Þjóðviljinn - 28.07.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.07.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 28. júlí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra Að þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins: gljufrin í þjóðgarðinum við Jökulsá á Fjöllum: Hijóðakletta, Hólmatungur og Ásbyrgi. Ferðin hefst fyrir hádegi Iaugardaginn30. júlíog er miðað við sameiginlega brottför frá Varmahlíð kl. 10. Hópferðir verða frá öllum þóttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingar á hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatn og Grímsstaði, Ásbyrgi og þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvær nætur í tjöldum við Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og fjöldasöng. Nægur tími ætti að gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heim á leið. Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað. Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri. Umboðsmennferðarinnareru: Siglufjörður: Svava Baldvinsdóttir s. 71429, Sigurlína Þorsteinsd. s. 71406. Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245, Rúnar Backmann, s. 5684 og 5519. Hofsós: Gísli Kristjánsson s. 6341. Varmahlíð: Ragnar Arnalds s. 6128. Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357, Vignir Einarsson s. 4310. Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790. Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson s. 1348, Elísabet Bjarnadóttir s. 1435. Þátttaka er öllum heimil Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Opinn félagsfundur í kvöld Um undirbúning fyrir friðargönguna 6. ágúst. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins boðar til félagsfundar þriðjudaginn 26. júlí kl. 20:30 að Hverfisgötu 105. Þar veröur skipulögö vinna ÆF aö undirbúningi friðargöngu Samtaka herstöðvaand- stæðinga 6. ágúst n.k. Á fundinum verða sýndar litskyggnur og kvikmyndin Glataða kynslóðin frá Hírósíma 6.ágúst 1945 og vídeóspólur um kjarnorkuvopnaógnina og friðarbaráttuna erlendis. Nýir félagar velkomnir Æskulýðsfylking Abl. Alþýðubandalagið í Hveragerði SUMARFERÐALAG Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis fer sína árlegu sumarferð 12.-14. ágúst n.k. í samstarfi við nágrannafélög sín á Suðurlandi. Að þessu sinni verður farið um Húnavatnssýslu. Gist verður tvær nætur á Hvammstanga í svefnpoka- plássi ásamt góðum samkomusal. Laugardaginn 13. ágúst verður ekið fyrir Vatnsnes og síðan hringveginn um Vatnsdal. Á þessum leiðum eru margir áhugaverðir staðir, hvort heldur sem um er að ræða að ganga á fjörur í fyrirfram pöntuöu sólskini, eða þá að skoða Hvítserk eða telja Vatnsdalshóla svo eitthvað sé nefnt. Farið verður frá Hveragerði föstudaginn 12. ágúst klukkan 3 e.h. Fararstjóri verður Halldór Höskuldsson. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til eftirtalinna: Hveragerði: Ingibjörg sími 4259 Selfoss: Kolbrún sími 1714 Guðrún sími 4518 Vestmannaeyjar: Ragnar sími 1177 Sigurður sími 4332 Þetta fólk gefur allar frekari upplýsingar. Þægileg og ódýr ferð fyrir fólk á öllum aldri. Allir velkomnir. Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis VST hf. íþróttafélag fatlaðra óskar hér með eftir til- boðum í útboðsverk nr. 1 - jarðvinnu við íþróttahús félagsins, sem reisa skal við Há- tún Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á VST hf., Ármúla 4 Reykjavík gegn 2000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða fer fram á sama stað mánudaginn 8. ágúst n.k. kl. 11. Helstu magntölur: Gröftur ca 6000 m3 og fyl- ling ca 3800 m3. Verklok 15. sept. n.k. ■■f VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf Hf ÁRMÚU4 REYKJAVlK SlMI 84499 Blikkiöjan Asgarði 7, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Vélstjórar á Suðurnesjum um bráðabirgðalögin: „Fólskulegasta árás borgara- stéttarinnar fyrr og síðar” Lifeyrissjóður Starfsmanna ríkisins: Frestun húsnœðis- lána Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins ákvað 21. þ.m. að veita frest á fjórðungi gjaldfallinnar greiðslu verðtryggðra lána frá 1. september nk. til 31. ágúst 1984. Þetta er gert í framhaldi af bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar. Nánari tilhögun verður auglýst síð-' ar. Friðarsirmar! Nú eru herstöðvaandstæðingar að safna peningum fyrir auglýsingar í nokkrum fjölmiðlum, til að minna á friðargönguna 6. ágúst næstkomandi. Ef þú getur séð af nokkrum krónum fyrir göfugan málstað, þá ertu beðinn að hafa samband í síma: 17966 eða 29212, eða koma við á skrif- stofunni