetta fari nú að ganga betur. Auðvit- að er mannskapurinn orðinn langþreyttur en við erum bjart- sýnir hérna og trúum ekki öðru en þetta öndvegisskip verði gert út áfram. - Sigurey er tíu ára gamall togari og var keyptur hingað fyrir tæpur tveimur árum. Skipið er 492 tonn að stærð og er í besta ásigkomulagi. Sigurey kom úr tíu daga veiðiferð á mánudaginn fyrir rúmri viku og var með 144 tonn af þorski. Og núna er mokveiði, svo það er nánast óþolandi að komast ekki út, sagði Hlöðver Haraldsson skipstjóri að lokum. -óg. Starfsem- in heldur áfram segir Guðmundur Jónsson verkstjóri hjá HP - Ég trúi því ekki að þetta eigi eftir að stoppa, sagði Guð- mundur Jónsson verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar í viðtali við Þjóðvilj- ann. Guðmundur sagði að út- borganir hjá starfsfólki í fryst- ihúsinu hefðu nú færst í eðli- legt horf og yrðu laun greidd út í dag með eðlilegum hætti. Sagði Guðmundur að ekki hefði komið til neinna upp- sagna og fólkið tryði ekki öðru að starfsemin héldi áfram. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.