Frakkastíg 14 Reykjavík. Hópferðir í Friðargönguna 6. ágúst Hópferðir eru áformaðar í friðar- gönguna 6. ágúst, sem fer af stað frá Keflavík um 8.30. SUÐURLAND: Ármann Ægir Magnússon 99 - 4260 NORÐURLAND EYSTRA: Sveinn Rúnar Hauksson 96 - 41479 AKUREYRI: Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni 96 - 25520 NESKAUPSTAÐUR: Valur Þórarinsson 97 - 7690 HÖFN HORNAFIRÐI: Heimir Þór Gíslason 97 - 8426 ÍSAFJÖRÐUR: Ragnheiður Gunnarsdóttir 94 - 4294 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Magnús Stefánsson 97 - 5211 „Fólskulegasta árás borgara- stéttarinnar á íslenska verkalýðs- hreyfingu fyrr og síðar“ er niður- staða fundar í Vélstjórafélagi Suðurnesja um samningsréttaraf- nám ríkisstjórnarinnar. Lögin á að afnema, segja vélstjórarnir, og leysa síðan efnahagsvandann í sam- ráði við verkalýðinn í landinu. Vandinn nú er ekki háum launum að kenna að mati fundarins, heldur rangri fjárfestingarstefnu og gegn- darlausu bruðli með almannafé. Alyktun Vélstjórafélags Suður- nesja hljóðar svo: „ Almennur fundur í Vélstjórafé- lagi Suðurnesja, haldinn 16. júlí 1983, samþykkir eindregin mót- mæli við bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar frá 27. maí sl. Með lögum þessum eru afnumin grundvallarmannréttindi í sam- skiptum aðila vinnumarkaðarins, þ.e. launþega og atvinnurekenda. Þetta er fólskulegasta árás borgar- astéttarinnar á íslenska verkalýðs- hreyfingu fyrr og síðar, árás sem felur í sér það fordæmi sem brjóta verður á bak aftur. Opið hús er í Norræna húsinu í kvöld og er það eingöngu helgað Ósvaldi Knudsen, og verða sýndar tvær úrvalskvikmynda hans. Það hefur verið föst venja í nokkur ár að hafa eitt Opið hús, þar sem er eingöngu kvikmyndakvöld með myndum Ósvalds Knudsens, og að þessu sinni verða sýndar kvik- myndirnar „Eidur í Heimaey“ og Stjórnvöldum má vera ljóst að launþegahreyfingin getur ekki un- að við þá mannréttindaskerðingu sem í þessum lögum felst, auk þess sem efnahagsstaða þjóðarbúsins gefur ekki tilefni til svo gífurlegrar kjaraskerðingar sem í lögunum fe- last; kjaraskerðingar sem kippir fjárhagslegum grundvelli undan fjölda heimila og einstaklinga með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fundurinn telur að ríkisstjórnin ætti nú þegar að afnema þessi lög en hefja síðan viðræður við verka- Iýðshreyfinguna um leiðir út úr þeim efnahagsvanda sem óneitan- lega er fyrir hendi og verður að taka á. Fundurinn telur þó að vandinn sé ekki af of háum launum hins almenna verkamanns, heldur rangri stefnu í fjárfestingu atvinnu- veganna, gegndarlausu bruðli á almannafé í opinbera geiranum. Fundurinn telur að í núverandi stöðu sé um það að ræða hvort ís- lensk verkalýðshreyfing eigi að vera meira en nafnið eitt. Eigi verkalýðshreyfingin að standa undir nafni, ber að bregðast við þessum lögum á markvissan hátt.“ „Sveitin milli sanda“ og taka þær um það bil hálftíma hvor um sig. Aðgangur að Opnu húsi er ókeypis og allir eru velkomnir. í sýningarsölum í kjallara stendur nú norræn ljósmyndasýning sem hefur yfirskriftina: Ungdom i Norden. Er hún opin kl. 14-19 daglega og stendur til 7. ágúst. Norræna húsið Opið hús Æskulýdsfylking Alþýðubandalagsins Vinnugleði um verslunar- manna helgina Hvar verður hinn sósíalíski æskufjöld um komandi verslunarmannahelgi? Að sjálfsögðu við leik og störf á landssvæði sínu í Sauðadölum. Á þeim stað áformar Æskulýðsfylking Abl. byggingu nýs skála ungra sósíalista og fyrsta skóflustungan verður tekin um næstu helgi. Dagskrá verður eitthvað á þessa leið: Föstudagskvöld 29. júlí: Tjaldað í jaðri Svínahrauns og sungnir baráttu- söngvar. Laugardagur 30. júlí: Vettvangskönnun um hádegið. Lóðin okkar hreinsuð, brunarústir gamla skálans fjarlægðar og gamlar girðingar teknar upp. Laugardagsganga um fjöll og firnindi undir leiðsögn gjörkunnra manna. Sameiginleg grillveisla. Kvöldvaka undir stjórn hins góðkunna Tarsans. Sunnudagur 31. júlí: Hátíðardagskrá eftir hádegið á við það sem best gerist. Fyrsta skóflustungan tekin að nýja skálanum. Pólitísk predikun. Frjálsíþróttamót á vegum íþróttadeildar ÆF. Grillið kynt oq vakað um kvöldið. Athuglð: Þátttakendur verða sjálfir að koma sér og sínu á staðinn, spyrjið til vegar hjá Litlu kaffistofunni ef þið eruð ekki viss um staöháttu. Takið með nesti og nýja skó. Þeir sem þannig eru lundaðir, geta sleppt því að tjalda, en litið við á svæðinu um bjartan dag. Nánari upplýsingar á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins. Æskulýðsfylking Abl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.